Morgunblaðið - 11.05.2020, Page 12

Morgunblaðið - 11.05.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þegar spurt er um þjóðir sem leggja mikið upp úr góðum matvælum og merkilegri matarhefð koma lönd eins og Ítalía eða Frakkland upp í hugann, með vín sín og osta og alls kyns hnossgæti. Þar er matvælafram- leiðslu gert hátt undir höfði enda þyk- ir atvinnugreinin vera einn af burð- arstólpum hagkerfisins og samfélagsins. Nánari skoðun leiðir í ljós að senni- lega er ekki til meiri matvælaþjóð en Ísland. Ný skýrsla Sjávarklasans og Matarauðs Íslands, gerð í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Íslands- stofu, sýnir svart á hvítu að íslenskur matvælageiri er stærri en margan grunar. Árið 2017 var samanlögð velta íslenskra matvælaiðnaðarins og matvælafyrirtækja í eigu Íslendinga erlendis rösklega þúsund milljarðar króna, og hefur engin önnur vestræn þjóð jafn mikil umsvif í matvæla- iðnaði miðað við höfðatölu. Fjöldi öflugra sprota Brynja Laxdal er verkefnastjóri Matarauðs Íslands og segir hún að bara á síðustu tíu árum hafi orðið til á bilinu 60 til 70 ný íslensk fyrirtæki sem starfi á sviði matvæla- og heilsu- efnaframleiðslu, og ekki sé ósennilegt að gróskan í greininni muni halda áfram á sömu braut. Finna má ýmis dæmi um mat- væla- og heilsu- efnafyrirtæki sem hafa náð undra- verðum árangri á skömmum tíma, og eru líkleg til að verða stór og stöndug áður en langt um líður. Má nefna ostasnakkframleiðandann Lava Cheese sem tókst á síðasta ári að afla u.þ.b. 700.000 evra í gegnum fjármögnunargátt Funderbeam, og sultu- og súkkulaðismyrjuframleið- andann Good Good sem lauk fyrir skemmstu 400 milljóna króna hluta- fjáraukningu. „Oft er talað um þrjár meginstoðir íslensks atvinnulífs: ferðaþjónustu, sjávarútveg og ál- verin, en matvælageirinn er ekki síð- ur mikilvægur og verðmætaskap- andi, auk þess að búa til fjölda beinna og afleiddra starfa.“ Skýrsla Sjávarklasans og Matar- auðs Íslands byggir á viðtölum við fjölda sprotafyrirtækja í greininni og segir Brynja að tekist hafi að greina nokkra þætti sem auki líkurnar á ár- angri. „Góð rekstrarkunnátta, þekk- ing á vörunni, þrautseigja og eftir- fylgni skipta sköpum en ekki síður að fá annaðhvort fjárfesta eða góða styrki inn í reksturinn til að styðja við hraðari vöxt,“ útskýrir hún. Þá reka matvælasprotar sig á ýmsa þröskulda, eins og t.d. vöntun á svokölluðu atvinnueldhúsi. Brynja bendir á að Matís starfræki tilrauna- eldhús í Reykjavík og að víða um landið séu starfræktar matarsmiðjur sem henti fyrir vöruþróun og tilraun- ir en ekki fyrir fjöldaframleiðslu á meðalstórum skala. „Núna er verið að vinna að því að setja atvinnueldhús á laggirnar og hefur það fengið heitið Eldstæðið. Þar ættu frumkvöðlar að geta nýtt sér eldhús, geymslur, kæli- búnað, sameiginlegt dreifingarkerfi og fleira og eiga þannig auðveldara með að stækka. Þarna þarf að koma til styrk fjárfesting svo að verkefnið nái flugi.“ Matvöruverslanirnar með opinn faðminn Mörgu má breyta til að bæta rekstrarumhverfi matvælafyrirtækja enn frekar og nefnir Brynja að það virðist á ýmsa vegu flóknara að stofna matvælafyrirtæki á Íslandi en víða erlendis. Hár launakostnaður og launatengd gjöld draga líka úr sam- keppnishæfni innlendra matvæla- fyrirtækja, auk þess að aðföng eru dýr, flutningskostnaður hár og flökt á genginu. „Á móti kemur að margir viðmælendur nefndu að innlendir seljendur væru áhugasamir um ís- lenska framleiðslu og boðleiðir stutt- ar svo að tiltölulega auðvelt væri að koma nýrri vöru að í búðunum. Hrósa verður matvöruverslunum fyrir að vera, í dag, almennt jákvæðar fyrir því að taka inn framleiðslu íslenskra matvælafrumkvöðla.