Morgunblaðið - 11.05.2020, Side 17

Morgunblaðið - 11.05.2020, Side 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 www.flugger.is Viðarvörnina fyrir pallinn færðu hjá Flügger Í grein eftir Krist- ján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, í Morgunblaðinu 9. maí sl. fer hann yfir rök fyrir ábyrgri fisk- veiðistjórnun og mikilvægi hennar fyr- ir íslenskan sjávar- útveg. Einnig fer hann yfir mikilvægi þess að ábyrg fiskveiðistjórnun byggi á vísindum: „…vísindin ganga jú ekki síst út á að kynda undir neistum efans og útiloka aldrei að ný þekking verði til þess að aðlaga þurfi fyrri kenn- ingar nýrri vitneskju eða að þeim verði jafnvel kollvarpað. Það er því beinlínis nauðsynlegt að fá fram gagnrýni og aðhald á hina vísindalegu ráðgjöf.“ Nú hagar svo til að þau vísindi sem lögð voru til grundvallar 12 prósenta lækkunar á viðmiðunar- gildi ráðgjafareglu varðandi grá- sleppuveiðar í ár hafa reynst röng. Þetta hefur verið rækilega stað- fest af þeim sem hafa verkað grá- sleppu á Íslandi síðastliðin 40 ár. Í stuttu máli snýst þetta um um- reikning á aflatölum áranna 1985 til 2008 úr tunnumagni yfir í afla af óslægðri grásleppu. Í vísinda- grein sem Hafró vísar í fóru höf- undarnir þá torskildu leið að nýta afladagbækur sem innihéldu afar misjafnar upplýsingar, byggðar á misjöfnum forsendum, auk þess að vera í besta falli grófar áætlanir um aflamagn fyrir þá tíma sem skylda var að vigta grásleppu. Með samsuðu margra þátta töldu vísindamenn Hafró sig hafa fundið út að til að fylla eina staðlaða 105 kílóa tunnu af söltuðum hrognum þyrfti 425 kíló af óslægðri grá- sleppu. En eftir síðasta svar frá Hafró um að ekki þætti tilefni til að endurskoða ráðgjöfina hafa komið fram nýjar upplýsingar og gögn sem sýna fram á augljósa villu á einni mikilvægri tölu í útreikningum Hafró, sem er hve mörg kíló þurfi af óslægðri grá- sleppu í eina hrogna- tunnu. Fjórir vinnslu- aðilar hafa nú sent frá sér yfirlýsingu um að það skeiki að meðaltali 26 prósent- um á tölum vísinda- manna Hafró og þeirri nýtingartölu sem framleiðendurnir hafa sannreynt síð- ustu 40 ár. Hún er að það þurfi að meðaltali 535 kíló af óslægðri grá- sleppu til að framleiða eina tunnu af söltuðum hrognum. Það má einnig benda á að það er ekki tilviljun að frá árunum 1992 til 2007 skeikar nákvæmlega sömu tölu á magni útfluttra hrogna samkvæmt útflutnings- tölum Hagstofu sem byggja á töl- um úr útflutningsskýrslum, og þeirri tölu sem er skekkja í út- reikningum vísindamanna Hafró, eða 26 prósentum. Til að setja hlutina í samhengi og sýna fram á hve áríðandi er að þetta verði leiðrétt er sú 12 pró- senta lækkun sem varð á ráðgjöf Hafró í ár byggð á því að afla- magn viðmiðunaráranna var fært niður um 9 prósent. Nú hafa komið fram óvéfengjan- leg gögn og yfirlýsingar frá fram- leiðendum um að nýtingartalan sé röng. Því legg ég til að ráðherra veiti nú þegar heimild til veiða á um það bil 10 tonnum af grá- sleppu sem nýtt verða í að kanna nýtingarhlufall grásleppuafurða. Það er algerlega ótækt að stofn- un sem kennir sig við vísindi kom- ist upp með það að byggja ráð- leggingar sínar á gagnslausum upplýsingum úr áratugagömlum afladagbókum þegar á auðveldan hátt á einum vinnudegi er hægt að fá mikilvægar rauntölur úr raun- heimum með því einu að kíkja út af