Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Blaðsíða 9

Faxi - 2020, Blaðsíða 9
FAXI 9 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík 1. Hvert bæjarfélag er svæðisbundin stjórnsýslueining sem ætlað er að veita íbúum og lögaðilum tiltekna þjónustu. Ef vel á að takast til þurfa bæjarfélögin að vera sjálfbærar þjónustu- og rekstrarein- ingar. Hagur bæjarfélagsins er samofinn hagsmunum og afkomu þeirra sem þar búa og starfa. Grindavík er kraftmikið og stöndugt bæjarfélag þar sem næg atvinna hefur jafnan verið til staðar. Nú ber svo við að atvinnuleysi er orðið meira en sést hefur um langa hríð og meira en þegar verst lét eftir hrun. Áhrifin af völdum Covid-19 eru meiri á Suðurnesjum en í öðrum lands- hlutum vegna mikilvægis ferðaþjónustu og flugreksturs hér um slóðir. Afleiðingarnar eru minnkaðar atvinnutekjur heimilanna sem hefur bein áhrif á útsvarstekjur og afkomu bæjarsjóðs. 2. Heimsfaraldurinn hefur mikil samfé- lagsleg áhrif, en lífsgæði og líðan einstak- linganna er þó misjöfn. Efnahagslegu áhrifin geta verið umtalsverð vegna tekjufalls og atvinnumissis. Álag í samfélaginu hefur á vissan hátt aukist og sumir upplifa kvíða og ótta við að veikjast. Covid-smitaðir einstak- lingar hafa ekki verið hlutfallslega margir í Grindavík, en hlutskipti þeirra hefur verið að byggja sig upp andlega og líkamlega eftir veikindin. Almennt mætti segja að verkefni hvers og eins íbúa sé að gæta að almennum smitvörnum samkvæmt leiðbeiningum yfirvalda, rækta félagsleg tengsl, hafa reglu á hlutunum og hlúa hvert að öðru. 3. Eftir að neyðarstigi almannavarna var lýst yfir í byrjun mars sl. samþykkti bæjarráð Grindavíkur viðbragðsáætlun sem ætlað er að vera stjórnendum og forstöðu- mönnum bæjarfélagsins til stuðnings um það hvernig takast ætti á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum. Markmið áætlunarinnar eru að stuðla að öryggi starfsmanna og órofnum rekstri Grindavíkurbæjar í faraldri eins og Covid-19. Jafnframt samþykkti bæjarráð erindis- bréf fyrir neyðarstjórn bæjarfélagsins. Í erindisbréfinu segir meðal annars að það sé frumskylda Grindavíkurbæjar að stuðla að öryggi og velferð íbúa bæjarins og að neyðarástand geti skapast þegar öryggi, velferð eða innviðum samfélagsins sé ógnað þannig að hætta sé á röskun á starfsemi bæjarfélagsins. Neyðarstjórn Grindavíkur hefur haldið fjölmarga fundi undanfarna mánuði og gert tillögur til bæjaryfir- valda eða gripið til ráðstafana í því skyni að forgangsraða lögbundinni þjónustu í samfélagslega mikilvægri starfsemi og lág- marka hugsanlegan samfélagslegan skaða. Starfsmenn hinna fjölmörgu stofnana bæjarfélagsins hafa lagst á eitt við að verja grunnstoðir samfélagsins með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Miklu varðar að í bæjarfélaginu er til staðar öflug félagsþjón- usta fyrir íbúana og að tekist hefur að halda úti skólastarfi við krefjandi aðstæður. 4. Samkomutakmarkanir og aðrar smitvarnir hafa orðið til þess að fjarfundir og önnur rafræn samskiptatækni hefur að miklu leyti tekið við af hefðbundnu funda- formi. Ég á von á því að á þessi breyting verði að einhverju leyti varanleg, þó að ekki megi vanmeta þær persónulegu samveru- stundir sem hin „mennsku tengsl“ bjóða upp á. Þá er ég sannfærður um að upplýs- ingatækni muni taka stórstígum framförum á næstunni og að stafræn vinnsla muni breyta verklagi og venjum okkar. Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur nú að því að koma á miðlægu samstarfi sveitarfélaga til að auðvelda þeim að verða virkir þátttak- endur í stafrænni framþróun og nýta nú- tímatækni til að bæta þjónustu og samskipti við íbúa. 5. Eftir góðæri síðustu ára hefur afkoma bæjarsjóðs versnað talsvert og búast má við hallarekstri næstu mánuði. Tekjur hafa minnkað en útgjöld aukist á sama tíma. Fjárhagsstaða Grindavíkurbæjar var hins vegar mjög góð í upphafi faraldursins. Handbært fé var umtalsvert og vaxtaberandi skuldir nær engar. Bæjarsjóður var því vel í stakk búinn til að mæta fjárhagslegum skakkaföllum og ekki er útlit fyrir annað en að handbært fé muni duga vel til að mæta þeim rekstrarhalla sem verður vegna faraldursins. Bærinn hefur enn fremur fjárhagslega burði til að fjárfesta í þeim innviðum sem áformað hefur verið. 6. Þegar upp er staðið er það heilsan, fjöl- skylda og vinir sem skipta mestu máli í hinu stóra samhengi, sem og fjárhagslegt öryggi. Ekki er hægt að ganga að því sem vísu að lífsgæði okkar geti ekki versnað af völdum einhvers sem við fáum ekki ráðið við. Við getum þakkað fyrir þá stöðu sem íslenska þjóðin býr við í samanburði við flestar aðrar þjóðir og þá getu sem heilbrigðiskerfið og aðrir máttarstólpar þjóðfélagsins búa yfir. Auðvitað óskum við þess heitt að geta á ný hitt stórfjölskylduna og vinahópinn, ferðast vítt og breitt, notið menningarviðburða og skemmtana og að þjóðlífið taki aftur við sér. En við verðum reynslunni ríkari. ? Ljósm. Þráinn Kolbeinsson

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.