Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Side 27

Sjómannadagsblaðið - 05.06.2015, Side 27
52 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 5. júní 2015 535. júní 2015 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Við stefnum að vellíðan www.lyfja.is Á hverjum degi leitar fólk til okkar til að auka vellíðan sína. Sérfræðingar okkar veita faglega ráðgjöf, hvort sem fólk stríðir við sjúkdóma, vill hugsa um heilsuna með bætiefnum, vítamínum og heilsuvörum eða lífga upp á tilveruna með snyrtivörum. Þótt leiðin sé misjafnlega greið þá höfum við öll sama takmark: Við stefnum að vellíðan. Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi Smáralind Smáratorgi Borgarnesi Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal Patreksfirði Ísafirði Blönduósi Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Höfn Laugarási Selfossi Grindavík Keflavík Í júní 1940 bjargaði togarinn Skallagrímur 353 breskum sjóliðum eftir að skipi þeirra hafði verið sökkt með tundurskeyti. Skipstjóri á Skallagrími var Guð- mundur Sveinsson og í viðtölum við blöð eftir atburðinn segir hann að togarinn hafi verið var staddur langt úti á hafi þegar þeir fengu neyðarkall frá skipi sem sagt var í mikilli neyð. Togarinn sneri við og hélt móti kallinu en Guðmundur segir að þeir hafi þurft að stíma um 50 mílur til baka áður en þeir fundu skipið sem var Andania, stórt breskt hjálparbeitiskip sem orðið hafði fyrir tundurskeyti. Skipið var að því komið að sökkva þegar Skallagrímur kom að því og sjóliðarnir að fara í bátana. Veður var allgott og því gekk auðveldlega að koma öllum sjólið- unum um borð í Skallagrím. Þeir voru vel á sig komnir og einungis tveir þeirra slasaðir. Eftir björgunina hélt Skalla- grímur áfram leið sinni en eins og gefur að skilja voru þrengslin um borð veruleg og vistin frekar erfið næstu nótt þegar kominn var stormur og þungur sjór. Menn tróðu sér í hvert einasta skjól sem þeir fundu um borð í Skalla- grími, meðal annars í kolaboxum skipsins. Eftir 33 klukkustunda veru um borð í Skallagrími kom breskur tundurspillir á vettvang og tók við sjóliðunum. Flutningur mannanna milli skipa fór fram úti á hafi og tókst hann vel. Þessi björgun mun vera eitt mesta björgunarafrek sem íslenskt skip hefur komið að. Skallagrímur bjargar 353 breskum sjóliðum: Skipi þeirra var sökkt með tundurskeyti Skipverjar á Skallagrimi fá viðurkenningu Dagblaðið Vísir segir svo frá 21. september 1940: „Þann 16. júní s. l. varð togarinn „Skallagrímur“ til þess að bjarga heilli skips- höfn, um 350 mönnum, af breska skipinu „Andania“, er sökkt hafði verið í Atl- antshafi. Í viðurkenningarskyni fyrir björgun þessa hafa skipsmenn af „Andania“ sent skipshöfninni á „Skallagrími“ 13 falleg silfurcigarettuveski, eitt handa hverjum skipverja, og auk þess fallegt gullúr til skipstjóra. Úr skipstjóra er áletrað „From the Ships Company of H. M. S. Forfar, to the captain of S.S. Skallagrímur in recognition of a gallant deed 15—6—40“, og innan í cigarettuveskjunum er samskonar áletrun, nema hvað í stað nafns skip- stjóra stendur skipshöfn. Gjafir þessar eru hinar vönduðustu, enda keyptar hjá hinu þekkta firma Mappin & Webb, London.“ Andania hafði 353 menn innanborðs. Bretinn heiðraði skipverja með sígarettuhylki.

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.