Morgunblaðið - 11.05.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 11.05.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Komdu með skóna þína í yfirhalningu - Við erum hér til að aðstoða þig! - Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Efling nýsköpunarstarfs, aukinn kraftur í innviðafjárfestingum, jöfn framleiðsla á byggingamark- aði og að nútímalegt menntakerfi sé þróað í samræmi við þarfir at- vinnulífsins. Þetta eru atriði sem Árni Sigurjónsson nýr formaður Samtaka iðnaðarins segir munu verða áherslumál í starfi samtak- anna á næstu misserum. Árni tók við formennskunni á nýafstöðnu Iðnþingi og í ályktun þess segir að á undanförnum árum hafi um of verið einblínt á eina atvinnugrein í senn sem meginstoð í atvinnulíf- inu. Fyrst eftir aldamót hafi verið veðjað á fjármálastarfsemi og svo ferðaþjónustuna sem nú er stopp. Eðlilegt viðbragð í núverandi að- stæðum sé að stjórnvöld móti at- vinnustefnu með það að markmiði að efla samkeppnishæfni landsins í stóru samhengi. Þar sé eðlilegt að horfa sérstaklega til nýsköp- unar, hugverkaiðnaðar og aukins útflutnings. Fljót í gegnum skaflinn „Hver einasti dagur felur í sér nýjar áskoranir og viðfangs- efni; ekki síst nú á tímum kór- ónaveirunnar,“ segir Árni. Grunnstoðir íslensks samfélags og efnahagslífs metur hann sterk- ar og sennilega hafi Íslendingar aldrei sem nú verið í jafn góðri stöðu til þess að takast á við erfið- leika. „Því trúi ég að við verðum fljót að komast í gegnum skaflinn. Veirufaraldurinn er fyrirbæri sem engum verður um kennt og því þarf ekki að leita að sökudólg- um, eins og fjármálakerfið var fyrst eftir efnahagshrunið. Staða bankanna í dag er sterk og í sjúkrakassa þeirra eru tólin sem þarf í endurreisnarstarfinu fram- undan. Þá eru stýrivextir í dag sögulega lágir og tryggja þarf að vaxtalækkanir skili sér til fyrir- tækjanna svo þeim verði unnt að fjármagna starfsemi sína á eðli- legum forsendum. Hins vegar er miður að verkalýðshreyfingin komi ekki til móts við atvinnulífið með því að ljá máls á frestun launahækkana. Til þeirra er ekki svigrúm nú.“ Landamæri verði opnuð Árni segir að í núverandi stöðu sé mikilvægast að landa- mæri verði opnuð sem fyrst svo ferðaþjónustan komist aftur á skrið sem og eðlileg viðskipti milli landa. Aðgerðapakkar stjórn- valda til aðstoðar fyrirtækjum gagnast yfirleitt vel og eru sterk skilaboð. „Meiri stuðningur og hvatar við nýsköpunarstarf fyrirtækja, til að mynda með hækkun á endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar sem Alþingi samþykkti fyrir helgina skipta líka afar miklu máli,“ segir Árni „Sömuleiðis framhald á verkefn- inu Allir vinna, þar sem virðis- aukaskattur af vinnu iðnaðar- manna vegna nýbygginga, endurbóta og viðhalds íbúðar- húsnæðis fæst endurgreiddur. Þá settu Samtök iðnaðarins upp vef- inn meistarinn.is þar sem finna má upplýsingar um starfandi iðn- meistara innan vébanda samtak- anna, sem margir leita til nú vegna framkvæmda á heimilum og víðar. Allir þessir þættir munu stuðla að fjölgun starfa, sem við þurfum svo nauðsynlega nú.