Morgunblaðið - 03.05.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Samtök iðn-aðarinsþinguðu í
liðinni viku og
gerðu það með öðr-
um hætti en venja
er eins og aðrir
sem þurfa að „koma saman“
um þessar mundir. Í dag hefur
að vísu rýmkast nokkuð um
samkomkubannið, en þó ekki
svo mjög að stórar samkomur
séu mögulegar. Og alls ekki svo
að nú sé tíminn til að slaka á og
gleyma sér. Þvert á móti þarf
áfram að fylgja öllum reglum
um sóttvarnir svo að veiran
skæða spretti ekki fram aftur.
Komist hún á kreik af krafti á
nýjan leik gæti skaðinn orðið
enn meiri en orðið er, og er þá
langt til jafnað.
En þó að „samkoman“ á iðn-
þinginu hafi í ár verið ólík því
sem fólk á að venjast var ým-
islegt gagnlegt að finna í álykt-
un þingsins. Þar var bent á að
atvinnulífið „dregur vagninn í
verðmætasköpun þjóðarbúsins
og því er það forsenda fyrir
kröftugri viðspyrnu að öflug
fyrirtæki standi af sér storm-
inn. Þannig geta þau haldið
fólki í vinnu og tryggt afkomu
heimila landsins“.
Þetta er grundvallaratriði
sem sumir eiga erfitt með að
skilja eða sætta sig við. Vel-
ferðin væri orðin tóm ef hér
væru ekki öflug fyrirtæki til að
standa undir henni.
Samtök iðnaðarins fagna að-
gerðum stjórnvalda en benda á
að frekari aðgerða sé þörf:
„Ráðast þarf í framkvæmdir,
létta álögum á fyrirtæki meðal
annars með lækk-
un tryggingagjalds
og fasteignagjalda
á atvinnuhúsnæði,
einfalda regluverk
og ryðja hindr-
unum úr vegi,
hvetja enn frekar til nýsköp-
unar með skattívilnunum,
fjölga starfs- og tæknimennt-
uðum á vinnumarkaði með því
að tryggja fleirum skólavist í
haust og tryggja námslok og
bæta umgjörð byggingarmála
til að tryggja hraðari og hag-
kvæmari uppbyggingu íbúðar-
húsnæðis. Þá þarf að grípa til
aðgerða þannig að vaxtalækk-
anir Seðlabankans skili sér til
fyrirtækjanna.“
Atvinnulíf þrífst betur við
lágar álögur og einfalt reglu-
verk en þegar skattar og gjöld
eru að sliga fólk og fyrirtæki
og reglugerðafrumskógurinn
og eftirlitið ætla alla framtaks-
semi að kæfa. Til að komast út
úr því ástandi sem nú ríkir,
með á sjötta tug þúsunda á at-
vinnuleysisskrá og stóran
hluta atvinnulífsins í alvar-
legum vanda, þarf að grípa til
aðgerða sem hleypa aftur fjöri
í atvinnulífið. Skammtíma-
aðgerðirnar sem gripið hefur
verið til verða vonandi til þess
að fleyta sem flestum yfir þann
skyndilega skell sem fyrir-
tækin fengu á sig. Meira þarf
þó til og annars konar aðgerðir
svo að atvinnulífið komist á það
flug sem nauðsynlegt er til að
útrýma atvinnuleysinu og
leggja aftur undirstöðurnar að
þeirri velferð sem landsmenn
eru vanir og vilja búa við.
Lækkun skatta
og einföldun reglu-
verks mun flýta för-
inni út úr kreppunni}
Nú þarf að huga
að undirstöðunni
Bresk stjórnvöldhafa brugðist
við skyndilegum
efnahagssam-
drætti með ýmsum
hætti eins og marg-
ar aðrar þjóðir.
Eitt af því sem gert hefur verið
er að flýta lækkun virðis-
aukaskatts á rafbækur úr hefð-
bundnu þrepi, 20%, í 0%. Til
stóð að þessi breyting kæmi til
framkvæmda í lok ársins, en í
ljósi aðstæðna var ákveðið að
flýta þessari skattalækkun og
samræma skattheimtu bóka í
rafrænu formi og hefðbundinna
bóka þegar í stað.
Annað sem bresk stjórnvöld
hafa gert vegna ástandsins er
að lækka virðisaukaskatt á raf-
útgáfu dagblaða niður í sama
skattþrep og hefðbundin dag-
blöð eru í. Rafblöð hafa verið í
20% skattþrepi en fara nú niður
í 0% skattþrepið sem bresk
dagblöð hafa verið í
um árabil. Víða í
Evrópu eru dag-
blöð með 0% virð-
isaukaskatt eða
aðra mjög lága pró-
sentu, ólíkt því sem
hér er þar sem 11% skattur er
lagður á dagblöð.
