Morgunblaðið - 12.05.2020, Page 1

Morgunblaðið - 12.05.2020, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 2. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  111. tölublað  108. árgangur  LÆRDÓMSRÍK ÁR Í ATVINNU- MENNSKUNNI HRYLLILEGA STUTTAR HROLLVEKJUR ÞÚSUND PÍTSUR SELST FYRSTU DAGANA LEIKUR SÉR MEÐ FORMIÐ 28 GENGIÐ VONUM FRAMAR 11KOMNAR Í STJÖRNUNA 26 A ct av is 91 10 13 Omeprazol Actavis 20mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is Þú getur unnið aftur og aftur í DAS Happdrætti. Með miða í áskrift færð þú 52 tækifæri á hverju ári til að vinna. Fornleifauppgröftur vegna vísinda- rannsókna verður á að minnsta kosti átta stöðum víðs vegar landinu í vor og sumar. Þetta eru nær allt fram- haldsrannsóknir frá síðustu árum. Að auki stendur yfir viðamikill upp- gröftur á baklóð Stjórnarráðshúss- ins í Reykjavík vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar þar. Samkvæmt upplýsingum frá Minjastofnun eru rannsóknirnar sem nú hafa fengið styrki og leyfi á miðaldabýli á Mýrdalssandi, minjum frá landnámsöld á Stöðvarfirði, forn- skála á Auðkúlu, öskuhaugum í Þjórsárdal, rústum í Ólafsdal, land- námsminjum í Sandvík, bæjarstæð- inu í Árbæjarsafni og skála við Hofs- staði í Mývatnssveit. Fleiri leyfi kunna að verða veitt á næstu vikum. »14 Morgunblaðið/Valdís Thor Rannsóknir Unnið verður við upp- gröft fornleifa á nokkrum stöðum. Uppgröftur fornleifa á níu stöðum Landfestar varðskipsins Óðins voru leystar í gær áður en siglt var úr Reykjavíkurhöfn í fyrsta skipti í meira en áratug. Óðinn var tekinn í notkun fyrir 60 árum og tók þátt í þremur þorska- stríðum. Skipið er nú hluti af sýningu Sjóminja- safnsins í Reykjavík og er án efa einn stærsti safn- gripur landsins. Undanfarin ár hafa eldri vélstjórar dyttað að vélum Óðins og reyndust þær í góðu lagi á siglingu um Sundin í gær. »4 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Einn stærsti safngripur landsins sigldi úr höfn Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Orlofsdögum flugmanna Icelandair verður fækkað um allt að fimm og laun þeirra verða ekki hækkuð árin 2021 og 2022. Tillögur um þetta eru á meðal þess sem fulltrúar Icelandair hafa borið á borð í kjaraviðræðum við samninganefnd Félags íslenskra at- vinnuflugmanna (FÍA), samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Flugfreyjur þurfa að bíða lengur eftir launahækkunum ef tillögur flug- félagsins um breytingar á kjara- samningi þeirra ná fram að ganga, en Icelandair leggur til að laun flug- freyja verði ekki hækkuð fyrr en í október 2023. Laun þeirra hafa ekki hækkað síðan í maí 2018. Ef gert er ráð fyrir hóflegri verðbólgu gæti ver- ið um 13% kaupmáttarrýrnun að ræða fyrir flugfreyjur á tímabilinu. Icelandair leggur einnig til að flug- freyjur fái eingreiðslu upp á 202.000 krónur en hún er háð því skilyrði að af hlutafjárútboði verði. Bæta við sig einu Evrópuflugi Flugfélagið leggur til að föst laun flugmanna, sem og 2% launahækkun fyrir 60 ára og eldri, muni ekkert breytast. Hið sama má segja um desember- og orlofsuppbót. Þá leggur Icelandair til að flug- menn muni geta gengið að einu helgarfríi vísu mánaðarlega í stað eins og hálfs helgarfrís í mánuði og tveggja helgarfría þriðja hvern mán- uð. Svipaðar breytingar eru lagðar til fyrir nýjan kjarasamning flugfreyja. Í tillögum flugfélagsins felst að nú- verandi kaupaukakerfi flugmanna, sem byggir meðal annars á elds- neytisnýtingu, verði skipt út fyrir kerfi sem byggir á arðsemi sam- steypunnar Icelandair Group. Markmið þeirra breytinga sem Icelandair leggur til á kjarasamningi flugmanna er samkvæmt heimildum Morgunblaðsins að fjölga meðalflug- tímum flugmanna um það sem nemur ígildi eins viðbótar Evrópuflugs mán- aðarlega. Þannig leggur Icelandair til að úr kjarasamningnum verði felld ákveðin ákvæði um hámarksflugtíma, ákvæði um auka tveggja klukkustunda hvíldartíma þegar hvíld er tekin í heimahöfn og ákvæði sem segir að bæta skuli við hvíldartíma tímamis- mun milli þeirra staða þar sem áhöfn fær hvíld og tók síðast hvíld. Sömu- leiðis hefur Icelandair lagt til að kveða megi flugmann fyrr til starfa daginn eftir frídag en leyft hefur ver- ið til þessa. FÍA hefur greint frá því opinber- lega að flugmenn séu tilbúnir að taka á sig 25% hagræðingu. Þær breyting- ar á kjarasamningnum sem Icelanda- ir hefur lagt til rúmast innan þess svigrúms, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Frídögum fækki og laun fryst  Tillögur Icelandair í kjaraviðræðum  Laun flugfreyja standi lengur í stað MVilja betri nýtingu flugáhafna »2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.