Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Blaðsíða 3

Faxi - 2020, Blaðsíða 3
FAXI 3 Allar mínar æskuminningar um jól tengjast mínum fæðingarbæ Garðinum og svo Keflavík en faðir minn var leigubíls- stjóri á Aðalstöðinni í áratugi og mamma vann langan tíma á „Gömlunni“ eða litlu Aðalstöðvarsjoppunni rétt hjá SBK. Ég var og er mikið jólabarn enda algjör nammigrís og svo fannst mér afskaplega gaman að fá pakka. Spenningurinn var því mikill á aðfangadag á æskuheimili mínu á Melstað í Garði og þá hjálpaði barnaefnið sem sýnt var í sjónvarpinu við að stytta biðina. Ég man þegar ég tók ákvörðun um það 10 ára gamall að kaupa myndbandstæki þegar ég yrði stór og horfa á teiknimyndir allan daginn, alla daga ársins. Móðir mín Heiða sá um flest heimilis- störfin og er það mér enn þann dag í dag hulin ráðgáta hvernig hún fór eiginlega að því, vinnandi fulla vinnu. Pabbi hét Kristinn Kaldal og var leigubílstjóri á Aðalstöðinni eins og áður sagði og hann hafði númerið Ö41. Í því starfi var hægt að ráða vinnutíma sínum sjálfur og það var einmitt vanda- málið. Á jólunum er fargjald í leigubíl mun hærra en aðra daga og því pínu synd að vera ekki að vinna þá. Framan af var pabbi því ekki alltaf heima á aðfangadagskvöld en eftir því sem árin liðu eyddi hann oftar tíma með okkur fjölskyldunni á hátíðisdögum. Afi bjó á neðri hæðinni og borðaði auðvitað með okkur á aðfangadagskvöld en hann vildi ekki svínakjöt og fékk því sneiðar af hangikjötinu sem við hin borðuðum síð- an á jóladag. Hlutirnir voru í föstum skorð- um og á jóladag fór afi alltaf til sonar síns í Keflavík, Badda frænda í Stapafelli sem allir bílaeigendur á besta aldri á Suðurnesjunum kannast við. Baddi vann í bílabúðinni sem var skáhalt á móti „gjafavöru“ Stapafelli. Ég og tveir félagar mínir úr Fjölbrauta- skólanum buðum eina aðventuna fram starfskrafta okkar í að herma eftir rauð- klæddum, hvítskeggjuðum vinum okkar fyrir utan Stapafell. Við vorum ráðnir og þar sem að við áttum að vera með syngjandi fíflagang fyrir framan búðina líka sáum við okkur leik á borði og seldum sömu þjónustu til nærliggjandi verslana sem síðan allar borguðu okkur fyrir sama klukkutímann. Í stuttu máli; við fengum borgað fyrir að vera í sviðsljósinu og þar höfum við haldið okkur meira og minna síðan; ég sem söngv- ari, Guðmundur Karl sem sóknarprestur og Birgir Þórarinsson sem alþingismaður. Við þetta reikar hugurinn neðar á Hafnargötuna, í „Gömluna“ þar sem mamma selur pylsur, kók, sígarettur og nammi. Heima á Melstað býð ég 10 ára gamall við gluggann eftir því að hún komi heim. Það snjóar í Garðinum enda jólin að nálgast og það hvín í vindinum. Ég stelst í smákökuboxið og næli mér í tvær smjör- kökur. Vonandi tekur enginn eftir því. Gleðilega hátíð. Syngjandi fíflagangur á aðventu Bjarni Thor Kristinsson Þá og þar... Ljósm. Víkurfréttir

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.