Hröð viðbrögð breskra
stjórnvalda til lækkunar virð-
isaukaskatts á ofangreindar
vörur sýna að sé vilji fyrir
hendi er hægt að taka slíkar
ákvarðanir og hrinda þeim í
framkvæmd. Sú staðreynd að
Bretar búa nú við 0% virðis-
aukaskatt á bækur og blöð,
hvort sem er á pappír eða á raf-
rænu formi, sýnir um leið að
bresk stjórnvöld hafa ekki að-
eins skilning á mikilvægi þess-
ara miðla heldur hafa þau um
leið vilja til að taka skref sem
munar um svo að þeir megi
þrífast.
Bretar, líkt og fleiri
þjóðir, styðja bækur
og dagblöð með
lágum sköttum}
Jákvæðar aðgerðir
Þ
að fór ekki fram hjá neinum að
laun þingmanna og ráðherra voru
hækkuð hinn 1. maí um 6,3% frá
áramótum. Til þess að gæta allrar
sanngirni þá hækkuðu launin
samkvæmt lögum hinn 1. janúar sl. en það
gleymdist að greiða laun samkvæmt þeirri
hækkun þangað til núna. Ríkisstjórnin mundi
allt í einu eftir því þegar næsta hækkun hinn
1. júlí næstkomandi átti að koma til fram-
kvæmda. Þeirri hækkun var blessunarlega
frestað en þau hættu allt í einu að gleyma
hækkuninni sem átti að verða 1. janúar.
Ég fylgdist vel með þegar fjárlög 2020 voru
afgreidd hvort það kæmi inn fjárheimild til
þess að hækka laun þingmanna um áramótin.
Ekkert slíkt gerðist og ég leit svo á að það ætti
bara að sleppa hækkuninni. Því fylgdist ég vel
með næstu launaseðlum og það reyndist rétt. Engin
launahækkun. Flott, ég hafði ekki yfir neinu að kvarta og
enginn annar sagði neitt heldur. Það var greinilega engin
eftirspurn eftir þessari launahækkun, hún gleymdist og
enginn kvartaði.
Þessi launahækkun er dálítið undarleg, hún er nefni-
lega reiknuð miðað við launaþróun ársins 2018 en hækk-
uninni var frestað í fyrra vegna lífskjarasamninganna.
Þingmenn og ráðherrar eru semsagt að fá mjög gamla
launahækkun vegna launaþróunar ársins 2018 fyrst
núna. Launahækkun sem enginn vildi greinilega fá því
það kvartaði enginn þegar hún kom ekki. Það sem er enn
áhugaverðara er að reiknuð launaþróun ársins 2018 er
6,3%. Samt fengu lífeyrisþegar einungis 4,7%
hækkun fyrir sama ár, en samkvæmt al-
mannatryggingarlögum eiga lífeyrisþegar að
fá annaðhvort hækkun skv. launaþróun eða
verðbólgu, hvort sem er hærra. Þessir tveir
hópar, lífeyrisþegar annars vegar og þing-
menn og ráðherrar hins vegar, eru semsagt
að fá hækkun launa samkvæmt svipuðum við-
miðum. Launavísitala fyrir árið hækkaði
meira að segja um 6,45% og útskýrist mis-
munurinn á því að hækkun þingmanna miðast
bara við launaþróun opinberra starfsmanna.
Með réttu hefði því lífeyrir almannatrygginga
átt að hækka um 6,45%, meira en laun þing-
manna. Það gerðist hins vegar ekki af því að
lífeyrir hækkar samkvæmt spá og sú spá hef-
ur alltaf verið vanmetin og hefur aldrei verið
leiðrétt afturvirkt. Laun þingmanna eru hins
vegar hiklaust leiðrétt afturvirkt.
Lífeyrir er lífsnauðsynlegur en er líka fátæktargildra.
Lífeyrir nær hvorki að halda í við launaþróun né verð-
bólgu og er skertur í allar áttir ef fólk vogar sér að reyna
að bjarga sér sjálft með smávægilegum aukatekjum. Fé-
lagsmálaráðherra vísaði um daginn í ummæli Ghandis,
að fátækt væri ljótasta form ofbeldis, og þau ummæli
Kims Larsens að hinir sterku sæju yfirleitt um sig sjálf-
ir. Forgangsröðun ríkisstjórna ætti að vera hjá þeim sem
eru í veikri stöðu. Launahækkanir sýna forgangsröð-
unina, svart á hvítu. bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Lífeyrir og þingfararkaup
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hlaupskorpumöttull og app-elsínumöttull eru á meðalfimm nýrra tegundamöttuldýra sem hafa
greinst við landið á síðustu tveimur
árum. Þetta eru þekktar framandi
ágengar tegundir víða um heim og
gætu haft nei-
kvæð áhrif á líf-
ríkið, en einnig at-
vinnustarfsemi.
