Morgunblaðið - 11.05.2020, Page 8

Morgunblaðið - 11.05.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 SMÁRALIND – DUKA.IS Stedge hillur Hillukerfi (2 hillur) 60 cm: 39.900,- Hillukerfi (2 hillur) 80 cm: 42.900,- Aukahilla (AddOn) 60 cm: 21.900,- Aukahilla (AddOn) 80 cm: 24.900,- Fegrum heimilið Eik & Svartbæsuð Eik Sendiherra Rússlands minntist umhelgina hér í blaðinu loka síðari heimsstyrjaldar, eða föðurlands- stríðsins mikla, eins og styrjöldin er nefnd í Rússlandi. Rússar, og aðrir sem þá heyrðu undir Sovétríkin, drógust inn í styrj- öldina árið 1941, nokkru síðar en önnur Evrópuríki, eftir að nasistar sviku gerða samn- inga. Þau fjögur ár sem liðu frá inn- rásinni í Sovétríkin og til stríðsloka börðust Rússar og aðrir Sovétmenn hetjulega við heri nasista og áttu mikilvægan þátt í sigrinum á þeirri illsku sem riðið hafði yfir í Evrópu og víðar.    Að stríði loknu tók við lokunSovétríkjanna og ófrelsi íbú- anna, sem síðan hefur verið losað um. Vonandi fá allir íbúar fyrrver- andi Sovétríkja til allrar framtíðar að njóta ávaxta sigursins yfir nas- istum með frelsi, lýðræði og vel- megun.    Margt annað áhugavert var ritaðum þessi tímamót um helgina og má þar nefna ágæta umfjöllun Atla Steins Guðmundssonar blaða- manns á mbl.is um frelsisdaginn, frigjøringsdagen, í Noregi. Þar var meðal annars rifjuð upp hetjuleg andspyrna Norðmanna, en líka sú staðreynd að um 16.000 Norðmenn voru á lista grunaðra landráða- manna eftir stríðið.    Quisling er auðvitað þeirra þekkt-astur, en hann var fjarri því einn um að falla fyrir mannvonsk- unni sem lagði undir sig Noreg og stóran hluta Evrópu. Um leið og sig- ursins er minnst er gott að minnast þess hve margir lögðust á sveif með illskunni, jafn augljóst og eðli henn- ar var. Það er ekki síst mikilvægt að draga lærdóm af þeirri óhugnan- legu staðreynd. Margs að minnast STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Þriðja árs leiklistarnemar við Borgarholtsskóla setja upp leik- verkið Yngismeyjar í dag klukkan 17 og 19. Um er að ræða lokaverkefni nemendanna, en verkið er byggt á skáldsögunni Little Women eftir Louisu May Alcott frá árinu 1868. Kórónuveirufaraldurinn hefur gert nemendunum erfitt fyrir við upp- setningu leikverksins, enda hefur kennsla í framhaldsskólum landsins að mestu farið fram með rafrænum hætti síðan 23. mars. Sýningarnar fara fram í Elliðaárdalnum og eru áhorfendur hvattir til að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi og tjald- eða klappstóla á sýninguna. Little Women segir frá ástum og ör- lögum March-systranna Jo, Beth, Amy og Meg á tímum borgarastyrj- aldarinnar í Bandaríkjunum. Sagan hefur verið færð oftar en einu sinni á hvíta tjaldið ásamt því að gerðir hafa verið sjónvarpsþættir. Sýningin Yngismeyjar undir berum himni Morgunblaðið/Sigurður Unnar Leiklist Nemendur Borgarholtsskóla við æfingar á Yngismeyjum. Skipulagsstofnun hefur fallist á umleitan Stofnfisks um stækkun fiskeldis við Vogavík með skil- yrðum sem til sendur að fjalla um í frummatsskýrslu. Stofnfiskur óskaði eftir því að stækka fiskeldið í allt að 450 tonna framleiðslu, en núverandi afkastageta fyrirtækisins er 300 tonn. Meginhluti framleiðslunnar er laxahrogn en einnig laxa- og hrognkelsaseiði. Í umsögn Skipulagsstofnunar kemur fram að leitað hafi verið umsagna hjá Sveitarfélaginu Vog- um, Fiskistofu, Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, Matvælastofnun, Minjastofnun Íslands, Náttúru- fræðistofu Íslands, Orkustofnun og Umhverfisstofnun. Í umsögninni kemur m.a. fram að þörf sé á að tryggja upp- sprettu ferskvatns til vinnslunnar ef af stækkun verði. Þá þurfi að meta ólík áhrif út- færsla á frárennsliskerfi frá vinnslunni auk þess sem Nátt- úrufræðistofnun Íslands og Um- verfisstofnun benda á að stækk- unin nái til 0,25 ha svæðis á nútímahrauni sem njóti sér- stakrar verndar. Fjalla þurfi um áhrif framkvæmdarinnar á jarðmyndanir umhverfis vinnsl- una. vidar@mbl.is Samþykkja stækkun gegn skilyrðum  Stofnfiskur hefur uppi áform um stækkun vinnslunnar um 150 tonn Stofnfiskur Stækkun stendur til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.