Morgunblaðið - 03.05.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.05.2020, Blaðsíða 32
Meiri áhrif með hreinsun á augnlokum Með því að sameina Thealoz Duo augndropa og Blephaclean blautþurrkur næst betri árangur Grandagarði 13 & Glæsibæ, 5. hæð Sími 510 0110 | www.eyesland.is Dagleg hreinsun á augnlokum eykur áhrif augndropa í baráttunni gegn þurrum augum Boðið verður upp á tónlist- arstund í beinu streymi í Borgarleikhúsinu á mið- vikudag kl. 12. Þar flytja meðal annars Björgvin Franz Gíslason, Esther Talía Casey og Þórunn Arna Kristjánsdóttir lög úr söngleikjum á borð við Mamma Mia, Billy Elliot og Litlu hryllingsbúðina. Á fimmtudagskvöld verður að vanda leiklesið leikrit, en verkið verður kynnt þegar nær dregur. Á laug- ardag kl. 12 verður að vanda boðið upp á ævintýrastund í hádeginu. Að þessu sinni les Hjörtur Jóhann Jónsson upp úr barnabókinni um Hans hugprúða eftir Eduard José í íslenskri þýðingu Þorsteins frá Hamri. Öllum þessum viðburðum er streymt beint á youtuberás Borgarleikhússins. Söngleikjalög, leiklestur og barna- stund í streymi Borgarleikhússins MÁNUDAGUR 4. MAÍ 125. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Eins og staðan er núna eigum við að spila í september og við eigum fimm leiki eftir í undankeppninni. Vonandi verður hægt að klára þessa leiki á árinu og þá er eins gott að við séum tilbúin þá. Við munum þurfa að nýta tímann vel,“ segir Jón Þór Hauksson, þjálfari kvenna- landsliðsins í knattspyrnu, sem væntanlega hefur að- eins náð að spila þrjá leiki á heilu ári áður en að næsta verkefni kemur. »26 Við þurfum að nýta tímann vel ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Stefnt er að því að fyrirhuguð harmonikumót einstakra félaga í júlí og ágúst verði á sínum stað en mótin í júní hafa verið felld niður vegna kórónuveirufaraldursins og landsmótinu, sem átti að vera í Stykkishólmi fyrstu helgina í júlí, hefur verið frestað um eitt ár af sömu ástæðu. „Ekkert annað var í stöðunni en að fresta landsmótinu um ár,“ segir Friðjón Hallgrímsson, formaður skemmtinefndar Félags harmon- ikuunnenda í Reykjavík (FHUR) og fyrrverandi formaður félagsins, sem átti að sjá um landsmótið í sumar. „En við leggjumst ekki í kör og höldum áfram að þenja nikk- una.“ Dansarar af guðs náð Samband íslenskra harmoniku- unnenda (SÍHU) var stofnað 3. maí 1981. Í því eru 14 félög með um 1.000 félagsmenn. Félögin skiptast á um að halda landsmót á þriggja ára fresti. 13. landsmótið fór fram á Ísafirði 2017 og það verður næst í Stykkishólmi 2021. Auk þess eru venjulega mót á Borg í Grímsnesi fyrstu helgina í júní og um versl- unarmannahelgina, á Laugarbakka í Miðfirði aðra helgi í júní, á Steins- stöðum í Skagafirði um Jónsmess- una og í Ýdölum í Aðaldal síðustu helgina í júlí. „Við höfum haldið mótið á Borg um verslunarmanna- helgina síðan 2004 og höfum ekki slegið það af í ár, ég ætla meira að segja að auglýsa það í næsta Harm- onikublaði,“ segir Friðjón, sem er ritstjóri blaðsins. Hann bætir við að 600-700 manns mæti að jafnaði á landsmót en 150-300 á hin mótin. „Í sumar förum við eftir reglum um leyfilegan fjölda vegna kórónuveir- unnar,“ leggur hann áherslu á. Friðjón hefur verið ötull félagi í FHUR í um 35 ár en hann byrjaði að spila á harmoniku fyrir um 45 árum. „Ég er ættaður vestan af Hellissandi en fæddist í Reykjavík, í 20 fermetra sumarbústað við Laugarásveg,“ segir hann um upp- runann. „Þegar ég var að verða þrí- tugur erfði ég nikku frá pabba og fór að fikta á hana. Það er svolítið öðruvísi harmonika en menn eru al- mennt með, svona gamaldags harm- onika, en ég náði lagi á hana og hef verið með hana alla tíð, hef haldið mig við þá gömlu.“ Hann bætir við að hann hafi aldrei lært hjá kennara heldur spili eftir eyranu. „Ég kann engar nótur fyrir utan það að ég þekki debet- og kreditnótur,“ segir sölumaðurinn fyrrverandi hjá Slipp- félaginu í Reykjavík. Hann hefur reyndar komið víða við, var til dæmis farandsali, stjórnaði harm- onikuþáttum í ríkisútvarpinu og gaf út diskinn Dustað af dansskónum með Hilmari Hjartarsyni svila sín- um, en þeir komu fram undir nafn- inu Vindbelgirnir á árum áður. Gleðin er í fyrirrúmi á harmon- ikumótunum. „Þetta eru tónleikar og dansleikir alla dagana, ósköp skemmtilegar stundir,“ segir Frið- jón. „Menn fara í sparigallann og eru jafnvel með hvítt um hálsinn.“ Á landsmótunum halda öll félögin tónleika á föstudögum og laugar- dögum og spilar hljómsveit hvers félags í 15 til 20 mínútur. Síðan er dansað á kvöldin. „Við spilum allt milli himins og jarðar fyrir utan nýtt popp,“ segir Friðjón. „Dans- tónlist er í hávegum höfð og sving og tjútt er vinsælast, en gömlu dansarnir halda alltaf velli enda kann fólkið að dansa alla þessa dansa.“ Í sparigalla með hvítt um hálsinn Skemmtun Friðjón Hallgrímsson þenur nikkuna á harmonikumóti.  Landsmóti harmonikuunnenda frestað um ár en gleðin við völd Harmonikumót Samleikur karla og kvenna í Ýdölum í Aðaldal. Ljósmyndir/Sigurður Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.