Feykir - 18.12.2019, Blaðsíða 30
30 48/2019
4 eggjarauður
100 g sykur
100 g suðusúkkulaði
½ l rjómi
4 eggjahvítur
1 dl rjómi
4 apríkósur
50 g súkkulaði
Aðferð: Fínsaxið apríkósurnar og
leggið í bleyti í líkjörnum í a.m.k.
tvær klukkustundir, gjarnan lengur.
Þeytið eggjarauðurnar mjög vel
með sykrinum. Grófsaxið súkku-
laðið. Blandið apríkósum og
súkkulaði út í eggjablönduna.
Stífþeytið rjómann og blandið
saman við maukið með sleikju og
frystið í 20 mínútur. Hrærið kremið
aftur. Stífþeytið eggjahvíturnar og
blandið saman við ísinn með
sleikju. Gætið þess að loft haldist í.
Hellið í 22 sm smelluform og frystið
í a.m.k. fjóra klukkutíma.
Setjið tertuna á fat og skreytið
með rjómatoppum, söxuðum
apríkósum og súkkulaði.
Verði ykkur að góðu
og gleðileg jól.
FEYKIFÍN AFÞREYING
Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar
Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum.
Ég er í norðannæðingnum.
Nýtist vel í eldsmiðjum.
Þéna lúðurþeyturum.
Þysmikill hjá hvölunum.
Feykir spyr...
Hvað hefur
þú í matinn
á aðfanga-
dagskvöld?
Spurt á Facebook
UMSJÓN frida@feykir.is
„Hamborgarhryggur
og nautalund fyrir
prinsessuna.“
Guðjón Örn Jóhannsson
„Það er alltaf
svínahamborgarhryggur
á aðfangadagskvöld
hjá okkur.“
Ásta Pálmadóttir
Ótrúlegt en kannski satt...
Nú er kominn sá tími þar sem tunga mannskepnunnar þarf að vera í hvað
bestu formi til að finna öll þau afbrigði bragðtegunda sem jólin hafa upp á
að bjóða. Tungan er stór vöðvi, eða öllu heldur átta tengdir vöðvar, í munni
sem vinnur fæðu til að tyggja og gleypa, eins og segir á Wikipedia. Yfirborð
tungunnar er þakið bragðlaukum sem greina bragð.
Áður var talið að bragðlaukarnir dreifðust misjafnt á tunguna þannig að
ákveðnir hlutar hennar skynjuðu tiltekið bragð, þannig að tungubroddurinn
skynjaði sætt bragð en aðrir hlutar tungunnar salt, beiskt og súrt bragð.
Ótrúlegt, en kannski satt þá hafa rannsóknir leitt í ljós að svo er ekki. Allir
hlutar tungunnar skynja allar bragðtegundir.
FORRÉTTUR
Humar með
eplarjómasósu (fyrir 6)
500 g skelflettur humar
50 g smjör
2 stk. epli, gul
Sósa:
2 stk. skalottlaukar, litlir
1 dl hvítvín
1 peli rjómi
salt og pipar
1 tsk. dijon sinnep
½ stk. fiskteningur (Knorr)
1 stk. súputeningur (Maggi)
sósujafnari
Aðferð: Sósan er löguð fyrst. Saxið
laukinn og steikið glæran í olíu á
pönnu. Bætið hvítvíni og rjóma
saman við og sjóðið við vægan hita
í fimm mínútur, þykkið með
sósujafnara. Bragðbætið með
súputeningi, salti, pipar og sinepi.
Eplin afhýdd og kjarnhreinsuð,
skorin smátt. Bræðið smjörið á
pönnu og steikið humarinn ásamt
eplunum í 1–2 mínútur. Hellið
sósunni á pönnuna og látið sjóða í 1
mínútu. Sett á diska og skreytt með
fallegu salati. Borið fram með góðu
brauði.
AÐALRÉTTUR
Appelsínuönd
1 önd
2 dl ferskur appelsínusafi
4-5 msk. sykur
4-6 dl andasoð (Oscar andakraftur
og vatn) eða soð lagað úr
vængjum og innmat
2-3 msk. smjör
Grand Marnier
Aðferð: Kryddið öndina með salti
og pipar. Steikið hana í u.þ.b. 90
mínútur við 140-150°C. Hækkið
hitann í 220°C og bakið öndina í
u.þ.b. 20-25 mínútur eða þar til
puran verður stökk. Gætið vel að
því að fuglinn brenni ekki.
Appelsínusósa: Brúnið sykurinn
og hellið appelsínusafanum og
soðinu út í. Bakið upp með maizena
sósujafnara. Hellið góðri skvettu af
Grand Marnier út í og bætið köldu
smjöri út í að lokum.
Berið öndina fram með sósunni,
brúnuðum kartöflum og salati, t.d.
góðu ávaxtasalati.
EFTIRRÉTTUR
Apríkósuísterta
200 g þurrkaðar apríkósur
1 dl appelsínu- eða apríkósulíkjör
„Í aðalhlutverki er
lambakjöt, þá hefð tökum
við bæði hjónin frá okkar
bernskuheimilum. Svo hafa
ýmis tilbrigði komið inn
eins og hamborgarhryggur,
en þá er það tvíréttað. Þar
sem mér ferst margt betur
en að kokka þá hef ég ekki
lagt aftur í kalkúninn.
Reyndi það einu sinni
og mér var kurteislega
bent á að lambið færi
mér betur. Meðlætið
breytilegt og fer eftir
hvaða undirbúningstími
er í boði og hverjir heiðra
okkur við hátíðarborðið.
En kaffið, serrýið og
konfektið er skilyrði með
jólakortalestrinum.“
Halla Signý Kristjánsdóttir
Appelsínuönd. MYND AF NETINU
Sudoku
SV
AR
V
IÐ
V
ÍS
NA
GÁ
TU
NN
I::
Bl
ás
tu
r.
Humar, önd og
ísterta á jólaborðið
Þá styttist óðfluga í mestu matarvertíð heimilanna og eflaust
flestir búnir að ákveða hvað hafa skuli á borðum um jólin.
Hamborgarhryggurinn mun vera vinsælastur hjá landanum á
aðfangadagskvöld samkvæmt könnunum og státar af býsna
öruggri forystu.
Hefðin er sterk og hjá mörgum kemur ekki til greina að breyta
til. En fyrir þá sem það vilja fylgir hér uppskrift að ljúffengri
appelsínuönd sem ekki er erfitt að útbúa ásamt léttum forrétti og
apríkósuís sem hægt er að útbúa með góðum fyrirvara. Svo má að
sjálfsögðu elda þessa rétti á hvaða tíma sem hugurinn girnist.
( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) frida@feykir.is
Apríkósuísterta. MYND: NÝIR UPPÁHALDSRÉTTIR
Tilvitnun vikunnar
Hrein samviska er endalaus jól. – Benjamin Franklin