Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Qupperneq 2

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Qupperneq 2
2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7. JÚNÍ 2009 Forsíðumynd: Ragnar Th. Sigurðsson. Húnaröstin og Guðrún Þorkelsdóttir dæla úr sömu loðnunótinni. Útgefandi: Sjómannadagsráð, Hrafnistu, Laugarási, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs: Ásgeir Ingvason. Ritnefnd: Hálfdan Henrysson, Guðmundur Lýðsson og Reynir Björnsson. Umsjón: KOM Almannatengsl ehf. Ritstjóri: Þorsteinn G. Gunnarsson Höfundar efnis: Bolli Valgarðsson, Sigríður Hjálmarsdóttir og Þorsteinn G. Gunnarsson Umbrot: svarthvitt ehf Ljósmyndir: Hreinn Magnússon o. fl. Auglýsingar: Þórdís Gunnarsdóttir s: 866-3855. Markfell slf. Prentvinnsla: Landsprent Upplag: 67.000 eintök. Að Sjómannadagsráði í Reykjavík og Hafnarfirði standa eftirtalin stéttarfélög sjómanna: Félag skipstjórnarmanna Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjómannafélag Íslands Félag íslenskra loftskeytamanna Sjómannafélag Hafnarfjarðar Félag bryta Tilgangur og markmið Sjómannadagsráðs eru m.a.: Að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og vinna að nánu samstarfi þeirra. Að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem látið hafa líf sitt vegna slysfara í starfi. Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómannsins og hin mikilvægu störf sjómannastéttarinnar í þágu þjóðfélagsins. Að beita sér fyrir menningarmálum er sjómannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar. Að afla fjár til þess að reisa og reka dvalarheimili, hjúkrunarheimili, vistunar- og endurhæfingaraðstöðu, íbúðir og leiguíbúðir, einkum fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur. Að stuðla að byggingu og rekstri orlofshúsa, sumardvalarheimila og alhliða orlofsstarfsemi fyrir sjómenn, fjölskyldur þeirra og starfsmenn samtaka þeirra. Að beita áhrifum sínum á stjórnvöld til setningar löggjafar til styrktar framgangi markmiða Sjómannadagsráðs. Stjórn Sjómannadagsráðs í Reykjavík og Hafnarfirði skipa: Guðmundur Hallvarðsson formaður, Sjómannafélagi Íslands. Hálfdan Henrysson varaformaður, Félagi Skipstjórnarmanna. Guðjón Ármann Einarsson gjaldkeri, Félagi skipstjórnarmanna. Ásgeir Guðnason ritari, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Birgir H. Björgvinsson varagjaldkeri, Sjómannafélagi Íslands. Aðildarfélög Sjómannadagsráðs Heiðraðir voru á Sjómanna- deginum 2008 Bjögvin Jakobsson háseti Björn Pálsson háseti Ómar J. Viborg háseti Eysteinn J. Viggósson vélstjóri Ólafur F. Marinósson bryti Sigurjón Hannesson skipherra Það er eðlilegt þá litið er til sögunnar að Sjómannadagurinn og Reykjavíkurhöfn (nú Faxaflóahafnir) hafi sameinast um útihátíðahöld fyrstu helgina í júní (Hafnardag og Sjómannadag) undir merkjum Hátíðar hafsins, enda var það sjósókn og hafnaraðstaða sem ullu straumhvörfum í sögu þjóðarinnar. Við tilflutning fólks úr sveitum til sjávarplássa mynduðust samfélög sem byggðu allt sitt á sjósókn og sjávarfangi. Mikil erfiðisvinna var við að koma afla bátanna í land þar sem engin hafnaraðstaða var og lauk skútuöldinni án þess að þilskip gætu lagst að bryggju í Reykjavík. Árið 1918 voru á annan tug togara gerðir út frá Reykjavík og þá fluttu sérstakir vatnsbátar drykkjarvatn út í skipin og margir „löndunarbátar“ fluttu í land varning og fisk úr skipum sem lágu á ytri höfninni. Á