Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Blaðsíða 18

Faxi - 2020, Blaðsíða 18
18 FAXI Saga Reykjaness er um margt sérstök og merkileg í einstakri náttúru skagans. Frá því fyrir landnám hafa fiskveiðar verið meginstefið í sögu mannlífs á Suðurnesjum, enda lítt um blómlegar sveitir en þeim mun meiri er nálægðin við auðug fiskimið. En að einu leyti er þó sagan alveg sér á báti, bæði hér á landi og þótt víðar væri leitað. Síðari heimsstyrjöldin og vera Varnarliðsins á Miðnesheiði gerir sögu Suðurnesja afar sérstaka og sker svæðið frá öðrum lands- hlutum hvað það varðar, þótt vissulega hafi þessir þættir einnig haft mikil áhrif á íslenskt samfélag í heild sinni. Óhætt er að fullyrða að tilkoma Varnarliðsins og vera þess á Suðurnesjum í 55 ár hafi markað djúp spor og haft marg- vísleg varanleg áhrif á mannlíf og samfélag í áratugi og gerir í raun enn. Það er því eðlilegt og sjálfgefið verkefni Byggðasafns Reykjanesbæjar að halda utan um þessa sögu og safna munum og minjum er tengjast veru herliðsins á Miðnesheiði. Safnið hefur um árabil safnað minjum um þessa mikilvægu og merku sögu og sett upp sýningar til að fræða íbúa og gesti um hana. En það fennir fljótt í sporin. Á næsta ári verða 70 ár liðin frá komu Varnarliðsins árið Söfnun varnarliðsminja af Vellinum og mótun sýningar Eiríkur P. Jörundsson Helgi V.V. Biering Bandaríkjamaður að þiggja þjónustu hjá Esso á Keflavíkurflugvelli. Myndin er tekin einhvern tímann á árunum 1950 – 1960. Bíllinn sem sést aftan á er Renault 4CV. Til gamans má geta þess að bíllinn var uppnefndur "La motte de beurre". Sem útleggst á íslensku sem smjörklípan. Grænn flugbrautarslökkvibíll af OshKosh M-6000 gerð. Slökkvibíllinn er stærsti slökkvibíll á Íslandi fyrr og síðar og var í þjónustu Slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli til margra ára. Hann var notaður á flugbrautum Keflavíkurflugvallar. Slökkvibíllinn er á risastórum dekkjum og átti, þrátt fyrir þyngd sína, að komast út fyrir flugbrautir ef flugvélar myndu farast við flugvöllinn. Fulllestaður af vatni og kvoðu vóg hann rúm 70 tonn. Hann tekur 23.091 lítra (6100 gallon) af vatni og 1.893 lítra (500 gallon) af kvoðu. í honum eru tvær 500 hp vélar og tvær vatnsbyssur sem gátu tæmt bílinn á örfáum mínútum. Bíllinn er með skráningarnúmerið VL 285. Hann er með tækjanúmer 11 og herskráninguna USN 71-02648.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.