Morgunblaðið - 12.05.2020, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020
Smiðshöfða 9, 110 Rvk. logoflex@logoflex.is 577 7701 www.logoflex.is
Skiltagerð
Ljósaskilti, álskilti, umferðarmerki
LogoFlex sérhæfir sig í framleiðslu skilta, prentunum og
smíði úr plasti ásamt efnissölu á plexigleri og álprófílum
12. maí 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 146.19
Sterlingspund 180.96
Kanadadalur 104.8
Dönsk króna 21.246
Norsk króna 14.298
Sænsk króna 14.869
Svissn. franki 150.5
Japanskt jen 1.3746
SDR 199.38
Evra 158.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 190.8347
Hrávöruverð
Gull 1688.65 ($/únsa)
Ál 1450.0 ($/tonn) LME
Hráolía 29.6 ($/fatið) Brent
● Landsbankinn
og Seðlabanki Ís-
lands hafa komist
að samkomulagi
um veitingu viðbót-
arlána sem fyrir-
tæki, sem orðið
hafa fyrir verulegu
tekjutapi vegna út-
breiðslu kórónu-
veirunnar, geta
sótt um að til-
teknum skilyrðum uppfylltum. Er lán-
unum ætlað að gera fyrirtækjum kleift
að sækja aukið laust fé og forðast þar
með rekstrarvanda sem þau að öðrum
kosti hefðu lent í. Með lánunum er ætl-
unin að draga úr áhrifum af útbreiðslu
faraldursins á atvinnulíf og atvinnustig í
landinu. Ríkisábyrgð af lánunum getur
numið allt að 70% af höfuðstóli lán-
anna.
Í tilkynningu frá Landsbankanum er
haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur
bankastjóra að bankinn hafi frá upphafi
faraldursins lagt áherslu á að koma til
móts við og aðstoða fyrirtæki sem lent
hafi í vanda vegna faraldursins.
„Með samningnum við Seðlabankann
um veitingu viðbótarlána geta fyrirtæki
sem uppfylla skilyrðin fengið enn frek-
ari aðstoð sem getur reynst mikilvæg
við þessar erfiðu aðstæður.“
Gera samning um
veitingu viðbótarlána
Lilja Björk
Einarsdóttir
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Gríðarleg aukning hefur orðið í sölu á
veiðivörum í versluninni Veiðihorninu
á síðustu vikum, miðað við sama tíma í
fyrra. Ólafur Vigfússon, annar eig-
enda verslunarinnar, segir að seinni-
partinn í apríl hafi margir dagar verið
eins og júlídagar í venjulegu árferði,
en júlí er jafnan söluhæsti mánuður
ársins hjá Veiðihorninu.
Ástæðan fyrir söluaukningunni er
að stærstum hluta sú að nú þegar
stefnir í að fólk geti ekki ferðast til út-
landa í sumar, vegna kórónuveirufar-
aldursins, leitar það í auknum mæli í
afþreyingu innanlands eins og sport-
veiði. Eins og Ólafur nefnir gerðist
það sama eftir hrun 2008, en þá varð
einnig mikil söluaukning á veiði-
vörum. Næstu tvö sumur á eftir,
sumrin 2009 og 2010, ferðaðist fólk að
mestu innanlands, og stundaði veiðar
af kappi í íslenskum ám og vötnum.
„Þetta er mikil sprenging í sölu.
Birgðastaðan hefur lækkað verulega
en við eigum þó enn nóg fyrir alla. Það
spilar inn í að flutningaleiðir eru orðn-
ar stopulli, og það tekur því lengri
tíma að fá vörur til landsins,“ segir
Ólafur, en vörur verslunarinnar eru
pantaðar hvaðanæva úr heiminum,
frá Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu.
Þrýstingur á verðhækkanir
Ólafur segir að árið 2009 hafi orðið
mikil sölusprenging í ódýrari vörum,
en nú seljist bæði ódýrar vörur og
þær sem eru dýrari og vandaðari.
„Það selst mikið af ódýrum fjöl-
skylduvænum vörum eins og kast-
veiðisettum. Þá er mikil aukning í
sölu á vöðlum.“
Ólafur telur að ein ástæða mikillar
sölu síðustu daga sé að þrýstingur sé
kominn á verðhækkanir í samfélaginu
vegna mikillar veikingar krónu á
árinu, og fólk vilji kaupa vörur á
„gamla genginu“. „Við höfum haldið
að okkur höndunum í verðhækkun-
um, og lagt áherslu á það í markaðs-
málum okkar. En það er óumflýjan-
legt að verð hækki þegar líða fer á
sumarið, um kannski 15-20%.“
Bensínið stigið í botn
Veiðihornið hefur ekki farið þá leið
að minnka starfshlutfall starfsmanna
eins og mörg fyrirtæki hafa gripið til
vegna kórónuveirunnar, og hefur
þvert á móti fjölgað starfsmönnum.
