Morgunblaðið - 11.05.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020
Jónhildur Halldórs-
dóttir, fyrrverandi
forstöðulífeindafræð-
ingur á Landspítala
(Borgarspítala) og
hjúkrunarfræðingur,
lést á heimili sínu
laugardaginn 9. maí á
áttugasta og sjötta
aldursári.
Jónhildur fæddist á
Húsavík 30. septem-
ber 1934, dóttir Hall-
dóru Gunnarsdóttur,
húsmóður og verka-
konu, og Halldórs Ei-
ríks Jónssonar,
námu-, hafnar- og vegavinnu-
verkamanns, er var síðast farsæll
bæjarpóstburðarmaður.
Jónhildur útskrifaðist frá
Hjúkrunarkvennaskóla Íslands og
hélt til Svíþjóðar til hjúkrunar-
starfa og sérnáms í lífeindafræði
(meinatækni) við sjúkrahús í
Gautaborg og Stokkhólmi, og var
einna fyrst íslenskra lífeindafræð-
inga til að fá opinbera löggildingu.
Hún starfaði nokkur ár í Svíþjóð
en allan starfsferil sinn þess utan
á Íslandi í vel yfir sex
áratuga skeið í þágu
heilbrigðiskerfisins á
Íslandi.
Jónhildur hélt
áfram að sérmennta
sig í lífeindafræði alla
tíð og sótti virt al-
þjóðanámskeið og
ráðstefnur víða um
heim. Hún hélt áfram
störfum sem hjúkr-
unarfræðingur eftir
að hún komst á eftir-
laun og starfaði fjöl-
breytt í íslenska
heilbrigðiskerfinu,
einkum á næturvöktum.
Jónhildur leiðbeindi miklum
fjölda verðandi lífeindafræðinga,
fræðilega og í starfsnámi, og lagði
sig alla fram við að taka á móti er-
lendum lífeindafræðingum sem til
Íslands komu til starfa; einkum
naut hún samskipta við franska líf-
eindafræðinga.
Eftirlifandi sonur hennar er
Halldór Eiríkur Sigurbjörnsson
Jónhildarson, cand.jur., M.C.L.,
LL.M og doktorsnemi um skeið.
Andlát
Jónhildur
Halldórsdóttir
Fallist á áfrýjun
í deilum um lán
Ranglega var sagt í frétt í Morgun-
blaðinu á laugardag að Hæstiréttur
hefði komist að þeirri niðurstöðu að
tveir dómarar við Landsrétt hefðu
verið vanhæfir í tveimur málum sem
fjölluðu um lögmæti lána í erlendri
mynt og að málunum hefði verið vísað
aftur heim í hérað. Rétt er að Hæsti-
réttur hefur fallist á beiðnir um að
dómum Landsréttar í málunum verði
áfrýjað til réttarins. Er beðist vel-
virðingar á þessum mistökum.
Málin hafa verið í gangi fyrir dóm-
stólum lengi, en í þeim er m.a. deilt
um hvort lán sem tekin voru upp-
haflega árið 2005 og önnur lán sem
tekin voru árið 2008 til uppgjörs á
þeim fyrri hafi verið í erlendum gjald-
miðlum eða í íslenskum krónum með
ólögmætri gengistryggingu.
Í báðum málunum hafði héraðs-
dómur komist að þeirri niðurstöðu að
Landsbankinn hefði ekki sýnt fram á
að hann ætti lögvarðar kröfur í þeim
en Landsréttur sneri dómunum við
og taldi upphaflegu lánin hafa verið
lögmæt lán í erlendum gjaldmiðlum.
Meðal þeirra röksemda sem lagðar
voru fyrir í málskotsbeiðnunum var
meint vanhæfi dómara við Landsrétt.
Annars vegar að sami dómari hefði
dæmt mál um sama lánssamning fyr-
ir bæði héraðsdómi og Landsrétti.
Hins vegar að annar dómari hefði
starfað sem lögmaður Landsbankans
og gætt réttar hans í málum sem
vörðuðu sama sakarefni og verið ráð-
gefandi fyrir bankann í gengistrygg-
ingarmálum.
LEIÐRÉTT
Landsréttur Málin hafa verið rekin fyrir dómstólum lengi.
Viðar Guðjónsson
vidargudjons@gmail.com
Myndir ljósmyndara Morgun-
blaðsins, þeirra Eggerts Jóhannes-
sonar og Kristins Magnússonar,
voru á meðal þeirra mynda sem
valdar voru myndir ársins 2019.
Mynd Eggerts var valin um-
hverfismynd ársins en mynd Krist-
ins íþróttamynd ársins. Ljósmynd
Eggerts er af ísjaka, tekin í ís-
könnunarleiðangri Landhelgisgæsl-
unnar. Í umsögn dómnefndar er ís-
jakinn sagður tignarlegur þar sem
hann flýtur um í þokunni og að
myndin gefi tilfinningu fyrir því
sem sé að tapast en einnig fyrir
styrk og mikilfengleika náttúr-
unnar.
