Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Blaðsíða 45

Faxi - 2020, Blaðsíða 45
FAXI 45 landsmanna. Suðurnesjamenn fengu á sig þjófsorð, menn sáu ofsjónum yfir kana- góssi, smygli og svartamarkaðsbraski. Í stað bænda og vinnumanna frá ólíkum sýslum komu hingað amerískir hermenn með byss- ur og tyggigúmmí. Aftur höfðu menn áhyggjur af erlendri spillingu, íslenskri tungu og siðferði þjóðar- innar. Suðurnesjamenn náðu útsendingum kanaútvarpsins og kanasjónvarpsins þegar ekki var til íslenskt sjónvarp og gufan lék bara sjóaraslagara og klassíska tónlist. Börn lærðu enska tungu og fóru á trikk or trít á hallóvín og pössuðu kanabörn. Svo við vitnum hér í annan greinarhöf- und Faxa, Karl Steinar Guðmundsson þá hafði þetta umhverfi mikil áhrif á viðhorf til Suðurnesja. Ég tel að þetta umhverfi og orðsporið um ofsagróða margra og nóga atvinnu hafa haft gríðarleg áhrif á afstöðu landsfeðranna gagnvart Keflavík og Suðurnesjum. Ef menn af miklu lítillæti gengu á fund landsfeðranna og kvörtuðu yfir hafnleysi og hag útgerð- ar, var sífellt sama svarið. „ Þið hafið völlinn......!! Til að bæta gráu ofan á svart kallaði Nixon Bandaríkjaforseti Keflavík „guðsvol- aðan stað” þegar hann ávarpaði hermenn í heimsókn sinni til landsins 1973 - en hugsanlega var rigning þá. Suðurnesjamenn tóku amerísku gestun- um vel og nálguðust menningu hersins á annan hátt en aðrir landsmenn. Segja má að sú menningarmótun sem átti sér stað í kjöl- farið hafi verið fyrsta raunverulega tilraun Íslendinga til að takast á við nútímann og alþjóðavæðingu. Herinn færði okkur rokk og ról, íslenska bítla og íslenskan Elvis og Suðurnesin urðu vagga íslenskrar rokktónlistar. Þar fæddist líka körfuboltinn, enda lítil von til þess að kaninn myndi kenna okkur fótbolta. Suðurnesin urðu þannig fyrsti viðkomu- staður erlendra áhrifa og framfara sem var gríðarlega mikils virði, en að sama skapi þóttu Suðurnesjamenn hafa verra siðferði, þjáðir af neysluhyggju, latir i vinnu, amerískir í háttum og linmæltir með afbrigðum a la Rúnni Júll. Hvað var það næst? Herinn fór árið 2006 eftir hálfrar aldar dvöl, störf töpuðust og atvinnuleysi jókst. Svo kom kreppan í kjölfar mikilla kaupa á flatskjám. Ferðaþjónusta fór á flug og þá vantaði aftur vinnufúsar hendur á Suðurnesjum. Í stað fátækra bænda og amerískra tindáta komu hingað erlendir verkamenn, pólskir í meirihluta. Suðurnesin öxluðu líka ábyrgð og buðu flóttamenn velkomna. Erlendir íbúar eru nú ríflega 20% íbúa á Suðurnesjum og samfélagið því fjölþjóðlegt og margbreytilegt. Sumir hafa kallað Suðurnesin Ellis Island Íslands. Það má færa nokkur rök fyrir því. Við höfum reynst góðir gestgjafar, tekið á móti ólíkum einstaklingum og uppskorið ungt og kraftmikið samfélag sem er víðsýnt og óhrætt við nýjungar. Enn eru þó Suðurnesin í átakalínu ólíkra fylkinga á landinu, nú þegar kemur að innflytjendamálum og ekki hjálpar það allt ímyndinni. En hugsanlega er það alveg í takt við Suðurnesjamenn í gegnum aldirnar. Þeir eru óhræddir við að takast á við áskoranir, taka fagnandi á móti fólki án þess að dæma og græða að lokum mest allra, í enn betra samfélagi. Dagný Maggýjar Heimildir Eggert Ólafsson (1975). Ferðabók Eggerts Ólafsson- ar og Bjarna Pálssonar. Reykavík. Sveinn Pálsson (1956). Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbækur og ritgerðir 1791-1797. Karl Steinar Guðnason (2009): Vanmetakennd Suðurnesjamanna. Faxi 1. tbl. Óskar Guðlaugsson (1980). Makaval og heima- byggð. Uppruni hjóna samkvæmt manntali 1845. Háskóli Íslands. Stefán Hrafn Stefánsson (2017). Hugmyndir um mun á mönnum og menningu eftir héruðum á Íslandi 1750-1850. Hermenn drepa tímann en einangrunarstefna stjórnvalda gerði afþreyingu þeirra fábrotna. Mynd Byggðasafn Reykjanesbæjar. Við komu hersins kynntust Íslendingar í fyrsta sinn munaðarvörum eins og kjúklingi, kalkúni, hamborgurum og já spagetti. Keilusalurinn á Keflavíkurflugvelli en þar léku margir Íslendingar keilu í fyrsta sinn. Ljósmynd Friðþór Eydal. Þjóðernishyggja og hreintungu- stefna hafa því haft mikil áhrif á ímynd Suðurnesja og það er áhugavert að sjá þarna stef sem átti eftir að endurtaka sig á Suðurnesjum á næstu ár- hundruðum; uppgrip í vinnu, fjölbreytt samfélag og erlend áhrif.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.