Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Blaðsíða 42

Faxi - 2020, Blaðsíða 42
42 FAXI Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn, eða er það fólk? Hvaða fólk er þetta? Hvaðan kom það og hvers vegna staldraði þar við hér á suðvesturhorninu þar sem ferskir vindar blása, enda engin fjöllin til þess að slá niður lægðirnar þegar þær berast til landsins, fyrst á Suðurnesjum. Ímynd Suðurnesja hefur lengi verið veik og er það engin nýjung, heldur aldagömul hefð að segja má. En hvað er það sem hefur mótað þetta viðhorf og á það við enn þann dag í dag? Fyrstu lýsingarnar sem finna má af Suðurnesjamönnum eru í ferðabókum frá 18. öld en þá þóttu þeir yfirleitt háir í vexti, vel á sig komnir og rjóðir í andliti en mikið vinnuálag og sjómennskan var talin hafa komið niður á heilsu og hreysti manna. Suðurnesjamenn voru taldir ólíkari inn- byrðis en annars staðar vegna þess að fólk úr öðrum fjórðungum hafði blandast saman við íbúana. Þá var fólk við sjávarsíðuna talið ólíkt hinum eiginlegu Íslendingum vegna þess að það hafði blandast erlendum mönn- um. Þannig var það talið lakara en annars staðar á landinu - og mun ófríðara. Hér- aðsbragurinn var á þá leið að menn væru dramblátari, eigingjarnari, ógestrisnari og Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn Suðurnesjamenn voru taldir ólíkari innbyrðis en annarsstaðar vegna þess að fólk úr öðrum landsfjórðungum hafði blandast saman við íbúana. Ljósmyndari: Stefán Bergmann Sjómenn um borð í skipi. Ljósmyndari: óþekkturSjómaður í skinnklæðum. Ljósmyndari: óþekktur

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.