Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Brunað um bæinn Það lifnar heldur betur yfir mannlífinu þegar sólin skín dag eftir dag í borginni. Sigurður Unnar Ragnarsson Það hefur verið aðdáunarvert að fylgj- ast með viðbrögðum við COVID-19 faraldr- inum hér á landi. Yfir- vegaðar aðgerðir sótt- varnalæknis, land- læknis og almanna- varnadeildar ríkis- lögreglustjóra hafa staðist þetta álagspróf með glæsibrag og vak- ið verðskuldaða athygli innan lands sem utan. Lykilþættir í góðum árangri eru umfangsmiklar greiningaraðgerðir í heilsugæslunni og á bráðamóttökum víða um landið og skimanir fyrir smitum hjá al- menningi með ómetanlegri aðstoð Íslenskrar erfðagreiningar. Allt þetta hefur hjálpað mikið við smit- rakningu og einangrun smitaðra með takmörkun á útbreiðslu veir- unnar í samfélaginu. Allar spár inn- lendra sérfræðinga um þróun far- aldursins hafa staðist. Í veirufaraldri sem þessum þar sem ekkert ónæmi var fyrir hendi eru alvarleg veikindi og dauðsföll óumflýjanleg og aðgerðir miða að því að lágmarka skaðann út frá bestu þekkingu sem völ er á. Heil- brigðisþjónustan hefur nú sýnt hvers hún er megnug þegar mikið liggur við. Á stuttum undirbúnings- tíma var áherslum á Landspítal- anum og víðar breytt í veigamiklum atriðum allt frá bráðamóttöku til legudeilda og gjörgæslu til þess að bregðast við stórauknu álagi bráð- veikra sjúklinga með nýjan sjúk- dóm. Mest álag hefur verið á bráða- móttökum, lyflækningadeildum og gjörgæsludeildum Landspítala í Fossvogi (LSH) og Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri (FSA). Þessi veirusýking er að mörgu leyti frábrugðin þeim sem við þekkjum af fyrri reynslu og lúmsk einkenni og skyndileg tilkoma alvarlegrar önd- unarbilunar vegna lungnabólgu hafa verið mest áberandi. Vísindin og reynslan eiga eftir að skýra margt í hegðun þessa sjúkdóms og sú vinna er rétt að byrja. Það varð þó fljótlega ljóst af erlendum fréttum að sýkingin var skæð og dánartíðni margfalt hærri en í venjulegri inflúensu. Þegar bornar eru saman tölur um fjölda smitaðra og dánartíðni tengd faraldrinum á Íslandi og í öðrum löndum verður ljóst hve vel hefur gengið hér á landi bæði að hefta útbreiðslu sýkinga og meðhöndla þá sem hafa veikst alvarlega. Í Bandaríkjunum hefur nú yfir ein milljón sýkinga greinst, en vafalaust eru margfalt fleiri sýktir, og fjöldi látinna er að nálgast 80.000. Ef þær tölur væru yfirfærðar á Ísland út frá fólksfjölda hefði mátt búast við um 80 dauðs- föllum hér á landi nú þegar og ekk- ert lát væri á greiningu nýrra til- fella. Á Íslandi hafa nú greinst nálægt 1.800 tilfelli og dauðsföll eru 10 og dánartíðni því 1/8 af dán- artíðni í Bandaríkjunum. Farald- urinn er auk þess að mestu genginn yfir hér á landi í bili að minnsta kosti. Svipaður samanburður á dán- artíðni á við um sum Evrópulönd sem farið hafa illa út úr faraldr- inum, svo sem Ítalíu, Spán og Frakkland. Skýringar á mismun- andi dánartíðni eftir löndum er nokkur ráðgáta en hlýtur að veru- legu leyti að snúast um gæði lýð- heilsuaðgerða og heilbrigðisþjónust- unnar á hverjum stað. Dauði vegna veirulungnabólgu stendur reyndar oft í sambandi við bakteríusýkingar sem koma í kjölfar veirusýkingar- innar og þar kann að vera lykilatriði að hér á landi er tiltölulega lítið sýklalyfjaónæmi baktería fyrir hendi vegna minni notkunar sýkla- lyfja en til dæmis á Ítalíu eða í Bandaríkjunum. Þegar fréttir bárust af því frá þróuðum ríkjum að dánartíðni sjúk- linga með COVID-19 lungnabólgu á gjörgæsludeildum væri allt að 90% voru þær tölur ótrúlegar. Þetta er mikið hærri dánartíðni en lýst hefur verið í veirulungnabólgum af alvar- legasta tagi vegna inflúensu og ann- arra þekktra veirusýkinga sem við höfum reynslu af. Jafnvel var um það rætt meðal fagmanna erlendis