Morgunblaðið - 03.05.2020, Side 6
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
• Við hárlosi
• Mýkir liðina
• Betri næringar-
upptaka
Náttúruolía sem hundar elska
Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana
okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta.
Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á
þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir
en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við
mælum með Dog Nikita hundaolíu.
Páll Ingi Haraldsson
EldurÍs hundar
Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu
NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda
• Gott við exemi
• Betri og sterkari
fætur
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Fyrstu tilslakanir samkomubanns-
ins taka gildi í dag en með þeim er
lagt bann við fjöldasamkomum þar
sem fleiri en 50 manns koma sam-
an, í stað 20. Gildir bannið frá deg-
inum í dag og fram til 1. júní, eða
þar til stjórnvöld endurmeta að-
stæður, að því er fram kemur í
auglýsingu heilbrigðisráðherra.
Söfnum, kvikmyndahúsum, hár-
snyrtistofum, nuddstofum og fleiri
vinnustöðum er heimilt að hefja
starfsemi í dag samkvæmt auglýs-
ingunni, en þó verður ávallt að
gæta þess að fleiri en 50 manns
komi ekki saman í einu rými auk
þess sem regla um tveggja metra
nálægðartakmörk verður áfram í
gildi.
Uppgötvi auðinn í söfnunum
Þjóðarbókhlaðan verður opnuð í
dag eftir sjö vikna lokun. Ingibjörg
Steinunn Sverrisdóttir landsbóka-
vörður segir að starfsfólk bókhlöð-
unnar hafi búið sig undir opnunina
og að sérstök aðgát verði höfð þeg-
ar bókum verður skilað til safnsins
á næstu dögum, vegna smithættu.
„Við höldum okkur við 50 manna
fjöldatakmörkun á hverri hæð.
Fólk getur fengið lánað og skilað
bókum,“ segir Ingibjörg. Kaffistof-
an verður þó ekki opin og leitar
bókhlaðan nú að rekstraraðila fyrir
starfsemina.
Aðgangur að Þjóðminjasafninu
verður ókeypis næstu vikur að
sögn Margrétar Hallgrímsdóttur
þjóðminjavarðar, en tilslakanir á
samkomubanni gera það að verkum
að safnið getur hafið starfsemi að
nýju í dag. Erlendir ferðamenn
hafa verið stór hluti gesta á söfnum
landsins að undanförnu, en fækkað
hefur verulega í þeirra hópi.
„Ég hef væntingar til þess að Ís-
lendingar fari sjálfir að uppgötva
þann auð sem er fólginn í söfn-
unum. Þetta er almennur vettvang-
ur sem við eigum saman og það er
svo fjölbreytt starfsemi á söfnum á
höfuðborgarsvæðinu.“
Sömu myndir í sýningu og áð-
ur
Kvikmyndahús verða opnuð í dag
og verður starfsemin með óhefð-
bundnum hætti. Í Laugarásbíói er
þess gætt að einungis einn salur sé
í notkun á hverjum sýningartíma,
að sögn Magnúsar Geirs Gunnars-
sonar, framkvæmdastjóra bíósins.
Sömu myndir eru í sýningu og
fyrir 22. mars, þegar kvikmynda-
hús skelltu í lás. Meðal þeirra er ís-
lenska grínmyndin Síðasta veiði-
ferðin, sem hefur þegar fengið
góðar viðtökur.
„Þetta er stórmynd og við lok-
uðum bara fyrir fullu húsi. Þessi
mynd á mikið inni,“ segir Magnús
og bætir við að 15. maí verði næsta
frumsýning og þaðan í frá vikulega.
„Við nýttum tímann á meðan það
var lokað og skiptum út hreinlætis-
tækjum og flísalögðum allt.“
Rakarastofa opin í tólf tíma
Hárgreiðslustofum er eins og áð-
ur sagði heimilt að hefja starfsemi í
dag og að minnsta kosti ein rakara-
stofa hefur gripið til þess ráðs að
hafa opið tólf tíma á dag, fyrstu
fimm dagana.
„Við hlökkum mikið til að fara
aftur að vinna. Það eru ansi margir
sem bíða og margir hafa spurst
fyrir um hvenær verður opnað
næst,“ segir Fjóla Valdís Árnadótt-
ir, rekstrarsjóri Barbarans.
Útibú bankanna verða einnig
opnuð fljótlega en Edda Her-
mannsdóttir, upplýsingafulltrúi Ís-
landsbanka, segir bankann hafa
hvatt viðkiptavini sína til að nýta
sér stafrænar leiðir. „Útibú verða
opnuð hinn 11. maí og verður opið
frá ellefu til fjögur á daginn,“ segir
Edda í samtali við Morgunblaðið.