Náttúrustofa
Suðvesturlands
sérhæfir sig í
rannsóknum á út-
breiðslu og fram-
vindu framandi
tegunda í sjó á
landsvísu. Í árs-
skýrslu stofunnar fyrir 2019 segir að
framandi ágengar tegundir séu önnur
helsta ógnin við líffræðilegan fjöl-
breytileika á heimsvísu.
Suðupunktur landnáms
„Samhliða hækkandi sjávarhita
og auknum sjóflutningum eykst
hættan á flutningi framandi tegunda
sífellt. Í dag er suðvestanvert landið
suðupunktur landnáms framandi teg-
unda sökum tíðra skipaflutninga, en
til þessa hafa um 90% framandi teg-
unda fundist þar fyrst,“ segir í árs-
skýrslunni.
Glærmöttull fannst fyrstur þess-
ara framandi möttuldýrategunda
2007, stjörnumöttull fannst 2011 á
línukræklingi og 2018 og 2019 bætt-
ust fimm landnemar möttuldýra við.
Dr. Sindri Gíslason, forstöðurmaður
Náttúrustofu Suðvesturlands, segir
að framandi tegundum sé stöðugt að
fjölga og segist sannfærður um að á
næstu árum muni því miður margar
nýjar framandi tegundir finnast hér
við land. Á næstunni birtist grein í
vísindaritinu BioInvasion Records
um landnám möttuldýranna við Ís-
land.
„Þær tegundir sem hér hafa
numið land eru allar þekktir skað-
valdar víða um heim,“ segir Sindri.
„Þær taka oft yfir búsvæði og vinna
aðrar tegundir í samkeppni um fæðu
og pláss. Í atvinnulífinu geta þær haft
neikvæð áhrif t.d. á fiskeldi og kræk-
lingarækt. Í Bandaríkjunum og Kan-
ada er milljónum dala varið ár hvert í
að berjast gegn framandi tegundum í
sjó, sem margar hverjar þekja allt
hart yfirborð, eins og til dæmis hafn-
armannvirki, baujur og skipskrokka.
Þessar tegundir auka kostnað við
þrif báta og hafnarmannvirkja og
leggjast á línur í skelfiskrækt og eins
á eldiskvíar; þekja þær og sliga.“
Þær tegundir framandi sjávar-
lífvera sem hingað hafa komið hafa
flestar borist með kjölfestuvatni, hin-
ar sem ásætur á skrokkum skipa.
Fyrsti viðkomustaður þessara teg-
unda er yfirleitt í höfnum og segir
Sindri brýnt að vera á varðbergi og
fylgjast með.
Vöktun og bætt umgengni
Náttúrustofa Suðvesturlands
hóf vöktun í helstu höfnum hringinn í
kringum landið 2018. Sindri segir að
vöktun sé gríðarlega mikilvæg, því
grípa þurfi til mótvægisagerða áður
en dýrin berist um allt land og verði
illviðráðanleg.
Fara þurfi að huga að því að
þrífa skip og hafnarmannvirki meira
og betur en nú sé gert, sem leiða
muni jafnframt af sér minni eldsneyt-
iskostnað. „Biðin langa er svo eftir að
öflug og náttúruvæn skipamálning
komi á markað,“ segir hann.
Lengi hefur verið vitað að fram-
andi gestir ferðist með kjölfestuvatni
og reglur hafa verið hertar varðandi
losun kjölfestuvatns um heim allan.
Skipum sem koma í íslenska efna-
hagslögsögu hefur t.d. verið skylt að
halda kjölfestudagbók síðan 2010. Þá
er í bígerð ný reglugerð um að öll ný
skip innan Evrópusambandsins verði
með hreinsibúnað til að meðhöndla
kjölfestuvatn, að sögn Sindra.
Þekktir skaðvaldar
hafa numið hér land
Glærmöttull Fannst fyrstur möttuldýranna hér á landi, árið 2007.
Möttuldýr
» Í stuttu máli eru möttuldýr
flokkur sjávarhryggleysingja.
» Þekktar eru um 3.000 teg-
undir á heimsvísu og af þeim
eru 64 tegundir þekktar fram-
andi tegundir.
» Möttuldýr eru botnlægir
síarar, lifa annaðhvort sem stök
dýr eða í þyrpingum á hörðu
undirlagi.
» Af þessum 3.000 teg-
undum er stærð þeirra mjög
misjöfn, frá 0,5 sentimetrum
upp í 26 sentimetra að lengd.
» Glærmöttull er t.d. með
stærri tegundum, en hann verð-
ur stærstur um 15 sentimetrar
að lengd.
Ljómyndir/Sindri Gíslason
Stjörnumöttull Fannst í fyrsta skipti hér á landi á línukræklingi 2011.
Sindri
Gíslason