Morgunblaðið - 11.05.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 11.05.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Snorri Másson snorrim@mbl.is Helga Guðmundsdóttir, 102 ára gömul kona sem læknaðist á dög- unum af COVID-19 eftir að hafa smitast af veirunni á hjúkrunar- heimilinu Bergi á Bolungarvík, hef- ur nú vakið athygli erlendis. Viðtal við hana birtist í vefriti UNRIC (Upplýsingaskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna) á föstudag. Kórónuveirufaraldurinn er ekki fyrsti faraldurinn sem Helga upplifir því hún gekk einnig í gegnum spænsku veikina á sínum tíma, en frændi hennar var til að mynda í sóttkví á bæ Helgu þegar spænska veikin gekk yfir. Tveir heimsfaraldrar eru þó ekki það eina sem Helga hefur gengið í gegnum, því þegar sonur hennar var tveggja vikna gamall smitaðist Helga af berklum og varð að fara suður á berklahæli. Hún hefur því staðið ýmislegt af sér, tvo heimsfar- aldra, berkla og tvær heimsstyrj- aldir. Hélt að þetta væru endalokin „Ég hef upplifað það allt, er það ekki?“ spyr Helga í viðtalinu. Hún hefur búið á Bolungarvík alla tíð frá því hún giftist þar Gunnari Hirti Halldórssyni sjómanni og verslunarmanni fyrir tæpum 70 árum. Agnes Veronika Hauksdóttir, barnabarn Helgu, kveðst hafa óttast mjög um ömmu sína þegar hún var veik af COVID-19. „Þegar hún var komin með 38 stiga hita hugsaði ég: Þetta er búið. En hún var síðan bara rúmliggjandi í einn dag, þó að henni hafi orðið illt í maganum. Hún er svo hörð af sér að hún neyddi sig til að halda áfram að drekka,“ segir Agnes í viðtali við UNRIC. „En hún er svo jákvæð mann- eskja, síhlæjandi, og ég er viss um að það hafi skipt máli við að komast í gegnum þetta.“ Agnes var sjálf sjúkraliði í bak- varðasveitinni á Bolungarvík og tók þátt í að hjúkra þeim sem höfðu veikst á Bergi. Hefur upplifað það allt  Læknaðist af veirunni og vekur athygli erlendis  Hefur lifað tvo heimsfaraldra, tvær styrjaldir og berkla Ljósmynd/Agnes Veronika Hraust Helga Guðmundsdóttir er 102 ára en fagnar 103 ára afmæli 17. maí. FRÉTTASKÝRING Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Flugfreyjur og flugmenn Icelandair verða að taka á sig launalækkun sem nemur á bilinu 50-60% ætli fé- lagið sér að vera starfhæft til fram- tíðar. Verður samningurinn að vera gerður til fimm ára hið minnsta auk þess að vera uppsegjanlegur að hálfu Icelandair að þeim tíma liðn- um. Að öðrum kosti er betra að setja félagið í þrot og hefja endur- reisn á nýrri kennitölu. Þetta segir aðili sem kallaður hefur til sem ráð- gjafi eins af stóru hluthöfum félags- ins. Að hans sögn verður að hugsa kjarasamninga framangreindra stétta upp á nýtt. Gríðarlegar tak- markanir séu í samningunum sem jafnframt geri félaginu afar erfitt um vik í samkeppni við erlend lág- gjaldaflugfélög. Þar þurfi að endur- skoða atriði í samningunum er varða hámark dagpeninga, for- gangsrétt flugmanna í stöður og önnur takmarkandi ákvæði. Ganga verður mjög langt Að sögn sama sérfræðings er ekki hægt að ná framangreindu fram án þess að stjórnendur Ice- landair séu tilbúnir að setja félagið í þrot. Ganga þurfi fram að ystu nöf til að koma starfsmönnum félagsins í skilning um alvarleika stöðunnar. Ekki sé nóg að umræddar stéttir taki á sig lítillegar skerðingar þeg- ar félagið standi frammi fyrir því að þurfa að safna fjárhæð er nemur um þreföldu markaðsvirði þess. Slíkt mun þess utan reynast afar erfitt sýni stjórnendur Icelandair hluthöfum ekki fram á að fyrir- tækið sé samkeppnishæft á alþjóða- vísu. Félagið horfi nú fram á sam- keppni við flugfélög á borð við WizzAir, Ryan Air og Easy Jet, þar sem kostnaður er umtalsvert lægri. Til að mæta því standi félaginu ekk- ert annað til boða en að lækka ein- ingakostnað, og það verulega. Ferlið geti tekið breytingum Í samtali Morgunblaðsins