skrifstofunni og bleyta á sér hendurnar. Það þarf ekki að hvetja ráðherra til að víkja frá ráðgjöf Hafró, held- ur þarf ráðherra að hafa kjark til að beita sér fyrir því að Hafró fari strax í að meta ný gögn og yfirlýs- ingar frá framleiðendum, eða ein- faldlega skikki vísindamennina að fara í slopp og hanska og vinna með staðreyndir beint úr hafinu. Farsælast væri fyrir alla sem málið varðar að vísindamennirnir Sigurður Þór Jónsson og James Kennedy viðurkenndu þau mistök sem lögð voru til grundvallar lækkunar á ráðgjöf Hafró og að eigin frumkvæði leiðréttu niður- stöðu sína. Fái hún að standa kost- ar hún árlega 300-600 milljónir í tekjutapi þeirra sem hafa þessar veiðar og vinnslu að atvinnu. Þetta snýst ekki um að halda haus, því það er ekki spurning hvort þeir verði að leiðrétta niður- stöður sínar heldur hvenær þeir ætli að gera það. Ég skora á þá fé- laga að hafa frumkvæði að leið- réttingu strax því þetta þolir enga bið og klárt er að orðspor þeirra sem vísindamanna bíður minni hnekki vindi þeir sér nú þegar í að leiðrétta niðurstöður sínar. Vísindin og ráðgjöf Hafró á grásleppu Eftir Axel Helgason »Ég skora hér á þá fé- laga að hafa frum- kvæði að leiðréttingu strax því þetta þolir enga bið. Axel Helgason Höfundur er fyrrverandi formaður Landssambands smábátaeigenda og grásleppukall. axelhelgason@gmail.com Nú er bara að vona að stjórnvöld hafi eitt- hvað lært af hruninu. Hrunstjórnin ætlaði að hafa allt kristaltært uppi á borðinu. Það endaði svo læst í svörtum kassa undir borðinu í tvo til þrjá mannsaldra. Ríkisstjórn Katr- ínar byrjar vel. Lætur fagmenn sjá um bar- áttuna við Covid-19 og kynnir sjálf efnahagsaðgerðirnar. Fagmennirnir standa sig frábærlega vel með dag- legri kynningu á RÚV. Stuðningur við heimili og fyrirtæki er mikið meiri en í hruninu. Dregið er úr högginu með því að ríkissjóður greiðir allt að þrjá fjórðu launa og lengt er í lánum. Auk þess má fresta greiðslu virð- isaukaskatts og tryggingargjalds. Enn meiri aðgerðir eru boðaðar til að halda þjóðfélaginu gangandi. Hjá hrunstjórninni kom höggið strax af fullum þunga og mest á þá sem voru með verðtryggðar skuldir á okurvöxtum. Stýrivextir voru hækk- aðir til að kveða niður verðbólguna, sem hafði þveröfug áhrif. Skuldir tvö- földuðust og héldu áfram að hækka verðtryggt. Margir sáu engan annan kost en að flýja land og vinna í út- löndum. Launin sendu þeir heim til afborgana okurlána uns þeir gáfust upp. Aðrir áttu falda sjóði, sem Seðla- bankinn skipti í krónur á hagstæðara gengi gegn því að fjárfest væri fyrir krónurnar á Íslandi. Besta fjárfest- ingin var kaup á gjaldþrota fyrir- tækjum og húsnæði sem fólk hafði misst. Þetta hefði ekki þurft að fara svona, ef verðtryggingin hefði verið leiðrétt strax og vísitalan fryst. Sá sem þá var fjármálaráðherra er nú forseti Alþingis. Hætt er við að fjármagn til björg- unar klárist fljótt með tilliti til þess að fyrirtæki með miljarða arðgreiðslur ætlast til að ríkið borgi fyrir þau vinnulaunin. Á sama tíma braska þau með hlutabréf. Ætlar fjármálaráð- herra að sækja meira fjármagn þeim til bjargar með sölu Íslandsbanka? Getur það verið ástæða þess að Arion ætlar að borga hluthöfum sínum 10 milljarða arð í viðbót við áður greidd- an arð svo hluthafarnir – hverjir svo sem þeir eru – geti keypt hlut ríkisins í