Feykir - 18.12.2019, Síða 28
28 48/2019
Ofangreint ver› er félagsmanna-
ver› Sögufélags Skagfir›inga og
b‡›st einnig þeim sem panta
beint frá útgáfunni.
Þeir sem greiða fyrir jól 2019 fá
bækurnar sendar burðargjalds-
frítt, eftir það leggst við burðar-
gjald. Hægt er að semja um
greiðsludreifingu.
Kennitala Sögufélagsins er:
640269-4649
Bankareikningur:
0310 - 26 - 11011
Safnahúsinu
550 Sau›árkróki
Sími 453 6261
Netfang: saga@skagafjordur.is
http://sogufelag.skagafjordur.is
AFMÆLIS
TILBOÐ
kr. 60.000FYRIR ALLAR NÍUBÆKURNAR
Tuttugu ára útgáfuafmæli
Byggðasögu Skagafjarðar
Afmælistilboð á Byggðasögu Skagafjarðar
• I. bindi um Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp kr. 7.500
• II. bindi um Staðarhrepp og Seyluhrepp kr. 7.500
• III. bindi um Lýtingsstaðahrepp kr. 7.500
• IV. bindi um Akrahrepp kr. 7.500
• V. bindi um Rípurhrepp og Viðvíkurhrepp kr. 7.500
• VI. bindi um Hólahrepp kr. 7.500
• VII. bindi um Hofshrepp kr. 7.500
• VIII. bindi um Fellshrepp og Haganeshrepp kr. 7.500
• IX. bindi um Holtshrepp kr. 16.000
Útgáfa bókarinnar var styrkt af
Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, BYKO og Steinull.
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is
Dominos-deild karla : ÍR – Tindastóll 92-84
Basl í Breiðholti
Tindastólsmenn brutust
suður yfir snjóhuldar heiðar
og alla leið í Breiðholtið
þar sem baráttuglaðir
Hellisbúar biðu eftir þeim
sl. fimmtudagskvöld. Það
hafa oftar en ekki verið
hörkuleikir á milli Stólanna
og ÍR en því miður voru það
heimamenn sem reyndust
sterkari að þessu sinni. Þeir
höfðu frumkvæðið lengstum
í leiknum og lið Tindastóls
náði ekki nægilega áhrifaríku
áhlaupi á lokakafla leiksins
til að snúa leiknum sér í vil.
Lokatölur því 92-84 fyrir ÍR.
Pétur Birgis var öflugastur í
liði Tindastóls, gerði flest stig
liðsins eða 20 og hirti flest
fráköst, níu. Sinisa Bilic gerði
18 stig og hirti átta fráköst og
þar af sex sóknarfráköst.
Brodnik og Simmons skiluðu
báðir 16 stigum. Lið Tindastóls
vann frákastaslaginn 46/38 og
hirti 21 sóknarfrákast en Stól-
arnir töpuðu fleiri boltum
(17/11). Það var sömuleiðis
athygliverð tölfræði að einungis
byrjunarlið ÍR skoraði í leikn-
um en Breiðhyltingar fengu
semsagt ekkert stig af bekknum.
Þetta dugði þeim þó vel því allir
byrjunarliðsmennirnir skiluðu
miklu framlagi en Boyanov var
þeirra atkvæðamestur með 27
stig og 12 fráköst.
Síðasti leikur Stólanna fyrir
jól er hér í Síkinu annað kvöld,
19. desember, gegn Grindavík
og hefst hann kl. 19:15. /ÓAB
Pétur Rúnar var atkvæðamestur í liði Tindastóls. MYND: KARFAN.IS / ÞORSTEINN EYÞ.
Úrvalshópur FRÍ
Andrea Maya kölluð inn
Frjálsíþróttasamband
Íslands hefur birt nýjan
úrvalshóp unglinga 15-19
ára en hann samanstendur
af íþróttamönnum
sem náðu viðmiðum á
utanhússtímabilinu 2019.
