Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 9
48/2019 9
Sendum öllum Skagfirðingum,
Húnvetningum og nærsveitungum
okkar bestu óskir um gleðileg jól
og farsæld á nýju ári.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða.
Starfsfólk
Vinnuvéla Símonar
Vinnuvélar Símonar ehf. 550 Sauðárkrókur . Dalatún 8 . Sími 893 7413
Afgreiðslan er opin mánudag til föstudags
frá kl. 8:00 til 17:00
Óskum starfsfólki okkar
og viðskiptavinum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári
Húsnæðismál og velferð
barna í brennidepli
AÐSENT : Ásmundur Einar Daðason skrifar
Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar
er hálfnað og þykir mér á þeim
tímamótum vert að líta um öxl. Ég
fer fyrir mikilvægu ráðuneyti og
víðfeðmum málaflokkum sem snerta
almenning allan. Húsnæðismál eru
þar ofarlega á blaði og einsetti ég mér
strax í upphafi að mynda traustari
umgjörð um húsnæðismál á Íslandi en
verið hefur.
Í þeim efnum hef ég lagt áherslu á að
tryggja nægjanlegt framboð húsnæðis
fyrir alla, óháð
efnahag og
óháð búsetu.
Á þeim tveim-
ur árum sem
liðin eru
hefur farið
fram mikil
endurskipu-
lagning og
umbótavinna
á sviði hús-
n æ ð i s m á l a
bæði hjá ríki og sveitarfélögum og er
henni hvergi nærri lokið.
Aðgerðir vegna lífskjara-
samninga í góðum farvegi
Stuðningur stjórnvalda við lífskjara-
samninga sem samþykktir voru síðast-
liðið vor innihélt 38 aðgerðir. Um
helmingur þeirra heyra undir félagsmála-
ráðuneytið og lúta flestar að húsnæðis-
og vinnumarkaði. Umbætur í hús-
næðismálum voru ein grunnforsenda
samninganna. Því lögðu stjórnvöld og
aðilar vinnumarkaðarins í mikla vinnu
við að greina stöðu húsnæðismála og
skilgreina aðgerðir til úrbóta. Rúmlega
40 húsnæðistillögur voru lagðar fram
og eru nú í úrvinnslu en þær fela
meðal annars í sér stóraukin framlög til
uppbyggingar almenna íbúðakerfisins,
bætta réttarstöðu leigjenda og innleið-
ingu hlutdeildarlána fyrir ungt fólk og
tekjulága. Í öllum tilfellum er um að ræða
aðgerðir sem ætlað er að bæta lífskjör í
landinu.
Húsnæðisuppbygging
á landsbyggðinni
Ég hef lagt sérstaka áherslu á að lands-
byggðin verði ekki látin sitja eftir en þar
hefur ríkt stöðnun á húsnæðismarkaði
um langt skeið. Haustið 2018 fól ég
Íbúðalánasjóði að fara af stað með
tilraunaverkefni í því skyni að leita
leiða til þess að bregðast við þeim
áskorunum sem landsbyggðin stendur
frammi fyrir í húsnæðismálum. Þegar
hafa verið kynntar ýmsar lausnir á
grunni verkefnisins og eiga fleiri eftir
að líta dagsins ljós. Málið er brýnt
enda allmörg dæmi um að skortur á
íbúðarhúsnæði á landsbyggðinni hafi
staðið atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum.
Við það á ekki að una enda hagur okkar
allra að atvinnulíf blómstri sem víðast
um land.
Framkvæmdir eru víða hafnar á
grunni þeirra aðgerða sem ráðist hefur
verið í og hef ég verið þess heiðurs
aðnjótandi að fylgja þeim úr hlaði
hringinn í kringum landið. Víða er um
að ræða nýbyggingar en auk þess eru
sveitarfélög að leita leiða við að breyta
húsnæði sem fyrir er með stuðningi
ríkisins og koma því í sölu eða leigu.
