Morgunblaðið - 03.05.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.2020, Blaðsíða 27
HANDBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Mariam Eradze, landsliðskona í handknattleik, gerði þriggja ára samning við Val í síðustu viku. Kem- ur hún til Hlíðarendafélagsins frá Toulon í Frakklandi. Hún fór ung að árum til Frakklands og lék með Cannes, áður en leiðin lá til Toulon. Mariam, sem er 21 árs, var ekki lengi að samþykkja þriggja ára samningstilboð Vals. „Þetta gerðist hratt. Félagið mitt hér vissi að ég vildi komast heim til fjölskyldunnar og fara í skóla. Ég var enn á tveggja ára samningi, en þau sögðu það í lagi að ég myndi fara heim. Þá heyrði Valur í mér og þetta gerðist mjög hratt eftir það,“ sagði Mariam við Morgunblaðið og bætti við að Valur hefði verið eina félagið sem kom til greina á þessum tíma- punkti. Mariam verður ekki fyrsti leik- maður Vals sem ber eftirnafnið Eradze því faðir hennar, Roland Valur Eradze, lék með félaginu frá 2000 til 2004. Roland kunni greini- lega vel við sig hjá Val, því hann tók upp nafnið Valur þegar hann fékk ís- lenskt ríkisfang á sínum tíma. Mark- vörðurinn lék á sínum tíma 52 lands- leiki fyrir Ísland, þann fyrsta í janúar 2003. Ræddi við foreldrana „Hann lék með Val og við grín- uðumst með að núna þyrfti ég að breyta nafninu mínu líka,“ sagði Mariam og hló. „Ég ræddi við mömmu og pabba áður en ég tók þessa ákvörðun, en að lokum var þetta mín ákvörðun,“ sagði Mariam. Þess má geta að móðir hennar, Nat- alia Ravva, var einnig mikil íþrótta- kona og lék m.a. með landsliði Georgíu í blaki. Lék Roland sömu- leiðis með landsliði þjóðarinnar, áð- ur en hann byrjaði að leika með því íslenska. Mariam fór til Frakklands í sum- arfrí með fjölskyldunni þegar hún var 15 ára gömul og var stefnan ekki beint að spila úti næstu árin. Tæpum sex árum síðar er hún hins vegar loksins á heimleið. Fór fyrst í sumarfrí „Ég fór fyrst út þegar ég var 15 ára. Ég fór með fjölskyldunni í sum- arfrí og frænka mín býr í Suður- Frakklandi og við kíktum til hennar. Ég var á leiðinni í menntaskóla á þessum tíma og vildi æfa til að vera tilbúin ef kallið kæmi frá meistara- flokki Fram. Ég kíkti á nokkrar æf- ingar hjá Cannes og þetta var mjög saklaust. Ég vildi bara æfa, en eftir fyrstu æfinguna báðu þau mig að vera eftir og spila með þeim í yngri flokkum og mögulega meistara- flokki. Ég var hjá þeim í eitt ár, en meiddist síðan og fór heim í eitt ár. Eftir það fór ég síðan aftur út og þá til Toulon,“ sagði Mariam, sem ætlar sér að mennta sig samhliða því að spila handbolta með Val. „Ég er búin að vera að pæla í þessu í rúmlega ár og ég hef saknað fjölskyldunnar, enda búin að vera í burtu í tæp sex ár. Heimþráin var orðin mikil og mig langaði líka að fara í skóla. Ég er búin að vera í fjar- námi í fjögur ár og ég vildi komast í almennilegan skóla. Fjölskyldan vissi það og sagði mér endilega að koma heim og það var réttur tíma- punktur að gera það núna.“ Æðislegt í frönsku deildinni Mariam er uppalin hjá Fram og lék með liðinu upp í 4. flokk áður en hún hélt út. Mun hún því leika í meistaraflokki hér á landi í fyrsta skipti á næstu leiktíð. „Markmiðið hjá mér er að vinna sem mest með liðinu og svo fá minn tíma á vell- inum. Ég hef verið að spila í frönsku deildinni og það er búið að vera æð- islegt, en ég hef ekki fengið nægi- lega mikinn spiltíma. Ég vona að ég geti aflað mér meiri reynslu með því að fá stærra hlutverk. Ég hef heyrt góða hluti frá Gústa [Ágústi Jó- hannssyni, þjálfara Vals] um liðið og ég er spennt að spila í deildinni, sem ætti að vera mjög sterk næsta vet- ur,“ sagði Mariam, en hún skoraði 24 mörk í 17 leikjum í frönsku deildinni á leiktíðinni. Var Toulon í 9. sæti 1. deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirunnar. Mariam er sátt með sinn tíma