Feykir - 18.12.2019, Side 3
48/2019 3
Atburðir síðustu viku eru Norðlendingum líklega efst í huga
þessa dagana. Dagar sem einkenndust af rafmagnsleysi,
óveðri og líklega óvissu í hugum margra sem áttu ástvini úti
í veðrinu við að leitast við að bjarga því sem aflaga fór í
veðurofsanum.
Mikið hefur verið rætt og ritað um
óásættanlegt ástand innviða
samfélagsins sem engan veginn
stóðust álagið sem skapaðist.
Væntanlega eru allir sammála um
að hér þurfi að bretta upp ermar og
ráðast í gagngerar úrbætur. Sum-ir
eru duglegri en aðrir að benda á
sökudólga og gagnrýna hina og
þessa sem hefðu átt að gera betur.
Þeir sem harðast hafa deilt á
Vegagerðina fyrir lokanir vega í
óvissu veðurfari hafa hins vegar
látið lítið fyrir sér fara enda sannaði það sig að slíkar aðgerðir
komu í veg fyrir mikinn vanda.
Ekki dettur mér í hug að blanda mér í ádeiluna enda tel ég
mig varla hafa forsendur né vit til að dæma. Hins vegar sýnist
mér að okkur sé flestum hollt að líta í eigin barm og athuga
hvað gera megi betur í eigin ranni.
Þrátt fyrir að rafmagnsleysið hafi varað óvenju lengi að
þessu sinni, og sé raunar ekki séð fyrir endann á því alls staðar,
vitum við öll ósköp vel að þetta er eitthvað sem hefur gerst áður
og gerist örugglega enn reglulega á sumum stöðum á landinu.
Það sem hefur breyst er að almenningur er verr undir það
búinn að takast á við verkefnið. Við erum orðin svo háð því að
hafa stöðugan aðgang að rafmagni og öllum þeim tækjum og
tólum sem því eru tengd og svo sannarlega höfum við, bæði
einstaklingar og stofnanir, sofnað á verðinum.
Hvað skyldu margir þeir sem sátu í rafmagnslausum húsum
sínum hafa mænt á símaskjáinn og hugsað með hryllingi til
þess að brátt yrði rafhlaðan tóm, versta martröð margra, og
hvað væri þá til ráða. Jú, það var kannski hægt að fara út í bíl í
óveðrinu og hlaða tækið en fáa hefur líklega langað út í veðrið.
Hvað ætli margir eigi ennþá hina „úreltu“ heimilissíma sem
ekki ganga fyrir rafmagni. Hversu margir eru svo fyrir-
hyggjusamir að eiga rafhlöður í útvarp, ef slík tæki eru þá til á
heimilinu, eða prímus til að nota í neyðartilfellum. Sumir eiga
kannski ekki einu sinni kerti og eldfæri eða vasaljós með
nýlegum batteríum.
Ég er svo sannarlega ein þeirra sem þarf að skoða mín mál.
Ekki það, það væsti ekkert um mig í rafmagnsleysinu og hefði
alveg þolað við lengur enda kona á besta aldri og hafði engan
nema sjálfa mig að hugsa um.
En nú eru að koma jól og þá munu jólaljósin vonandi lýsa í
sérhverjum ranni. Þau eru kærkomin að vanda, að minnsta
kosti hjá flestum þó vissulega séu þeir margir sem eiga erfiðar
stundir á hátíðum sem þessum. Við Feykisfólk sendum
lesendum okkar bestu jólakveðjur og ósk um góðar stundir um
leið og við þökkum fyrir samfylgdina á árinu.
Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður
LEIÐARI
Eftir myrkrið kemur jólaljós Rauð viðvörun í fyrsta sinn
Óveður á Norðurlandi
Í aðdraganda fárviðrisins sem
yfir landið reið í síðustu viku
gaf Veðurstofa Íslands í fyrsta
skiptið út rauða viðvörun. Svo
virðist sem almenningur hafi
tekið viðvörunina alvarlega
því ekki þurfti að eyða
dýrmætum tíma og orku í að
eltast við hluti sem trassað
hafði verið að binda niður eða
komið í skjól.
Mikil selta var í blotanum
sem fór illa með spennivirki og
rafmagnsstaura sem brotnuðu
undan ægiþunga ísaðra raflína
í kolbrjáluðu veðri. Í gær var
enn rafmagnslaust á nokkrum
bæjum í nágrenni Hvamms-
tanga og Laugarbakka og
samkvæmt stöðuuppfærslu
RARIK um miðjan dag mátti
búast við einhverju rafmagns-
leysi fram eftir kvöldi, sem og í
Miðfirði.