að dánartíðnin væri svo há hjá gjör- gæslusjúklingum að öndunarvéla- meðferð væri þýðingarlaus. Þess vegna hefur verið mjög ánægjulegt að fylgjast með þeim árangri sem náðst hefur í gjörgæslumeðferð þessara sjúklinga á LSH og FSA þar sem dánartíðnin er aðeins 15% og tekist hefur að ná flestum sjúk- lingum af öndunarvél. Þessi árangur sjúkrahúsanna er í einu orði sagt stórkostlegur. Nú eru allir stoltir af að vinna á LSH og starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu um allt land ber höfuðið hátt. Mikið af nákvæmari vísindalegum upplýsingum og þekk- ingu um þennan faraldur mun birt- ast á komandi árum og margs konar lærdómur verður af því dreginn. Vera kann að margt af því merkileg- ast í þeim efnum verði byggt á reynslu og aðferðum okkar Íslend- inga. Eitt er ljóst, að árangrinum í baráttu við þennan faraldur hér á landi má ef til vill líkja við heimsmet í lýðheilsu og nánast örugglega heimsmet í gjörgæslu. Ríkisstjórnin hefur borið gæfu til þess að treysta fagfólkinu í einu og öllu fyrir þessu verkefni og má vel við una. Ekki aðeins hefur fagfólkið haft algert forræði heldur ótakmarkaðan stuðning stjórnvalda. Nú ættu allir sem um þetta hugsa að gera sér grein fyrir því hvað við erum með í höndunum þar sem er íslenska heilbrigðiskerfið og hlúa að því sem aldrei fyrr. Eftir Stein Jónsson »Heilbrigðisþjón- ustan hefur nú sýnt hvers hún er megnug þegar mikið liggur við. Steinn Jónsson Höfundur er prófessor í lungnasjúk- dómum við Landspítala og lækna- deild Háskóla Íslands. steinnj@lsh.is Heimsmet í lýðheilsu og gjörgæslu Vorið er komið og mannlíf byrjað að vakna af þeim dvala sem veirufaraldurinn hefur valdið. Enginn veit hversu lengi hann á eftir að setja svip á samskipti manna hér innanlands, að ekki sé talað um opnun á ferð- ir til og frá útlöndum. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld og trúnaðarmenn haldið svo vel á málum að aðdáun vekur og staðið af sér þann mikla þrýsting sem farið er að gæta víða í samfélag- inu. Enn er pestin á uppleið í Bret- landi og langt frá því að hafa dvínað eins og hér á öðrum Norðurlöndum. Ástandið í Bandaríkjunum er ógn- vænlegt og segir dapurlega sögu um þarlend stjórnvöld með Trump og hans nánustu samstarfsmenn í for- svari. Á meðan þannig háttar er- lendis má helst enga áhættu taka sem valdið gæti nýrri smitbylgju hérlendis. Eins og horfir má telja útilokað að ferðalög hefjist í ein- hverjum mæli til og frá landinu fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur og mót- taka stórra farþegaskipa frá útlönd- um hlýtur af bíða um sinn. Aðlögun að gerbreyttum aðstæðum Veiran sem nú herjar ætti að gefa mönnum tilefni til að staldra við og endurmeta fyrir alvöru stöðu okkar á heimilinu jörð. Sú áskorun blasti raunar við vegna loftslagsháskans og hafði að minnsta kosti að nafninu til hlotið viðurkenningu þeirra þjóða sem skrifuðu upp á Parísarsam- komulagið 2015. Segja má að mann- kynssagan eins og við þekkjum hana sé vörðuð árekstrum manna við um- hverfi sitt, saga þjóða og samfélaga sem lentu í sjálfheldu eða bárust á banaspjótum í kapphlaupi um stærri sneið af gæðum jarðar. Sú greining sem dregin var upp fyrir hálfri öld í bókinni Endimörk vaxtarins (The Limits to Growth, 1972) að frum- kvæði Rómarklúbbsins svonefnda hefur því miður í meginatriðum reynst rétt. Að henni stóð hópur vís- indamanna frá Tækniháskólanum í Massachusetts í Bandaríkjunum. Þar segir í inngangi: „Niðurstöður skýrslunnar sýna, að mannkynið fær ekki ætlað sér þá dul að margfaldast með sívaxandi hraða og láta efnislegar framfarir sitja í fyrirrúmi án þess að rata í ógöngur á þeirri vegferð; að við eig- um um það að velja að leita nýrra markmiða og ráða þannig sjálfir ör- lögum okkar eða kalla yfir okkur af- leiðingar hins taumlausa vaxtar, sem við fáum þá óumflýjanlega að kenna enn harðar á.