Skemmtanir og
kennsla enn óheimil
Tekið er fram í auglýsingu heil-
brigðisráðherra að bann við fjölda-
samkomum nái meðal annars til
ráðstefna, kennslu, skemmtana,
kirkjuathafna og annarra sambæri-
legra atburða þar sem fleiri en 50
einstaklingar komi saman.
Skemmtistaðir, krár og spilasalir
skulu einnig vera lokuð vegna sér-
stakrar smithættu. Öðrum veit-
ingastöðum, þar sem heimilaðar
eru áfengisveitingar, er enn fremur
ekki heimilt að hafa opið lengur en
til klukkan 23.00 alla daga vik-
unnar.
Sundlaugar og líkamsræktar-
stöðvar skulu einnig standa lokaðar
almenningi áfram, vegna sérstakr-
ar smithættu, en sundlaugar mega
þó hafa opið fyrir skólasund og
skipulagt íþróttastarf sem sam-
ræmist settum reglum.
Matvöruverslanir og apótek eru
enn undanskilin þessum fjöldatak-
mörkunum. Slíkum verslunum er
heimilt að hafa allt að 100 manns
inni í einu að því gefnu að uppfyllt
séu skilyrði um nálægðartakmörk.
Sem fyrr eru æfingar og keppni
skipulagðs íþróttastarfs heimilar
án áhorfenda og eru snertingar
óheimilar. Tveggja metra fjarlægð-
artakmörk gilda í skipulögðu
íþróttastarfi innandyra og mega
ekki fleiri en fjórir einstaklingar
æfa eða leika saman í einu rými,
sem skal að lágmarki vera 800 fer-
metrar.
Við skipulagt íþróttastarf utan-
dyra mega ekki fleiri en sjö ein-
staklingar æfa eða leika saman í
hópi.
Hlakka til að fara aftur að vinna
Fjöldatakmörkun fer úr 20 manns í 50 manns en regla um tveggja metra fjarlægðarmörk enn í gildi
Söfn og kvikmyndahús opna dyr sínar á ný Líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir áfram lokaðir
Ljósmynd/Barbarinn
Opið Starfsmenn rakarastofunnar Barbarans hlakka til að mæta til vinnu, eftir margra vikna lokun í samkomubanni.
Afl étting takmarkana frá og með í dag
Tannlæknaþjónusta
og sjúkraþjálfun er
heimil
Öku- og
fl ug-
kennsla er
heimil ef við-
komandi eru
einkennalausir
Tryggt skal í allri starf-
semi að ekki séu fl eiri
en 50 í sama rými
Matvöruversl-
anir og apótek
mega áfram hafa
hundrað manns,
en gæta þarf
tveggja metra
fjarlægðar
Nuddstofur,
hárgreiðslu-
stofur og
snyrtistofur
má opna á ný
Skemmtistaðir,
krár og spilasalir
verða áfram
LOKAÐIR
Fjöldasamkomur eru áfram
óheimilar, en nú aðeins ef
fl eiri en 50 koma saman
Sundlaugar og
líkamsræktar-
stöðvar lokaðar
almenningi en
opnar fyrir
íþróttastarf
og skólasund
Fjöldatakmarkanir taka ekki til nemenda í starfsemi leik-
og grunnskóla og barna í íþrótta- og æskulýðsstarfi
Heimild:
Heilbrigðisráðuneytið
Færst hefur í vöxt á undan-
förnum vikum að bálfarir fari
fram án þess að duftkerin séu
svo grafin. Eru kerin þá geymd
þar til síðar, þegar fjölmennari
athafnir geta farið fram.
Fyrstu fjóra mánuði ársins
voru 15,8% fleiri líkbrennslur
en á sama tímabili í fyrra, að
sögn Þórsteins Ragnarssonar,
forstjóra Kirkjugarða Reykjavík-
urprófastsdæma. Voru þær 388
nú en 335 í fyrra.
Segir Þórsteinn það skýrast
af breyttum aðstæðum í sam-
félaginu sem stafi af samkomu-
banni yfirvalda.
„Það hefur verið aukning
undanfarin ár, en 15,8% er ívið
meira en hefur verið. Ég geri ráð
fyrir því að það dragi aðeins úr
þessu þegar á líður eða þegar
samkomubannið verður víkkað
út.“
Fleiri bálfarir
en áður
BREYTTAR AÐSTÆÐUR