“ Mikil aðlögunarhæfni Stundum er sagt að í kreppu- ástand sé besti tíminn fyrir allt nýsköpunarstarf og þá sem aldrei fyrr nái frumkvöðlar í gegn með sig og sitt. En hvar eru sóknarfærin helst? Árni nefnir þar meðal ann- ars tækniþróun hverskonar og þá séu miklir möguleika í mat- vælaframleiðslu undir formerkj- um hreinleika og óspiltrar nátt- úru. „Möguleikarnir og tækifærin koma oft óvænt og þau verður að grípa strax. Að undanförnu höf- um við orðið vitni að mikilli aðlög- unarhæfi atvinnulífsins, saman- ber hvað skólar og fyrirtæki voru fljót að bregðast við þegar kór- ónaveirufaraldurinn var í há- marki. Þar var á sumum sviðum hlaupið mörg ár fram í tímann í tækniþróun og vinnubrögðum svo allt gekk upp með fjarvinnslu og -námi, sem fólk sinnti að heiman. Þessi tími hefur verið mjög áhugaverður og við megum ekki gleyma þeim lærdómi þegar ástandinu léttir. Við Íslendingar erum líka vanir að takast á við óvæntar aðstæður og sveiflur í rekstri, af hvaða ástæðum sem þær kunna að vera. Þó við viljum ávallt sem mestan stöðugleika í efnahagslífinu, sem er mikið hagsmunamál fyrir fyrirtækin í landinu – og raunar landsmenn alla.“ Umbætur auki lífsgæði Árni Sigurjónsson hafði setið fjögur ár í stjórn Samtaka iðn- aðarins áður en hann tók við for- mennskunni. Á þeim tíma segist hann hafa kynnst iðnrekendum víða um land; fólki sem rekur lítil jafnt sem stór fyrirtæki sem séu að gera mjög áhugaverða hluti. „Þarna er mikið hæfileikafólk og tækifærin í iðnaði eru mikil. Þó fara ekki nema 10-15% ungmenna úr hverjum árgangi í iðnnám, en þyrftu að vera fleiri. Ef rétt er á málum haldið gæti þetta hlutfall farið vel yfir 20% innan fárra ára. Að sama skapi þarf menntakerfið að svara þörfum hvers tíma, at- vinnulífið og iðnfyrirtækin þurfa fólk með rétta hæfni. Ég legg mikla áherslu á frekari umbætur til aukinnar verðmætasköpunar og þar með aukinna lífsgæða landsmanna. Allt slíkt krefst þess að margir leggi hönd á plóg því eins og gjarnan hefur verið sagt að undanförnu: Við erum í þessu saman.“ Mikið hæfileikafólk og aðlögunarhæfni í atvinnulífinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Iðnaður Legg áherslu á frekari umbætur til aukinnar verðmætasköp- unar og þar með aukinna lífsgæða, segir Árni Sigurjónsson. Tækifæri koma óvænt  Árni Sigurjónsson, nýkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins, er Mýrdælingur að ættum og fæddur 1978. Hann er lögfræð- ingur frá HÍ og aflaði sér síðar meistaragráðu í lögum í Bret- landi. Hann starfaði áður í lög- mennsku og á fjármálamark- aði. Yfirlögfræðingur Marels frá árinu 2009.  Í stjórn Samtaka iðnaðarins frá 2016, þar af varaformaður 2017-2020. Þá hefur hann set- ið í stjórn SA frá 2016 og fram- kvæmdastjórn þar frá 2017. Hver er hann? Alls bárust Umboðsmanni skuldara 57 umsóknir um aðstoð vegna fjár- hagsvanda í aprílmánuði. Til saman- burðar voru umsóknirnar 84 í mars. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðs- maður skuldara, segir í samtali við Morgunblaðið að mikið hafi verið um símhringingar til embættisins að undanförnu. „Fólk er að skoða stöðu sína og margir hverjir eru eðlilega svolítið kvíðnir, enda margir á upp- sagnarfresti,“ segir Ásta og bætir við að formlegar umsóknir segi ekki alla söguna. „Við finnum mikið fyrir því að fólk sé að kanna stöðu sína. Ég hef það á tilfinningunni að þetta sé lognið á undan storminum. Fólk er að fóta sig núna en það er brýnt að skoða hvað framtíðin beri í skauti sér síð- sumars og í haust þegar uppsagnar- frestir renna út,“ segir Ásta, en mikið hefur verið um uppsagnir á síðustu mánuðum vegna