Morgunblaðið - 12.05.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.05.2020, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020 ✝ Pétur ValbergJónsson fædd- ist 4. maí 1933 á Miðhúsum í Mýra- sýslu. Hann and- aðist á Brákarhlíð í Borgarnesi 30. apr- íl 2020. Foreldrar hans voru Nellý Péturs- dóttir, f. 1.6. 1903, d. 29.4. 1981 og Jón Helgason Jónsson, f. 13.9. 1898, d. 28.2. 1989. Þau voru bændur á Miðhúsum. Pétur var elstur af sjö systkinum, eft- irlifandi eru: Helga, f. 18.6. 1935, Jón Atli, f. 1.1. 1940, Gylfi, f. 29.8. 1941 og Ásta, f. 15.11. 1943. Látin eru: Baldur, f. 1.2. 1937, d. 18.9. 2013 og Elísabet, f. 7.5. 1938, d. 17.6. 2019. Árið 1971 keypti hann jörðina Sveinsstaði á Mýrum og flutti þangað árið 1973. Þar bjó hann ásamt barnsmóður sinni Ernu Pálsdóttur, f. 22.10. 1943, d. 13.10. 2017. Þau eignuðust fjög- ur börn: a) Einar Páll, f. 16.10. 1968, kona hans er Rósa Konný Jóhannesdóttir, f. 11.1. 1982, börn þeirra eru Rakel Lea, f. 1.5. 2007 og Þórey Lilja, f. 7.10. 2011, áður átti Einar Andra Pál, f. 21.12. 2002, b) Nellý, f. 7.1. 1981, c) Svan- hvít, f. 21.3. 1982, sambýlismaður hennar er Björn Steinar Grétarsson, f. 21.11. 1973 og d) Helga, f. 9.11. 1984, unnusti hennar er Bjarki Guðbjartsson, f. 2.4. 1981. Pétur ólst upp á Miðhúsum í Mýrasýslu með foreldrum sínum og systkinahópi. Hann fór ung- ur að starfa við vinnuvélar. Hann fór til Reykjavíkur og nam bifvélavirkjun hjá Agli Vil- hjálmssyni og lauk sveinsprófi 1959. Síðar öðlaðist hann meist- araréttindi í sömu grein. Hann starfaði hjá Ræktunarsambandi Mýramanna við jarðvinnslu víða um sveitir meðan starfskraftar leyfðu. Hann bjó á Sveinsstöðum þar til veikindi urðu til þess hann fluttist á Brákarhlíð árið 2010. Útförin fer fram í kyrrþey. Elsku pabbi hefur loksins fengið ósk sína uppfyllta og fengið hvíldina. Hann var búinn að bíða lengi og þegar hvíldin kom fór hann sáttur og friðsæll. Það að pabbi vildi fara vekur blendnar tilfinningar. Maður er þakklátur fyrir hans hönd að hann hafi fengið það sem hann vildi en líka sorgmæddur yfir að hann sé farinn. Það er alltaf erfitt að kveðja vitandi að fleiri minningar verða ekki til. Það er líka skrítið að eiga ekki lengur erindi á Brákarhlíð þar sem hann bjó síðustu 10 árin. Það verða ekki aftur litlu jól hjá pabba eða önnur tilefni þar sem við komum saman. Við systk- inin reyndum að búa til góðar minningar hjá pabba og koma með gleðina til hans eftir að hann hætti að geta komið til okkar. Pabba þótti vænt um það, þó hann hafi ekki sagt það berum orðum þá veit ég að hon- um þótti vænt um þetta. Þegar maður hugsar til baka og rifjar upp minningar um og með pabba þá koma margar minningar upp í hugann. Hann að spila á nikkuna eða píanó eru minningar sem eru í uppá- haldi en tónlist átti sérstakan stað hjá honum og okkur. Margar minningar snúast svo um að hann var að kenna manni eitthvað. Hann til dæmis kenndi mér að greiða flókið sítt hár og að klippa drengjakoll. Hann kenndi mér líka að halda á hamri, keyra og vinna á drátt- arvélum og hann kenndi mér að keyra bíl. Hann kenndi mér að nota borvél og hann kenndi mér að skipta um dekk. Hann reyndi líka að kenna mér að dansa en ég náði því nú ekki al- mennilega. Hann kenndi mér svo ótalmargt og ég verð