Faxi - 2020, Blaðsíða 19
FAXI 19
1951 og 15 ár liðin frá því herinn hvarf á
brott árið 2006. Byggðasafnið hefur því sett
aukinn þunga í söfnun varnarliðsminja. Á
síðasta ári var ráðinn sérstakur verkefnis-
stjóri hjá Byggðasafninu sem hefur haft það
meginverkefni að safna munum, myndum
og sögum sem tengjast veru Varnarliðsins.
Sú vinna hefur skilað miklum árangi og er
ennþá að vefja utan á sig. Árið 2019 voru
skráðir inn í safnkostinn ríflega 300 gripir
sem skilað var inn eingöngu vegna söfnunar-
átaksins og á árinu 2020 er þegar búið að
skrá inn um 200 gripi og um 1000 gripir bíða
skráningar.
Frá barmmerki til risavaxins
slökkviliðsbíls
Þeir munir sem hafa komið inn síðan átakið
hófst eru af ýmsum stærðum og tegundum.
Stærsti einstaki gripurinn er risavaxinn
flugbrautarslökkviliðsbíll sem fulllestaður
vóg um 80 tonn. Minnsti gripurinn er hins
vegar lítið barmmerki. Annars eru gripirnir
ýmiskonar; heimilistæki eins og þvottavélar,
hljómflutningstæki, pottar og pönnur, brot
úr flugvélum, tóm skothylki, að ógleymdu
píanóinu sem var í Officeraklúbbnum og
kom til landsins með breska hernámsliðinu í
maí 1940. Munirnir hafa borist víðsvegar að
og frá fjölmörgum einstaklingum, en óhætt
er að segja að stór hluti gripa og ljósmynda
hafi borist frá þeim Friðþóri Eydal, Tómasi
Knútssyni, Páli Bj. Hilmarssyni og Sigurði
Má Grétarssyni, sem hafa lagt einstaka vinnu
í að halda þessum minjum til haga og eiga
þakkir skilið fyrir framtakið. Einnig hefur
talsvert borist af munum frá fyrirtækjum og
stofnunum, ekki síst Isavia og Landhelgis-
gæslunni.
Jafnframt þessu hefur safninu borist
talsvert af ljósmyndum sem sumar hverj-
ar eru nú þegar komnar á ljósmyndavef
Byggðasafnsins, reykjanesmyndir.is
Þá hafa verið skráðar sögur sem tengj-
ast veru hersins og samskiptum milli íbúa
varnarsvæðisins og íbúa utan girðingarinnar.
Og ef einhverjir búa yfir einhverjum sögum
sem þeir vilja deila með starfsmönnum
safnsins er um að gera að hafa samband við
Byggðasafnið og segja frá.
Í þessari söfnun hefur berlega komið í ljós
hversu stóran þátt Slökkviliðið á Keflavíkur-
flugvelli á í uppbyggingu slökkvistarfs
og brunavarna á Íslandi almennt. Margir
veglegir slökkvibílar sem notaðir voru á
vellinum fóru síðar í minni slökkvilið úti á
landi þegar endurnýja þurfti bíla á Vellinum
sem jafnan voru af flottustu gerð. Nokkrir
af þessum slökkviliðsbílum eru staðsettir á
Slökkviminjasafninu í vesturenda Safnamið-
stöðvar Reykjanesbæjar í Ramma, en þeir
voru m.a. notaðir á Sauðárkróki og Ólafsfirði
á áratugi eftir að Slökkviliðið á Keflavíkur-
flugvelli lét þá frá sér. Byggðasafnið hefur
síðustu misserin tekið á móti fjórum slökkvi-
bílum beint af Vellinum.
En hvað ætlar Byggðasafnið að gera
við alla þessa muni sem hafa safnast í hús
og streyma enn í safngeymslurnar? Til-
gangurinn og markmiðið með söfnuninni
er fyrst og fremst að varðveita merka sögu
Varnarliðsins og áhrif þess á íslenskt sam-
félag fyrir komandi kynslóðir. Jafnframt er
brýnt að koma sögunni á framfæri og fræða
jafn landsmenn og erlenda gesti um þetta
einstaka tímabil í íslenskri sögu sem enn
markar djúp spor og hefur að auki mikla
alþjóðlega skírskotun.
Þríþætt fastasýning
Annað meginmarkmiðið með söfnuninni
er að koma upp myndarlegri fastasýningu
um veru og áhrif Varnarliðsins hér á landi,
sýningu sem mun án efa vekja verðskuldaða
athygli og hefur oft komið til tals að setja
upp. Slík sýning hefur alla kosti og burði
til að vera mikilvægt innlegg í menningar-
tengda ferðaþjónustu á Reykjanesi. Og þegar
ástandið lagast í heimsfaraldrinum og fólk
fer að ferðast aftur verður sýningin í al-
faraleið fyrir vel flesta ferðamenn sem koma
til landsins.
Slík sýning er þó flókin í uppsetningu ef
koma á til skila sem mest af þessari sögu sem
hafði og hefur ennþá býsna víðtæk áhrif.
Einkennismerki frá slökkviliði varnarliðsins,
merkt „U.S.N.A.S Fire Dept Keflavk. Airfield
Operations“
Þyrlubjörgunarsveitarmerki ameríkan-
ans. Merkið er hvítt og grænt og í grænum
stöfum stendur „56TH RESCUE“ og „JOLLY
GREEN“. Fígúran "The Jolly Green Giant" er
einnig á merkinu.
Svartmálað píanó sem notað var meðal annars af Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Ekkert finnst
af merkingum á píanóinu sem segir til um tegund og týpu en á spilverkinu innan í því er merkingin
„Schwander.“
Píanóið kom líklega með Breska hernámsliðinu 1940. Á bakhlið þess er merkt „NAAFI“ sem
stendur fyrir „Navy, Army og Air Force Institutes.“ En það er fyrirtæki sem stofnað var af bresku
ríkisstjórninni 9. desember 1920 til að reka útivistarstöðvar sem breskar hersveitir þurfa og selja
hermönnum og fjölskyldum þeirra ýmsar vörur. NAAFI rekur klúbba, bari, verslanir, matvöru-
verslanir, þvottahús, veitingahús, kaffihús ásamt ýmiskonar annarri aðstöðu á flestum breskum
herstöðvum. Áður en það fór af vellinum var það líklega í Officeraklúbbnum