Morgunblaðið - 03.05.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020
komu saman og sungu jólalög.“
Sumardaginn fyrsta síðastliðinn var
Gesti veitt heiðursviðurkenning
Menningarsjóðs Akureyrar fyrir
störf sín að menningarmálum.
Fjölskylda
Eiginkona Gests er Elsa Björns-
dóttir, f. 3.9. 1950, hárgreiðslumeist-
ari. Foreldrar hennar voru Björn
Ottó Kristinsson, f. 1.10. 1918, d. 29.6.
1992, vélvirkjameistari og skólastjóri
Vélskóla Íslands á Akureyri, og Hall-
dóra S. Gunnlaugsdóttir, f. 16.10.
1926, d. 29.1. 1998, húsmóðir. Þau
giftust 1946 og bjuggu allan sinn
búskap á Akureyri.
Dóttir Gests og Elsu er Halla Bára
f. 3.2. 1973, master í innanhúss-
hönnun, búsett í Reykjavík. Eigin-
maður hennar er Gunnar Sverrisson
ljósmyndari og dætur þeirra eru
Lea, f. 2003, og Kaja, f. 2008. Gunnar
á soninn Guðmund Örn, f. 1995.
Systkini Gests eru Guðný Jónas-
dóttir, f. 30.4. 1947, fyrrv. flugfreyja
og fótaaðgerðafræðingur, búsett á
Seltjarnarnesi, og Hjördís Nanna
Jónasdóttir, f. 29.4. 1961, búsett í
Svíþjóð.
Foreldrar Gests voru Jónas Einar
Einarsson, f. 22.1. 1921, d. 23.6. 1972,
flugumferðarstjóri á Akureyri, og
Bára Gestsdóttir, 14.10. 1925, d. 7.8.
1999, húsmóðir. Þau giftust 1945 og
bjuggu á Akureyri, utan nokkurra
ára í upphafi búskapar meðan Jónas
lærði útvarpsvirkjun í Reykjavík.
Gestur Einar
Jónasson
Hólmfríður Steinunn Hallgrímsdóttir
húsfreyja í Fnjóskadal og áAkureyri
Tryggvi Kristjánsson
bóndi m.a. á Skuggabjörgum og
Austari-Krókum í Fnjóskadal
Lísbet Tryggvadóttir
húsmóðir og verkakona áAkureyri
Gestur Jóhannesson
verkamaður áAkureyri
Bára Gestsdóttir
húsmóðir áAkureyri
Sigríður Rósa Sigurðardóttir
húsfreyja á Ytra-Hóli
Jóhannes Sigurðsson
bóndi á Ytra-Hóli í Fnjóskadal
Jón Magnússon
fréttastjóri Rúv
Jón Ólafsson
bóndi á Sveins-
stöðum í Þingi
Þórir Guðmundsson
nnkaupastj. í Kópav.
ón Kristjánsson
læknir í Rvík
Gróa Ólafsdóttir
húsfreyja í Víðidals-
tungu í Víðidal
Magnús Jónsson
b. á Sveinsstöðum
Oddný Metúsalemsdóttir
húsfreyja í Ytri-Hlíð í Vopnaf.
Friðrik Páll Jónsson
fv. fréttastjóri Rúv
i
Snorri Þórisson
kvikmyndaframleiðandi
J
Ágúst Jónsson
skipstjóri
hjá Eimskip
Bogi Ágústsson
fréttamaður
á Rúv
Kristjana Jónsdóttir
húsfreyja á Kjarna
Jónas Jónsson
bóndi á Kjarna í Eyjafirði
Guðný Jónasdóttir
húsfreyja á Seyðisfirði og Akureyri
Einar Metúsalemsson
verslunarmaður á Seyðisfirði ogAkureyri
Metúsalem Einarsson
bóndi á Burstafelli
Elín Ólafsdóttir
húsfreyja á Burstafelli í Vopnafirði
Úr frændgarði Gests Einars Jónassonar
Jónas Einar Einarsson
flugumferðarstjóri áAkureyri
„LÆKNARNIR SEGJA AÐ BATAFERLIÐ SÉ
EINS OG ÓLGUSJÓR. ÉG MYNDI FYLGJA
ÞÉR EN ÉG VERÐ ALLTAF SJÓVEIK.”
„VIÐ LEYFUM ENGA SVONA Á OKKAR
PLÁNETU.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... ljóð hennar til þín.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVENÆR VERÐUR
MATURINN TIL, LÍSA?
ÞEGAR BROKKOLÍIÐ
ER TILBÚIÐ
HVERSU LENGI ÞARF AÐ
SJÓÐA BROKKOLÍ?
VONANDI LENGUR
EN FYRIR
PÍTSUSENDILINN
AÐ KOMA
DJÖ! VIÐ
GLEYMDUM AÐ GRÍPA
GULLSKARTGRIPINA!
ÉG VISSI AÐ ÞAÐ VÆRI
EKKI GÁFULEGT AÐ FARA
SVANGIR Í RÁNSFERÐ!
Áfimmtudag orti Pétur Stef-ánsson „vísu dagsins“ á Leir:
Vorsins blærinn veröld strýkur,
velli nærir sólin blíð.
Allur snær frá vetri víkur,
vaknar kær og betri tíð.
Pétur bætti síðan við: „Vorsólin
skín glatt þennan daginn. Hitastig-
ið ekki mjög hátt í morgunsárið, en
það hlýnar með deginum. Vindur
hægur. Snjórinn bráðnar hægt og
rólega um land allt og er betri tíð í
vændum.“
„Fjöllin seiða“ segir Guðmundur
Arnfinnsson á Boðnarmiði:
Gæddur þori greini mátt
greikka spor til fjalla,
get nú borið höfuð hátt
heyri vorið kalla.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir á
Sandi yrkir:
Þeim verður á að vori að gá
sem veðrum góðum unna.
Gulan dúsk í gær ég sá
á grávíðirunna.
Þó vorið hér sé heldur latt
og heldur kalt, að sinni.
Birkigreinar bruma hratt
í blómavasa, inni.
Litkast bráðum landið hvítt
lifnar gleði og þor.
Sólar bros í suðri blítt
svona á að hafa vor
Afi hennar, Guðmundur á Sandi,
orti „Vorgæði“:
Enn þá gerast æfintýr:
Eyjar, búnar flosi,
jarðar-kringla, himinn hýr,
hafið – öll í brosi.
Og hér er „Vorvísa“ eftir Guð-
mund:
Það glæðir áhuga, göfga teiti,
og gefur útþránum byr í voð:
að sjá þig, vorgyðja, suður á leiti,
og sendir héraði veisluboð.
Og viðbragð áskotnast vilja lúnum,
hann vængjar sig til að fara á kreik.
Og fíflum sóleyjar færa í túnum
þau full, að glókollar lyfta brúnum.
Sigurlín Hermannsdóttir segir:
„Heimurinn spyr í ofvæni“:
Er Kim Jong-un lífs eða liðinn?
um lönd öll er spurt sem og miðin.
Var hann sendur í fegrun;
í massífa megrun
eða guðar á gullslegin hliðin?
Friðrik Steingrímsson segir að
sér leiðist þessi málkækur for-
manns Eflingar:
Ef um laun við einhvern sem
er ekki vill sig beygja,
í þriðja hverju orði „em“
ætla ég að segja.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Svona á að hafa vor