Morgunblaðið - 11.05.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 11.05.2020, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020 Elsku afi. Þegar ég fór að hugsa hvað ég ætti að skrifa rifjuðust upp margar skemmtilegar minningar og kom alltaf betur í ljós hversu mikið ég leit upp til þín og hvað mér fannst þú alltaf flottur, allt frá barnæsku þar til dagsins í dag. Það er mér mjög dýrmætt að hafa átt sömu áhugamál og þú, sem voru laxveiðar og síðar golf. Það gerði það að verkum að við áttum margar gæða- stundir saman síðustu árin að gera það sem okkur fannst skemmtilegast. Afi kenndi mér að veiða þeg- ar ég var ungur strákur og fór- um við ófá skipti saman í veiði- ferðir. Síðustu árin var það orðið árlegt hjá okkur og eitt af því sem ég hlakkaði mest til á hverju ári. Í einni af síðustu ferðum okkar gekk ég niður með ánni og sá hann liggjandi við árbakkann eins og Jesú krossfestan með veiðistöng í hendi. Ég vissi ekki hvort hann væri lífs eða liðinn og óð ég yfir Þorvaldur Jónsson ✝ Þorvaldur Jóns-son fæddist 17. júní 1936. Hann and- aðist 29. apríl 2020. Þorvaldur var jarðsunginn 8. maí 2020. ána til að athuga hvort það væri ekki örugglega í lagi með hann. Það var auðvitað í góðu lagi með gamla, hann var bara að njóta staðar og stundar og þess að vera til. Held það hafi verið þá sem ég áttaði mig á að það væru kannski ekki margar veiðiferðir eftir. Það var bara ein leið til að eiga fleiri stundir saman og það var að byrja í golfi. Afa fannst ekkert skemmtilegra en að spila golf síðustu árin. Hann hafði oft reynt að telja mér trú um að byrja en það var þarna sem ég sá ástæðu til þess. Ég hafði ótrúlega gaman af því að spila golf með afa, því þegar ég spil- aði með honum snerist þetta um að njóta en ekki að keppa. Ég hef reynt eftir bestu getu að til- einka mér það og þá þolinmæði sem hann hafði á vellinum. Þegar við töluðum saman í síðasta skipti óraði mig ekki fyr- ir því að þetta yrði síðasta sam- tal okkar. Ég hefði viljað segja svo margt við þig, elsku afi. Ég mun sakna þín mikið og minningarnar mun ég varðveita að eilífu. Þinn Arnar. Afi, þú varst mér svo kær, ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að leika mér í Sandá, borða einn af þessum risastóru löxum sem þú veiddir, leika mér á Syðra-Fjalli og fá að eyða tíma þar eins mikið og ég vildi. Þú varst svo heilbrigður og ungur í eðli þínu. Ég bjóst aldrei við því að þú myndir fara frá okkur svona snemma. Þú varst stoltur af öllum ungunum þínum og fyrir þig verð ég allt- af þakklát. Ég ætla að vera alveg eins og þú þegar ég verð komin á þinn aldur, gera það sem mér finnst skemmtilegast, leika mér að lífinu, njóta þess að vera til og deyja sátt. Takk fyrir að ala mömmu mína svona vel upp, þrátt fyrir að hafa misst ömmu svona snemma. Ég vona að þú hittir ömmu, að þið séuð saman á himnaríki og finnið fyrir ást, umhyggju og friði. Ég á eftir að sakna þín að ei- lífu. Þín Birta Þöll. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Kær vinur er kvaddur í dag. Við höfðum tvenns konar áhugamál sem leiddu okkur saman, en það var golfið og AA- fundirnir, hvort tveggja gaf okkur mikla lífsfyllingu og úr varð einlæg vinátta sem ég mun sakna mjög. Fullur þakklætis fyrir gengnar stundir mun ég leyfa hlýjum minningum að græða sárin. Sorg og eftirsjá hreiðrar um sig í brjóstinu svo undan svíð- ur, en fullvissan um að hann lif- ir þar sem ljósið ekki deyr létt- ir sorgina. Við hittumst í landinu þangað sem fuglasöngurinn fer, þegar hann hljóðnar. (Jökull Jakobsson) Hendrik (Binni). Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast Þorvaldi. Ég man ennþá eftir því þegar ég mætti í Hafnarhúsið á skrif- stofu Þorvaldar Jónssonar skipamiðlara. Árið var 1997 og ég átti að aðstoða við bókhaldið, sem ég hafði reyndar lítið vit á á þeim tíma. Ég þekkti hann lítið þá, hafði eingöngu hitt hann nokkrum sinnum en hann var mágur pabba míns og pabbi Únnu og Elsu, sem eru frænk- ur mínar. Þetta var mér þvílíkt gæfuspor, því næstu níu árin vann ég hjá honum, alveg þang- að til skrifstofunni var lokað í janúar 2006. Þorvaldur var ein- stakur maður, harður en sann- gjarn í viðskiptum og þvílíkt ljúfmenni. Hann kenndi mér svo margt og leyfði mér að prófa hitt og þetta í vinnunni, þannig að ég varð reynslunni ríkari. Hann hvatti mig líka áfram í námi sem ég stundaði með vinnu og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir það. Mikið var það sárt þegar ég frétti af þér inni á spítala, ég hélt alltaf í vonina að þú mynd- ir koma sterkur til baka en svo brotnaði ég niður morguninn 29. apríl þegar mamma hringdi í mig og lét mig vita að þú vær- ir allur. Síðustu daga hef ég mikið hugsað til þessara ára hjá þér í Hafnarhúsinu, þú varst í svo miklu uppáhaldi hjá mér. Ég man eftir öllum papp- írsstöflunum á skrifborðinu þínu, þar sem þú sagðir að allt væri í röð og reglu og allt gastu fundið, þetta var bara spurning um að kunna að leita. Ég man eftir smitandi hlátrinum þínum og allri veiðidellunni. Ég man þegar þú fékkst fyrsta golfsett- ið frá börnunum þínum og þú ætlaðir sko alls ekki að eyða tímanum þínum í golfi en síð- ustu árin þín hef ég nær ein- göngu heyrt af þér á golfvell- inum, þar voru þínar bestu stundir. Ég man eftir vínar- brauðinu og kleinunum, þegar þú sagðir: „Brynja mín, þú veist ekki af hverju þú ert að missa, verður að fá þér ostsneið á kleinuna“ og að sjálfsögðu var það rétt hjá þér. Í dag fæ ég mér ennþá kleinu með smá osti. Ég veit að Anna tekur vel á móti þér og hugsar vel um þig. Börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum votta ég samúð mína. Minning um yndislegan mann mun lifa í hjörtum okkar allra. Þín Brynja Steinsen. ✝ Skjöldur Jóns-son fæddist 12. desember 1932. Hann lést 25. apríl 2020 á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Foreldrar hans voru Jón Jónasson frá Kjarna, f. 18. janúar 1874, d. 3. september 1935, og Baldvina Guðlaug Baldvinsdóttir frá Árgerði í Svarfaðardal, f. 14. apríl 1899, d. 27. apríl 1967. Systkini Skjaldar eru Kristín, Birna og Þórhallur, öll látin. Hálfsystkini Skjaldar sam- mæðra eru Ottó og Anna, bæði látin. Hálfsystkini samfeðra eru Ólöf, Hallgrímur, Lára, Sig- ríður, Jónas Geir og Aðalbjörg Guðrún, öll látin. Þann 10. nóvember 1956 gift- ist Skjöldur Hrefnu Valtýs- Börn þeirra eru Matthías Þór, Michael Þór, Marteinn Már og Perla Sól. Synir Sverris og Örnu Heiðarsdóttur (skilin) eru Ottó og Sölvi Rafn. Langafabörnin eru 10. Skjöldur fæddist á Akureyri og bjó þar nánast alla tíð, ólst upp í Innbænum og kallaði sig alltaf Innbæing. Hann setti snemma mark sitt á íþróttalífið í bænum, var gegnheill KA- maður og sinnti verkefnum fyrir félagið af miklum dugnaði og óeigingirni. Hann starfaði einnig fyrir Skautafélag Akur- eyrar, sem og Golfklúbb Akur- eyrar. Skjöldur starfaði lengst af hjá Slippstöðinni hf. á Akur- eyri sem birgðastjóri en síðustu starfsárin starfaði hann sem umsjónarmaður í Glerárskóla og Brekkuskóla á Akureyri. Skjöldur verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 11. maí klukkan 13.30 og í ljósi að- stæðna verða eingöngu nánustu aðstandendur viðstaddir en streymt verður frá athöfninni. dóttur, f. 6. janúar 1935. Foreldrar hennar voru Stef- anía Guðjóns- dóttir, d. 1983, og Valtýr Aðalsteins- son klæðskeri, d. 1990. Börn Skjald- ar og Hrefnu eru 1) Valgerður Stef- anía, f. 6. janúar 1956, maki Gunnar Austfjörð, f. 1949. Börn Valgerðar og Halldórs Ara Brynjólfssonar (skilin) eru Hall- dór Birgir, Þórdís Hrönn og Sig- rún Vala. 2) Baldur Reynir, f. 2 júlí 1957, barn Baldurs og Sigurlaugar Jónsdóttur, d. 2005, er Edda Karítas. 