“ Auk þess að liðka fyrir aðkomu sjóða og fjárfesta segir Brynja að efla megi íslenska matvælafrumkvöðla með því t.d. að auka stuðning í formi handleiðslu og ráðgjafar á fyrstu stigum og veita aukið fjárhagslegt svigrúm með rausnarlegri afsláttum og endurgreiðslum í gegnum skatt- kerfið. Þá sé spennandi að skoða hvort nýta megi betur tækifæri á er- lendum mörkuðum og sýnir reynslan að víða um heim ættu neytendur að vera móttækilegir fyrir íslenskri mat- vöru og heilsuefnum. Er skemmst að minnast þeirrar sigurfarar sem ís- lenskt skyr hefur farið um allan heim á undanförnum árum og er hægt að finna íslenskt vatn, íslenskt sælgæti og íslenska kjötvöru til sölu í ýmsum löndum. „Að sækja út á erlenda markaði hefur reynst íslenskum matvæla- framleiðendum bæði dýrt og afar flókið og þarf að koma á skilvirku stuðnings- og ráðgjafarteymi, mönn- uðu sérfræðingum sem þekkja er- lenda markaði vel og geta gefið fyrir- tækjunum bæði skýr svör og styrka handleiðslu í gegnum allt ferlið.“ Hraðari vöxtur með aðkomu fjárfesta Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tækifæri Brynja segir góða rekstrarkunnáttu, þekkingu á vörunni, þraut- seigju og fjármagn fleyta íslenskum matarsprotum langt.  Miðað við höfðatölu er Ísland með umsvifameiri matvælaiðnað en nokkur önnur þjóð  Fjöldi spenn- andi sprota hefur litið dagsins ljós en útflutningur hefur reynst þessum fyrirtækjum bæði dýr og flókinn Brynja Laxdal Model S, X, 3 og Y. Að auki starfrækir fyrirtækið risavaxna rafhlöðuverk- smiðju í Nevada og sólarselluverk- smiðju í New York, til viðbótar við verksmiðjur í Hollandi og Kína og verksmiðju sem opnuð verður á næsta ári í Þýskalandi. Í tilkynningu sem Tesla birti á laugardag kvartaði fyrirtækið yfir því að heilbrigðisyfirvöld í Alameda-sýslu svöruðu hvorki símtölum né tölvu- póstum. Þar sagði jafnframt að Tesla hefði útbúið nákvæma áætlun sem mið- aði að því að hefja starfsemi með öruggum hætti, s.s. með því að aðskilja vinnurými, vakta hvort starfsfólk væri með hita, láta starfsfólk klæðast hlífðarbúnaði og fylgja ströngustu stöðlum við þrif og sótthreinsun. Sakar Tesla stjórnvöld í Alameda um að bæði óhlýðnast fyrirmælum ríkisstjóra Kaliforníu og brjóta gegn ákvæðum stjórnarskráa Bandaríkj- anna og Kaliforníuríkis. ai@mbl.is Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla höfðaði á laugardag mál gegn Alameda-sýslu í Kaliforníu til að freista þess að fá snúið ákvörðun yfir- valda um að loka verksmiðju Tesla í Fremont. Lokuninni er ætlað að hægja á útbreiðslu kórónuveirusmita en stjórnendur Tesla telja að með breytt- um vinnu- og öryggisferlum megi hefja starfsemi að nýju án teljandi hættu á að smit berist á milli starfs- fólks. Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla, var harðorður í garð stjórn- valda í Alameda-sýslu í tísti sem hann sendi frá sér á laugardag. Þar hótaði hann að færa höfuðstöðvar og framtíð- arverkefni Tesla til Texas eða Nevada ef viðmót stjórnvalda skánaði ekki. Yf- irvöld í Alameda hafa fyrirskipað að almenn fyrirtæki leggi niður starfsemi út maímánuð. Í verksmiðju Tesla í Fremont starfa um 10.000 manns við framleiðslu Tesla Tesla höfðar mál vegna lokunar AFP Ósáttur Elon Musk hótaði því í tísti á laugardag að flytja starfsemi Tesla í Kaliforníu yfir til Nevada eða Texas ef viðmót stjórnvalda í ríkinu batnaði ekki. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti á laugardag að stjórn- völd myndu strax í þessari viku hefjast handa við að kaupa kjöt, mjólkurvörur og grænmeti af bandarískum bændum. Í færslu sem forsetinn birti á Twitter sagði hann að þremur milljörðum dala yrði ráðstafað í kaup á land- búnaðarvörum og þeim síðan dreift til þeirra sem eiga um sárt að binda. Að sögn Reuters er ekki fylli- lega ljóst hvort þessi aðgerð er hluti af, eða viðbót við, 19 millj- arða dala björgunarpakka sem bandaríska landbúnaðarráðu- neytið kynnti í apríl. Bandarískir bændur hafa margir átt erfitt með að koma framleiðslu sinni í hendur neytenda enda hafa aðfangakeðjur raskast og bæði pökkunarfyrirtæki og sláturhús þurft að loka vegna smitvarnaaðgerða stjórnvalda. ai@mbl.is Ríkið kaupir fram- leiðslu bænda Lausn Trump hefur áður gætt hagsmuna bænda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.