Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Blaðsíða 5

Faxi - 2020, Blaðsíða 5
FAXI 5 Öðrum Faxafélögum sem með mér störfuðu færi ég einnig bestu þakkir. Eins og gefur að skilja þá hefur útgáfa Faxa hvílt á mörgum stoðum allt frá því að fyrsta tölublaðið kom út fyrir áttatíu árum. Það eru því margir sem eiga þakk- ir skildar. Fyrst vil ég nefna þá sem hafa komið að vinnslu blaðsins á hverjum tíma. Áður hefur í Faxa verið rakið hvar blaðið hefur verið prentað svo ekki er ástæða til að endurtaka það hér nema að því leyti að nefna að síðustu áratugina hefur umbrot og prentun verið í framúrskarandi umsjón Halldórs Kristjánssonar í Leturvali og síðan Stapaprents í Keflavík hjá Svavari Ellerts- syni en þeir Halldór og Svavar hafa ávallt sýnt blaðinu mikinn áhuga og alúð. Næst ber að nefna hin fjölmörgu sölubörn sem fóru um öll Suðurnesin til að selja blaðið. Það var mér ávallt mikil ánægja að eiga samskipti við þau duglegu börn sem mættu á skrifstofu Faxa nokkrum sinnum á vetri til að selja blaðið. Að lokum ber að nefna þá tvo hópa sem hafa hvað mest tryggt útkomu Faxa. Í fyrsta lagi er það hinn tryggi hópur lesenda sem ávallt hefur sýnt blaðinu mikinn áhuga og tryggð en margir þeirra hafa t.d. haldið öllum tölublöðunum til haga og jafnvel látið binda blaðið í fallegt band. Hinn hópurinn eru þau fyrirtæki og þeir einstaklingar sem hafa auglýst í blaðinu eða stutt blaðið á annan hátt. Stuðningur þessi hefur lagt grunninn að því að útgáfa blaðsins hefur ávallt staðið undir sér. Í þessum hópi má að sjáfsögðu einnig nefna bæja- og sveitastjórnir á Suðurnesjum sem hafa lagt sitt af mörkum. Að lokum þetta: Það er einlæg ósk mín að Mánaðarblaðið Faxi megi vaxa og dafna um ókomin ár. Helgi Hólm Helgi Hólm og Svavar Ellertsson ræða málin í Stapaprenti Þarna eru þeir Hilmar Pétursson, Margeir Jónsson og Huxley Ólafsson að velta fyrir sér blaðaúgáfunni. Kristján Anton Jónsson

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.