Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Blaðsíða 8

Faxi - 2020, Blaðsíða 8
8 FAXI Þ ó ekki vanti umfjöllun um kórónu-veirufaraldurinn hefur markmið ritstjóra og blaðstjórnar Faxa frá upphafi verið að íbúum þessa svæðis gefist kostur á að fylgjast með því hvað sé að gerast, ekki síst í menningar- og framfara- málum. Því hefur verið fleygt, að þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem faraldrinum hefur fylgt megi draga af þeim lærdóm, m.a. varðandi framfaramál. Vinnandi fólk muni nýta tæknina betur til fundarhalda, sem hefur ekki eingöngu tímasparnað í för með sér og aukna skilvirkni, heldur minnkun kolefnisspors. Ritstjóri lagði fyrir bæjarstjórana fjóra á Suðurnesjum sex spurningar þar sem m.a. var reynt að fá fram hvort mögulega mætti draga jákvæðan lærdóm af faraldrinum. Samstaða, aukin skilvirkni og minna kolefnisspor - er það jákvæða sem draga má fram í kórónuveirufaraldri 1. Hver hafa stærstu áhrifin af Covid 19 verið á þitt bæjarfélag? 2. Hverjar hafa verið stærstu áskoranirnar fyrir íbúa? 3. Hvaða viðspyrnu hafið þitt veitt til að dempa áhrifin? 4. Telur þú að kórónuveirufaraldurinn muni hafa veruleg áhrif á vinnulag til framtíðar, jafnt í stjórnsýslunni sem hjá fyrirtækjum í bænum? 5. Nú þegar glittir í 2021 hvernig sérðu stöðu þíns bæjarfélags í skugga heimsfaraldurs á nýju ári? 6. Hvaða lærdóm má draga af áhrifum faraldins? Kannski einhvern jákvæðan? ?

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.