“ Ástæða er til að rifja upp að niðurstöður ritsins byggðu á vist- fræðilegum og sögulegum for- sendum, en ekki pólitískri forskrift. Þótt skýrsla þessi og síðari rit Róm- arklúbbsins vektu athygli, gekk þró- un efnahagslífs iðnríkjanna í þver- öfuga átt og hefur í meginatriðum þrætt þá feigðarbraut síðan. Sjálfbær þróun hefur ekki gengið eftir Sama ár og skýrsla Rómarklúbbs- ins kom út, 1972, var haldin Stokk- hólmsráðstefna Sameinuðu þjóð- anna undir kjörorðinu Umhverfi mannsins. Frumkvöðlar hennar á vettvangi SÞ voru Svíar og megintil- gangur með henni að beina athygli stjórnvalda og almennings að um- hverfismálum og hvetja til alþjóða- samstarfs um þau. Margt gagnlegt fylgdi í kjölfarið, ekki síst barátta gegn mengun ásamt aukinni umhverfisvit- und. Samtímis var hins vegar hert á iðnvæð- ingu og auðlindasóun undir merkjum ný- frjálshyggju og fjöl- þjóðafyrirtækja, m.a. á kostnað fátækra þró- unarlanda. Vegna áframhald- andi vaxandi um- hverfisvanda settu Sameinuðu þjóðirnar á fót árið 1983 sérstaka nefnd, World Commission on envi- ronment and development, undir formennsku Gro-Harlem Brundt- land forsætisráðherra Noregs. Skil- aði nefndin af sér 1987 með skýrsl- unni Sameiginleg framtíð okkar (Our common Future. Oxford 1987), oftast kennd við hugtakið sjálfbær þróun. Skilgreining þess hugtaks var: „Mannleg starfsemi sem full- nægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðar- kynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“ Með sjálfbærri þróun skyldi leitast við að ná jafnvægi milli efnahagslegra, félagslegra og um- hverfislegra þátta í samfélags- þróuninni, horft til langs tíma, og samþætta aðgerðir að því markmiði. Nefndin fór ekki út í nákvæmar skil- greiningar á einstökum þáttum en sagði m.a. í áliti sínu að þörf gæti verið á að nýta til fulls efnahagslega vaxtarmöguleika, sérstaklega til að fullnægja þörfum á vanþróuðum svæðum. (s. 44). – Í framhaldi af þessu hófst undirbúningur Ríó- ráðstefnunnar 1992, sem m.a. af- greiddi alþjóðasáttmálana gegn loftslagsbreytingum af mannavöld- um og um verndun líffræðilegrar fjölbreytni sem síðan hefur verið reynt að þoka fram, en með þeim takmarkaða árangri sem nú blasir við eftir þrjá áratugi. Fátt er svo með öllu illt… Árið 2020 var markmið alþjóða- samfélagsins með fáum undantekn- ingum að ganga frá bindandi áætlun ríkja heims um niðurskurð í losun gróðurhúsalofttegunda. Veirufar- aldurinn skyggir um sinn á þau áform en verkefnið minnir á sig og verður á dagskrá á ný fyrr en varir. Efnahagskerfi heimsins er lamað og hagvaxtartölur í mínus. Viðfangs- efnið er ekki að keyra þær upp á óbreyttum grunni heldur að finna leiðir til mannsæmandi lífs fyrir sem flesta án þess að spilla umhverfi jarðar. Til þess þarf fjölmargt að breytast, ekki síst að gerðar verði minni kröfur til efnislegrar neyslu ásamt með jöfnuði í lífskjörum. Nú- verandi lífsmynstur samræmist eng- an veginn burðarþoli móður jarðar og þar er breyting á ríkjandi efna- hagskerfi og viðskiptaháttum lykil- atriði. Svonefnt fótspor okkar Ís- lendinga í umhverfislegu samhengi er talið a.m.k. 5-falt stærra en góðu hófi gegnir og losun gróðurhúsalofts hérlendis hefur verið með því hæsta í Evrópu, eða 14 tonn á mann. Um leið og staldrað er við vegna veir- unnar þarf að leggja grunn að lífs- háttum sem raunverulega skila af- komendum okkar sjálfbæru umhverfi. Eftir Hjörleif Guttormsson »Eins og horfir má telja útilokað að ferðalög hefjist í ein- hverjum mæli til og frá landinu fyrr en í fyrsta lagi næsta vetur. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Maðurinn þarf að laga sig að náttúrunni sem við öll erum hluti af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.