Morgunblaðið - 03.05.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Ósáttur við heimsóknabann
Maður sem hefur sinnt veikri konu sinni mátti ekki heimsækja hana á hjúkr-
unarheimili Er í sjálfskipaðri sóttkví Segir starfsfólk fara víða utan vinnu
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég verð að leita réttar okkar hjóna
vegna þess að okkur hefur verið stíað
í sundur. Framkoma stjórnenda á
Heilbrigðisstofnun Austurlands
(HSA) hefur verið þannig,“ sagði Ár-
mann Ingimagn Halldórsson, véla-
maður á Egilsstöðum. Konan hans,
Gróa Ingileif Kristmannsdóttir, dvel-
ur á hjúkrunarheimilinu Dyngju á
Egilsstöðum sem er rekið af HSA.
Hún er 62 ára og er með vöðvarýrn-
unarsjúkdóm, er í öndunarvél og þarf
mikla umönnun. Ármann gisti hjá
Gróu á næturnar fram að heimsókna-
banninu til að geta sinnt henni og ver-
ið hjá henni.
Hann segir að lögfræðistofa í
Reykjavík sé að skoða málið. Hún
hafi reynt að fá svör frá HSA og heil-
brigðisráðuneytinu en lítið gengið.
Ármann bendir á að framkvæmda-
stjórn HSA hafi ákveðið heimsókna-
bannið með tilkynningu. Honum
finnst að banninu hafi verið framfylgt
af of mikilli hörku.
„Sjálfur hef ég nánast alveg verið í
sjálfskipaðri sóttkví og konan mín er
ekki eldri borgari. Þetta er eina úr-
ræðið fyrir hana hér vegna þess hvað
hún er veik. Ég hef alltaf hugsað um
hana, en það var ekki möguleiki að fá
að heimsækja hana,“ sagði Ármann.
Heimsóknabannið var sett á 7.
mars klukkan 15.00. „Ég var að vinna
við að blása snjó, og kom 11 mínútum
of seint. Komst ekki fyrr. Ég komst
ekki einu sinni inn til að sækja lyfin
mín og fékk ekki að baða hana morg-
uninn eftir eins og ég var vanur að
gera á sunnudagsmorgnum. Þetta er
konan mín og ég vil fá að sjá um
hana,“ sagði Ármann.
Í sjálfskipaðri sóttkví
Hann segir að á sama tíma og hon-
um var meinað að heimsækja konu
sína, þrátt fyrir sjálfskipaða sóttkví
sína, hafi starfsfólk á Dyngju sést
víða innan um fólk utan vinnutíma.
Ármann nefnir til dæmis einn sem
taki á móti vörum í nytjagámi Rauða
krossins, nokkra sem hafi farið á
Góugleði í félagsheimilinu Brúarási
og aðra sem sótt hafi veitingastað á
Egilsstöðum. Þá hafi starfsmaður
sem kom úr utanlandsferð farið beint
í vinnuna. Það var áður en fyrirmæli
voru gefin um sóttkví ferðamanna.
„Ég var ekki hættulegri en þetta
fólk. Ég bý og vinn einn á vinnuvél og
er ekkert að umgangast fólk. Þá
sjaldan ég fer í búð þá spritta ég mig í
bak og fyrir. Samt fékk ég alls ekki að
hitta konuna mína. Ég hafði hugsað
um hana, sneri henni á nóttunni og
morgnana og gat gert það einn,“ seg-
ir Ármann. Hann segir að eftir að
hann fékk ekki að vera hjá Gróu á
nóttunni hafi þurft að kalla starfs-
mann af annarri deild til að hjálpa til
við að snúa henni.
Ármann óskaði eftir því að fá að
dvelja hjá Gróu yfir páskana, eins og
Stundin greindi frá 8. apríl. Ekki var
orðið við því. Eina skiptið sem hann
hefur hitt konuna sína í heimsókna-
banninu var þegar hann fékk að
fylgja henni í sjúkrabíl niður á Nes-
kaupstað í túbuskipti á sjúkrahúsinu
þar. „Ég fékk ekki að fara inn á
sjúkrahúsið og þurfti að vera í galla
og öllu,“ sagði Ármann. Hann hyggst
nota tækifærið sem gefst í dag til að
fara í langþráða klukkustundar langa
heimsókn til Gróu.
