Morgunblaðið - 03.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.05.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020 80 ára Jóhanna ólst upp á Háteigsvegi í Reykjavík en býr í Garðabæ. Hún er hjúkrunarfræðingur og vann mest á geð- deildum. Maki: Ólafur Þór Thorlacius, f. 1936, fyrrverandi deildar- stjóri hjá Sjómælingum Íslands. Dætur: Margrét, f. 1961, Sigríður Elín, f. 1963, Sóldís, f. 1964, og Theodóra, f. 1974. Foreldrar: Sigríður Elín Þorkelsdóttir, f. 1909, d. 1993, húsfreyja í Reykjavík, og Jóhannes Zoëga, f. 1907, d. 1957, prent- smiðjustjóri. Jóhanna J. Thorlacius Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þín bíður eitthvað stórt og spenn- andi. Ráðlegt er að bregðast vel við ef þér verður boðið að axla aukna ábyrgð. 20. apríl - 20. maí  Naut Slepptu hendinni af kvíðanum og taktu skref inn í óvissuna miklu. Þú ert eins og kötturinn, átt níu líf. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur tekið mjög skyn- samlegar og hagnýtar ákvarðanir í vinnunni í dag. Hverjar eru óskir þínar varðandi framtíðina? Íhugaðu þær. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ný tækifæri standa þér opin og það ríður á miklu að þú flýtir þér hægt og kannir alla málavexti til fulls. Láttu hug- myndir þínar verða að veruleika. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þótt þú viljir gjarnan hjálpa ein- hverjum úr fjölskyldunni í dag gætu þau góðu áform leitt til vandræða. Notaðu samningatækni þína til að semja frið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ákvarðanir blasa við, taktu þær hratt og af festu. Þér finnst gott að slaka á og njóta augnabliksins. Það mættu fleiri taka þig til fyrirmyndar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú færð óvæntar gleðifréttir svo full ástæða er til að gera sér glaðan dag. Haltu ótrauð/ur áfram á sömu braut. Einhver kemur sér undan að svara spruningu þinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nýtt samband virðist byggt á vináttu en ýmislegt bendir til að ástríðan kraumi undir niðri. Sýndu öðrum skilning og þér mun verða launað þótt síðar verði. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Fylgdu eðlisávísun þinni jafnvel þótt aðrir eigi bágt með að skilja þig og stefnu þína. Öllu gamni fylgir einhver al- vara. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það reynir á stjórnunarhæfileika þína og það ríður á miklu að þú bregðist rétt við. Það að tala við vin getur bjargað deginum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Í stað þess að bregðast við uppákomum lífsins án umhugsunar ættir þú að nota daginn til þess að íhuga, vinna úr og láta gerjast í þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Velgengni þín virðist ógna fólki á einhvern hátt. Þér gæti ekki verið meira sama um álit annarra, haltu bara þínu striki og þú munt slá í gegn. fyrir Félags íslenskra leikara. Gest- ur var gerður að heiðursfélaga Leik- félags Akureyrar fyrir nokkru. Fjölmiðlamaðurinn Gestur Einar var blaðamaður á Degi á Akureyri þegar blaðið var að stækka úr tveimur blöðum á viku upp í dagblað. Hann tók þátt í stofn- un útvarps Hljóðbylgjunnar á Ak- ureyri 1987 og var forstöðumaður hennar í byrjun. Hann hóf síðan störf hjá Ríkisútvarpinu sama ár með aðsetur á Akureyri. Þaðan stjórnaði hann mörgum vinsælum þáttum á borð við Hvítir mávar, Með grátt í vöngum og mörgum fleiri. Hann stjórnaði viðtalsþáttum bæði í útvarpi og sjónvarpi, auk þess að Einnig þykir mér vænt um hlutverk Geoffreys úr Hunangsilmi.“ Gestur Einar hefur leikið í mörg- um kvikmyndum í sjónvarpi og út- varpi. Af kvikmyndum sem hann hefur tekið þátt í má nefna Útlag- ann, Kristnihald undir jökli, Karla- kórinn Heklu, Stellu í orlofi, Gull- sand, Með allt á hreinu og Svaninn. Svo hefur hann leikið í sjónvarps- seríum eins og Hæ Gosi og Tími nornarinnar, auk stuttmynda og skólaverkefna nemenda í kvik- myndagerð. Á ráðningartíma sínum hjá L.A. sat Gestur Einar um tíma í leikhús- ráði fyrir hönd leikara. Hann var einnig í stjórn Leikfélagsins, auk þess að vinna ýmis trúnaðarstörf G estur Einar Jónasson er fæddur 4. maí 1950 á Akureyri í húsi afa síns og ömmu, þeirra Gests sótara og Lísbetar, að Reynivöllum 2 á Eyrinni. „Ég átti frábær ár sem strákur á Eyrinni með skemmtilegum vinum. Við lékum mikið við sjóinn og Slippinn við veið- ar, strákapör og fótbolta.