Morgunblaðið - 12.05.2020, Síða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020
Vel tókst til við að
ráða við fyrstu bylgju
COVID-faraldurs á Ís-
landi með snöggum og
hörðum aðgerðum. Má
ætla að undirbúnings-
vinna almannavarna
og heilbrigðisyfirvalda
síðustu 15 ár í áætl-
anagerð og æfingar
við náttúruhamförum
og hamfaraveikindum
hafi skilað þessum frábæra árangri.
Íslenska þjóðin líður núna fyrir
skort á undirbúningi, skipulagi og
samhæfingu efnahagsaðgerða.
Hvert er tjónið? Viðskiptaráð
gerir ráð fyrir að landsframleiðsla
minnki um 13% 2020 og landsfram-
leiðsla verði 1.120 milljörðum lægri
en áður var áætlað 2020-2021. Ef
forsendur Viðskiptaráðs standast
ekki, þá gera neikvæðar forsendur
þeirra ráð fyrir að hagvöxtur drag-
ist saman um 20% árið 2020 og það
verði hægur bati næstu ár. Þetta
þýðir samtals 2.705 milljörðum
króna lægri þjóðarframleiðslu eða
sem nemur rekstri Landspítalans í
38 ár. Þetta þýðir að núverandi for-
sendur fjárlaga, forsendur lífs-
kjarasamninga, rekstrarlegar for-
sendur atvinnulífsins og væntingar
almennings standast ekki.
Versta sviðsmyndin væri ef ríkið
örvaði ekki hagkerfið og önnur at-
vinnustarfsemi hægði líka á sér og
við lentum í vítahring mjög slæmr-
ar kreppu. Seðlabanki Englands
varar við að án mikillar örvunar
hagkerfisins þar í landi geti þessi
COVID-kreppa orðið sú versta í
300 ára sögu Seðlabanka Englands.
Staðan er því sú að við erum
komin í efnahagskreppu. Efnahags-
horfur eru slæmar.
Skaðinn er: lægri tekjur ríkis-
sjóðs, lægri tekjur sveitarfélaga, að
minnsta kosti 50.000 atvinnulausir,
lægri tekjur flestra fyrirtækja, eða
engar tekjur fyrirtækja í ferða- eða
flugþjónustu. Meta má að skaðinn
sé sá kostnaður sem þarf að brúa
til að halda þjóðfélaginu gangandi
og lágmarka skaðann af COVID-
kreppunni.
Hvað er til ráða? Stóra spurn-
ingin er: hvernig deilum við
þessum skaða? Hver
borgar? Ef atvinnulífið
þarf að taka þetta
áfall á sig þá fara
mörg fyrirtæki í gjald-
þrot og kreppan
versnar. Ef ríkissjóður
er ekki notaður til að
vinna á móti krepp-
unni sem við erum
komin í, þá versnar
kreppan. Einkaneysla
2019 var 50,8% af
landsframleiðslu, al-
menningur hefur dreg-
ið saman einkaneyslu vegna óvissu
um framhaldið hvað varðar fram-
færslu sína og heilsu. Ríkissjóður
getur haldið uppi einkaneyslu, að
minnsta kosti að hluta til, með því
að tryggja framfærslu. Örva þarf
innlenda eftirspurn. Til að komast
út úr kreppunni eða að minnsta
kosti minnka neikvæð áhrif hennar
þarf ríkissjóður að tryggja lág-
marksframfærslu þeirra sem ekki
hafa atvinnu, bæta þarf þeim við í
atvinnuleysiskerfið sem falla utan
núverandi atvinnuleysiskerfis. Gera
má ráð fyrir að það taki nokkur ár
að komast á sama stað hvað varðar
fjölda atvinnulausra og var í
desember 2018 en þá voru 5.299
manns atvinnulausir [Vinnumála-
stofnun].
Kostnaður ríkissjóðs vegna at-
vinnuleysisbóta til 50.000 manns
fram á sumar 2021 og vonandi
minna atvinnuleysi í framhaldi gæti
kostað ríkissjóð 2020-2021 allt að
300 ma.
Kostnaður ríkissjóðs vegna ým-
issa sértækra aðgerða á ýmsum
áskalistum og stuðnings við sveit-
arfélög gæti numið allt að 100
milljörðum á árunum 2020-2021.
Kostnaður ríkissjóðs vegna
beinna styrkja til fyrirtækja í
ferðaþjónustu og þeirra sem var
gert að hætta eða minnka starf-
semi, með lágmarkskostnaði þar til
þessir aðilar geti haldið úti starf-
semi sinni eftir að hafa aðlagað sig
að lægri tekjum; fljótt á litið má
áætla þennan kostnað 100 ma. svo
þau verði rekstrarhæf sumarið
2021.