„Við veltum fyrir okkur hlutabótaleið-
inni og öðru slíku í lok mars, en
ákváðum frekar að stíga á bensíngjöf-
ina og auglýsa meira. Það svínvirkar.
Hér vinna allir 100% vinnu, og við höf-
um fjölgað starfsfólki,“ segir Ólafur.
Verslanirnar eru tvær og starfs-
menn fimmtán talsins, allt þrælvanir
veiðimenn, eins og Ólafur útskýrir.
„Starfsfólkið getur allt gefið við-
skiptavinum góð ráð um réttan búnað
og góða veiðistaði.“
Ólafur segist hafa orðið var við
mörg ný andlit í hópi viðskiptavina, og
talsvert sé af ungu fólki um tvítugt,
körlum, konum og pörum. Hann segir
að það sé afar ánægjulegt og gefandi.
Líklega verður lítið um erlenda við-
skiptavini í búðinni í sumar að mati
Ólafs. Hann telur að það komi þó ekki
að sök, íslenskir viðskiptavinir fylli
það skarð.
Gríðarleg aukning hefur
orðið í sölu á veiðivörum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sport Ólafur Vigfússon hjá Veiðihorninu segir að íslenskir viðskiptavinir muni koma í stað erlendra í sumar.
Veiði
» Fimmtán starfa hjá Veiði-
horninu, í tveimur versl-
unum.
» Verslunin hefur bætt við
sig fólki undanfarið og allir
eru í 100% starfi.
» Stefnir í verðhækkun upp
á 15-20% síðla sumars
vegna gengislækkunar krónu.
» Mörg ný andlit og ungt
fólk í versluninni.
» Sú ákvörðun að auglýsa
meira hefur skilað árangri.
Fólk hyggur á veiðiferðir innanlands í sumar Vöðlur og kastveiðisett vinsæl
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Geo-
Silica, sem nýtir affallsvatn frá
Hellisheiðarvirkjun til framleiðslu
kísilsteinefna, hefur hlotið styrk úr
Norræna verkefnaútflutningssjóðn-
um (Nordic Project Fund) til þess að
sækja inn á markaði utan Evrópu-
sambandsins með vörur sínar.
GeoSilica hefur um nokkurra ára
skeið boðið vörur sínar íslenskum
neytendum en frá árinu 2018 hefur
fyrirtækið sótt inn á erlenda mark-
aði, m.a. í Þýskalandi, Kína og Ástr-
alíu. Eiga forsvarsmenn fyrirtækis-
ins nú í viðræðum við mögulega
samstarfsaðila víðar, m.a. í Banda-
ríkjunum.
Fida Abu Libdeh, framkvæmda-
stjóri og stofnandi GeoSilica, fagnar
stuðningi sjóðsins og segir að í hon-
um felist viðurkenning á mikilvægi
þess að leita sjálfbærra lausna á
matvöru og næringarefnum. „Þetta
er hvatning fyrir okkur að halda
áfram að gera það sem okkur þykir
vænt um fyrir heilsuna og um-
hverfið,“ segir hún.
Norræni verkefnaútflutnings-
sjóðurinn styrkir fyrirtæki sem not-
ast við grænar lausnir í sókn inn á al-
þjóðlega markaði utan evrópska
efnahagssvæðisins. Lítil og meðal-
stór fyrirtæki geta sótt í sjóðinn.
Hann var settur á laggirnar árið
1982 og er ætlað að styrkja sam-
keppnishæfni norrænna fyrirtækja á
alþjóðlegum mörkuðum. Hann er
fjármagnaður með framlögum frá
Norræna ráðherraráðinu en dagleg-
ur rekstur hans er í höndum Nor-
ræna umhverfisfjármögnunarfélags-
ins (NEFCO).
Morgunblaðið/RAX
Geo Silica Fida Abu Libdeh stofnaði
fyrirtækið með Burkna Pálssyni 2012.
Hyggst sækja á
Ameríkumarkað
GeoSilica fær
styrk frá Nordic
Project Fund