Morgunblaðið - 11.05.2020, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. MAÍ 2020
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
VINSÆLASTA GRÍNMYND ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
KOMIN AFTUR Í BÍÓ
TIL AÐ KOMA OKKUR Í HLÁTURGÍRINN !
Sigríður Hagalín Björnsdóttir rit-
höfundur mælir með listaverkum
sem hægt er að njóta innan veggja
heimilisins meðan kófið vegna kór-
ónuveirunnar stendur yfir.
„Samkomu-
bannið ætti að
vera gósentíð
bókaorma, en
það virðist valda
mörgum of miklu
eirðarleysi og
innilokunar-
kennd til að geta
fest hugann við
lestur, að ein-
hverju leyti
vegna takmarkaðra tækifæra til
ferðalaga í sumar. Ég legg til að
fólk semji í staðinn ferðaáætlun um
hillur bókasafnanna úr því að þau
hafa verið opnuð, og noti hana til að
vitja gamalla eftirlætisbóka. Til
dæmis gæti verið sniðugt að taka
hálftíma á dag til að lesa ljóð, hálf-
tíma í bækur á erlendu tungumáli
sem maður er orðinn ryðgaður í,
klukkutíma í bækur sem maður var
hrifinn af fyrir tvítugt, og svo fram-
vegis. Þetta er líka upplagt tæki-
færi til að lesa bækur sem maður
hefur aldrei gefið sér tíma fyrir
áður.
Ég mæli með því að fólk endurnýi
– eða stofni til nýrra kynna – við
breska rithöfundinn John Fowles.
Bæði Ástkona franska lautinantsins
og The Magus eru dásamlegar
skáldsögur, spennandi og leyndar-
dómsfullir heimar sem hægt er að
gleyma sér í tímunum saman.
Margaret Atwood tekst í bókum
sínum að fjalla um mögulega fram-
tíð mannkyns þannig að þær kallast
á við samtíma okkar hverju sinni.
Saga þernunnar er auðvitað fræg-
ust, en í Oryx og Crake fjallar hún
um afleiðingar erfðatilrauna. Uppá-
haldið mitt er samt The Blind
Assassin, um tvær systur og ástar-
samband annarrar þeirra við rót-
tækan vísindaskáldsöguhöfund.
Suðurafríski nóbelsverðlaunahöf-
undurinn Doris Lessing skrifaði
líka bráðskemmtilegar vísinda-
skáldsögur með bókasafnsþema,
það er orðið langt síðan ég las Shik-
asta og Briefing for a Descent into
Hell, en þær eru á kórónulistanum
mínum.
Rússnesku stórveldin liggja vel
við höggi á tímum samkomubanns,
og ég mæli eindregið með Önnu
Karenínu eftir Tolstoj. Magnús
Ásgeirsson þýddi hana um 1940
ásamt Karli Ísfeld, og þýðingin
heldur ótrúlega vel enn þann dag í
dag. Líf rússneska aðalsins á 19. öld
er líka ágætt móteitur við inni-
lokunarkennd. Það er líka gaman
að lesa Endastöðina, skáldsögu Jay
Parinis um síðustu æviár Tolstojs,
sem Gyrðir Elíasson þýddi, og
Meistarinn og Margaríta eftir
Mikhaíl Búlgakov er til í frábærri
þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur.
Að lokum mæli ég með Gamla
manninum sem las ástarsögur eftir
síleska höfundinn Luis Sepúlveda.
Hann lést af völdum COVID-19 á
dögunum, og fátt er meira viðeig-
andi en að heiðra minningu hans
með því að lesa þessa stuttu, skrítnu
regnskógarsögu.“
Mælt með í kófinu
Látinn Luis Sepúlveda.
