Faxi - 2020, Blaðsíða 43
FAXI 43
óhreinskilnari en annars staðar á landinu og
á það við alla Gullbringusýslu.
Uppivöðslusemi,
brennivínsdrykkja og blótsyrði
Að öllum líkindum má rekja þetta neikvæða
viðhorf til breytinga á atvinnuháttum Ís-
lendinga á þeim tíma þegar fiskveiðar tóku
stærri sess sem mörgum þótti valda skekkju
á landinu öllu. Fiskveiðunum fylgdi útflutn-
ingur og erlend verslun sem var að mati
manna ekkert til að hrópa húrra fyrir því
þar hafi Íslendingar fengið í skiptum tóbak,
brennivín og pestir. Var talið æskilegra að
menn sem búsettir voru við sjóinn myndu
frekar taka eftir erlendum verslunarmönn-
um í hreinlæti, fögrum og gagnlegum sið-
um og hófsemi heldur en uppivöðslusemi,
kaffi- og brennivínsdrykkju, blótsyrðum og
annarri fífdirfsku.
Suðurnesin urðu því nokkurs konar
birtingarmynd spillingarinnar við sjáv-
arsíðuna þar sem menn lifðu á fiski, áttu
samskipti við erlenda kaupmenn og drógu í
ofanálag til sín góða bændur og vinnumenn
úr flestum sveitum til starfa á vertíð. Þannig
vanræktu bændur búskapinn sem þótti
göfugri en fiskveiðarnar en talið var að sjó-
mennskan dræpi annan hvern vinnufæran
mann og aðrir drukknuðu á sjónum.
Samskipti við erlenda kaupmenn þóttu
spilla tungumálinu og var það mat manna
að hvergi á landinu væri talað jafn bjagað
og blandað mál og á Suðurnesjum. Það voru
aðeins góðir bændur og sæmdarfólk sem
töluðu hreint og óbjagað mál.
Þar sem Suðurnesjamenn bjuggu við
sjávarsíðuna borðaði fólk nýjan fisk í mun
meira magni en annarsstaðar. Tilbreytingin
í mataræðinu var mest á tyllidögum en
þar má nefna bygggraut eða kjötsúpu. Á
stórhátíðum, svo sem páskum og jólum,
var venjan að borða hangikjöt. Húsakynni
þóttu lélegri en í meðallegi við sjávarsíðuna,
en langlélegust og sóðalegust voru þó talin
húsakynnin í Vestmannaeyjum, á Eyrar-
bakka og í verstöðunum á Suðurnesjum.
Rangárvallasýsla
vinsælust til undaneldis
Verin á Suðurnesjum voru ein þau eftir-
sóttustu á landinu og þangað kom fólk frá
fjarlægum sýslum.Má þar nefna Húnvetn-
inga, Skagfirðinga, Norðlendinga, Þing-
eyinga og Sunnlendinga. Flestir komu þó
úr nærliggjandi sýslum sunnan og vestan-
lands. Vertíðirnar voru langar, þrír mánuðir
á vor- og vetrarvertíð, þannig að allstór
hluti karlmanna úr sveitum landsins hefur
eytt drjúgum parti úr vetri fjarri heimil-
inu á þessum fjarlægu verstöðvum. Það
er nægur tími fyrir snót og svein að finna
hvort annað og áttu Suðurnesjamenn því
öðrum fremur maka úr fjarlægum sýslum.
Vinsælastar til manneldis voru Rangárvalla-
sýsla og V-Skaptafellssýsla.
Guðsvolaður staður
Næsta vertíð hófst upp úr seinni heimstyrj-
öldinni þegar Ísland gekk í Nató og hingað
kom bandarískt varnarlið sem smíðaði
Keflavíkurflugvöll og kom sér fyrir upp
á Miðnesheiði. Má segja að þá hafi hafist
menningarpólitískt stríð þar sem Suðurnes
og herinn urðu eitt í hugum margra
Herinn bauð börnum á Suðurnesjum á jólaskemmtanir og þar smökkuðu þau í fyrsta sinn hinn
framandi drykk kóka kóla. Mynd Byggðasafn Reykjanesbæjar.
Bandariskir varnarliðsmenn leystu verin af hólmi og færðu með sér alþjóðlega strauma.
Mynd Friðþór Eydal.