Þá er liðin vika síðan aftaka-
Veðurstofa Íslands stóð vaktina með mikilli prýði og skellti rauðri viðvörun á NV.
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744,
Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is | Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Engan þarf að undra að fáir hafi sótt sjóinn í
vikunni sem leið þar sem tíðarfarið lék ekki
beinlínis við landann. Tæpum 19 tonnum var
landað á Skagaströnd og tæpum 300 tonnum
á Sauðárkróki. Heildarafli vikunnar á Norður-
landi vestra þessa viku var 307.364 kíló. /FE
Aflatölur á Norðurlandi vestra 8. – 14. desember 2019
Fáir sóttu sjóinn
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
SKAGASTRÖND
Kristinn HU 812 Landbeitt lína 17.603
Sæfari HU 212 Landbeitt lína 1.210
Alls á Skagaströnd 18.813
SAUÐÁRKRÓKUR
Drangey SK 2 Botnvarpa 168.539
Málmey SK 1 Botnvarpa 120.012
Alls á Sauðárkróki 288.551
Aukasýning á föstudag
Skógarlífi vel tekið
Leikflokkur Húnaþings vestra
heimsfrumflutti sl. laugardag
Skógarlíf, leikgerð og leikstjórn
Gretu Clough byggða á The
Jungle Book eftir Rudyard
Kipling við mikinn fögnuð.
Vegna góðra viðtaka hefur
verið ákveðið að bæta við
aukasýningu næsta föstudag,
20. desember.
Skógarlíf, í uppsetningu
Leikflokks Húnaþings vestra,
fékk mjög góðar viðtökur á
þeim tveimur sýningum sem
haldnar hafa verið fyrir nánast
fullu húsi. Á sýningunni fá, á
meðal fullorðna, börn og ung-
menni á aldrinum 5 – 18 ára að
láta ljós sitt skína á sviðinu. Í
heild skapar hópurinn fallega
og raunsæja sýningu með flott-
um brúðum, tónlist, leikmynd
og lýsingu. Leikstjórinn, Greta
Clough, sem m.a. hefur unnið
til alþjóðlegra verðlauna innan
sviðlistar, kemur ekki aðeins
inn í verkið sem leikstjóri held-
ur einnig sem höfundur leik-
gerðar, brúðuhönnuður, leik-
myndahönnuður og hefur
umsjón með búningum.
Ákveðið hefur verið að bæta
við aukasýningu næsta föstu-
dag, 20. desember kl. 19:00.
Miðasala er á heimasíðu leik-
flokksins: www.leikflokkurinn.
is/midi/ eða í síma 655-9052. /PF
veðrið reið yfir og rafmagn fór
að detta út á hverju svæðinu á
fætur öðru. Á mánudagskvöld
og aðfaranótt þriðjudags voru
truflanir á kerfi RARIK út frá
Hrútatungu og Laxárvatni.
Fjórar truflanir höfðu fundist í
gær og jafnvel var búist við að
fleiri gætu fundist. Einar
Sveinbjörnsson, veðurfræðing-
ur, segir sennilegt að um versta
veður sé að ræða síðan 1973 en
þá gerði mikið illviðri af svip-
aðri gerð í miðju Heimaeyjar-
gosinu. Önnur óveður sem
koma til álita frá árinu 1949
geisuðu 12. febrúar 1965 og 10.
des 1950. /PF
Frá uppsetningu Skógarlífs á Hvammstanga. MYND: AUÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR
Sveitarstjórn Húnaþings
vestra samþykkti
samhljóða á fundi sínum
fimmtudaginn 12.
desember, að styrkja
Björgunarsveitina Húna
um eina milljón króna fyrir
óeigingjarnt starf, oft við
erfiðar aðstæður, í þágu
samfélagsins.
Á Facebooksíðu Húna-
þings vestra segir: „Sveitar-
stjórn færir öllum starfs-
mönnum sveitarfélagsins,
annarra stofnana og öllum
þeim fjölda sjálfboðaliða sem
leggja á sig gríðarlega vinnu í
þágu samfélagsins við
fádæma erfiðar aðstæður
bestu þakkir. Þetta fólk leggur
nótt við dag til að lágmarka
þann skaða sem orðið hefur
og koma sveitarfélaginu
okkar á rétt ról.“ /FE
Húnaþing vestra
Styrkir
Húnana um
eina milljón