í Frakklandi. „Ég er mjög sátt. Þetta var mikil reynsla og ég lærði mjög mikið á þessum árum, ekki bara í handboltanum. Ég lærði hvernig maður á að haga sér og lærði mikið af leikmönnunum sem ég spilaði með,“ sagði Mariam og nefndi þá sérstaklega frönsku landsliðskonuna Siröbu Dembélé, sem hefur leikið tæplega 300 landsleiki og orðið Evr- ópu- og heimsmeistari með Frökk- um. „Ég var að spila með Siröbu Dembélé sem er einn besti leik- maður heims og ég lærði ótalmargt af henni; hvernig hún lætur, hvernig hún talar og hvernig hún kemur fram yfir höfuð. Það var mjög góð reynsla að vera með henni í liði. Vill festa sig í landsliðinu Mariam lék með yngri landsliðum Íslands og m.a. með U20 ára liðinu á lokamóti HM í Ungverjalandi árið 2018. Árið áður fékk hún tækifæri hjá Axel Stefánssyni í æfingahópi A- landsliðsins, en fyrsti landsleikurinn kom gegn Færeyjum í vináttuleik á Ásvöllum í nóvember á síðasta ári. Þá var Arnar Pétursson tekinn við af Axel. Þar fékk hún smjörþefinn af því að spila með bestu leikmönnum Íslands. „Ég hef ekki spilað mikið með landsliðinu. Það urðu auðvitað þjálf- araskipti og núna er mitt markmið að komast almennilega í landsliðið. Ég hef verið svolítið inni og úti til skiptis og það væri geggjað að fá minn stað í liðinu.“ Þar sem Mariam hefur leikið er- lendis frá 15 ára aldri hafa fáir hand- boltaunnendur hér á landi séð hana spila. Hvers konar leikmaður er Mariam? „Ég spila aðallega vinstri skyttu en svo get ég spilað allar úti- stöðurnar og á línunni ef þess þarf, en ég er lítið í því. Ég er orkumikill leikmaður sem vill vinna. Mér finnst ömurlegt að tapa og ég gefst aldrei upp. Mér finnst svo gaman að taka af skarið og taka á mig ábyrgð. Ég skal 100 prósent taka síðasta skotið í jöfnum leik. Ég fékk það frá pabba mínum, þótt hann hafi verið í mark- inu,“ sagði Mariam. Átti hún nokkra afar góða leiki með Toulon og skor- aði t.a.m ellefu mörk úr tólf skotum gegn Paris92 á síðustu leiktíð. Fram á stóran stað í hjartanu Þegar undirritaður ætlaði að þakka fyrir sig og kveðja bað Mari- am um lokaorð. „Ég kem úr Fram og ég er afar þakklát fyrir félagið og það sem það hefur gert fyrir mig í gegnum árin. Ástæða þess að ég fór ekki aftur í Fram er að mér finnst Framliðið í rauninni tilbúið og ég þarf meiri spiltíma. Fram á stóran stað í hjarta mínu en á þessum tíma- punkti á Valur betur við það sem ég er að leita að,“ sagði Mariam. Fram var með fimm stiga forskot á Val þegar tímabilið hér á landi var blásið af í síðasta mánuði. Þá urðu Framkonur bikarmeistarar og voru líklegar til afreka í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Tímabilið á undan vann Valur hins vegar þrefalt og er líklegt að liðin berjist um þá titla sem í boði eru á næstu leiktíð. Nú þyrfti ég líka helst að breyta nafninu  Mariam Eradze fetar í fótspor föður síns og leikur með Val næstu árin Ljósmynd/Pierre Violet Toulon Mariam Eradze reynir skot að marki í leik með Toulon í efstu deild Frakklands. Hún lék fyrstu tvo A-landsleiki sína fyrir Íslands hönd í nóvember og á að baki fjölmarga leiki með yngri landsliðunum. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020  Valsmenn staðfestu um helgina að þeir hefðu fengið knattspyrnumann- inn Aron Bjarnason lánaðan frá Új- pest í Ungverjalandi til loka komandi tímabils hér á landi. Aron lék 16 leiki með Újpest í efstu deild í vetur en hann fór til liðsins frá Breiðabliki í júlí og lék áður með ÍBV, Fram og Þrótti. Hann er 24 ára og hefur skorað 24 mörk í 113 leikjum í efstu deild hér- lendis.  Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson lyfti 501 kg á laugardaginn í beinni útsendingu heima hjá sér og mun því vera fyrstur allra til að lyfta meiru en hálfu tonni í réttstöðulyftu. Hann skákaði með því Eddie Hall, keppinaut sínum í keppni um sterk- asta mann heims, sem lyfti 500 kíló- um árið 2016. Ekki er um heimsmet í réttstöðulyftu í kraftlyftingum að ræða því lyftan uppfyllir ekki skilyrði fyrir keppni í þeirri grein. Þar á Júlían J.K. Jóhannsson heimsmetið í +120 kg flokki, 405,5 kg.  