“ Leikarinn „Ég gekk í Barnaskóla Íslands eins og hann var kallaður hér á Akureyri en hafði áður verið í smá- barnaskóla sem var kenndur í heima- húsi. Ég var enn í framhaldsskóla þegar ég var beðinn að taka þátt í af- mælissýningu Leikfélags Akureyrar á Draumi á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare. Hlutverkið var varðmaður með spjót, en þetta var 1967. Strax árið eftir var ég fenginn til að taka þátt í sýningu L.A. í Sjall- anum á leikriti með söngvum, Rjúk- andi ráð þar sem ég lék löggu. Eftir þetta lék ég eða var viðloðandi nánast allar sýningar leikfélagsins til ársins 1985 er ég sagði upp föstum leik- arasamningi mínum. Á sumrum og í sumarfríum frá leiklistinni vann ég svo hjá Akureyrarbæ við malbikun gatna og bílaplana í bænum.“ Eftir að hafa sótt námskeið og þjálfun hér heima í leiklist fór Gestur Einar til London og sótti sér frekari menntun í listinni, en hann nam við Webber Douglas Academy of Dram- atic Art. Gestur Einar var í hópi fyrstu leik- ara sem voru ráðnir á fastan samning hjá Leikfélagi Akureyrar 1973. Á þessu tímabili til 1985 var Gestur bú- inn að leika um 100 hlutverk á sviði á Akureyri og með Leikfélagi Akur- eyrar á leikferðum víða um land, auk þess að leikstýra hjá L.A. og hjá áhugafélögum. „Af eftirminnilegum hlutverkum má nefna Umba í Kristnihaldi undir jökli, Eftirlits- manninn úr samnefndu verki, hinn geðþekka Mikka ref í Dýrunum í Hálsaskógi og Jónatan ræningja í Kardemommubænum, bæði hlut- verkin í tvígang á um 10 ára tímabili. Natan Ketilsson úr verkinu um Skáld-Rósu og róninn úr Fyrsta öng- stræti til vinstri eru minnisstæðir. vinna við fréttir, íþróttalýsingar og nánast allt sem sneri að þessum miðlum. „Síðustu árin hef ég séð um viðtalsþáttinn Hvítir mávar á norð- lensku sjónvarpsstöðinni N4.“ Gestur Einar hefur alltaf haft mikinn flugáhuga. „Enda ólst ég upp á flugvelli og sótti mér flugpróf á unga aldri, en ég ætlaði að verða flugmaður áður en ég fór út í leik- listina.“ Hann hefur setið í stjórn Vélflugfélags Akureyrar og frá 2008 og fram til síðustu áramóta gegndi hann stöðu safnstjóra Flugsafns Ís- lands á Akureyrarflugvelli. „Þar vann ég að uppbyggingu safnsins sem heldur utan um þann þátt ís- lenskrar menningar sem snýr að flugsamgöngum.“ Gestur hefur einnig mikinn áhuga á íþróttum og er dyggur stuðningsmaður KA. Hann vann ýmis verk fyrir félagið á árum áður og sat um tíma í stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar. Gestur Einar hefur alltaf búið á Akureyri og mest af störfum sínum hefur hann unnið þar. „Ég hef unnið með ýmsum listamönnum hérna, svo sem Ingimar Eydal og hans fólki. Mér þykir gaman að hafa Akureyri sem lifandi bæ og þess vegna skipu- lagði ég meðal annars jólatónleika í miðbænum þar sem íbúar og gestir Gestur Einar Jónasson, leikari og fjölmiðlamaður – 70 ára Tilbúinn til flökunar Gestur með silung úr Vesturhópsvatni. Eflir menninguna á Akureyri Afastelpurnar Lea og Kaja. Tengdasonur og dóttir Gunnar og Halla Bára. Hjónin Gestur Einar og Elsa í fjölskylduferð í Berlín. Sæmundur Steinar Sæmundsson er 60 ára í dag. Hann er fæddur á Akranesi en hefur verið bú- settur í Gautaborg síðan 1979. Vegna heimsfaraldurs hef- ur 60 afmælispartíinu One Love!, sem fyrirhugað var að halda á heimili Sæma í Gautaborg, verið frestað til 2021. „Verið velkomin að ári liðnu, bæði vinir og ættingjar, þegar þetta leiðinda Covid-19 er gengið yfir,“ segir Sæmundur. Árnað heilla 60 ára 40 ára Hanna ólst upp í Neskaupstað og á Akureyri en býr í Reykjavík. Hún er stúdent frá Verk- menntaskólanum á Akureyri og er verkefnastjóri hjá Nordic Visitor. Maki: Halldór Jóhann Sigfússon, f. 1978, handboltaþjálfari hjá Selfossi. Börn: Álfheiður María, f. 1999, Torfi Geir, f. 2004, og Sigurveig Ýr, f. 2010. Foreldrar: Ásgeir Magnússon, f. 1950, fyrrverandi sveitarstjóri í Vík í Mýrdal, og Ásthildur Lárusdóttir, f. 1949, fyrrverandi bankastarfsmaður. Þau eru búsett í Reykjavík. Hanna Lára Ásgeirsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.