æv- inlega þakklát fyrir það. Hann hafði óbilandi áhuga á tækni og því sem var nýjasta nýtt. Við vorum til dæmis með þeim fyrstu í hreppnum til að fá tölvu inn á heimilið. Ég held að ég hafi grætt mikið á því að pabbi hafði svona mikinn áhuga á nýjustu tækni, bæði í námi og vinnu. Það var oft stutt í spaugsemi hjá pabba og það var oft hlegið við matarborðið. Þetta eru góð- ar og hlýjar minningar sem munu ylja manni alla tíð. Ég sakna pabba en vona að honum líði vel og að hann upp- lifi alla sína drauma núna, hvar sem hann er. Ber kveðju mína til mömmu og far vel, pabbi. Nellý Pétursdóttir. Elsku pabbi, nú hefur þú lokið þínum kafla hér og ert kominn á annan stað. Ég er sannfærð um að þú hafir þú það gott, ungur og hress. Nótt- ina eftir að þú kvaddir dreymdi mig að ég kæmi í heimsókn til þín á Sveinsstaði. Nellý bjó þar og þú varst hjá henni. Þú hafð- ir yngst, varst glaður og hress þrátt fyrir að vera með gang- ráð og snúrur út frá honum. Þú sast uppréttur í sófa og varst að sýna mér að sárin á hönd- unum eftir sýkingu væru öll að gróa og það væri Nellý að þakka því hún hafði hugsað svo vel um þig. Þú kvaddir mig svo með innilegu knúsi og sagðir mér að fara vel með mig. Þetta var góður draumur. Þú kenndir mér svo margt, enda eldklár, til að mynda við- gerðir, keyra traktor, vinna á gröfu og ýtu, bakka með kerru, keyra í fljúgandi hálku, grunn- atriði á hljóðfæri eins og píanó, gítar og harmóniku, dansa samkvæmisdansa, syngja, spila á spil, greiða sítt flókið hár, rata eftir stjörnum og margt fleira. Alltaf þegar ég sé Karls- vagninn þá hef ég hugsað til þín og það mun aldrei breyt- ast. Lífið var kannski ekki alltaf dans á rósum hjá þér og stund- um erfitt en þú hefur skilað þínu og mátt vera stoltur af. Elsku pabbi, ég vona að þú hafir það gott þar sem þú ert núna. Ég minnist þín með laginu sem þú kenndir mér: Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðarlönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum) Hinsta kveðja, Svanhvít Pétursdóttir. Pétur Valberg Jónsson✝ Sylvía Sveins-dóttir fæddist í Hveravík á Strönd- um þann 28. mars 1932. Hún lést 20. apríl 2020. Hún var dóttir hjónanna Magn- dísar Gestsdóttur sem fædd var 1909, dáin 2006 og Sveins Guðmundssonar fæddur 1897, dáinn 1969. Sylvía var næst elst í röð sex alsystkina. Hin eru í ald- ursröð: Guðfinnur látinn, Bern- harð látinn, Alda, Reynir og Garðar látinn. Sylvía átti fjögur eldri hálf- systkin samfeðra: Þau eru í ald- ursröð Sverrir látinn, Sóley, tví- burarnir Matthildur látin og Halldór sem lést sem ungbarn. Silla, eins og hún var alltaf kölluð, ólst upp með fjölskyldu sinni í Hveravík og sinnti hefð- bundinni þátttöku í sveitastörf- um eins og aldur og þroski leyfði. Á unglings- árum var hún stundum á heim- ilum sængur- kvenna til aðstoðar. Hún sótti barna- skóla á Drangsnesi. Silla starfaði á vertíðum hér á Suð- urnesjum og vann í Stóru milljón eða Hraðfrystihúsi Keflavíkur sem ráðskona. Eins starfaði hún með Öldu systur sinni á veitinga- staðnum Röðli í Reykjavík. Árið 1958 flutti hún með fjöl- skyldunni í Keflavík og bjó lengi á Suðurgötu 33. Silla flutti svo með foreldrum sínum og hluta systkinanna að Hafnargötu 66 þar sem Silla bjó svo alla tíð, lengst af með móður sinni með- an hún lifði. Útför