Morgunblaðið - 11.05.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 11.05.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220 Hafnarfjörður | www.wh.is Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingumum áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Ofnæmið burt! Zensitin 10mg töflur -10, 30 og 100 stk Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Ráðgera má að umfang ábyrgðar ríkissjóðs á stuðningslánum til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir tímabundnu tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru muni nema um 40 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins á um- fangi ábyrgðanna. Minnisblað ráðuneytisins, um mat á áhrif- um sviðsmynda um breytingar á útfærslu og fjár- hæðum stuðn- ingslána í frum- varpi til fjárstuðnings minni rekstrar- aðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, var sent til efnahags- og viðskiptanefndar 6. maí sl. Var málið afgreitt í nefndinni í gær, en vonir standa til að það verði tekið fyrir á Alþingi á þriðjudag. Að sögn Óla Björns Kárasonar, for- manns nefndarinnar og þingmanns Sjálfstæðisflokks, var ágæt sam- staða um málið í nefndinni. Verði frumvarpið samþykkt með breytingum verður hámarksláns- fjárhæð til framangreindra fyrir- tækja hækkuð, en veitt verða lán að upphæð tíu milljónir króna með 100% ríkisábyrgð auk þess sem 85% ríkisábyrgð verður á lánum milli 10-40 milljónir króna. Hámark á veltu hækkað Í frumvarpinu var upphaflega lagt til að veita mætti 100% ríkis- ábyrgð á að hámarki sex milljón króna stuðningslánum til fyrir- tækja. Þá þurftu þau sömuleiðis að uppfylla skilyrði, s.s að þau hefðu orðið fyrir a.m.k. 40% tekjufalli, rekstrartekjur þeirra í fyrra hefðu verið að lágmarki 9 milljónir og að hámarki 500 milljónir, engar arð- greiðslur eða kaupaukar og greiðslur af víkjandi lánum hefðu átt sér stað og væru ekki í van- skilum. Eftir breytingar verða skil- yrðin í grundvallaratriðum þau sömu að undanskilinni hækkun á hámarki rekstrartekna í fyrra. Geta fyrirtæki nú með veltu að há- marki 1,2 milljarðar króna sótt um stuðningslánin, en það er í sam- ræmi við veltu lítilla fyrirtækja samkvæmt lögum um ársreikninga. Endurspeglar núverandi stöðu Eftir breytingar á frumvarpinu munu áætluð meðallán nema 7,4 milljónum króna í stað 3,4 milljóna króna. Að auki kemur lokunar- styrkur til fyrirtækja ekki til frá- dráttar, ólíkt því sem fram kom í upphaflega frumvarpinu. Sökum framangreinda breytinga verður umfang á ábyrgð ríkisins eins og fyrr segir nú 40 milljarðar króna og hækkar þannig úr 28 milljörðum króna, eða um 12 millj- arða króna. Það byggir jafnframt á forsendu um að 60% fyrirtækja standist skilyrði um að fá lán upp að 10 milljónum króna en að ein- ungis 30% fyrirtækja standist kröf- ur og sæki um stuðningslán með 40 milljóna króna þaki og 85% ábyrgð. Óli Björn segir að ljóst hafi verið eftir því sem myndin varð skýrari að ganga þurfti lengra en í fyrstu var talið. „Eftir því sem menn sjá sviðsmyndina betur var augljóst að fyrirtæki þurftu að eiga möguleika á að sækja hærra lán,“ segir Óli Björn og bætir við að með um- ræddum breytingum sé betur verið að endurspegla stöðuna sem nú er uppi. Það komi þó ekki í veg fyrir að gripið verði til enn frekari að- gerða til að styðja við fyrirtækin. „Staðan er sífellt að breytast, en við teljum að þessar breytingar séu í samræmi við stöðuna núna,“ segir Óli Björn. Lánin veitt til 30 mánaða Ströng skilyrði verða sett fyrir lánunum, sem veitt verða í gegnum viðskiptabankana samkvæmt samningi við Seðlabanka Íslands. Þannig verður ekki einungis gerð krafa um tiltekið tekjufall heldur verða fyrirtæki m.a. að veita upp- lýsingar um raunverulega eigendur og útlistun á eignarhlutum erlendis auk annarra ítarlegra upplýsinga. Verða lánin veitt til 30 mánaða og munu afborganir hefjast eftir tvö ár eða síðustu 12 mánuði láns- ins. Með þessu er verið að gera viðkomandi fyrirtækjum kleift að halda rekstri áfram á meðan og eftir að faraldrinum lýkur. Kemur í kjölfar