Ármann Ingimagn
Halldórsson
Gróa Ingileif
Kristmannsdóttir
„Landamæri okkar eru lokuð til 15.
maí og fyrir þann tíma mun liggja
fyrir áætlun um næstu skref okkar
í þeim málum,“ sagði Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra í ávarpi
til þjóðarinnar í gærkvöldi.
„Efnahagsleg áhrif veirunnar eru
djúp og ófyrirséð hve langvarandi
þau verða,“ sagði Katrín. Bætti hún
við að höggið væri þyngst á ferða-
þjónustuna hér heima, sem skilaði
hátt í 40% allra útflutningstekna í
fyrra. Fjallaði ráðherra um árangur
heilbrigðisyfirvalda, mikilvægi sam-
stöðu og efnahagslegt áfall vegna
kórónuveirufaraldursins, og minnti
að auki á mikilvægi þess að fara
ekki of geyst í afléttingaraðgerðir:
„Við þurfum að fara hægt í sak-
irnar því að ekki má glutra niður
þeim árangri sem náðst hefur.
Áfram þurfum við að halda ró okk-
ar og stillingu og feta okkur hæg-
um skrefum eftir því einstigi sem
er fram undan,“ sagði Katrín.
Hrósaði ráðherra árangri heil-
brigðisyfirvalda í baráttunni gegn
veirunni og sagði vinnu smitrakn-
ingarteymisins og smitrakningar-
appið hafa vakið athygli víða.
Þá væri einnig sérstök ástæða til
að þakka þeim einstaklingum og
fyrirtækjum sem útveguðu og gáfu
búnað til heilbrigðisstofnana.
„Píningsveturinn er að baki,
sumarið heilsar okkur, lóan er kom-
in og það á að hlýna í vikunni,“
sagði ráðherrann undir lok ávarps-
ins.
Áætlun um opnun landamæra
væntanleg fyrir miðjan maí
Björninn er ekki unninn, sagði forsætisráðherra í ávarpi
Skjáskot/RÚV
Ávarp Forsætisráðherra sagði að
píningsveturinn væri að baki.
Verslun IKEA í
Kauptúni verður
opnuð í dag í
fyrsta sinn frá 23.
maí og hlakkar
starfsfólk mikið
til að mæta aftur
til vinnu, að sögn
Stefáns Rúnars
Dagssonar, fram-
kvæmdastjóra
IKEA á Íslandi.
Strik er þó í reikningnum en svo
margir hafa pantað vörur hjá IKEA
og ekki sótt þær að erfitt er að opna
verslunina þar sem ekki verður
þverfótað fyrir ósóttum pöntunum.
Miklar ráðstafanir hafa verið
gerðar til að tryggja öryggi við-
skiptavina og starfsmanna og upp-
fylla sóttvarnareglur. Versluninni
hefur til að mynda verið skipt upp í
svæði og mega einungis 50 manns
vera á hverju svæði. Starfsmenn
fylgjast með hverju svæði, segir
Stefán Dagur.
Til að byrja með verður veitinga-
staður IKEA lokaður en bakaríið á
efri hæðinni og bistro, pylsu- og ís-
salan á neðri hæð opin.
IKEA opn-
að að nýju
50 manns á svæði
Stefán Rúnar
Dagsson
Gunnuhver á Reykjanesi varð eins og hluti af
skýjunum um stund þegar ljósmyndari Morgun-
blaðsins var á ferð. Auðvelt er um leið að ímynda
sér að draugur Gunnu, Guðrúnar Önundar-
dóttur sem uppi var um árið 1700, sem sagður er
búa í hvernum, sé loks stiginn til himna.
Morgunblaðið/Eggert
Gunna
stigin
upp til
himna?
Heimsókna-
bann á
hjúkr-
unarheim-
ilum hefur
verið mörg-
um mjög erf-
itt, bæði
heimilisfólki
og aðstand-
endum, að
sögn Þuríðar
Hörpu Sigurðardóttur, for-
manns Öryrkjabandalagsins.
Nú má einn aðstandandi
koma í heimsókn í einu. Bóka
þarf heimsóknina fyrirfram.
„Sumir þurfa mikið á því að
halda að eiga daglegt samneyti
við sitt fólk, t.d. makar þar sem
annað er í hjúkrunarrými og hitt
hefur ekki fengið að koma í
heimsókn,“ sagði Þuríður. „Fólk
hefur leitað mikið til mín, jafn-
vel í mikilli angist, vegna þessa
aðskilnaðar.“
Reynst erfitt
fyrir marga
HEIMSÓKNABANNIÐ
Þuríður Harpa
Sigurðardóttir