Morgunblaðið - 03.05.2020, Blaðsíða 18
Efnahagslegar afleið-
ingar af Covid-19 verða
alvarlegar. Við erum háð
opnun landamæra til þess
að rétta af tekjutap
vegna fækkunar ferða-
manna. Horfa verður til
lærdóma fortíðar og taka
mið af tvísýnum heimi
þar sem lítil veira hefur
fellt flest hagkerfi heims-
ins. Langflestar þjóðir
hafa tekið þá ákvörðun að
vernda heilsu fólks frekar en efna-
hag og spurningin sem margir eru
farnir að spyrja sig er hversu lengi
ætli sé hægt að standa við þá
ákvörðun.
Fyrirtækjum er lokað, fólk missir
vinnuna og ríkissjóður rýrnar. Ég
er stolt af viðbrögðum ríkis-
stjórnarinnar en velti fyrir mér enn
og aftur breyttri framtíð, rétt eins
og við gerðum öll í kjölfar banka-
hrunsins.
Við þurfum vinnu, þörfnumst
þess að fyrirtæki haldi velli og að
afleidd störf séu fjölbreytt í kring-
um helstu útflutningsverðmæti okk-
ar. Ég las athyglisverða grein 27.4.
2020 í Morgunblaðinu eftir fyrrver-
andi sjávarútsvegráðherra, Jón
Bjarnason. Þar rakti hann sín við-
brögð sem ráðherra í kjölfar banka-
hrunsins. Hann lýs-
ir mikilli andstöðu
við ýmsar ákvarð-
anir bæði frá LÍÚ
sem og sinni eigin
ríkisstjórn. Hans
verk voru langflest
til þess fallin að
auka nýliðun í sjáv-
arútvegi. Hann lýs-
ir því sem mik-
ilvægu
ábyrgðarhlutverki í
kreppu að reyna að
auka útflutnings-
tekjur og fjölga
störfum í greininni. Nefnir hann
sérstaklega strandveiðar og þá
verðmætaaukningu sem fólst í að
veiða makríl til manneldis en ekki
bræðslu. Það hafi gegnt veigamiklu
hlutverki í að létta róður þjakaðrar
þjóðar í kjölfar bankahruns.
Mikilvæg skref hafa verið tekin
til þess að vernda afkomu og heil-
brigði Íslendinga í núverandi krísu-
ástandi. Raddir sem lutu að mat-
vælaöryggi þjóðarinnar sem
undanfarin ár hafa þótt gamaldags
og lummulegar eru núna ekki leng-
ur svo fjarstæðukenndar. Það er al-
gerlega vonlaust að segja fyrir um
hvenær ferðamannaþjónustan nær
fyrri hæðum í tekjum.
Því þarf að hugsa í lausnum og
taka jafnvel einhver skref aftur á
bak til þeirra tíma sem sjávar-
útvegur var það sem þjóðin lifði
einna mest á og var undirstaða hag-
kerfisins. Helsta gagnrýnin á nú-
verandi kvótakerfi er sú að til þess
að gera útgerðina hagkvæmari hef-
ur kvótinn flust á færri hendur. Ég
ætla ekki að skammast yfir því að
fólk hafi efnast á þessu kerfi, ég er
ein af þeim sem fagna því þegar
öðrum gengur vel. Hins vegar vil ég
benda hér á í ljósi þeirra orða og
reynslu sem m.a. Jón Bjarnason
lýsir að það eru tækifæri í þessum
bransa. Það er nægur fiskur í sjón-
um, fólk þarf að borða, afleiddar af-
urðir af dýrunum eru fjölbreyttar
og því ekki, því ekki að reyna það
sem þjóð að sameinast um nýliðun
og nýsköpun í þessari aðalat-
vinnugrein þjóðarinnar sem og
landbúnaði?
Hvernig gerum við það? Eflum
til dæmis strandveiðar til muna og
drögum úr furðulegu regluverki
sem þeim fylgir og á í raun ekki
neina sérstaka tengingu við skyn-
semi. Stórfjölga á þeim dögum sem
má veiða, og að sjálfsögðu á hverj-
um og einum sjómanni/-konu að
vera frjálst á hvaða dögum þau
sinna því starfi. Að banna veiðar
þrjá daga vikunnar er bara vitleysa
því auðvitað, eins og í öðrum við-
skiptum, á markaðurinn að ráða því
hvenær sala á sér stað.
