Morgunblaðið - 11.05.2020, Page 27

Morgunblaðið - 11.05.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020  Willum Þór Willumsson, eini ís- lenski íþróttamaðurinn sem keppt hef- ur erlendis síðustu vikurnar, er kominn á toppinn í Hvíta-Rússlandi. Lið hans BATE Borisov er á toppnum eftir 5:3- útisigur á Smolevichi. Willum byrjaði á varamannabekk BATE en kom inn á sem varamaður á 69. mínútu í stöðunni 3:3. BATE er með 16 stig eftir átta leiki og er liðið búið að vinna fjóra síðustu leiki sína.  Guðjón Valur Sigurðsson, nýráðinn þjálfari þýska B-deildarliðsins Gumm- ersbach, er búinn að ná í fyrsta leik- manninn eftir að hann tók við. Er það Raul Santos, landsliðsmaður Austurríkis, en hann lék áður með Gummersbach frá 2013 til 2016. Santos var jafnframt hjá Alfreð Gísla- syni hjá Kiel frá 2016 til 2018.  Ein efnilegasta skíðagöngukona heims, Johanna Bassani, er látin að- eins 18 ára að aldri. Þrátt fyrir ungan aldur átti Bassani að keppa á HM full- orðinna í ár. „Það er með mikilli sorg sem Skíðasamband Austurríkis færir ykkur fregnir af andláti hinnar ungu Johanna Bassani. Hún lést 5. maí síðastliðinn á 19. aldursári. Hún var ein efnilegasta skíðakona heims og var gríðarlega vinsæl og vel liðin innan sambandsins. Við erum öll í losti,“ segir í tilkynningu sambandsins.  Vanessa Bryant, ekkja körfubolta- goðsagnarinnar Kobe Bryant, sem lést á voveiflegan hátt í þyrluslysi ásamt dóttur þeirra Gianna í janúarmánuði á þessu ári, hyggst lögsækja lögreglu- yfirvöld í Los Angeles vegna ólöglegrar dreifingar á myndum af slysvettvangi. AFP greinir frá. Ákæran var lögð fram á hendur lögregluembættinu á föstu- dag og krefst Vanessa greiðslu skaða- bóta vegna þess tilfinningalega tjóns sem hún hefur orðið fyrir í kjölfar þess að lögregluþjónar í LA tóku myndir af slysvettvangi og deildu með öðrum. Fjölmargir lögregluþjónar voru á slys- stað sem hverjir tóku myndir á síma af „látnum börnum, for- eldrum og þjálf- urum“, segir í ákær- unni en samkvæmt henni hafa lögregluyfir- völd nú þegar viðurkennt að mynda- tökurnar hafi ekki haft rannsóknar- legt gildi. Eitt ogannað þessari ákvörðun og hún hefur ekki verið auðveld fyrir þá. Ég var sömu- leiðis yfirþjálfari barna- og unglinga- starfsins, svo að þetta hefur víðtæk áhrif hjá félaginu.“ Inga var boðið að halda áfram að starfa hjá félaginu og gafst honum kostur á að verða yfirmaður körfu- boltamála hjá KR. Ingi hafnaði því boði, þar sem hann vill halda áfram í þjálfun. Ferilskráin talar sínu máli og Ingi hefur nóg fram að færa. „Ég ákvað að skora á sjálfan mig sem þjálfara og sjá hvort ég fyndi ekki aðra áskorun í þessu starfi. Ég tel mig fyrst og fremst vera þjálfara og ég veit ég get gert miklu betur en ég hef verið að gera. Ég er með þá kenningu að þann dag sem ég kann allt og veit allt og er með allt 100 pró- sent, þá er kominn tími á að hætta. Ég tel þann tímapunkt ekki vera kominn og ég ætla að sjá hvaða möguleika ég hef í stöðunni.