Mynd Kristins er af Antoni
Sveini McKee þegar hann stingur
sér til sund í 50 metra bringusund-
skeppni. Er hún sögð í umsögn
dómnefndar fanga kjarna íþrótta-
ljósmyndunar. „Góð myndbygging
á hárréttu augnabliki.“
Valið var tilkynnt á laugardag og
voru veitt verðlaun í sjö flokkum.
Sigtryggur Ari Jóhannsson fékk
verðlaun fyrir fréttamynd ársins af
skólafólki að mótmæla aðgerð-
arleysi í loftslagsmálum. Aldís
Pálsdóttir fékk verðlaun fyrir bestu
mynd ársins í tímariti. Heiða
Helgadóttir hjá Stundinni var verð-
launuð fyrir bestu mynd í flokknum
daglegt líf. Er hún af Ragnari Em-
ilssyni, skipstjóra á Mána. Eins
fékk hún verðlaun fyrir bestu port-
rettmynd ársins, sem var af Sif
Baldursdóttur. Þá fékk ljósmynd-
arinn Golli frá Iceland Review bæði
verðlaun fyrir Mynd ársins sem og
myndaseríu ársins. Mynd ársins
var tekin í vorferð Jöklarannsókna-
félags Íslands á Vatnajökul. Í um-
sögn dómnefndar segir að myndin
sýni á áhrifaríkan og táknrænan
hátt loftslagsbreytingar af manna-
völdum. Myndasería ársins er úr
sömu ferð Jöklarannsóknafélags Ís-
lands.
Ljósmyndasýning hefst í dag
Sjö dómarar völdu 96 myndir á
ljósmyndasýningu í ár en alls bár-
ust 826 myndir íslenskra blaða-
ljósmyndara.
Blaðaljósmyndarafélag Íslands
var stofnað árið 1976 og starfar
innan Blaðamannafélags Íslands.
Ljósmyndasýningin Myndir ársins
hefur verið haldin síðan árið 1979
og er sögð ein fjölsóttasta ljós-
myndasýning landsins ár hvert.
Ljósmyndasýningin verður opin í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá og
með deginum í dag til 1. júní.
Ljósmynd/Golli
Ljósmynd ársins Ljósmynd Golla er sögð áhrifarík og táknræn mynd fyrir loftslagsbreytingar
af manna völdum. „Myndin sýnir hversu smár maðurinn er í samanburði við náttúruna.
Morgunblaðið/Kristinn
Íþróttamynd ársins Ljósmynd Kristins Magnússonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, þótti skara
fram úr í flokki íþróttaljósmynda. Er myndin sögð fanga kjarna íþróttaljósmyndunar.
Ljósmyndir ársins heiðraðar
Morgunblaðið/Eggert
Umhverfismynd ársins Mynd Eggerts Jóhannessonar var tekin í könnunarleiðangri Landhelgisgæslunnar. Þykir
hún gefa tilfinningu fyrir því hvað hefur tapast en jafnframt fyrir styrk og mikilfengleika náttúrunnar.
Myndir Eggerts
og Kristins þóttu
m.a. skara fram úr
Myndir ársins
» Myndir ársins hafa verið
heiðraðar frá árinu 1979.
» Ljósmyndarar Morgunblaðs-
ins fengu verðlaun fyrir
íþróttamynd ársins og um-
hverfismynd ársins.
Samninganefndir Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og sex
aðildarfélaga Bandalags há-
skólamanna undirrituðu sl.
föstudag nýja kjarasamninga.
Samningarnir eru sagðir vera í
anda Lífskjarasamningsins sem
þegar gildir á almennum vinnu-
markaði. Samningarnir gilda frá
1. janúar sl. til 31. mars árið
2023.
Samninganefnd Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga hefur nú
lokið kjarasamningum við 46
stéttarfélög starfsmanna sveitar-
félaganna.
Samninganefnd ríkisins og
tollvarðafélag Íslands undirrit-
uðu í síðustu viku nýjan kjara-
samning. Samningar liggja hins
vegar ekki fyrir í viðræðum
ríkisins og Landssambands lög-
reglumanna. Í umfjöllun á vef
félags lögreglumanna segir að
enn mjakist hægt í samkomu-
lagsátt. Síðasti fundur viðræðu-
nefndanna 4. maí stóð í tíu
klukkustundir. Viðræðum verður
haldið áfram en næsti fundur
hefur ekki verið bókaður hjá
Ríkissáttasemjara.
Boðað hefur verið til sátta-
fundar í kjaradeilu ríkisins og
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga næstkomandi miðvikudag.
Sveitarfélög semja
við sex BHM-félög