Við getum einnig sett einhvern
hluta af kvóta á markað, þar sem
ríkið er eigandi, og þeir sem ekki
hafa efni á að kaupa hann gætu tek-
ið hann á leigu. Nú er ekki verið að
tala um að taka hann af ein-
hverjum, nei bara leggja það til að
búa til nýjan markað fyrir þá sem
vilja komast að í þessari atvinnu-
grein og afla gjaldeyristekna fyrir
þjóðina og skapa sér lífsviðurværi.
Slíkar hugmyndir hafa meðal ann-
ars komið fram hjá Jóni Gunn-
arssyni alþingismanni í grein hans
Þjóðarsátt um sjávarútveg árið
2016. Þar lagði hann til að veiði-
gjöld yrðu hlutfall aflaheimila, sem
yrði greitt til ríkisins sem fulln-
aðargreiðsla á veiðigjöldum fisk-
veiðiársins. Með þessu kæmu tugir
þúsunda tonna til ráðstöfunar frá
ríkinu, sem yrði úthlutað á sann-
gjarnan máta sem myndi taka mið
af smærri útgerðum og nýliðun í
greininni.
Við eigum einnig að efla land-
búnað. Hvort sem það er grænmet-
isræktun eða kjöt- og mjólkur-
framleiðsla. Skilgreina þarf hvers
vegna bændur segjast lepja dauð-
ann úr skel á meðan vísitölu-
fjölskyldan hefur ekki efni á kjöt-
máltíð nema einu sinni til tvisvar í
viku og 180 gramma jógúrtdolla
kostar um 150 krónur og grænmeti
er munaður.
Með þessum „gamaldags og
íhaldssömu“ hugleiðingum er ég
ekki að segja að við eigum ekki að
leggjast á bæn og vona að ferða-
mennirnir komi og „reddi þessu“
eða að við eigum að hætta að liðka
til fyrir innflutningi á búvörum og
öðrum neysluvörum. Nei, ég er
bara að nefna að nú þarf annan
hugsunarhátt til þess að við kom-
umst úr þessum skafli eina ferðina
enn og þá er okkar helsta von að
treysta á það sem við kunnum og
getum unnið með hér heima. Þegar
ferðamennirnir koma aftur, þá er
það bara ábati á það sem er þegar
vel gert hér. Flýta þarf þessum
ákvörðunum svo draga megi úr
tekjufalli sveitarfélaga og ríkisins
sem þurfa að vernda grunnþjónustu
og velferðarkerfið eins vel og hægt
er á tvísýnum tímum og vil ég því
hvetja ráðherra ríkisstjórnarinnar
til dáða í þessum efnum.
Eftir Karen Elísabetu
Halldórsdóttur »Ég er stolt af við-
brögðum ríkis-
stjórnarinnar en velti
fyrir mér enn og aftur
breyttri framtíð, rétt
eins og við gerðum öll í
kjölfar bankahrunsins.
Karen Elísabet
Halldórsdóttir
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í
Kópavogi.
Skref aftur á bak, já, en höldum samt áfram!
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020
Ferðaþjónustan á
Norðurlandi hefur
byggst upp á löngum
tíma. Að uppbygging-
unni hafa komið þraut-
seigir frumkvöðlar,
hugsjónamenn sem
hafa séð tækifæri til
þess að byggja upp sitt
samfélag, skapa tekjur
og búa til ný störf. Á
undanförnum árum
hefur áherslan verið
mikil á að gera ferðaþjónustu að
heilsársatvinnugrein með aukinni
markaðssetningu á vetrinum og stöð-
ugri vöruþróun. Fyrirtækjum hefur
fjölgað um allt land og fjárfestingar
aukist en innviðauppbygging ekki
haldið í takt við eftirspurn ferða-
manna eftir heimsóknum á svæðið.
Staðan er því sú að enn starfar
ferðaþjónustan á stærstum hluta
landsins við þann veruleika að árs-
tíðasveiflan er gríðarleg. Á Norður-
landi koma um 80% ferðamanna á
tímabilinu frá maí til september.
Hina sjö mánuði ársins er lítið að
gera því ferðamenn eiga erfitt með að
komast til mismunandi landshluta.
Tekjurnar sem verða til þessa fimm
mánuði háannatímans verða því að
duga til þess að reka fyrirtækin allt
árið.
Nú þegar er orðið ljóst að háanna-
tíminn í ár tapast að stærstum hluta
vegna áhrifa Covid-19-faraldursins.
Rekstrartekjur fyrirtækja í heilt ár
eru því litlar sem engar og ljóst að
áhrifin á fyrirtækin, eigendur og
starfsfólk verða gríðarleg.
