Feykir


Feykir - 18.12.2019, Page 11

Feykir - 18.12.2019, Page 11
48/2019 11 matar- og handverksmörkuð- um. Borgin býður upp á fjöl- margt til skoðunar og margir lögðu leið sína í kastalann á meðan aðrir fóru í dagsferðir upp í Hálöndin eða í neðan- jarðarborgina. Flestir hverjir litu svo eðlilega eitthvað í búðir og sumir endurnýjuðu jafnvel fermingarfötin. Samskot kirkjugesta Sunnudagsmorguninn marser- aði svo hópurinn til guðs- þjónustu í St. Cuthberts kirkjunni sem stendur við enda dalsins niður undan kastalanum en umsamið var að við syngjum þar tvo sálma. Höfðu sr. Gísli og Stefán farið í könnunarferð daginn áður og orðið sér úti um ákaflega vandaða messuskrá dagsins en þar stóð reyndar að stjórnandi væri Gísli Gunnars- son og skapaði það nokkra spennu í hópnum um hvort nú væru einhver áhættuatriði í uppsiglingu. Organisti kirkj- unnar tók á móti okkur, glað- legur ungur maður, Graham að nafni, sem tjáði okkur að hann hefði m.a. spilað á tónleikum í Hallgrímskirkju sl. sumar. Skömmu áður en guðsþjón- ustan hófst tiplaði inn lágvaxinn og hokinn prestur í eldrauðri hempu, bauð okkur velkomin og fór yfir komandi atburðarás. Hér var kominn sr. Charles, leiftrandi húmoristi sem predikaði síðar með miklum tilþrifum, handasveiflum og tilbrigðum ásamt því að velta sér ýmist á hæl eða tá í stólnum. Kórinn söng svo við undirleik organistans en Stefán stjórnaði að venju. Eftir predikun dró svo til tíðinda svona miðað við það sem tíðkast á heimaslóðum, þegar formaður sóknarnefndar gekk fyrir altarið og hvatti kirkjugesti til að mótmæla með bréfaskrifum til borgaryfir- valda fyrirhuguðum bílastæða- gjöldum við kirkjuna á sunnu- dögum sem hann taldi að gætu haft mikil áhrif á messusókn og helgihald almennt. Síðan var haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist og tóku þá við samskot kirkjugesta. Þarna tíðkast að söfnuðurinn standi undir söng og þar sem töluvert var sungið bæði af okkur og kór kirkjunnar þá var sífellt verið að standa upp og setjast. Því hafði einn ferðafélaga okkar á orði eftir athöfnina að það væri ekki nóg að reka mann á fætur trekk ofan í æ heldur rukkuðu þeir fyrir það líka... Sóknarnefndin bauð svo kaffi og te að þarlendum hætti í kirkjuand- dyrinu þar sem við blönduðum geði við kirkjugesti og þáðum lofsamleg ummæli um sönginn. Um kvöldið var sameiginleg máltíð á hótelinu og eins gestrisnir og Skotar eru þá vakti nokkra athygli það sem á borð Presturinn í Cutberths og Glaumbæ, sr. Charles og sr. Gísli. Sameiginlegur kvöldverður á lokadegi. „Þetta er nú engin kindabyssa“ hugsar Óli þar sem hann styður hönd á „stóru Bertu“ í Edinborgarkastala. var borið en t.d. samanstóð forrétturinn af gröfnum laxi með hafrakexi.... Stolt af kórum og kirkjunni okkar Svona ferðir eru fyrst og fremst skemmtiferðir, en um leið eru þær gríðar mikilvægur þáttur í því öfluga safnaðarstarfi sem fram fer í prestakallinu okkar og víðar um land. Að syngja í kirkjukór er hluti af kirkju- starfinu og við erum heppin hve fjölmennur og vel skipaður okkar kór er, blanda af eldri og yngri með einstakan leiðtoga sem Stefán Gíslason er og okkar góða prest sr. Gísla í Glaumbæ. Til gamans má geta þess að elsti félaginn, Sigurður á Grófargili, hefur sungið í 67 ár í kirkju- kórnum eða frá fæðingu Hadda frænda síns í Brautarholti. „Kirkjan er fólkið“ er vel þekkt staðreynd sem stundum gleymist í Mammonsdýrkandi samfélagi. Út um allt land leggur fjöldi fólks mikið á sig til að halda uppi kór, eldri borgara og barnastarfi, viðhalda kirkju og görðum og er um leið hrygg- stykkið í kirkjustarfinu. Þar kannast menn ekki við þær fréttir sem fjölmiðlar blása upp um flótta úr kirkjunni eða sundurlyndi innan hennar. Hér í Glaumbæjarprestakalli ætlum við að minnsta kosti ekki að taka þátt í þeim hrunadansi heldur ylja okkur lengi við minningar úr vel heppnaðri ferð með mannbætandi ferðafélög- um og héldum svo áfram að æfa fyrir aðventusamkomuna sem haldin var á Löngumýri 8. desember. Við munum hér eftir sem hingað til leggja okkur fram um að syngja af okkar bestu getu því við erum stolt af kórum og kirkjunni okkar. St. Cutberts kirkjan þar sem kórinn tók þátt í guðsþjónustu. Lýtingsstaðahjónin nýttu tímann vel til skoðunarferða. Þeir Olli og Sveinn voru að leita að þægilegum klæðnaði fyrir þorrablót Lýtinga. Jólamarkaðurinn að kvöldi.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.