árunum 1913 til 1917 var unnið við hafnargarð á Örfiriseyjargranda þar sem áður var ekki farið út í Örfirisey nema á fjöru. Í byrjun ársins 1918 var komin 200 metra löng bryggja sem markaði straumhvörf varðandi vinnu við löndun og meðferð aflans. Mikið vatn hefur til sjávar runnið og landfylling orðin mikil og fjölmörg fyrirtæki með starfsemi á Grandanum. Enda þótt fjölmörg fyrirtæki á sviði viðskipta og verslunar hafi þar starfesmi eru enn um 60% fyrirtækjanna tengd sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Hátíð hafsins verður haldin á Grandanum nú árið 2009. Eftir nokkrar umræður um stað- setningu hátíðahaldanna var ákveðið að þau halda þau á svæði í og við Sjóminjasafnið Víkina og að syðri enda Bakkaskemmu og á Bótabryggju. Hátíðarhöldin fara því fram við eina stærstu útgerðarhöfn landsins, Reykjavíkurhöfn. Þar fer löndun alls sjávarafla fram á bryggjum við Grandagarð, þar eru fjölmörg fiskvinnslufyrirtæki og vinnsla á sjávarafurðum, þeirra stærst er HB Grandi sem tekur þátt í Hátíð hafsins með ýmsum uppákomum. Hið sögufræga varðskip Óðinn er við bryggju og tengt Sjóminjasafninu sem hefur á fáum árum komið sér upp einstökum munum og minjum, sett upp mjög góðar og sögulegar sýningar sem staðfesta það sem sett er á prent í upphafi þessa tilskrifs í aðdraganda Hafnardags og Sjómannadags. Á Grandagarði er nálægðin við fortíðina, menning og saga frá því hvernig við komumst til bjargálna og hversvegna Íslendingar urðu sjálfstæð þjóð. Þá er sagan um verndun fiskimiðanna og gæslu landhelginnar órofin fortíðinni sem minnir okkur enn á baráttu lítillar eyþjóðar fyrir sjálfstæði sínu þar sem samstaða og einurð að baki sjómanna Landhelgisgæslunnar veittu okkur sigur. Á Grandagarði er nálægðin við nútímann þar sem tæknivædd íslensk fiskiskip liggja í höfn vegna Sjómannadags, hafandi fært okkur björg í bú, skapað okkur gjaldeyristekjur á viðsjárverðum tímum sem sjávarútvegurinn hefur gert um aldir. Í umróti síðustu ára voru háværar hjáróma raddir sem vildu leggja aðaláherslu á bankastarfsemi og áliðnað. Eru þær þagnaðar nú? Eða eru það bakraddirnar sem ómar af og leiða til þess að við bryggju á Grandanum á einhverjum komandi Sjómannadegi muni fátt verða um íslensk fiskiskip. Vonandi verða örlög þeirra ekki þau sömu og íslenska kaupskipaflotans sem nú er horfinn. Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með Sjómannadaginn. Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs. Föðurland vort hálft er hafið helgað þúsund feðra dáð þangað lífsbjörg þjóðin sótti þar mun verða stríðið háð. Þessar ljóðlínur í sálmi Jóns Magnússonar koma mér í hug á hátíðisdegi sjómanna sem hafa valið hafið sem vinnustað sinn. Ég óska sjómönnum og öðrum þeim sem vinna við útgerð og fiskvinnslu til hamingju með daginn. Í gegnum áranna rás hafa störf sjómanna og annarra sem um hafið fara tekið miklum stakkaskiptum og breyst til hins betra. Samt sem áður kjósa færri en áður að stunda sjómennskuna. Margt kemur þar til, ekki síst langar fjarverur frá fjölskyldu og oft á tíðum erfið og kalsöm vinna. Sjómennskan gefur hins vegar líka mörgum manninum þá lífsfyllingu og gleði sem allir sækjast eftir, sjómennskan er þeim í blóð borin eins og sagt er. Auðæfum heimsins er misskipt en flestar þjóðir eiga þó einhverja auðlind sem öðrum fremur skapar möguleika viðkomandi þjóðar til lífsviðurværis. Íslendingar eru lánssamir hvað þetta