brúarlána Að sögn Óla Björns eru stuðn- ingslánin kærkomin, en þau koma nú í kjölfar veitingu brúarlána, sem einnig voru ætluð fyrirtækj- um sem komu illa út úr efnahags- ástandinu í kórónuveirufaraldrin- um. Eiga síðarnefndu lánin að nýtast stærri fyrirtækjum vel, en þau eru jafnframt með 70% rík- isábyrgð. Ef allt gengur eftir má gera ráð fyrir að hafist verði handa við veit- ingu brúar- og stuðningslána á næstu vikum. „Brúarlánin eru að fara af stað núna og þetta vinnur mjög vel með því. Þetta dekkar annan hluta ís- lensks viðskiptalífs enda eru brúarlánin sniðin að stærri fyrir- tækjum,“ segir Óli Björn, sem kveðst ánægður með niðurstöðuna. „Við vildum ná að endurspegla betur stöðu og umfang fyrirtækj- anna sem þurfa á lánveitingum að halda. Ég held að það takist með stuðningslánunum,“ segir Óli Björn. Umfang stuðningslána eykst  Hámark á lánsfjárhæð hækkar um 34 milljónir króna  Umfang ríkisábyrgðar vegna stuðningslána er um 40 milljarðar króna  Kærkomið fyrir fyrirtæki sem lent hafa í erfiðleikum sökum veirunnar Bankar Lánin verða veitt í gegnum viðskiptabankana samkvæmt samningi við Seðlabanka Íslands. Hefur hámark á lánsfjárhæð verið hækkað og nemur nú 40 milljónum króna með 85% ríkisábyrgð. Stuðningslán » Veitt verða lán að upphæð tíu milljónir króna með 100% ríkisábyrgð auk þess sem 85% ríkisábyrgð verður á lánum milli 10-40 milljónir króna. » Umfang á ábyrgð ríkisins eykst um 12 milljarða króna með breytingunum. » Fyrirtæki með árlegar tekjur lægri en 1,2 milljarða króna geta sótt um stuðningslán, en þó ekki hærra en 40 milljónir króna. Óli Björn Kárason Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Rannsóknarnefnd samgönguslysa, sjóslysasvið, hefur beint því til yfir- valda hvort ekki sé ástæða til að banna opinn vothreinsibúnað við strendur landsins eins og sum lönd og/eða hafnir hafi gert. Fram kemur í skýrslu um atvik á síðasta ári að þessi búnaður hafi víða verið bann- aður af umhverfissjónarmiðum og þurfi skip því að skipta yfir á vist- vænna eldsneyti áður en siglt er til þessara staða. Þetta kemur fram í lokaskýrslu nefndarinnar í kjölfar þess að 15. ágúst í fyrra kom sótmengun í höfn- ina í Vestmannaeyjum frá Lagar- fossi úr svokölluðum vothreinsibún- aði. Hann hafði verið settur í skipið mánuði áður til hreinsunar á afgasi frá aðalvél vegna svartolíubrennslu. Rakið er í skýrslunni að reglur hafi verið hertar um brennisteins- innihald í skipaeldsneyti. Frá 2015 er leyfilegt brennisteinsinnihald í skipaeldsneyti innan landhelgi Ís- lands 0,1%, en hámarkið var áður 3,5%. Til að bregðast við auknum kröfum hafa skipaútgerðir um allan heim sett upp vothreinsibúnað í skip sín til að geta eftir sem áður brennt svartolíu með hærra brennisteins- innihaldi. Búnaðurinn dregur þá að miklu leyti úr losun brennisteins út í andrúmsloftið. Til eru tvær tegundir af vot- hreinsibúnaði. Annars vegar lokað kerfi þar sem ferskvatn í bland við natríumhýdroxíð er notað og sótið skilar sér niður í tank um borð í skip- inu og það síðan losað í land til förg- unar. Hins vegar er um að ræða opið kerfi þar sem sjór er notaður til að hlutleysa útblásturinn og sótinu er skolað í sjóinn jafnóðum. Ófullkominn bruni Lagarfoss var búinn opnu kerfi og var að brenna svartolíu á aðalvél með brennisteinsinnhaldi 2,5% þeg- ar sótmengunin varð. Við gangsetn- ingu á aðalvél varð bruninn ófull- kominn og mikil sótmyndun sem var óhjákvæmileg á meðan aðalvélin var að komast á fullan snúning, segir í skýrslunni. Sjódælur fyrir hreinsi- búnaðinn voru komnar í gang og skoluðu sótinu sem myndaðist við gangsetninguna í höfnina. Verklagi vélstjóra um borð í skipinu var breytt eftir atvikið og sjódælur á hreinsibúnaðinum ekki ræstar fyrr en eftir gangsetningu aðalvélar. Tilmæli vegna sótmengunar  Opinn vothreinsibúnaður í skipum hefur víða verið bannaður Morgunblaðið/Árni Sæberg Vestmannaeyjar Í ágúst í fyrra kom sótmengun í höfnina í Vestmanna- eyjum frá Lagarfossi úr vothreinsibúnaði. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.