Sillu fór fram þann 8. maí 2020 frá Keflavík- urkirkju og hvílir hún í Hólm- bergskirkjugarði. Lóan syngur svo fallega fyrir utan gluggann minn og inni hlýja ég mér við dásamlegar minningar um yndislega frænku og vinkonu. Silla frænka mín var afskaplega ákveðin og sjálf- stæð kona. Hún var kát og skemmtileg og alltaf tókst henni að sjá spauglegu hliðarnar á líf- inu. Silla var hrein og bein og ef fólk tók henni ekki eins og hún var þá varð bara að hafa það. Þess vegna var líka alltaf gott að leita ráða hjá henni því hún var bæði hreinskilin og raunsæ. Maður gat alltaf tekið sér tíma frá erli dagsins og sest við eldhúsborðið hjá Sillu, drukkið kaffi, spjallað um lífið og til- veruna, hlegið saman og oft fór hún með vísur og söng fyrir mann. Ég er ævinlega þakklát fyrir allar góðu minningarnar og munu þær ávallt eiga vísan stað í hjarta mínu. Ég óska þér guðs blessunar, elsku hjartans Silla mín, og sjáumst síðar í sumarlandinu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín Alda. Sjaldnast erum við viðbúin þegar dauðann ber að höndum og svo sannarlega átti ég ekki von á þessu andláti svona snöggt. Elsku vinkona mín hún Silla hefur viljað hafa þetta á þennan hátt, hátta í rúmið sitt að kveldi og vakna ekki meir. Ég veit að þú hefðir nú ekki viljað að þú þyrftir að vera upp á aðra komin og því var þetta kannski besta lausnin að fá að fara svona. Ég veit að þú hefðir ekki kært þig um neinar orða- lengingar um þig en þú fyr- irgefur mér það. Okkar kynni hófust þegar ég var 16 ára árið 1959, þá vann ég í frystihúsi hér í Keflavík, þar voru þær mat- ráðskonur Silla og Alda systir hennar ásamt fleiri konum. Síð- an lágu leiðir okkar aftur saman árið 1999 að ég fór að koma á heimili þeirra mæðgna, Sillu og mömmu hennar, Möggu, sem var yndisleg kona sem ekkert aumt mátti sjá. Kom ég þar ásamt fríðu föruneyti og hefur sá vinskapur haldist á milli okk- ar allar götur síðan. Silla var hrein og bein og sagði skoðanir sínar beint við fólk en baktalaði það ekki. Stundum sagði hún við okkur Nönnu heitna: „Ég skil ekki að þið skulið koma til mín eins og ég læt leiðinlega við ykkur,“ en þetta var nú bara djók, að ég held. Alltaf voru veitingar lagð- ar á borð þegar maður kom þangað og ef ég sagðist ekki hafa lyst þá var svarað á móti: „Þetta má standa á borðinu.“ Silla var þannig að ef ég rétti eitthvert lítilræði að henni þá sagði hún: „Guð almáttugur hjálpi þér barn, ertu að verða vitlaus!“ En á móti gaukaði hún oft að öðrum og þá átti ekki að hafa orð á því. Við Silla áttum oft spjall um lífið og tilveruna og það voru fræðandi stundir. Silla var þeim gáfum gædd að hún fann ýmislegt á sér, sagði oft við mig: „Ég vissi að þú vær- ir að koma því það kom einhver á undan þér.“ Hún var glúrin við að lesa í bolla og oft kom það fram sem hún sá í boll- anum. Ég veit þú fyrirgefur mér, elsku Silla mín, að vera að setja þetta á prent. Ég vil að endingu þakka allt okkar samband sem var gott og allt sem þú veittir mér. Vertu guði falin að eilífu. Kveðja, þín vinkona, Kristbjörg Hallsdóttir. Sylvía Sveinsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA VILBERGSDÓTTIR, Ljósuvík 34, Reykjavík, lést föstudaginn 1. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Aðstandendur þakka öllum þeim sem sýnt hafa samúð og hlýhug við andlát hennar. Sverrir Sæmundsson Þórunn Sverrisdóttir Ólafur Baldursson Vilberg Sverrisson Harpa Arnardóttir Benedikt Sverrisson Helga Kristín Stefánsdóttir Bjarki Már Sverrisson Kolbrún Ósk Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og vinkona, GUÐBJÖRG JÓNA JÓNSDÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 27. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Anna Brynhildur Bragadóttir Guðjón Ingvi Jónsson Kristín Konráðsdóttir Svanhvít Konráðsdóttir Ingvar Grétar Ingvarsson Konráð Ragnar Konráðsson Sigríður Guðbrandsdóttir Arnar Konráðsson David Andrew Laski Sigurður Jónsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, afi og langafi, STEINAR LÚÐVÍKSSON, lést föstudaginn 8. maí á Hrafnistu í Reykjavík. Útförin mun fara fram í kyrrþey. Elín Sólveig Steinarsdóttir Sunna Kristinsdóttir Bergmundur Elvarsson Dagur Kristinsson Lúðvík Kristinsson Eygló Kristinsdóttir og barnabarnabörn Álfur frændi er kominn. Það var sama hvort það var heima í Austur- byggðinni á Akur- eyri eða á Ytra-Fjalli, það var alltaf mikill spenningur að fá Álf frænda í heimsókn. Ég hef sennilega verið þriggja ára þegar hann tók mig með sér austur í Fjall, og allar götur eftir það voru afar sterk Álfur Ketilsson ✝ Álfur Ketilssonfæddist 7. októ- ber 1939. Hann lést 20. apríl 2020. Útförin fór fram í kyrrþey. bönd á milli okkar, gagnkvæm virðing bæði sem vinir og frændur. Seinna meir, þegar ég var kaupamaður á Ytra-Fjalli, breytt- ist þetta ekkert. Að fá Álf frænda í hlaðið var alltaf eitthvað sem allir biðu spenntir eftir. Hann kom með skrýtna karla með sér í laxveiði eða framandi fólk sem hann var að kynna náttúru Íslands og öræfi, nú eða hann kom bara til að að- stoða við heyskapinn. Hann var dugnaðarforkur, drífandi, átti auðvelt með að fá fólk með sér í lið til að hespa hlutina af og hafði afbragðs verksvit. Í eitt skipti kom Álfur frændi, en í þeirri ferð voru engir skrítnir karlar, heldur kona. Man hvað okkur Helgu systur þótti þetta merkilegt og vorum við mikið að spá í þetta, hvaða kona þetta væri með Álfi frænda. Þetta var nú eng- in venjulega kona, heldur hafði Álfur frændi fundið ann- an dugnaðarfork, hana Möggu. Mörgum árum seinna hring- ir Álfur frændi í mig, þá ég bjó í Bolungarvík, og spyr hvort ég geti ekki komið hon- um Stefáni frænda mínum á sjóinn. Ég hélt það nú og úr varð að Stefán varð síðan sjó- maður. Um tíu árum seinna hringir Álfur frændi í mig og nú spyr hann hvort ég geti ekki komið Stefáni í land aftur. Ég hélt það nú og úr varð að Stefán var sendur til Kína. Álfur frændi var einstaklega bóngóður og hafði það stærsta hjarta sem hægt er að fá og þegar öll sund virtust lokuð var hægt að leita til hans. Eins og gengur, þegar árin færast yfir, verða endurfund- irnir færri, og það sama átti við um mig og Álf frænda. En af og til hittumst við og þá voru það ævinlega miklir fagnaðar- fundir, fullir kærleika og hlýju. Nú er Álfur frændi farinn, en hann mun alltaf koma í minningunni og ég mun taka á móti honum þar, og það verður jafn gaman og spennandi og áð- ur. Elsku Magga, Stefán og Herdís, ég sendi ykkur öllum mínar innilegustu samúða- kveðjur. Ketill Helgason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.