Faxi - 2020, Blaðsíða 41
FAXI 41
Það þarf líklega ekki að segja Suðurnesja-fólki hversu gjöfult og stórmerkilegt
svæðið okkar er. Við vitum það. En við
reynum að segja öðrum það, hvort sem það
er fólk í öðrum landshlutum eða fólk sem
kemur erlendis frá. Ég gæti skrifað langan
pistil um allt sem við höfum; UNESCO
vottaðan Reykjanes jarðvang, Auðlindagarð
sem er einstakur á heimsvísu, einstakar
hraunbreiður, mosa, stórbrotið landslag.
Ægifegurð. Við höfum framúrskarandi
fyrirtæki og auðvitað einkennir metnaður
og keppnisskap íbúana. Hér er líklega fjöl-
menningarlegasti landshlutinn en við eigum
ótrúlegan auð í fólki sem hefur komið
annars staðar frá og valið Ísland, Suðurnes-
in sem sitt heimili.
En svo er það hitt. Það sem við erum.
Því fékk ég að kynnast svo vel þann 12.
nóvember síðastliðinn þegar 140 manns
hvaðanæva af svæðinu komu saman á stór-
um fjarfundi, Suðurnesjavettvangi og fann
leiðir og markmið til að innleiða heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna og um leið
stuðla að sjálfbærri framtíð Suðurnesja.
Fimm ráðherrar tóku til máls á fundinum
sem sýnir hversu veigamikið verkefni er
um að ræða. Þeir aðilar sem standa á bak
við Suðurnesjavettvang eru sveitarfélögin
fjögur á Suðurnesjum, Grindavíkurbær,
Reykjanesbær, Suðurnesjabær og Vogar
ásamt Isavia og Kadeco.
Tilkynnt var í lok fundarins að allir sem
standa að Suðurnesjavettvanginum, myndu
skrifa undir viljayfirlýsingu um að hraða
innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Það
felur í sér skuldbindingu um að vinna áfram
að aðgerðum til að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda, sameinast gegn ógninni
sem stafar af plasti í umhverfinu og ráðast
í aðgerðir gegn matarsóun. Sérstökum
hópi var í kjölfarið falið að halda utan um
þetta mikilvæga verkefni sem áfram verður
unnið að enda hugmyndir í kjölfar fjar-
fundarins fjölmargar og mjög góðar. Áfram
verður unnið að verkefninu þar sem fleiri
fyrirtækjum og íbúum verðum boðið að
borðinu.
Þrátt fyrir áhrif farsóttarinnar á okkar
landshluta, landið allt sem og heimsbyggð-
ina er mikilvægt að þessir öflugu aðilar
Suðurnesja standi saman og nýti þetta
verkefni sem Suðurnesjavettvangur er og
þau fjölmörgu tækifæri sem honum fylgja.
Nýti þau til að efla okkur til lengri tíma
og ekki síst aðstoða okkur við að rísa á ný.
Við höfum kraftinn, viljann, mannauðinn,
sveitarfélögin og vonandi ríkisvaldið til
þess. Við brutum blað í sögunni með
einstakri samvinnu. Ég veit að sú samvinna
mun skila sér – svæðinu öllu til hagsbóta.
Kristín María Birgisdóttir
Upplýsinga- og markaðsfulltrúi
Grindavíkurbæjar
Situr í skipulagshópi Suðurnesjavettvangs
Hér og nú
Einstök samvinna
Ljósm.Svavar