Sjómannadagsblaðið - 07.06.2009, Side 26
26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 7. JÚNÍ 2009
ÓSKUM SJÓMÖNNUM
OG FJÖLSKYLDUM ÞEIRRA
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
Nú í vor hefur verið unnið
að töluverðum endurbótum
á þjónustumiðstöðinni
Hraunborgum, félagsheimili
sjómanna í Grímsness- og
Grafningshreppi. Margt var
einnig gert í nánasta umhverfi
þjónustumiðstöðvarinnar.
Meðal annars var vígð ný og
glæsileg útsýnisskífa við hlið
sundlaugarinnar. Allt umhverfi
hennar er til fyrirmyndar og vel
þess virði að gera sér ferð austur
og skoða skífuna og fjallahringinn,
því landslag yrði lítils virði ef það
héti ekki neitt. Einnig er tilvalið að
skreppa í sund í leiðinni eða fara
einn hring á golfvellinum.
Byggt var yfir pallinn við
þjónustumiðstöðina í vor og á
tjald – og hjólhýsasvæðinu var
útbúið salerni til þess að mæta
þörfum fatlaðra. Á svæðinu
er minigolfvöllur sem nýtur
mikilla vinsælda. Hann var allur
endurnýjaður og um þessar
mundir er verið að endurbæta
flatirnar á 9. holu á golfvellinum
í Hraunborgum, en í fyrra
voru teigarnir endurnýjaðir.
Þessi golfvöllur hentar vel fyrir
byrjendur svo ekki sé talað um
vinahópa og fjölskyldur sem
vilja spila golf saman en eru með
misjafna forgjöf eða enga. Ekki
skemmir að flatargjaldið á vellinum
er frekar lágt. Þjónustumiðstöðin
er komin í netsamband og geta
gestir á svæðinu fengið þar aðgang
að netinu.
Lokið var framkvæmdum við
27 sumarbústaðalóðir á síðasta
ári við tvær götur, Bakkavík og
Hofsvík. Verið er að ráðstafa þeim
leigulóðum um þessar mundir.
Hver lóð er 5.100 fm með aðgang
að heitu og köldu vatni sem lagt er
að lóðarmörkum.
Félagsheimili sjómanna að
Hraunborgum er opið frá 29.
maí til 23. ágúst 2009. Við
þjónustumiðstöðina er sundlaug
með þremur heitum pottum og
eimbaði. Þar er einnig tjald- og
hjólhýsasvæði, með aðgangi
að heitu og köldu vatni auk
rafmagns. Auk útsýnisskífunnar
og golfvallanna sem nefndir eru
hér að framan er sparkvöllur á
svæðinu, körfuboltaaðstaða og í
þjónustumiðstöðinni er hægt að
leigja reiðhjól og spila billjard,
þythokkí, pílukast, leika sér í
fótboltaspili eða horfa á sjónvarpið.
Afþreyingarmöguleikarnir eru
margvíslegir að Hraunborgum.
Upplýsingar um lausar
sumarbústaðalóðir og
aðstöðuna í Hraunborgum fást
hjá Félagsheimili sjómanna í
Hraunborgum í síma 486-4414
(netfang hraunborgir@simnet.
is), hjá Sjómannadagsráði í
síma 585-9301/585-9302 og á
vef Sjómannadagsráðs, www.
sjomannadagsrad.is./hraunborgir.
Nýjar sumarbústaðalóðir og miklar
framkvæmdir í Hraunborgum
Það er sannarlega
hægt að láta sér líða
vel að Hraunborgum.
Við sundlaugina eru
þrír heitir pottar og
eimbað, leiktæki fyrir
unga sem aldna eru á
svæðinu, golfvöllur og
sérlega gott tjald- og
hjólhýsasvæði.
Útsýnisskífan er í öndvegi í Hraunborgum.
Þar er hægt að skoða fjallahringinn og nánasta
umhverfi orlofssvæðisins.