kórónuveirufarald- ursins. Má þar meðal annars nefna 3.000 starfsmenn Icelandair sem sagt var upp í stærstu hópuppsögn Íslandssögunnar í lok apríl. Ásta seg- ir að afleiðingar faraldursins muni líklegast koma fram hjá embættinu á næstu mánuðum. „Þetta var eins með bankahrunið, það kom ekki til okkar fyrr en mörgum mánuðum seinna. Þess vegna er mikilvægt að reyna að finna lausnir fyrir fram og reyna að tryggja að sem fæstir lendi í greiðslu- vanda. Þetta er ólíkt bankahruninu að því leyti að nú er það tekjuvandi sem fólk stendur frammi fyrir, en að sjálfsögðu getur tekjuvandi leitt til skuldavanda,“ segir Ásta. „Þó að þetta sé öðruvísi kreppa er þetta samt sem áður kreppa sem er fram undan. Við verðum að vera bjartsýn og standa saman.“ Umsóknum farið fækkandi Umsóknum til UMS hefur fækkað talsvert á undanförnum árum og voru þær alls 1.125 árið 2019. Um- sóknir til embættisins voru 3.166 tals- ins árið 2011 til samanburðar. Þá hefur sá hópur sem leitar sér aðstoð- ar vegna greiðsluerfiðleika einnig breyst talsvert, nú er meira um að yngra fólk leiti sér aðstoðar og þá oft vegna skyndilána. Í september á síð- asta ári var tekið upp nýtt fyrirkomu- lag varðandi umsóknir til embættis- ins, en í stað þess að velja í umsóknum á milli úrræða hjá emb- ættinu, ráðgjafar, greiðsluaðlögunar eða fjárhagsaðstoðar vegna skipta- kostnaðar er núna sótt um aðstoð vegna fjárhagsvanda. UMS greinir svo og metur í samráði við umsækj- anda hvaða úrræði henti best til úr- lausnar á vanda viðkomandi. Lognið á undan storminum hjá UMS  Færri umsóknir bárust UMS í apríl en mars  Búast má við því að umsóknir færist í aukana Umboðsmaður skuldara Ásta segir að margir séu svolítið kvíðnir. Morgunblaðið/Ernir Samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu kjarasamning skömmu fyrir miðnætti í gær eftir tæplega 14 klukkustunda viðræður. Í samningnum er kveðið á um hækkun lægstu launa með sér- stakri aukagreiðslu að fyrirmynd kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Verkfalli Efling- ar gagnvart SÍS er með samn- ingum aflýst og ganga félagsmenn til starfa með venjubundum hætti í dag. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa í Kópavogi, Seltjarnar- nesi, Ölfusi og Mosfellsbæ hafði staðið yfir frá því á þriðjudag og setti strik í skólahald og ýmsa aðra starfsemi. Verkfallið náði til 274 félagsmanna og starfa 233 þeirra í Kópavogi. Fyrsti formlegi samningafundur um endurnýjun kjarasamnings milli Eflingar og Samtaka fyrir- tækja í velferðarþjónustu (SFV) fór fram síðastliðinn föstudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eflingu. SFV fer með samningsumboð gagnvart Eflingu fyrir hönd fjölda hjúkrunarheimila á félagssvæði Eflingar, til að mynda Grund, Hrafnistu og Eir. Efling hyggst gera sömu kröfur í viðræðum sínum við SFV og fé- lagið gerði í viðræðum sínum við ríkið, borgina og sveitarfélögin. „Krafa okkar um leiðréttingu er nákvæmlega sú sama og hjá öðr- um hópum í sömu stöðu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. ragnhildur@mbl.is liljahrund@mbl.is Efling og SÍS ná samningum  Undirritað skömmu fyrir miðnætti Morgunblaðið/Sigurður Unnar Fundur Allir lögðu sig fram í viðræðunum að sögn Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara, og skilaði það árangri seint í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.