Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Qupperneq 22

Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Qupperneq 22
22 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7. JÚNÍ 2009 Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra Þann 28. mars voru sjötíu ár liðin frá því að stefnuskrárnefnd Sjómannadagsráðs skilaði tillögum ásamt langri álitsgerð um framtíðaráform samtakanna sem væru „að safna fé til stofnunar elli- og hvíldarheimilis fyrir aldraða farmenn og fiskimenn“. Þessum tillögum hefur verið vel fylgt eftir sem sjá má þá litið er yfir farinn veg Sjómannadagsráðs. Þessum tímamótum í sögu Sjómannadagsráðs var fagnað föstudaginn 27. mars þegar Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leiguíbúðum fyrir 60 ára og eldri við Boðaþing í Kópavogi. Þar munu rísa 95 þjónustu- og öryggisíbúðir og munu framkvæmdir við fyrri áfanga, alls 48 íbúðir, hefjast nú í vor. Boðaþing liggur á mörkum bæjar og sveitar, þar er aðgengi að göngu- og reiðstígum sem liggja að Elliðavatni og í Heiðmörk. Hönnun og skipulag þjónustu- og öryggisíbúðanna miðast við að aldraðir geti sem lengst haldið eigið heimili og nýtt sér þá þjónustu sem Hrafnista og Kópavogsbær bjóða í Boðaþingi, s.s. fæði, heimilishjálp eða heimahjúkrun. Innangengt verður úr nýju byggingunni yfir í þjónustumiðstöð aldraðra sem Kópavogsbær er að reisa við Boðaþing 9. Í þjónustumiðstöðinni verður fjölnotasalur með eldhúsi, sundlaug og föndursalur auk þess sem þar verður boðið upp á sjúkraþjálfun hár- og fótsnyrtingu, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að reka þjónustumiðstöðina mun Hrafnista sjá um rekstur hjúkrunarheimilis sem Kópavogsbær er að reisa við Boðaþing í samvinnu við ríkisvaldið. Þjónustu- og öryggisíbúðirnar verða vandaðar af allri gerð og skipulag þeirra og innréttingar taka mið af þörfum aldraða. Dyraop verða breið og rennihurðir inn á bað- og svefnherbergi. Sérstakur öryggisdúkur verður á gólfum baðherbergja og öryggishnappur í hverri íbúð. Íbúðunum fylgja svalir sem eru yfirbyggðar en auðvelt er að opna svalirnar nánast að fullu. Í húsinu verða bæði tveggja og þriggja herbergja íbúðir 60 til 90 fermetrar að flatarmáli, eða 88 til 131 fermetri þegar tillit er tekið til sameignar og geymslna. Lóðin verður fullfrágengin þegar húsið verður tekið í notkun. Áhersla verður lögð á góða útilýsingu, bílastæði verða malbikuð og gangstígar hellulagðir og verða allar helstu gönguleiðir á lóðinni með snjóbræðslu. Áætlað er að bjóða heildarframkvæmdina út í almennu útboði á næstunni og stefnt er að því að jarðvinna hefjist strax í vor og almennar framkvæmdir um mitt sumar 2009. Húsið verður byggt í tveimur áföngum og verklok fyrsta áfanga, þar sem eru 48 íbúðir, eru áætluð í október/nóvember 2010. Hönnuðir hússins eru THG arkitektar, Verkfræðiþjónustan ehf. og VSÓ ráðgjöf. Frekari upplýsingar um lausar íbúðir og fleira fást hjá Sjómannadagsráði í síma 585 9301 og á vef Sjómannadagsráðs, www. sjomannadagsrad.is. Sjómannadagsráð: Reisir 95 leiguíbúðir fyrir aldraða í Kópavogi

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.