við for- svarsmenn hluthafa hefur komið fram að möguleg fjárfesting í Ice- landair þurfi að standast saman- burð við erlend félög til að sett verði aukið fé í reksturinn í vænt- anlegu hlutafjárútboði. Þá hafa við- mælendurnir sömuleiðis velt því upp hvort hlutafjárútboð sé heppi- leg leið við öflun þrjátíu milljarða króna. Þar kunni aðrar leið á borð við útgáfu breytanlegra skuldabréfa að vera skynsamlegri nálgun, en með því er fjárfestum veitt trygg- ing af einhverju tagi. Þá er ekki tal- ið ólíklegt að leiðir við fjármögnun kunni að taka breytingum í ferlinu. Ef núverandi áætlanir um hluta- fjárútboð ganga eftir er ljóst að um gríðarlega stórt útboð er að ræða á íslenskan mælikvarða. Ljóst er að sökum hárra fjárhæða verða fjár- festar afar gagnrýnir þegar fram- tíðaráætlanir félagsins verða lagðar fram. Horfa til þriggja atriða Samkvæmt upplýsingum frá við- mælendum Morgunblaðsins verður einna helst horft til þriggja atriða við ákvörðun um fjárfestingu. Verða þau jafnframt skoðuð með hliðsjón af því sem er að gerast hjá öðrum erlendum flugfélögum. Svara verður krafist um flotamál Icelandair til framtíðar, ekki síst þau atriði er snúa að samningum félagsins um kaup á MAX-þotum frá Boeing. Þá vilja fjárfestar sömuleiðis fá upplýsingar um hvar félagið hyggist staðsetja sig á markaði og hvernig það sjái fyrir sér að mæta samkeppni lággjalda- flugfélaga. Stærsta atriðið verður þó einingarkostnaður fyrirtækisins og hvernig hann stenst samanburð erlendis. Viðræður halda áfram Tilkynnt var um undirritun nýs kjarasamnings milli Icelandair og Flugvirkjafélags Íslands í gær. Gildir samningurinn til 31. desem- ber árið 2025. Þá héldu viðræður Flugfreyju- félags Íslands (FFÍ) og flugfélags- ins áfram. Fundi var slitið á fjórða tímanum í gær án undirritunar samnings, en annar fundur hefur ekki verið boðaður. Haft var eftir Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, formanni FFÍ, að samninganefnd Icelandair krefðist þess að laun og réttindi flugfreyja yrðu skert í nýj- um kjarasamningi. Í gær bárust sömuleiðis fréttir af því að Félag íslenskra atvinnuflug- manna hefði boðið samninganefnd Icelandair tilboð sem fæli í sér skerðingu kjara upp á 25%. Til- lagan felur í sér lækkun launa og aukið vinnuálag. Ekki hefur verið tekin afstaða til tilboðsins. Laun verða að lækka verulega  Skerða verður laun flugfreyja og flugmanna Icelandair um 50-60%  Gjörbreyta þarf núverandi kjarasamningum  Hugsanlega auðveldara að safna fjármagni með útgáfu breytanlegra skuldabréfa Morgunblaðið/Eggert Icelandair Ef ekkert verður að gert blasir gjaldþrot við félaginu, segir ráðgjafi eins af stóru hluthöfum Icelandair. Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist frá laugardegi til sunnu- dags. Eru því 18 með virk smit, en frá upphafi hefur 1.801 smit greinst hér á landi. Þetta kom fram í tölum á covid.is í gær. Tveir á sjúkrahúsi Á sýkla- og veirufræðideild Land- spítalans voru 63 sýni greind, en 872 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 1.773 hafa náð sér af kórónuveir- unni hérlendis. Tveir liggja á sjúkrahúsi en enginn er á gjör- gæslu. Tíu eru látin af völdum CO- VID-19. Alls hafa 54.195 sýni verið tekin og 578 eru í sóttkví en 19.641 hefur lokið sóttkví. Almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra boðaði ekki til upplýsinga- funda fyrir blaðamenn á laugardag og sunnudag en næsti fundur verð- ur haldinn klukkan 14 í dag. 18 eru með virk smit 1.773 hafa náð bata 1.801 smit voru staðfest í gær kl. 13.00 10 einstaklingar eru látnir 19.641 hafa lokið sóttkví 578 eru í sóttkví 2 einstaklingar eru á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu 0 ný smit tilkynnt í gær 18 einstaklingar eru með virkt smit og eru í einangrun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.