Morgunblaðið - 03.05.2020, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020
Hjólað Margir hafa nýtt sér veðurblíðuna á undanförnum dögum og heimsótt útivistarperlur
höfuðborgarsvæðisins. Þessi hjólreiðamaður hefur nýtt sér helgarfríið og farið í hjólatúr í
Heiðmörk, þar sem margur kýs nú að stunda sína líkamsrækt; ýmist hjóla, ganga eða hlaupa.
Eggert
Hinn 16. mars tóku gildi tak-
markanir á samkomum og skóla-
haldi til að hægja á útbreiðslu
COVID-19 hér á landi. Frá því að
auglýsingar um þessar takmark-
anir voru birtar hefur ráðuneytið
í samvinnu við Samband ís-
lenskra sveitarfélaga og Kenn-
arasamband Íslands fylgst náið
með skipulagi og framkvæmd
skólastarfs í leik- og grunn-
skólum.
Í leik- og grunnskólum lands-
ins eru um 64.650 nemendur og 11.450 starfs-
menn. Í framhalds- og háskólum eru um
41.000 nemendur. Það varð því strax ljóst að
fram undan væri mikil brekka. Staðan var
vissulega óljós um tíma og skiptar skoðanir
um hver viðbrögð skólakerfisins ættu að vera
við veirunni sem olli miklum samfélags-
skjálfta. Nú, sjö vikum síðar, gefst okkur tæki-
færi til að líta um öxl og skoða hvernig til
tókst.
Leikskólar
Almennt hefur leikskólastarf gengið vel og
hlúð hefur verið að börnum með velferð þeirra
að leiðarljósi. Skólastjórnendur höfðu frelsi til
að skipuleggja og útfæra starfsemi hvers
skóla, þar sem aðstæður voru ólíkar milli
skóla, jafnvel innan sama sveitarfélags. Þetta
krafðist mikillar útsjónarsemi og reyndist ef-
laust mörgum erfitt. Mikil ábyrgð hvíldi á
herðum allra hlutaðeigandi við að tryggja ör-
yggi kennara og nemenda og það er aðdáun-
arvert að þetta hafi tekist eins vel og raun ber
vitni. Tækifærin í menntun framtíðarinnar
liggja á leikskólastiginu. Sífellt fleiri rann-
sóknir sýna fram á mikilvægi fyrstu æviár-
anna fyrir allan þroska einstaklinga síðar á
lífsleiðinni og því hefur áherslan á snemmtæka
íhlutun í málefnum barna orðið sífellt fyrir-
ferðarmeiri. Tengsl eru á milli taugaþroska og
umhverfisáhrifa hjá ungum börnum og því er
afar mikilvægt að tryggja að menntun barna á
leikskólaaldri sé sem allra best úr garði gerð.
Ég skipaði því starfshóp um styrkingu leik-
skólastigsins sem er ætlað að finna leiðir til að
styrkja leikskólastigið og fjölga leikskólakenn-
urum. Starfshópurinn er hvattur til að veigra
sér ekki við að koma með róttækar breytinga-
tillögur á t.d. núverandi lögum, reglugerðum
og starfsumhverfi ef það er talið mikilvægt til
að styrkja leikskólastigið.
Grunnskólar
Grunnskólar hafa haldið úti kennslu fyrir
nemendur þótt skóladagurinn hafi oft verið
styttri en venjulega og fjarnám algengt í ung-
lingadeildum. Skólastarf hefur gengið vel og
fólk var samstiga í þeim aðstæðum sem ríktu;
kennarar, skólastjórnendur, starfsfólk, for-
eldrar og nemendur. Vikurnar voru lærdóms-
ríkar, skipulagið breyttist hratt og daglega
voru aðstæður rýndar með tilliti til mögulegra
breytinga. Nýir kennsluhættir og fjarkennsla
urðu stærri þáttur en áður og tæknin vel nýtt í
samskiptum við nemendur. Samband ís-
lenskra sveitarfélaga aflaði reglulega upplýs-
inga um skipulag skólastarfs frá fræðslu-
umdæmum og skólum. Meginniðurstöður
bentu til þess að vel væri hugað að öryggis-
atriðum, svo sem skiptingu nemenda í fá-
menna hópa og að enginn óviðkomandi kæmi
inn í skólabygginguna.
Eins og gefur að skilja voru útfærslur á
skólastarfi ólíkar. Í einhverjum tilfellum
mættu nemendur heilan skóladag á meðan
aðrir studdust við fjarkennslu eingöngu. Allt
gekk þetta þó vonum framar. Undirbúningur
að næstu vikum er í fullum gangi hjá skólum
sem eru að leggja lokahönd á þetta skólaár og
undirbúa útskrift nemenda úr 10. bekk.