Kostnaður ríkissjóðs við að veita
atvinnulífinu beina styrki í gegnum
nýtt dótturfélag Seðlabanka Ís-
lands, eins og Seðlabanki Banda-
ríkjanna og fleiri landa gerir, sem
kemur út eins og fyrirtækin hefðu
keypt eftir á rekstrarstöðvunar-
tryggingar; þetta gæti kostað ríkis-
sjóð 2020-2021 allt að 200 ma. Þá
ætti ríkissjóður líka að veita bein
langtímalán til fyrirtækja í gegnum
sama feril, líkleg upphæð 400 ma.
Þetta yrði gert, ekki í gegnum
bankakerfið eins og núverandi hug-
myndir eru með 80% ríkisábyrgð,
heldur 100% ríkisábyrgð. Mark-
miðið væri að staða fyrirtækjanna /
atvinnulífsins í lok 2021 væri nægi-
lega góð til að viðskiptabankarnir
gætu veitt þessum viðskiptavinum
sínum venjulega fyrirgreiðslu.
Kostnaður ríkissjóðs vegna fjölg-
unar starfa í nýsköpunarfyrir-
tækjum með styrkjum. Mögulegt
ætti að vera að fjölga störfum um
10.000 á 3 árum. Kostnaður ríkis-
sjóðs í formi styrkja væri um 200
ma.
Tekjur ríkissjóðs lækki um að
minnsta kosti 400 ma. 2020-2021.
Þrátt fyrir það ættu ríki og sveitar-
félög að halda úti sömu starfsemi
2020-2021.
Samtals gerir þetta 2020-2021
um 900 ma. í bein ríkisframlög til
atvinnulífsins, 400 ma. til að halda
áfram óbreyttum rekstri ríkissjóðs
og 400 ma. í lán til atvinnulífsins,
til að brúa þau í gegnum kreppuna.
Þetta verði fjármagnað með því að
ríkið fái 300 ma. til baka 2020-2021
með venjulegri skattheimtu [tekju-
skattar og virðisaukaskattur sem
komi til vegna aukinnar veltu í
samfélaginu], ríkið lækki eigið fé
ríkisbankanna um 300 ma. strax og
selji svo ríkisbankana 2023-2025
fyrir 400 ma. Það sem eftir stendur
verði fjármagnað með lántöku
ríkissjóðs.
Örvi ríkið ekki hagkerfið í þess-
ari COVID-kreppu lendum við í
enn verri kreppu, eins og gerðist
eftir 2008.
COVID, lækning hagkerfisins
Eftir Holberg
Másson » Vel tókst til að ráða
við fyrstu bylgju
COVID-faraldurs á Ís-
landi með snöggum og
hörðum aðgerðum.
Holberg Másson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Það sem öðru frem-
ur skilur borgir frá
bæjum hvar sem er í
heiminum er það
menningarlíf sem þar
þrífst. Og forsenda
blómlegs menningar-
lífs er ekki veraldlegt
ríkidæmi samfélagsins
– fyrirtækjanna, ein-
staklinganna eða
sveitarfélagsins held-
ur sameiginleg hug-
mynd um mikilvægi þess að leggja
rækt við menninguna. Slíkir inn-
viðir eru til marks um ákveðið hug-
arfar íbúanna og fela í sér kröftuga
yfirlýsingu af þeirra hálfu um
hvers konar samfélag það er sem
þeir vilja byggja upp.
Sinfóníuhljómsveitir, leikhús og
listasöfn eru kennileiti í hinu menn-
ingarlega landslagi. Fjallstindar
sem klífa má til að njóta útsýnis og
skógar þar sem finna má skjól fyrir
hinum hversdagslega næðingi.
Þetta er hin raunverulega ástæða
þess að borgir kappkosta að styðja
við listastarfsemi. Ekki má þó
gleyma hinum hversdagslega ábata
sem er af slíkri starfsemi. Kalla
þarf sérfræðinga til starfa, hvort
sem þar eru listamenn, tæknifólk
eða rekstraraðilar. Afurðirnar fara
líka út í samfélagið, fólk fer í leik-
hús og á tónleika og hjól atvinnu-
lífsins snúast.
Menningarmiðstöðin Akureyri
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
(SN) er önnur sinfóníuhljómsveitin
sem verður til á Íslandi sem rekin
er fyrir opinbert fé. Ef til vill sýn-
ist einhverjum að hún hafi orðið til
svo til áreynslulaust, næstum eins
og grasið sem grær á vorin. Hið
rétta er þó að þar liggur að baki
mikil og óeigingjörn vinna fjölda
fólks allt frá stofnun hennar. Árið
2015 hóf SN að hlúa að kvikmynda-
tónlistarverkefninu SinfoniaNord.
Frá þeim tímamótum hefur hljóm-
sveitinni vaxið fiskur um hrygg á
nýjan og sjálfstæðan hátt, án þess
að reiða sig um of á opinbera
styrki.
