Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Blaðsíða 38

Faxi - 2020, Blaðsíða 38
38 FAXI Skólamatur ehf. | Iðavellir 1 | 230 Reykjanesbær Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum árið sem er að líða. Sími 420 2500 www.skolamatur.is D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Við óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM Öll starfsemi innan slökkvistöðvarinnar takmörkuð Jóhanna Jóhannesdóttir slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá BS Jóhanna segir að starfsfólk slökkvi-liðsins og sjúkraflutninga hjá Bruna- vörnum Suðurnesja hafi þurft að vinna eftir nýjum ferlum eftir að Covid-19 fór að gera vart við sig. Einnig hafi þurft að auka sóttvarnir verulega. „Allir hafa þurft að vera mjög varir um sig og fara varlega í og utan vinnu. Markmiðið var auðvitað að reyna smitast ekki og því var líf utan vinnunnar takmarkað eins og hjá öllu heilbrigðisstarfsfólki þar sem við erum að sinna áhættuhópum.“ Hún nefndir að það hafi verið áskorun að venjast nýju vinnufyrirkomulagi, ekki síst að reyna að hafa jákvæðnina alltaf að leiðarljósi. „En ég held að við höfum öll tæklað þetta eftir bestu getu, vaktirnar hafa ekki mátt hittast á vaktaskiptum og tak- marka þurfti alla starfsemi innan stöðvar- innar sem tók smá tíma að venjast.“ -Áttu von á því að einhverjar af þeim breytingum, sem hefur þurft að gera, verði til frambúðar? „Já það er alveg hægt að búast við því. Ég held að maskanotkun í flutningum gæti verið áfram t.d ef verið er að fara í tilfelli þar sem hætta gæti verið á smiti að ein- hverju tagi. Við erum með maska í öllum okkar flutningum í dag og tók það smá tíma að venjast því en núna er þetta bara partur af því að fara í útkall eins og að setja á sig hanska. Ýmsar bættar sóttvarnir sem við höfum tekið upp gætu haldið sér.“ Þrá að koma saman og gleðjast yfir nýrri slökkvistöð Jóhönnu finnst samstaða vera partur af þeim jákvæða lærdómi sem mætti draga af starfinu á þessum krefjandi tímum. Allir vilji leggja sitt af mörkum. „Svo að sjálf- sögðu er það nýja slökkvistöðin sem við erum nýflutt í. Það er kærkomið að starfs- menn Brunavarna Suðurnesja fái loksins svona flotta aðstöðu fyrir starfsemina, þetta er rosaleg breyting og starfsumhverfið frá- bært. Það er mikill munur að vera komin í svona glæsilega aðstöðu sem rúmar okkur öll og meira til. Þetta ástand er búið að vera langt og strangt og starfsmenn farnir að þrá að koma saman og gleðjast. Við vitum að þetta er tímabil og allir verða að standa saman. Það er bjart framundan hjá okkur og við tæklum þetta ástand eins og okkur er lagið.“ Jóhanna Jóhannesdóttir er hér í starfi sjúkraflutningamanns í einum af nýju sjúkrabílum BS. Hún segir nýju bílana vera mikla byltingu í allri starfsaðstöðu og telur maskanotkun jafnvel verða til framtíðar í sjúkraflutningum.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.