Við þessar óvenjulegu aðstæður hefur mikið
verið rætt um annarlok og námsmat í grunn-
skólum en framkvæmd og útfærsla þess er á
ábyrgð hvers skóla að uppfylltum ákveðnum
viðmiðum. Námsmatið getur því verið með
mismunandi hætti, en framkvæmd á birtingu
lokamats úr grunnskóla þarf engu að síður að
vera eins samræmd og mögulegt er til að
tryggja eins og unnt er jafnræði nemenda við
innritun í framhaldsskóla. Við leggjum okkur
öll fram við að tryggja sem farsælasta innritun
nemenda í framhaldsskóla fyrir haustönn 2020
í góðri samvinnu við kennaraforystuna, Skóla-
stjórafélag Íslands, Skólameistarafélag Ís-
lands og Samband íslenskra
sveitarfélaga.
Framhaldsskólar
Við gildistöku samkomubanns
var skólabyggingum framhalds-
og háskóla lokað fyrir nem-
endum, sem stunduðu þó fjar-
nám af fullum krafti. Strax komu
upp á yfirborðið áhyggjur af
nemendum í brotthvarfshættu
og því var hafist handa við að
halda þétt utan um þann hóp.
Margvíslegar aðferðir voru not-
aðar til að styðja nemendur áfram í námi.
Jafnframt var kastljósinu beint að nemendum
í starfsnámi, enda áttu þeir á hættu að vera
sagt upp námssamningi eða missa af sveins-
prófi á réttum tíma. Það voru því mikil gleði-
tíðindi þegar ráðuneytið, skólameistarar
starfsmenntaskóla og umsýsluaðilar sveins-
prófa tóku höndum saman og fundu leiðir til að
tryggja náms- og próflok með sveinsprófum.
Allt kallaði þetta á mikla vinnu og gott sam-
starf ólíkra aðila í framhaldsskólasamfélaginu.
Það tókst svo sannarlega, því áskoranirnar
hafa þétt mjög raðirnar og samráð á fram-
haldsskólastiginu efldist mjög á þessum erfiða
tíma. Stjórnendur skiptust á góðum ráðum og
hvatningu, sem blés öllum byr undir báða
vængi. Ég bind miklar vonir við að þetta góða
samstarf muni fylgja okkur áfram eftir að líf
kemst í eðlilegt horf.
Háskólar
Aðstæðurnar höfðu óneitanlega áhrif á ann-
arlok í háskólum og framhaldsskólum, sem
höfðu búið sig vel undir þá staðreynd. Í mörg-
um skólum var upphaflegum kennsluáætl-
unum fylgt og annarlok og útskriftir verða því
á réttum tíma. Skólarnir fengu frelsi til að út-
færa námsmat að aðstæðunum, enda varð
fljótt ljóst að prófahald yrði óhefðbundið og
vinna við einkunnagjöf flóknari. Sumir ákváðu
að halda sig við hefðbundna einkunnagjöf, en
aðrir staðfesta að nemandi hafi staðist eða
ekki staðist kröfur sem gerðar eru í hverri
grein.
Staða háskólanema er mér mjög hugleikin.
Stofnaður var samhæfingarhópur fjölmargra
hagaðila sem vinnur nú hörðum höndum að því
að skoða stöðu atvinnuleitenda og ekki síður
námsmanna. Ljóst er að bregðast þarf hratt
við. Markmiðið er að styðja markvisst við
námsmenn ásamt því að nýta menntakerfið til
þess að efla og styrkja nám og þjálfun í þeim
atvinnugreinum sem mögulega verða hvað
verst úti.
Fram hefur komið að álag er mikið á nem-
endur og margir þeirra hafa áhyggjur af fram-
færslu, þar sem þeir hafa misst störf til að
framfleyta sér. Háskólarnir brugðu á það ráð
að auka við ráðgjöf og þjónustu við nemendur.
Stjórn Lánasjóðs námsmanna ákvað einnig að
koma til móts við námsmenn og greiðendur
námslána með ýmsum aðgerðum.
Mikilvægt er að allt sé gert til að hlúa að
gæðum náms en nemendum verður að vera
mætt með auknum sveigjanleika. Vellíðan og
öryggi nemenda skiptir afar miklu.
Heimspekingurinn John Stuart Mill sagði:
„Öll efling menntunar stuðlar að jöfnuði, því
að menntunin veitir aðgang að sama sjóði
þekkingar og skoðana.“ Ljóst er að íslenskt
samfélag stendur frammi fyrir verulegum
breytingum á vinnumarkaðnum. Mikilvægt er
að forgangsraða í þágu gæða menntunar. Til
að mæta þeim áskorunum þurfum við að huga
vel að sveigjanleika og samspili vinnumark-
aðarins og menntakerfisins, nálgast þau mál
heildrænt og í virku samhengi við þróun þeirra
annars staðar í heiminum. Kæra skólafólk og
nemendur. Hafið þið miklar þakkir fyrir þrek-
virkið sem þið hafið unnið, sem er einstakt á
heimsvísu.