Á heimasíðu Frjálsíþrótta-
sambands Íslands kemur
fram að þeir sem ná viðmiðum
á innanhússtímabilinu haust
2019 - vor 2020 bætast við
hópinn í mars. Skagfirð-
ingurinn Andrea Maya
Chirikadzi er ein þessa
úrvalsíþróttafólks.
Andrea Maya keppir fyrir
frjálsíþróttadeild Tindastóls
og UMSS og hennar aðalgrein
er kúluvarp og hefur hún
margsinnis fengið gull um
hálsinn. Eftir því sem fram
kemur á FB síðu UMSS
kastaði Andrea Maya 3 kg.
kúlu 11,87 m sem er lengsta
kast 16 ára stúlku utanhúss
árið 2019. /PF
Andrea Maya með fangið fullt að
bikurum MYND: UMSS
1. deild kvenna : Tindastóll – ÍR
Skúffelsis ósigur
Stólastúlkna í Síkinu
Tindastóll og ÍR mættust í
Síkinu sl. laugardag í leik þar
sem heimastúlkur gátu tryggt
stöðu sína á toppi 1. deildar
kvenna fyrir jólafrí. Leikurinn
var jafn og spennandi en það
var lið ÍR sem leiddi nánast
allan leikinn.
ÍR byrjaði leikinn betur en
Stólastúlkur náðu áhlaupum
og munurinn í hálfleik var
þrjú stig, 32-35. Lið ÍR náði 12
stiga forystu í þriðja leikhluta
en enn og aftur komst lið
Tindastóls inn í leikinn og
voru hársbreidd frá því að
stela sigrinum af Breiðhylt-
ingum í lokin. Eftir að hafa
komist yfir í fyrsta og eina
skiptið í leiknum þegar
mínúta var eftir af leiknum
voru lukkudísirnar ekki í liði
Tindastóls á lokamínútunni
og lauk leiknum í skúffelsis
ósigri, 62-64.
Tess var atkvæðamest í liði
Tindastóls, gerði helming stiga
liðsins, 31, og tók átta fráköst.
Marín Lind var með 13 stig en
Valdís Ósk og Telma Ösp voru
báðar með sex stig.
Lið Tindastóls er nú komið í
jólafrí en fyrsti leikur liðsins á
árinu 2020 er gegn sterku liði
Fjölnis hér heima þann 4.
janúar kl. 16:00. /ÓAB
Leikmenn Tindastóls hreinsaðir af veðmálaskít
Stólarnir voru saklausir
Fjölmiðlar greindu frá því sl.
föstudag að grunur væri um
veðmálasvindl tengt leik ÍR
og Tindastóls í Dominos-deild
karla sem fram fór daginn
áður. Í frétt á Vísi.is var sagt
frá því að grunur beindist að
leikmönnum Tindastóls.
Hann es S. Jóns son, for-
maður KKÍ, seg ir að eft ir
rann sókn á leikn um sé niður-
staðan sú að ekki hafi neitt
óeðli legt átt sér stað. Í yfir-
lýsingu frá KKÍ og Hannesi
segir: „Fljót lega eft ir að leik ÍR
og Tinda stóls í Dom in os-
deild karla lauk, kom upp
orðróm ur um að úr slit um
leiks ins hefði verið hagrætt og
gefið sterk lega í skyn að leik-
menn Tinda stóls hafi átt þar
hlut að máli. Það er ljóst eft ir
skoðun KKÍ á leikn um að
leik menn Tinda stóls hafi ekki
komið að hagræðingu úr slita
á leikn um og eiga eng an hluta
að þess um breyt ing um á for-
gjöf/ stuðlum.“
Talið er að kvisast hafi út
að liði Tindastóls gekk brösu-
lega að komast suður og hafði
lítið getað æft síðustu daga
fyrir leik og það haft áhrif á
tippara. /ÓAB