„Gósentíð bókaorma“
Sigríður
Hagalín
Ádeila Mikhaíl Búlgakov.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Ég skrifaði þessa bók árið 2017 til
að skilja eitthvað eftir mig ef ég
skyldi svipta mig lífi,“ segir Ólíver
Þorsteinsson rithöfundur, sem
sendi frá sér persónulega skáldsögu
á dögunum, bókina Í hjarta mínu.
Ólíver hafði
glímt við sjálfs-
vígshugsanir
daglega í sex
mánuði þegar
hann hófst
handa við skrif-
in og segist
hafa verið kom-
inn á sinn enda-
sprett.
„Þetta viðfangsefni snertir mig
mjög djúpt og marga vini mína svo
mér fannst mikilvægt að skrifa um
þetta. Ég skoðaði bókina ekki í þrjú
heil ár vegna þess að ég treysti mér
ekki til þess andlega,“ segir Ólíver.
Í desember í fyrra fann hann
nægan andlegan styrk til þess að
líta aftur á bókina og vinna í henni.
Hann ákvað að gefa bókina út hjá
eigin forlagi. „Ég vildi ekki að neinn
annar hefði réttinn á sögunni því
þetta er mín saga.“
Að sögn Ólívers er bókin einlæg
saga um togstreituna á milli ham-
ingju og þunglyndis, nokkurs konar
gamanharmleikur, en í henni leikur
tilbúna persónan Ómar Pétursson,
43 ára gamall karlmaður sem hefur
tekið ákvörðun um að svipta sig lífi,
aðalhlutverk.
Óskar endurspeglar í raun þann
mann sem Ólíver ímyndaði sér að
hann myndi verða þegar honum leið
sem verst.
„Bókin byrjar þannig að hann
segir systkinum sínum frá því að
hann ætli sér fyrirfara sér og þau
reyna allt sem þau geta til að ýta
honum á betri stað,“ segir Ólíver.
Mikilvægt að sækja sér aðstoð
Foreldrar Ólívers voru klettur
hans í gegnum erfiðleikana rétt eins
og systkini mannsins. Foreldrar
hans fengu hann til að leita sér að-
stoðar og segir Ólíver að það hafi
skipt sköpum.
„Ég náði að opna mig og því meira
sem ég talaði um þetta, þeim mun
frjálsari varð ég. Ég þurfti ekki að
vera í einhverju lokuðu rými fullu af
þunglyndi og skömm.“
Spurður hvort það hafi ekki verið
erfitt að opinbera svo persónulega
sögu segir Ólíver:
„Ég er algjörlega berskjaldaður í
þessu. Ég segi frá mistökum og hlut-
um sem maður myndi ekki vilja
opinbera en svo er það líka ákveðið
frelsi að geta fyrirgefið sjálfum sér
fyrir að líða svona og gera hræðilega
hluti.“
Ólíver segir að hann hafi í raun
skilið við þennan erfiða kafla í lífi
sínu með því að gefa bókina út.
„Núna líður mér vel, ég er hraust-
ur andlega og ég ætla aldrei að fara
aftur á þennan stað sem ég var á
þegar ég skrifaði þessa bók.“
Ólíver segir gífurlega mikilvægt
að umræðu um geðheilbrigði sé
haldið á lofti og bókin sé innlegg í þá
umræðu.
„Það er svo margt ungt fólk sem
og fullorðið fólk sem upplifir þung-
lyndi og kvíða daglega. Sumir fara í
þennan pakka að gefast upp. Sumir
ná að komast frá því en sumir ekki,
sem er virkilega sorglegt. Þessi um-
ræða verður að vera opinská og er
gífurlega mikilvæg.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Erfitt Ég skoðaði bókina ekki í þrjú heil ár vegna þess að ég treysti mér
ekki til þess andlega,“ segir Ólíver Þorsteinsson um bók sína Í hjarta mínu.
„Ég er algjörlega
berskjaldaður“
Ólíver Þorsteinsson glímdi við sjálfsvígshugsanir daglega
í sex mánuði Skrifaði bók til að skilja eitthvað eftir sig