Íslandsbanka? Í hruninu voru milljarða skuldir sjávarútvegsfyrirtækja afskrifaðar án þess að ríkið tæki til sín fiskveiði- heimildirnar, sem þessi fyrirtæki voru tímabundið með í láni. Um leið og efnahagur þjóðarinnar fór að rétta úr sér keyptu betur reknar útgerðir kvóta af þeim sem hættu. Þannig fóru allir kvótakóngarnir vel út úr hruninu en eigandi kvótans fékk ekkert til baka. Nú ætti ríkið að taka veð í hlutabréfum, sem breytist í hlutafé geti fyrirtæki ekki greitt af láninu. Aðgerðirnar nú dempa höggið með því að lengja í greiðslum og velta vandanum á undan sér. Skuldirnar munu safnast í stíflur, sem margar munu bresta með gjaldþroti fyrir- tækja og eignatapi almennings. Tryggingargjaldið er skattur sem átti tíma- bundið að standa undir atvinnuleysisbótum. Nú sjö árum eftir að atvinnu- leysi hvarf eru fyrirtæki enn að borga tryggingar- gjaldið, sem hefði átt að vera búið að fella niður. Með tryggingargjaldinu er fé tekið út úr fyrir- tækjum, sem hefði mátt og átt að nýta til að bæta reksturinn t.d. með endurnýjun vélakosts. Besta hjálpin til að komast í gegn- um COVID-19 er bætt rekstrarskil- yrði. Frekar en að lengja í snörunni með frestun skatta ætti að lækka þá. Þeir sem nú fresta tryggingargjald- inu geta enn síður greitt það seinna. Ríkisstjórnin ætti að leggja niður tryggingargjaldið, sem er tíma- skekkja. Einnig ætti að frysta vísitöl- una árið 2020. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri skilur samspil vaxta og verðbólgu. Hann hefur þegar lækkað vexti niður í sögulegt lágmark og boðar meiri lækkun stýrivaxta sé þess þörf. Stjórnvöld eiga að fylgja því eftir að fjármálafyrirtæki lækki líka vexti. Eitt af því sem margir voru ósáttir við í hruninu var hvernig staðið var að niðurfellingu skulda. Seðla- bankastjóri segir í viðtali við Frétta- blaðið að ekki sé hægt að hjálpa öllum og aðeins eigi að hjálpa lífvænlegum fyrirtækjum. Hann segir líka að bankarnir skuli leiða þá vinnu hverj- um skuli bjargað og hverjum ekki. Engir aðrir geti ákveðið hverjir eigi skilið að lifa og fá fjármagn til að komast í gegnum þessar hremmingar og á þá við að þeir sem hafi skuldsett sig mest eigi ekki að fá mestu af- skriftirnar. Í því sambandi vil ég benda á að bankarnir eru sjálfum sér næstir. Frá hruninu eru dæmi um að bankar fengu í fangið tvö fyrirtæki sem voru í samkeppni. Þá var oftar en ekki því fyrirtæki hjálpað sem stóð verr gagn- vart bankanum. Betur rekna fyrir- tækið, sem bankinn hefði tapað minna á við gjaldþrot, varð gjald- þrota. Viðskiptavild þess var jafnvel yfirfærð á verr rekna fyrirtækið svo það lifði af og bankinn tapaði minna. Það eru jafnvel dæmi um að banki hafi þrýst á útgerðarfyrirtæki að selja kvóta öðru fyrirtæki, sem bank- inn var í vandræðum með. Enn hefur hrunið ekki verið gert upp. Skref í þá áttina væri að opna svarta kassann og segja frá hverjir fengu keypt íbúðirnar sem fólk missti í hruninu. Að lengja í snör- unni og velta vand- anum á undan sér Eftir Sigurð Oddsson Sigurður Oddsson » Frekar en að lengja í snörunni með frest- un skatta ætti að lækka þá. Þeir sem nú fresta tryggingargjaldinu geta enn síður greitt það seinna. Höfundur er verkfræðingur og eldri borgari. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógó- ið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.