3) Sólveig Björk, f. 13. júní 1961, maki Magnús Viðar Arnarsson, f. 1960, dætur þeirra eru Hildur Arna og Hrefna Rún. 4) Sverrir, f. 22 mars 1963, maki Brynhild- ur Björg Stefánsdóttir, f. 1969. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Pabbi okkar var ákaflega félagslyndur og gegnheill maður, sem kom víða við á leið sinni. Íþróttir skipuðu stóran sess í huga hans alla tíð og hann var KA-maður í húð og hár. Hann var fjölhæfur frjálsíþróttamaður og keppti í þeim í nær 20 ár. Hann keppti í nær öllum hlaupa- greinum og mörg met féllu. Hann var líka oft á verðlauna- palli fyrir þrístökk og spjótkast. Annað áhugamál pabba var körfubolti, en þegar hann kom heim til Akureyrar frá vinnu sem „truckdriver“ á Keflavíkurflug- velli ásamt vini sínum 1953 komu þeir með körfuboltann með sér og rifu upp iðkun hans á Ak- ureyri og til varð öflugt og sig- ursælt körfuboltalið KA. Pabbi var síðan liðsstjóri og forystu- maður körfuboltadeildar KA næstu árin. Eftir að keppnisferl- inum lauk sinnti pabbi margvís- legum trúnaðarstörfum fyrir KA og átti sæti í aðalstjórn nokkur tímabil. Hann starfaði einnig af dugnaði við framkvæmd móta og viðburða á vegum KA um ára- tugaskeið, gjarnan með skeið- klukku eða málband í hönd. Hann hlaut silfurmerki félagsins fyrir óeigingjarnt starf í þágu þess. Pabbi starfaði einnig mikið fyrir Skautafélag Akureyrar og var á kafi í skautunum eins og aðrir Innbæingar á yngri árum. Snemma var hann fenginn til að halda utan um mótin og var mótsstjóri á fjölmörgum mótum Skautafélagsins allt til Vetrar- íþróttahátíða ÍSÍ 1970 og 1980. Á fullorðinsárunum sneri pabbi sér að golfinu og stundaði þá íþrótt sér til ánægju og yndisauka í mörg ár með félögum sínum. Hann stofnaði innan fjölskyld- unnar Skjaldarmótið í golfi þar sem keppt var um farandbikar mótsins og sigurvegarinn fékk nafnið sitt grafið á bikarinn. Pabbi var vinamargur og átti stóran og þéttan vinahóp sem hittist oft og ýmislegt var brall- að. Þeir festu m.a. kaup á jörð í Skagafirði og nutum við þess fjölskyldan að dvelja þar, ásamt vinafjölskyldunum, margar helg- ar á sumrin við leiki, veiðar og önnur skemmtilegheit. Pabbi hafði gaman af ræktun ýmiss konar, ræktaði kartöflur í ára- tugi og gulræturnar og jarðar- berin voru á sínum stað á bak við bílskúrinn. Á vorin fylltust gluggakisturnar í Beyki- lundinum af blómapottum sem búið var að sá í og þegar blómin uxu flutti hann þau út í gróð- urhús þar sem hugsað var um þau af natni um sumarið og oftar en ekki voru nýafskornar rósir eða dalíur í blómavösum inni við. Pabbi var duglegur að stússast í kringum áhugamál okkar krakk- anna og studdi okkur með ráðum og dáð. Hann fylgdi okkur á íþróttaæfingar og mót og starf- aði þá gjarnan á mótunum. Hann var brennustjóri við hverfis- brennuna á Gamlárskvöld í nokkur ár og var mikill metn- aður lagður í að hafa flottustu brennuna í bænum. Svo þegar afabörnin komu hvert af öðru var hann ákaflega natinn við þau, alltaf til í að passa og ekki ósjald- an tekinn ísrúntur, gjarnan