varðar; eiga bæði land sem býður upp á fjölbreytta möguleika og svo hafið sem í gegnum aldirnar hefur verið nýtt af landsmönnum. Hafið gaf matinn og frá hafinu fengu Íslendingar afurðir sem seldar voru á erlendri grundu. Enn í dag og jafnvel aldrei fremur en einmitt nú, stóla landsmenn á hafið og sjómennina sem veiða þann afla sem skapar nauðsynlegan gjaldeyri á erfiðum tímum þjóðarbúsins. Þegar allt um þrýtur er hafið sú auðlind sem Ísland byggir afkomu sína á. Það hlýtur að vera hverjum manni mikið umhugsunarefni þegar krafist er viðræðna og samninga við aðrar þjóðir um þetta fjöregg þjóðarinnar. Hvort og þá hvenær slíkar viðræður fara fram skal ósagt látið en ítrekað skal að engan þarf að undra þótt hjartað í brjósti Íslendingsins slái hratt þegar gengið er að samningaborði með pappíra og skjöl og fjallað skal um yfirráðarétt okkar og nýtingu annarra á þeirri auðlind sem er undirstaða sjálfstæðis þjóðarinnar og framtíðar hennar. Sagan virðist fyrnast fljótt. Þorskastríð Íslendinga, barátta fyrir því að ná rétti okkar yfir landhelginni var unnið í mörgum orrustum og sú síðasta var háð fyrir rúmum fjörutíu árum. Þótt fjörutíu ár séu ekki langur tími í þjóðarsögu, er það nokkuð langur tími af ævi hvers manns. Stríðið og þessar orrustur lifa því aðeins í minni þeirra sem komin eru undir fimmtugt. Hjá öðrum lifa sagnir og lesinn fróðleikur um þessi átök um landhelgina sem bæði fóru fram í fundarsölum stjórnmálamanna og á hafinu sjálfu. Þorskastríð Íslendinga eru hjá sumum hjúpað ævintýraljóma þar sem Íslendingar fóru með sigur af hólmi gagnvart stórþjóð, - heimsveldi sem ætlaði sér þó að sigra og beitti til þess tólum og tækjum sem voru langtum öflugri en þau sem Íslendingar höfðu úr að spila. Einnig þá voru úrtöluraddir sem töldu að ekki mætti setja í hættu samstarf okkar og samninga við sömu þjóðir í óskyldum málum þó svo lífsafkoma og sjálfsforræði þjóðarinnar á auðlindum sínum væri í húfi. Það var ekki hvað síst dugmiklum sjómönnum okkar að þakka að sigur vannst í landhelgisstríðunum. Landverkafólkið, íbúar sjávarbyggðanna áttu þar einnig stóran hlut að máli. Fiskimiðunum okkar megum við aldrei fórna fyrir stundarhag. Í gegnum aldirnar hefur þjóðin lifað á fiskveiðum og þaðan hefur stærsti hluti þjóðarteknanna komið. Auðlind hafsins hefur gert Íslendingum mögulegt að skipa sér í röð meðal helstu velferðarþjóða heimsins. Enn og aftur er það hafið og afurðir þess sem stóla verður á, ef þjóðinni á að takast að sigla upp úr þeim öldudal fjármála sem hún er nú í. Í dag er það alfarið í okkar höndum að halda óskoruðum rétti á fiskimiðum okkar og við berum á því ríka ábyrgð gagnvart afkomednum okkar. Áform um aðild Íslands að ESB mun kalla á nýja baráttu um auðlindir hafsins. Aftur eru það sjómenn og landverkafólk í sjávarbyggðunum vítt og breitt um landið sem standa í fremstu víglínu. Í tilefni Sjómannadagsins 2009, ítreka ég kveðjur mínar og hamingjuóskir til allra þeirra sem sjóinn sækja; farmönnum jafnt sem fiskimönnum, útgerðarmönnum, fisksvinnslufólki og landsmönnum öllum. Megi gæfa og gifta fylgja störfum sjómanna okkar. Hafið er sú auðlind – Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Fiskimennirnir og hafnarmannvirkin breyttu Reykjavík úr bæ í borg 17. JÚNÍ 2009 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 72. árgangur 7. júní 2009

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.