Anna Björk Kristjánsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu og leikmaður PSV Eindhoven í Hollandi, gæti leikið á Íslandi í sumar. Hún staðfesti í hlað- varpsþættinum Heimavellinum um helgina að hún ætti í viðræðum við ís- lensk félög.  Spánverjinn Roberto Martínez hef- ur samið á ný við Belga um að stýra karlalandsliði þeirra í knattspyrnu fram yfir HM sem fer fram í Katar í árslok 2022. Belgar hafa verið á mik- illi sigurbraut undir stjórn Martínez, aðeins tapað þremur leikjum af 43 undir hans stjórn. Þeir komust í und- anúrslit HM 2018 í Rússlandi og eru efstir á heimslista FIFA.  Hákon Hermannsson Bridde hefur verið ráðinn yfirþjálfari handknatt- leiksdeildar Gróttu til þriggja ára. Há- kon hefur undanfarin tvö tímabil þjálf- að karla- og kvennalið norska félagsins Florö en áður þjálfaði hann yngri flokka hjá HK um árabil.  Handknattleiksmaðurinn Þorgeir Bjarki Davíðsson hefur samið við Val til tveggja ára. Hann er 23 ára horna- maður og lék alla 20 leiki HK í úrvals- deildinni í vetur en spilaði áður með Fram og Gróttu og yngri landsliðum íslands.  Körfuknattleiksþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson hefur sagt starfi sínu lausu hjá danska félaginu Hor- sens eftir eitt ár sem þjálfari liðsins. Finnur stýrði liðinu til úrslita í danska bikarnum og var í toppbaráttu í dönsku úrvalsdeildinni, áður en keppni var hætt vegna kórónuveir- unnar. Áður en hann hélt út gerði hann KR að Íslandsmeisturum fimm ár í röð og þá hefur hann verið í þjálf- arateymi A-landsliðs karla. Ákvörðun Finns var tekin í ljósi ástandsins sem ríkir í heiminum um þessar mundir.  Andri Heimir Friðriksson var um helgina ráðinn aðstoðarþjálfari karla- liðs ÍR í handknattleik og hann mun jafnframt leika með liðinu. Andri, sem er þrítugur, hef- ur leikið með Fram und- anfarin tvö ár og áður með ÍBV og Haukum en hann er uppalinn ÍR-ingur og lék með félaginu til 2010. Hann verður nýjum þjálfara ÍR- inga, Kristni Björgúlfssyni, til aðstoðar. Eitt ogannað Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Aðeins fjórum dögum eftir að Guðjón Valur Sigurðsson tilkynnti að hand- boltaskórnir væru komnir á hilluna var gamla þýska stórveldið Gum- mersbach búið að staðfesta að hann hefði verið ráðinn þjálfari liðsins til næstu tveggja ára. Félagið skýrði frá þessu í gær- kvöld en Guðjón tekur við liðinu í sumar og verkefni hans er að koma félaginu aftur í fremstu röð. Gumm- ersbach, eitt sigursælasta handknatt- leiksfélag Þýskalands, féll úr efstu deild í fyrsta skipti í sögunni vorið 2019 og var í fjórða sæti B-deild- arinnar þegar keppni var hætt í mars, tveimur stigum frá öðru sætinu. Þýska handknattleikssambandið ákvað síðan að röð liðanna eftir 24 umferðir af 34 skyldi gilda sem loka- staða tímabilsins. Guðjón er á leið á kunnuglegar slóðir en hann gekk til liðs við Gumm- ersbach frá Essen sumarið 2005 og lék með því í þrjú ár. Fyrsta árið varð hann markakóngur þýsku deild- arinnar. Gummersbach varð síðast þýskur meistari árið 1991, þá í tólfta skipti og í fimmta sinn á tíu árum. Félagið varð Evrópumeistari fimm sinnum frá 1967 til 1983, vann EHF-bikarinn árið 2009 og Evrópukeppni bikarhafa 2010 og 2011. Kristján Arason varð meist- ari með liðinu 1988 og Alfreð Gíslason þjálfaði það á árunum 2006 til 2008. Guðjón Valur fer á fornar slóðir Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Þýskaland Guðjón Valur Sigurðs- son á langan feril að baki í landinu.  Byrjar þjálfaraferil hjá gamla stórveldinu Gummersbach

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.