Að sjálfsögðu er erfitt að koma að
fullu leyti í veg fyrir neikvæð áhrif
kreppu eins og nú stendur yfir og því
ljóst að við munum sjá breytta mynd
ferðaþjónustunnar þegar upp er stað-
ið. Mikilvægt er þó að hafa í huga að
þær aðgerðir sem gripið er til nú hafa
mikil áhrif á það hver sú mynd verð-
ur. Það er nauðsynlegt að lágmarka
skaðann og tryggja að
við stöndum ekki uppi
með landsvæði þar sem
öll þjónusta hefur lagst
af. Standa þarf vörð um
fyrirtækin sem hafa
byggt upp öflugan
rekstur á undanförnum
árum svo að ekki tapist
öll viðskiptatengsl sem
hafa verið byggð upp.
Þegar opnast á ný fyrir
ferðalög á milli landa
stöndum við frammi fyr-
ir harðari samkeppni en
nokkru sinni fyrr þar sem þjóðir
keppast við að laða til sín ferðamenn
og flugsæti. Þar mun þekking og
reynsla skera úr um hverjir ná
árangri.
Aðgerðir til stuðnings ferðaþjón-
ustufyrirtækjum þurfa að miða að því
að koma fyrirtækjum í var fram að
næstu háönn, tryggja rekstrarhæfi
þeirra þannig að hægt verði að halda
starfsfólki og vinna að vöruþróun, ný-
sköpun og markaðssetningu. Þannig
verða öflugir ferðaþjónustuaðilar um
allt land tilbúnir til að byggja á ný
upp markaðinn svo íslensk ferðaþjón-
usta komist hratt og örugglega upp
úr lægðinni. Með því að byggja á
þeirri mikilvægu auðlind sem býr í
fólkinu á bak við ferðaþjónustuna
verður Ísland mun samkeppnishæf-
ara þegar ferðalög verða leyfð aftur
og við eigum miklu meiri möguleika á
að ná góðum árangri í baráttunni um
að fá ferðamenn til Íslands.
Treystum á
ferðaþjónustuna
Eftir Arnheiði
Jóhannsdóttur
Arnheiður
Jóhannsdóttir
» Það er nauðsynlegt
að lágmarka skað-
ann og tryggja að við
stöndum ekki uppi með
landsvæði þar sem öll
þjónusta hefur lagst af.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Markaðsstofu Norðurlands.
Hagfræðingurinn
Lawrence Summers
(f. 1954), sem gegnt
hefur ábyrgðar-
stöðum hjá Alþjóða-
bankanum og í ráðu-
neyti Bills Clintons,
síðar í ráðuneyti Bar-
acks Obama, er nú
prófessor og deild-
arforseti við Harvard-
háskóla, en var rekt-
or hans á tímabilinu
frá 2001 til 2006. Árið 2005 sagði
hann í ræðu, að ástæðan fyrir
lægra hlutfalli kvenna meðal pró-
fessora í raunvísindum, tækni-
greinum og á rannsóknarstofn-
unum kynni að skýrast af
tímafrekara barnauppeldi af
þeirra hálfu og „mismunandi
hæfni [miðað við karla] í efsta
þrepi [greindarinnar]“. Lawrence
virti að vettugi eina af mikilvæg-
ustu ranghugmyndum kvenfrels-
ara; þ.e. að greind kynjanna sé að
öllu leyti sú sama og eins dreifð.
Öflugar mótmælaöldur risu. Það
er skemmst frá því að segja, að
Lawrence taldi sig knúinn til að
segja af sér. Hann lét hafa eftir
sér: „Við höfum með að gera fá-
ránlegan stjórnmálalegan rétt-
trúnað […]. Nú er ég einn þeirra,
sem trúa ákveðið á fjölbreytni;
sem andæfa kynþáttaníði í fjöl-
mörgum tilbrigðum þess; sem sjá
mörgu ábótavant í amerísku sam-
félagi. Því þarf að bæta úr. En
mér virðist sem gerræðistilburðir
með tilliti til þess, hvaða hug-
myndir megi ræða í háskólum,
skjóti rótum hægt og bítandi.“
Lawrence reyndist sannspár.
Fjöldi karlkennara hefur síðan
verið hrakinn burtu úr háskólun-
um fyrir „bannaðar“ skoðanir og
kynferðislega áreitni.
Kvenfrelsunarrétttrúnaður varð
áberandi við æðri menntastofnanir
vestan hafs í lok níunda áratugar
síðustu aldar. Áróðurinn um kyn-
ferðislegt ofbeldi karla á heimilum
sínum tók nú til menntastofnana
og annarra vinnustaða. Í grein í
„Canadian Women Studies“ árið
1992 útskýrir Rachel
L. Osborne (f. 1965),
ráðgjafi á sviði
menntamála (policy
advisor), hina nýju
stefnu. Fjöldi háskóla
í Kanada hefði, sagði
hún, brugðist við
þeim vanda, sem kyn-
ferðisleg áreitni gagn-
vart konum væri, og
samið leiðbeiningar til
að takast á við hann.
