Morgunblaðið - 03.05.2020, Side 1

Morgunblaðið - 03.05.2020, Side 1
M Á N U D A G U R 4. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  104. tölublað  108. árgangur  HEIM EFTIR SEX ÁR Í FRAKKLANDI NÝIR LANDNEMAR VARÐ AÐ KOMAST ÚT Á LAND KOMA MÖTTULDÝRANNA 14 RASMUS RASK 26ÍÞRÓTTIR 27 2.500 kr. afsláttur Ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira Gildir eingöngu á elko.is til með 10. maí 2020 KÓÐI: SUMARGJOF2020 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Náttúrustofa Suðurlands gerði út leiðangur í Stafnes á norðvestan- verðri Heimaey í gær vegna ábend- ingar um mörg fuglshræ. Þar fundust 27 hræ, flest af æðarfuglum en einnig af langvíu og álku. Af þeim voru 14 fuglar olíublautir, líklega mengaðir af svartolíu. Svartolíublautir fuglar hafa fundist víðar á strönd Heimaeyjar og eins við suðurströndina. Erpur Snær Hansen, forstöðu- maður Náttúrustofu Suðurlands, segir að sýni af olíunni verði send til Noregs til efnagreiningar. Sýni úr svartolíublautum fugli sem fannst í Reynisfjöru var greint og var það svartolía eins og er seld hér. Erpur segir enga nota slíka olíu nú nema farmskip. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að svartolían kunni að koma úr sokknu flaki austan við Eyjar og ber- ist með straumum vestur með land- inu. Fuglarnir sem hafa mengast halda sig gjarnan við ströndina, eins og æðarfuglinn. „Þessi mengun virðist vera viðvar- andi og ekki stoppa. Fuglarnir virð- ast lenda í svartolíunni úti á rúmsjó. Þeir komast gegnblautir af olíu í land, reyna að þrífa sig með því að éta af sér olíuna. Svo drepast þeir kvalafull- um dauðdaga,“ segir Erpur í samtali við Morgunblaðið. Mengun í Vestmannaeyjahöfn Talið er að olíumengun kunni að hafa borist af landi út í Vestmanna- eyjahöfn eins og sjá mátti á mynd á forsíðu Morgunblaðsins á laugardag. Starfsmenn hafnarinnar hafa fylgst sérstaklega með tveimur svæð- um til að athuga hvort olía geti hafa borist þaðan út í höfnina, að sögn Ólafs Þórs Snorrasonar hafnarstjóra. „Það er ólíklegt að þetta hafi komið úr báti, því það voru engir bátar þarna á ferðinni,“ segir Ólafur. „Við erum ekki búnir að setja upp girð- ingar, en það er alveg inni í myndinni ef við sjáum eitthvað koma af olíu.“ Í dag á að athuga hvort mengunin geti hafa borist úr aflögðum lögnum. Olíublautir fuglar víða Erpur Snær segir að talsvert hafi fundist af olíublautum fuglum bæði innan og utan hafnarinnar í Vest- mannaeyjum nokkuð lengi. Þannig var áberandi olíumengun í höfninni í september í fyrra þegar lundapysjur fóru að fljúga úr holum. Mjög margar lentu í olíunni og voru færðar til hreinsunar hjá Sea Life Trust, og tókst að bjarga flestum þeirra. Olíumengun drepur fugla  Mörg hræ af olíublautum fuglum hafa fundist í Vestmannaeyjum  Svartolíumengun úti á rúmsjó kann að koma frá sokknu flaki austan við Eyjar  Upptök olíumengunar í höfninni gætu verið í landi Ljósmynd/Náttúrustofa Suðurlands Fuglshræ Mörg voru olíublaut. Þegar umferðin er minni getur vegstika öðlast nýtt hlutverk og orðið að leikfangi barns af svip- aðri stærð. Umferð erlendra ferðamanna um landið hefur dregist verulega saman vegna far- aldurs kórónuveiru. Lítil sem engin starfsemi er til dæmis hjá bílaleigunni Kuku Campers. »8 Morgunblaðið/Eggert Leikið við stiku á fáförnum vegi Fyrsti áfangi tilslakana á samkomu- banni og aðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveiru tók gildi í dag en nú mega allt að 50 manns koma sam- an en ekki tuttugu eins og áður. Skólastarf mun frá og með deg- inum í dag fara fram með eðlilegum hætti og ýmis starfsemi verður leyfð að nýju. Tveggja metra reglan gildir áfram og segir Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir að hún sé grunnregla. „Tveggja metra reglan er einn hluti af þessum einstaklingsbundnu sýkingavörnum sem við þurfum að viðhafa en það er ljóst að eftir því sem við afléttum hömlum á starf- semi verður erfitt að framfylgja þeirri reglu.“ »4, 6 Slaka á boðum og bönnum Morgunblaðið/Eggert Leikskóli Skólastarf fer í samt horf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.