Harmonikublaðið - 01.12.2018, Page 17

Harmonikublaðið - 01.12.2018, Page 17
Flemming Viðar í þriðja sæti í Castelfidardo Flemming Viðar Valmundsson sem nú stundar nám viðTónlistarháskólann í Kaupmannahöfn, tók þátt í alþjóðlegu harmonikukeppninni í Castelfidardo á Italíu í september sl. Þetta var í 43ja skipti sem þessi keppni fer fram og þátttakendur skiptu hundruðum í hinum ýmsu flokkum, en þetta er ein virtasta harmonikukeppni í heimi. Flemming Viðar náði þriðja sæti í sínum flokki, sem heitir Masters Category, soloist no age limits, sem vill segja að í þessum flokki keppa lengra komnir í klassískum harmonikuleik án aldurstakmarka. Keppnin var að sjálfsögðu mjög hörð. Sigurvegarinn var Rússi og Ítalí hlaut annað sæti. 28 hófu keppni í þessum flokki, en 21 laukhenni. Arangur Flemmings er frábær á öllum mælikvörðum. Hægt er að sjá Flemming Viðar í keppninni á þessum hlekk, http://www.accordions.com/ concorso/2018/15.htm en ýmislegt sem þarna er leikið, flokkast tæpast undir hefðbundna harmonikutónlist og er beinlínis ótrúlegt að sjá tónlistarfólkið flytja það. En sjón er sögu ríkari. I keppninni lék Flemming Viðar þessi verk: Wood Spirit (sænskur titill: Skogsvasen) eftir Staffan Mossenmark 1961- Prelúdía og Fúga í Es-dúr, BWV 852 (l.bók) eftir J.S.Bach 1685-1750 Tears - eftir Bent Lorentzen 1930-2018 Dómnefndina skipuðu þeir Yuri Shiskin (formaður), Dario Flammini, Raimondas Sviackevicius, Volodomyr Runchak, Antonio Spaccarotella, Oivind Farmen og Miljan Bjeletic. Flemming ViSar á sviSinu í Castelfidardo Harmonikublaðið óskar Flemming Viðari til hamingju með árangurinn. ÖAÁoom 'WdeA’ &Ý ^OAAuæ/Ar íwnOAuU ÓAAs. UeA/íS veX&wm/rir ó vÁclA&ÁpU. HERAÐSPRENT Miðvangi 1, 700 Egilsstaðir Sími 471 1449 I www.heradsprent.is print@heradsprent.is 17

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.