Samanlagt hafa þær aðgerðir sem farið
hefur verið í komið af stað hreyfingu
á húsnæðismarkaði á stöðum þar sem
stöðnun hefur ríkt árum og áratugum
saman og er virkilega ánægjulegt að
verða vitni að því.
Fyrsti barnamálaráðherrann
Um síðustu áramót tók ég ákvörðun
um að breyta embættistitli mínum í
félags- og barnamálaráðherra og er fyrsti
barnamálaráðherra Íslandssögunnar.
Ég vissi að við Íslendingar værum að
gera margt mjög vel þegar kemur að
aðbúnaði barna en varð engu að síður
var við brotalamir og glufur í kerfinu. Þá
eru sífellt að koma fram nýjar rannsóknir
sem sýna fram á að barnæskan og velferð
barna skipti sköpum þegar kemur að því
að byggja upp heilbrigt og gott samfélag.
Lengi býr að fyrstu gerð og varð mér ljóst
að besta fjárfestingin sem samfélag getur
ráðist í er að hlúa vel að börnum.
Á þessu eina ári sem liðið er eru að
verða til útlínur að nýju velferðarkerfi
fyrir börn á Íslandi. Því er meðal annars
ætlað að grípa þau börn sem á þurfa að
halda fyrr en verið hefur og bjóða fram
viðeigandi aðstoð. Lykillinn að því er
sú þverpólitíska samstaða sem hefur
myndast um mikilvægi þess að setja
börn í forgang en jafnframt höfum við
fengið til liðs við okkur sérfræðinga í
málefnum barna úr öllum áttum sem
hafa lagt sitt af mörkum. Nýlega gekk
félagsmálaráðuneytið svo til samninga
við UNICEF um þátttöku í verkefninu
Barnvæn sveitarfélög UNICEF undir
formerkjunum Barnvænt Ísland með
það að markmiði að tryggja aðgengi allra
sveitarfélaga að stuðningi við innleiðingu
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Sveitarfélög veita þjónustu í nærumhverfi
barna og er afar brýnt að þau hafi ákvæði
Barnasáttmálans að leiðarljósi í einu og
öllu.
Samhliða því að bjóða sveitarfélögum
að taka þátt í verkefninu verður öllum
sveitarfélögum á landinu boðið að nýta
sér svokallað mælaborð um velferð
barna. Verður það gert í samvinnu
við Kópavogsbæ sem leitt hefur
þróunarverkefni þess efnis í samstarfi
við félagsmálaráðuneytið og UNICEF
á Íslandi. Sveitarfélög munu þannig
geta greint með markvissum hætti þau
tölfræðigögn sem til eru um velferð
barna innan sveitarfélagsins og nýtt
við stefnumótun, fjárhagsáætlanagerð
og ákvarðanatöku. Er þetta nýmæli
sem eftir er tekið en mælaborðið hlaut
nýverið alþjóðleg verðlaun UNICEF fyrir
framúrskarandi lausnir og nýsköpun í
nærumhverfi barna.
Endurreisn fæðingar-
orlofskerfisins
Eitt helsta áherslumál mitt í embætti
er að endurreisa og efla fæðingar-
orlofskerfið. Hámarksgreiðslur hafa
þegar verið hækkaðar og stendur til að
lengja fæðingarorlof í tveimur áföng-
um í tólf mánuði. Samhliða fer fram
heildarendurskoðun laganna sem lýkur á
næsta ári. Ég gleðst yfir þessum framfara-
skrefum og er þess fullviss að þær verði
fjölskyldum og ekki síst börnum þessa
lands til heilla.
Ásmundur Einar Daðason
félags- og barnamála ráðherra
Feykiflottur
Liggurðu á frétt? Áttu skemmtilega
mynd sem gaman væri að birta í Feyki?
Hafðu samband > feykir@feykir.is
Óskum íbúum Blönduóss,
nærsveitafólki og öðrum landsmönnum
Gleðilegra jóla, árs og friðar
Með þökk fyrir árið sem er að líða
BLÖNDUÓSBÆR
Hnjúkabyggð 33 - 540 Blönduós - Sími: 455 4700