Þar er m.a. skilgreint,
hvað í kynferðislegri
áreitni felst. „Þessi
viðbrögð stofnananna eru ófull-
nægjandi, skammsýn og gagnslítil,
þar sem þau taka ekki á þeim at-
riðum, sem liggja til grundvallar
kynferðislegri áreitni; hinu kyn-
fólskulega, fjandsamlega og kven-
hatursfulla umhverfi, sem konur
búa við í háskólunum.“ … „Her-
kænskan, þegar til lengri tíma er
litið, verður að miða að því að
breyta uppbyggingu háskólanna í
stjórnmálalegu tilliti. [Hún] skap-
ar umhverfi, sem stuðlar að kyn-
ferðislegri áreitni.“
Tveimur árum síðar, í grein í
„New Scientist“, lýsti stærðfræð-
ingurinn Arturo Sangali hinum
nýju leikreglum svo: „Þátttak-
endur ganga til iðju sinar – kenna,
skrifa, tala og svo framvegis – þar
til einhver hrópar „rangtrúaður“.
Þegar hér kemur sögu verða allir,
sem boðskapinn heyra, að játa sig
seka, iðrast og lofa, að slíkt end-
urtaki sig ekki.“
Ofstopafullar hreinsanir hafa nú
staðið yfir í drjúga þrjá áratugi.
Flestir virðast láta þetta yfir sig
ganga, enda við ofurefli að etja.
Norðurameríski lögfræðingurinn
Heather Lynn DacDonald (f. 1956)
er þó ekki af baki dottin. Hún gaf
árið 2018 út bókina „Fjölbreytni-
hugvillan: Hvernig kynþátta- og
kyndólgshátturinn spillir háskólun
og grefur undan menningu vorri“
(The Diversity Delusion: How
Race and Gender Pandering Cor-
rupt the University and Underm-
ine Our Culture). Hún segir m.a.:
„Skortur á umburðarlyndi við há-
skólana er engan veginn sálrænn
vandi, heldur hugmyndafræðileg-
ur. Rót hans er sú heimssýn, að
vestræn menning sé fólskuleg í
garð kynþátta og kvenkyns (sex-
ist) – svo stappar nærri farsótt. …
Það er gáleysislegt í miskunn-
arlausu og óbilgjörnu alþjóðlegu
samfélagi samkeppninnar að slaka
á viðmiðum og sóa þreki vísinda-
manna í baráttu gegn ímyndaðri
kynfólsku […].“ Heather heldur
áfram: „Hið stóra afrek endur-
reisnarinnar í Evrópu var að
krefjast þess af hvers kyns yfir-
völdum að réttlæta gjörðir sínar
með rökstuðningi, en ekki við
valdbeitingu eða grímulausa (un-
adorn) skírskotun til hefðar. Það
er einstaklega óhugnanlegt að
verða vitni að því í háskólum að
beitt sé grimmilegu valdi í deilu.
Þeir ættu að vera fyrirmynd að
umræðuháttvísi.“
Hún varar við þróuninni: Kyn-
fræðingar í háskólunum þiggja
milljarða dala til að uppgötva svo-
kallaða örýgi (illgreinanlegt of-
beldi karla gegn konum) og sam-
fylkingarkúgun (intersectionality),
þ.e. kúgun kvenna og annarra
„minnihlutahópa“ á sviðum raun-
vísinda og tækni, þar sem „kyn-
fólska“ er talin vera haldbesta
skýringin á ójöfnum kynhlutföllum
nemenda. Það er „fjölbreytni-
hugvillan“. „[S]kerðing frjálsrar
umræðu er einkenni einhvers, sem
á sér dýpri rætur; það er ræktun
fórnarlambsfræðinnar.“
Þessi pest hefur fyrir löngu náð
til Íslands eins og t.d. mál Krist-
ins Sigurjónssonar, Jóns Baldvins
Hannibalssonar og Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar bera
vitni um.
Eftir Arnar
Sverrisson » Síðustu áratugina
hefur mál- og
rannsóknafrelsi átt
erfitt uppdáttar við
háskólana. Fjölda
karlkennara hefur
verið útskúfað.
Arnar
Sverrisson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
arnarsverrisson@gmail.com
Útskúfun við æðri
menntastofnanir
Allt um sjávarútveg