Akureyrarbær og menntamála-
ráðherrar hafa af stórhug stutt
myndarlega við bakið á SN frá
upphafi. En við aukin umsvif
hljómsveitarinnar vegna aukinnar
eftirspurnar frá almenningi og al-
þjóðlega kvikmynda- og viðburða-
iðnaðinum eru barnafötin tekin að
þrengja að unglingnum.
Til að sinna skyldum sínum og
stefnu um að halda eina tónleika á
mánuði yfir vetrartímann ásamt
skólatónleikum og halda hljóm-
sveitinni í æfingu fær hljómsveitin
styrk sem leyfir að öðru jöfnu að-
eins um þrenna meðalstóra sinfón-
íutónleika á ári. Það er ljóst að það
dugar ekki til að reka atvinnu-
sinfóníuhljómsveit þó að hljóðfæra-
leikarar hennar séu allir atvinnu-
tónlistarmenn. Raunin er að hún
sinnir fimmtán til þrjátíu stærri og
minni verkefnum á ári hverju. SN
tekst það með því að sérhæfa sig í
upptökum á sinfónískri kvikmynda-
tónlist í Hofi á Akureyri og með því
að leigja út þjónustu sína til ann-
arra tónleikaframleiðenda. Þannig
býr SN sér og samfélaginu tekjur
og meðlimum sínum reynslu og
hæfni með aukinni tíðni verkefna.
Sérstaða SN
Gott dæmi um slík
verkefni var nýverið
þegar SN gat ein
sinfóníuhljómsveita í
heiminum á tímum
Covid-faraldursins tek-
ið að sér verkefni frá
kvikmyndarisanum
Netflix. Á sama tíma
og allt tónleikahald
liggur niðri, skólahald í
lágmarki og þúsundir
manna eru að missa
vinnu sína fengu um sextíu tón-
listarmenn, hljóðmenn og sviðs-
stjórar aukavinnu við tvær stór-
myndir fyrir Netflix.
Ókostirnir við þetta fyrirkomulag
eru að SN þarf stanslaust að leita
sér viðbótartekna með því að grípa
gæsir sem gefast og því ekki á vís-
an að róa varðandi reglubundið tón-
leikahald. Hljómsveitin hefur ekki
fjárhagslegt bolmagn til að stunda
reglubundnar æfingar, en þær eru
nauðsynlegar til þess að sjötíu
manns geti leikið saman sem ein
heild á vandaðan listrænan hátt.
Kostirnir
Kallað er eftir því við hið háa Al-
þingi að það styrki þessa ungu sin-
fóníuhljómsveit með nægilegu fjár-
magni til að sinna stofnskrár-
bundnu hlutverki sínu. Til yrði
fjöldi starfa og iðandi mannlíf sem
gerir listafólki á Íslandi kleift að
iðka list sína utan höfuðborgar-
svæðisins. Drjúgur hluti fjármagns-
ins mun skila sér aftur í gegnum
aðskiljanleg opinber gjöld lista-
mannanna og nýjar menningar-
afurðir verða til, sem aftur eykur
tekjur.
Slíkur styrkur myndi hleypa enn
meiri krafti í sjálfstæða starfsemi
SN, þ.e. kvikmyndatónlistarverk-
efnið SinfoniaNord, en tekjur þess
eru oftast í formi gjaldeyris.
Myndarleg fjárveiting til SN mun
stuðla að meiri fjölbreytni í at-
vinnulífi Norðurlands eystra því
rekstur sinfóníuhljómsveitar fjölgar
afleiddum störfum.
Þar má nefna hljóðtæknimenn,
ljósamenn, sviðsstjóra, upptöku-
stjóra, sem og hótelrekstur, sam-
göngufyrirtæki og veitingahús, að
ógleymdum um áttatíu hljóðfæra-
leikurum. SN auglýsti eftir hljóð-
færaleikurum á verktakasamning
árið 2017 og eitt hundrað manns
sóttu um, slíkur er áhuginn og þörf-
in. Almenningur í landinu hefur líka
kveðið upp sinn dóm því árum sam-
an hefur nánast alltaf verið hús-
fyllir á tónleikum SN.
Hugsum stórt og sköpum raun-
verulegar forsendur fyrir atvinnu-
sinfóníuhljómsveit á Akureyri.
Akureyri þarf
atvinnusinfóníu-
hjómsveit
Eftir Þorvald
Bjarna Þorvaldsson
Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson
» SN tekst það með
því að sérhæfa sig í
upptökum á sinfónískri
kvikmyndatónlist í Hofi
á Akureyri og með því
að leigja út þjónustu
sína
Höfundur er tónskáld og fram-
kvæmdastjóri kvimyndatónlistar-
verkefnisins SinfoniaNord í Hofi á
Akureyri.
tod@mak.is
Allt um sjávarútveg