Faxi

Árgangur

Faxi - 2020, Blaðsíða 26

Faxi - 2020, Blaðsíða 26
26 FAXI Okkur er öllum hollt að rifja annað slag-ið upp heit mál sem bitist hefur verið um í samfélaginu en hafa fengið farsælan endi. Mikill tilfinningahiti var í umræðunni um safnaðarheimili við Keflavíkurkirkju þegar undirbúningur byggingar hófst. Svo virðist sem bogadregna lóðin hafi spilað stóran þátt í mótbárum íbúa, útsýni sem kynni að glatast og eyðilegging á ásýnd kirkjunnar, sem í árdögum blasti við hvarvetna enda byggð langt ofan við bæinn snemma á 20. öld. Staðreyndin er hins vegar sú að safnaðarheimilið tekur einungis um fjórðung af lóð umhverfis kirkjuna. Í dag hefur sannast að bygging safnað- arheimilis við Keflavíkurkirkju var mikið framfaraspor fyrir söfnuðinn og bæjarfélag- ið allt. Sátt hefur ríkt um safnaðarheimilið í þau 20 ár sem nú eru liðin frá vígslu þess og gott félagsstarf hefur náð að byggjast upp, að sögn séra Erlu Guðmundsdóttur sóknarprests í Keflavíkurkirkju. Svanhildur Eiríksdóttir stiklar hér á stóru í sögu undir- búnings safnaðarheimilis. Undir lok 9. áratugar síðustu aldar hóf sóknarnefnd Keflavíkurkirkju undirbúning byggingar safnaðarheimilis við kirkjuna. Kirkjan sem hafði í upphafi rúmað alla bæjarbúa gat ekki lengur sinnt því öfluga safnaðarstarfi sem var að byggjast upp og því var ákveðið að ráðast í þessa framkvæmd. Sóknin var ein sú stærsta á landinu sem taldi hátt í 8000 manns. Skipuð var undirbúnings- nefnd síðari hluta árs 1990 en í henni sátu Árni V. Árnason, Ásta Árnadóttir, Birgir Guðnason Kjartan Már Kjartansson, Steinn Erlingsson, Sævar Reynisson og Guðmund- ur Björnsson sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Útgangspunktar sóknarnefndar voru m.a. þeir að kirkjan og safnaðarheimilið yrði ein heild svo hámarka mætti nýtingu. Safnað- arheimilið átti að þjóna hvers kyns safnað- arstarfi, s.s. aðstöðu fyrir fermingarfræðslu, sunnudagaskóla, kórastarf og annað félags- starf, aðstöðu fyrir viðburði, vera viðbót við kirkjuna við fjölmennar athafnir ásamt því að hafa vinnuaðstöðu fyrir starfsfólk kirkjunnar. Þá skyldi vera kapella í byggingunni. Einnig var lagt upp með að útlit safnaðarheimilisins myndi raska sem minnst umhverfi kirkj- unnar og ekki vera stærri en 700 fermetrar. Í sóknarnefnd voru Jónína Guðmundsdóttir formaður, Birgir Guðnason, Sævar Reynisson, Gunnar Sveinsson og Ragnar Snær Karlsson. 20 ár frá vígslu safnaðarheimilis við Keflavíkurkirkju Faxi rifjar forsöguna upp og ekki síst deilurnar sem stóðu um framkvæmdina Ljósm. Ozzo

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.