Þrekvirki íslenska
menntakerfisins á
tímum COVID-19
Eftir Lilju Alfreðsdóttur
» Ljóst er að íslenskt
samfélag stendur frammi
fyrir verulegum breytingum á
vinnumarkaðnum. Mikilvægt
er að forgangsraða í þágu
gæða menntunar.
Lilja Alfreðsdóttir
Höfundur er mennta- og
menningarmálaráðherra.
Morgunblaðið birti hvatn-
ingarorð í grein forsætisráð-
herra 11. apríl sl. ásamt
framkvæmdastjóra SI: „Mik-
ilvægt framlag er að lands-
menn allir, fólkið í landinu og
fyrirtækin, skipti sem mest
við innlend fyrirtæki, og er
þar engin atvinnugrein und-
anskilin.“ Undirritaðir eru
múrarameistarar með ára-
tuga reynslu af notkun ís-
lenskra byggingarefna í skil-
rúmsveggi, hleðslusteinum
úr vikri, gjalli og múrhúðun
með innlendum múrefnum,
sandi sem þjóðin á nóg af.
Nauðsynlegt er nú sem aldr-
ei fyrr að allir leggist á eitt
að koma af stað atvinnu fyrir
sem flesta. Viðbúið er að
byggingariðnaður og þá sér-
staklega íbúðarbyggingar fari ekki í gang á
næstunni með sama hætti og verið hefur.
Svo vel vill til að enn er verið að framleiða
hleðslustein og múrefni í einu elsta og virt-
asta framleiðslufyrirtæki á Íslandi í harðri
samkeppni við innfluttar gifsplötur til notk-
unar í milliveggi. Því skal haldið til haga að
íslenskir múrarar búa enn að þekkingu og
eru vel tæknivæddir til að takast á við hefð-
bundið múrverk eins og áður var og hefur
reynst vel. Breytt verklag, tækni og efnis-
meðferð í múrsmíði er fyrir hendi.
Með því að nota íslenska framleiðslu, ís-
lenskan milliveggjastein, múrefni, sand og
sement er verið að styrkja undirstöður ís-
lenskrar atvinnustarfsemi og draga úr at-
vinnuleysi. Við allar framkvæmdir er nauð-
synlegt að horfa jöfnum höndum til
endingartíma byggingarefna og upphaflegs
byggingarkostnaðar. Þar við bætist að inn-
lendu efnin hafa meira höggþol, auðveldara
er að koma þar fyrir hvers konar festingum,
rakaþol er gott, einnig er eldþol þeirra gott,
sem þeir munu geta staðfest sem þekkja til
brunavarna og slökkvistarfs, og einnig er
gott hljóðþol í hlöðnum milliveggjum.
Í stað sandspartls sem er ekki rakaþolið
verði notuð innlend múrefni sem eru rakaþ-
olin til filtunar á loft og steypta veggi innan-
húss sem utan.
Hönnuðir þurfa trúlega að taka til á
teikniborðum sínum. Vitað er að á teikni-
borðum hönnuða eru skilrúmsveggir úr inn-
fluttum byggingarefnum, álstoðum og
klæddir með gifsplötum.
Rétt er að benda á mikinn innflutning
innfluttra byggingarefna og byggingahluta
á undanförnum árum. Notkun sumra þess-
ara innfluttu erlendu byggingarefna er
varasöm við tilteknar aðstæður svo sem í
baðherbergjum þar sem þau draga í sig
raka og aflagast og endast því illa en inn-
lendu efnin verjast raka mjög vel og breyta
sér ekki þótt raki komist í þau.
Einnig sparast gjaldeyrir með nýtingu
innlendra byggingarefna sem í verði eru vel
samkeppnisfær hérlendis en eiga takmark-
aða möguleika sem útflutningsvara vegna
mikils kostnaðar við flutning á erlendan
markað.
Nú er lag til að fjölga störfum og styrkja
íslenskan byggingariðnað.
Eftir Helga Steinar
Karlsson, Viðar
Guðmundsson, Þórarin
Hrólfsson, Rafn
Gunnarsson, Snæbjörn
Þ. Snæbjörnsson
og Þráin Þorvaldsson
» Breytt verklag, tækni
og efnismeðferð í
múrsmíði er fyrir hendi.
Helgi Steinar
Karlsson
Höfundar eru múrarameistarar.
Viðar
Guðmundsson
Þórarinn
Hrólfsson
Rafn
Gunnarsson
Snæbjörn Þ.
Snæbjörnsson
Þráinn
Þorvaldsson
Nú er lag að
styrkja íslenskan
byggingariðnað