“ Í svipaðri stöðu og Heimir Ingi líkti stöðu sinni við þá stöðu sem knattspyrnuþjálfarinn Heimir Guðjónsson var í þegar hann var rek- inn frá FH í október 2017, þar sem öll félög efstu deildar karla eru með þjálfara á samningi. Að lokum fór Heimir til HB í Færeyjum, en Ingi ætlar að bíða þolinmóður. „Ég held ég sé í svipaðri stöðu og Heimir Guðjónsson vinur minn var í þegar hann fór frá FH. Það er nánast búið að loka öllu í efstu deild. Við sjáum hvaða möguleikar koma á borðið hjá mér og ég ætla að vinna með það. Það er áskorun sem ég ætla að sækjast eftir,“ sagði Ingi. Hann er ánægður með eigin árang- ur hjá KR, en á sama tíma svekktur yfir að ekki náðist að ljúka tímabilinu þar sem KR-ingar voru á miklu skriði og til alls líklegir í úrslitakeppninni. „Þjálfarar og leikmenn eru metnir á niðurstöðu og tölum. Við erum ríkjandi Íslandsmeistarar og ég tel okkur hafa gert gríðarlega vel í að verða Íslandsmeistarar á síðustu leik- tíð. Á þessu tímabili voru öll teikn á lofti að liðið væri að sækja þann sjö- unda í röð. Það er svekkjandi fyrir mig sem þjálfara að geta ekki klárað það og vera metinn af niðurstöðu vetrarins,“ sagði Ingi Þór Stein- þórsson. KR á enn eftir að tilkynna eftir- mann Inga en að öllum líkindum mun Darri Freyr Atlason taka við því krefjandi starfi. Darri gerði kvennalið Vals að þreföldum meisturum á síð- asta ári og deildarmeisturum á þess- ari leiktíð og er uppalinn KR-ingur. Veit ég get gert betur  Ingi Þór rekinn frá KR  Gerði liðið að meistara á síðasta ári  Líklegt til af- reka í úrslitakeppni  Hafnaði nýju starfi hjá KR  Bíður eftir næstu áskorun Morgunblaðið/Hari Leikhlé Ingi Þór Steinþórsson fer yfir sviðið með sínum mönnum. Hann segir nú skilið við uppeldisfélagið. KR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Körfuknattleiksdeild KR staðfesti í gær að Inga Þór Steinþórssyni hefði verið sagt upp störfum. Ingi gerði fjögurra ára samning við KR í júní 2018 og var því við störf í tæp tvö ár. Ingi tók við af Finni Frey Stefáns- syni, sem gerði KR að Íslandsmeist- ara fimm ár í röð, og bættist sá sjötti við á fyrsta tímabili Inga með liðið. Kórónuveiran kom hins vegar í veg fyrir að KR gæti reynt við sjöunda Ís- landsmeistaratitilinn í röð, þar sem tímabilinu var aflýst áður en úr- slitakeppnin fór af stað. KR var þá í fjórða sæti Dominos-deildarinnar og búið að vinna fjóra leiki í röð, þ. á m. tvö efstu liðin; Stjörnuna og Keflavík. Þrátt fyrir það var Inga vikið frá störfum. „Það er aldrei gott að vera rekinn og þetta er í fyrsta sinn sem ég er rekinn á ævinni,“ sagði Ingi við Morgunblaðið eftir tilkynningu KR- inga. Ingi starfaði hjá KR sem þjálf- ari og aðstoðarþjálfari frá 1999 til 2004 og svo aftur frá 2008 til 2009. Gerði hann liðið m.a. að Íslands- og bikarmeistara árið 2000. Eftir það lá leiðin til Snæfells, þar sem hann stýrði karla- og kvennaliðum félags- ins með afar góðum árangri og varð alls fjórum sinnum Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Ekki auðveld ákvörðun „Einhver sagði að maður yrði ekki alvöruþjálfari fyrr en maður væri rekinn í fyrsta skipti,“ bætti Ingi við. Hann hafði áhuga á að halda áfram með liðið, en að mati stjórnar körfu- knattleiksdeildar KR var það best fyrir liðið að leita annað. „Það voru viðræður fram og til baka en þetta er ákvörðun sem stjórnin endaði á að taka. Þeir gera það sem þeir telja að sé best fyrir lið- ið. Á þessum tímapunkti var þetta það besta fyrir liðið að þeirra mati og það þarf að virða. Þeir bera ábyrgð á Scott Duxbury, framkvæmdastjóri enska knattspyrnufélagsins Wat- ford, segir félagið mótfallið því að síðustu níu umferðir ensku úrvals- deildarinnar verði leiknar á hlut- lausum völlum. Nauðsynlegt