um Innbæinn þar sem hann þekkti hvern krók og kima og sagði sögur. Elsku pabbi okkar, nú er komið að leiðarlokum, takk fyrir allt og allt. Við söknum þín. Valgerður, Baldur, Sólveig og Sverrir. Elsku afi Skjölli. Nú er komið að kveðjustund. Þú varst yndislegur afi og það er erfitt að sætta sig við að þú ert ekki hjá okkur lengur. Þú varst höfðingi heim að sækja og alltaf var jafn gott að koma í Beykil- undinn, þar sem manni var tekið opnum örmum og við elskuðum að fá að gista. Nærvera þín var einstök, okkur leið alltaf vel í kringum þig og þú sinntir okkur barnabörnunum af hvílíkri natni. Þú lékst við okkur, við fengum að stússast með þér í garðinum, taka upp glænýjar gulrætur eða kartöflur, dýfa rabarbara í sykur og við vorum einstaklega heppin þegar jarðaberin voru orðin nógu þroskuð til að borða með sykri og rjóma. Minningarnar streyma fram þessa dagana. Allir bílrúntarnir um Innbæinn þar sem þú ólst upp og sagðir sögur um öll húsin í götunni og alla fróðleiksmolana um Innbæinn. Þegar þú skrappst út án þess að segja neinum og komst heim með ís úr bleiku búð- inni. Þegar við máttum renna okkur á dýnu niður tröppurnar inn í stofu, dansa í kringum jóla- tréð og gera laufabrauð saman. Ekki getum við gleymt lautar- ferðunum á klappirnar að tína golfkúlur, endalausum felu- leikjum, vatnssulli og fótbolta í garðinum. Allir sem þekktu þig vita hversu stóran sess KA skip- aði hjá þér og gleðin leyndi sér ekki þegar við systurnar nældum okkur báðar í örvhenta KA- menn. Söknuðurinn er mikill, þú hef- ur alla tíð skipað stóran sess í okkar lífi og er Skjölli bangsi einna helst til marks um það, en hann er aldrei langt undan. Við vermum okkur við minningarnar og þú munt fylgja okkur í hjarta alla tíð. Hildur Arna og Hrefna Rún Magnúsdætur. Skjöldur Jónsson Maðurinn minn, SIGTRYGGUR ELLERTSSON Suðurhólum 24, lést á líknardeildinni Kópavogi 29.apríl. Útförin hans hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd barna okkar, barnabarna, langafabarna, systur hans og tengdadóttur, Brynhildur Friðriksdóttir Ástkær faðir, bróðir, sonur, afi og tengdafaðir, GUNNAR JAKOB HARALDSSON lést á heimili sínu laugardaginn 3. maí. Vegna aðstæðna verður fjöldi viðstaddra takmarkaður. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju 13. maí klukkan 13 og verður streymt af Facebook-síðu Gunnars. Guðbjörg Gunnarsdóttir Haraldur Óli Gunnarsson Rakel Sófusdóttir Hildur Björg Gunnarsdóttir Gunnlaugur Máni Hrólfsson Faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR VALBERG JÓNSSON Sveinsstöðum í Mýrasýslu lést í Brákarhlíð, Borgarnesi, 30. apríl. Í ljósi aðstæðna fer útförin fer fram í kyrrþey 12. maí. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Einar Páll Pétursson Rósa Konný Jóhannesdóttir Nellý Pétursdóttir Svanhvít Pétursdóttir Björn Steinar Grétarsson Helga Pétursdóttir Bjarki Guðbjartsson og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRUNN ÞORVALDSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Mánatúni 4, sem lést 2. maí sl., verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 15. maí kl. 15.00 að viðstaddri nánustu fjölskyldu. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarreikning Fríðuhúss: 515-14-408833, kt. 440101-3580. Ingimundur K. Ingimundarson Hafdís Ingimundardóttir Þórir B. Guðmundsson Ólöf Ingimundardóttir Þorvaldur G. Geirsson Ingimundur Þ. Ingimundarson Sigríður A. Sigurðardóttir S. María Ingimundardóttir Friðgeir Halldórsson Þorvaldur Ingimundarson Rós Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.