er tal- ið að leika þá leiki sem eftir eru í deildarkeppninni á hlutlausum völl- um og án áhorfenda, en til þess þurfa 14 af 20 félögum deildarinnar að samþykkja tillöguna. Watford, Brighton og Aston Villa hafa lýst sig mótfallin tillögunni og eiga þau það sameiginlegt að vera í fallbaráttu. sport@mbl.is Hið minnsta þrjú ensk félög á móti Ljósmynd/Watford Watford Nigel Pearson, knattspyrnustjóri Watford. Knattspyrnan í Færeyjum er byrj- uð að rúlla á nýjan leik og var öll 1. umferðin í úrvalsdeild karla leikin á laugardag. Aron Knudsen skoraði fyrsta mark NSÍ og jafnframt fyrsta markið í Evrópu eftir kór- ónuveiruna í 3:1-sigri á TB. Aron er sonur Jens Martins Knudsens, landsliðsmarkvarðar Færeyja um árabil og leikmanns og síðan þjálf- ara Leifturs í Ólafsfirði. Þá hafði HB betur gegn EB/Streym, 1:0. Guðjón Þórðarson þjálfaði NSÍ á síðasta tímabili og Heimir Guð- jónsson þjálfaði HB 2018 til 2019. Sonur Jens með fyrsta markið Ljósmynd/NSÍ Færeyjar Jens Martin Knudsen er aðstoðarþjálfari NSÍ. Útlit er fyrir að Stjarnan mæti með öflugt lið til leiks í efstu deild kvenna í handknattleik á næsta keppnistímabili. Landsliðskon- urnar Helena Rut Örvarsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir eru að öll- um líkindum á leið heim til Íslands frá Danmörku og Svíþjóð. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Stjarnan náð samkomulagi við þær báðar fari svo að þær spili hér heima. Helena er rétthent skytta og lék með Stjörnunni hér heima áður en hún fór utan. Hefur hún leikið með Byåsen í Noregi, Dijon í Frakklandi og SönderjyskE í Dan- mörku. Eva er leikstjórnandi og lék með Gróttu hér heima. Hún fór utan 2017 og lék með Ajax í Danmörku og Skuru í Svíþjóð. Helena og Eva ættu að styrkja lið Stjörnunnar verulega bæði í vörn og sókn. Að undanförnu hef- ur straumur af íslensku hand- boltafólki snúið heim til Íslands af ýmsum ástæðum. Helena og Eva bætast að óbreyttu við þann hóp. Á dögunum var tilkynnt að Stjarnan hefði fengið þrjá unga leikmenn. Heiðrúnu Dís Magnús- dóttur frá Fram, Önnu Karen Hansdóttur frá Horsens í Dan- mörku, og Liisu Bergdísi Arnars- dóttur frá Noregi. Á hinn bóginn er Þórey Anna Ásgeirsdóttir farin úr Stjörnunni í Val. Rakel Dögg Bragadóttir, fyrr- verandi landsliðsfyrirliði, er tekin við stjórn liðsins af Sebastian Al- exanderssyni, sem verður þjálfari karlaliðs Fram. Rakel var að- stoðarþjálfari síðasta vetur og spil- aði þá með liðinu. Morgunblaðið hafði samband við Rakel í gær en hún sagðist ekki geta tjáð sig um leikmannamálin. Lét hún þess þó getið að hún væri ánægð með leik- mennina þrjá sem gengu í Stjörn- una í apríl. Þær væru ungar og efnilegar. sport@mbl.is Landsliðskonurnar Helena og Eva á leið í Stjörnuna Helena Rut Örvarsdóttir. Eva Björk Davíðsdóttir Færeyjar HB Þórshöfn – EB/Streymur ................. 1:0 NSÍ Runavík – TB Tvoreyri.................... 3:1 Skála – ÍF Fuglafjörður .......................... 1:2 KÍ Klaksvík – B36 Þórshöfn ................... 0:2 AB Argir – Víkingur ................................ 0:0 Hvíta-Rússland Smolevichi – BATE Borisov................... 3:5  Willum Þór Willumsson kom inn á hjá BATE á 69. mínútu.  Efstu lið: BATE Borisov 16 stig, Slutsk 16, Torpedo Zhodino 15, Energetik Minsk 15, Isloch 15. 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.