Morgunblaðið - 12.05.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020
✝ Guðbjörg JónaJónsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 8. mars 1935.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Selfossi
27. apríl 2020.
Foreldrar Jónu
voru Jón Jóhanns-
son, f. 1911, d.
1967 og Ingvör
Anna Guðbjörns-
dóttir, f. 1911, d.
1965.
Systkini Jónu voru:
Jóhann Hafliði Jónsson, f.
1930, d. 1998, Sigríður Erla
Jónsdóttir, f. 1933, d. 1999,
Gunnar Jónsson, f. 1938, d.
1991, Ingibjörg Jónsdóttir, f.
1943 og Gísli Sigurður Jóns-
son, f. 1945, d. 2013. Ingibjörg
lifir systkini sín.
Jóna eignaðist Önnu Bryn-
hildi Bragadóttur árið 1953
með Braga Sigfússyni, f. 1935,
d. 2003. Maki hennar er Guð-
jón Ingvi Jónsson.
7. ágúst 1954 giftist hún
Konráði Ragnari Sveinssyni og
eignaðist með honum 5 börn:
Kristínu Konráðsdóttur, f.
1955, maki hennar var Krist-
ján Ólafur Kristjánsson, f.
1958, d. 3. maí 2020, Svein
Konráðsson, f. 1957, d. 2004,
Svanhvíti Konráðsdóttur, f.
1958, maki hennar er Ingvar
Grétar Ingvarsson, Konráð
Ragnar Konráðsson, f. 1962,
maki hans er Sigríður Guð-
brandsdóttir, Arnar Konráðs-
son, f. 1971, maki hans er Dav-
id Andrew Laski.
Synir Önnu og Guðjóns eru
Sævar Örn Guðjónsson, f. 1969
og Hrafn Leó Guðjónsson, f.
1978. Sævar er kvæntur Önnu
Vilborgu Sölmundardóttur,
saman eiga þau Guðjón Kára
og Brynhildi Ásu. Sævar hafði
áður eignast Unu Rós. Hrafn
Leó er kvæntur Örnu Rún Ses-
arsdóttur og eiga þau saman
Bergrúnu Emblu og Kristófer
Cesar. Áður eignaðist Hrafn
Aron og Ásdísi Maríu.
Kristín og Krist-
ján eiga dótturina
Margréti Krist-
jánsdóttur, maki
hennar er Andreas
Andersen og búa
þau í Noregi. Fyr-
ir átti Kristín Evu
Björgu Sigurð-
ardóttur. Maki
Evu er Finnur
Björn Harðarson
og eiga þau börnin
Daníel Arnar, Hildi Elvu, Atla
Má og Kristínu Ástu.
Sveinn eignaðist 3 syni með
fyrrverandi eiginkonu sinni,
Hafdísi Kristinsdóttur, en þeir
eru: Konráð Ragnar Sveinsson,
f. 1980 sem á 2 syni með fyrr-
verandi eiginkonu,Tinnu Garð-
arsdóttur, þá Svein og Garðar
Loga. Maki Konráðs er Fanný
Norðfjörð. Gunnar Örn Sveins-
son, f. 1983, á þrjú börn með
konu sinni Söru Kristjáns-
dóttur: Unu Jódísi, Kristján Tý
og Arnar Frey. Jón Arnar
Sveinsson, f. 1988, maki hans
er Eydís Sjöfn Kjærbo.
Konráð og Sigríður eign-
uðust dótturina Dagbjörtu
Karlottu og eru þau öll búsett
í Danmörku.
Jóna og Konráð bjuggu
lengst af í Háagerði 25 í
Reykjavík, húsi sem þau
byggðu og fluttu inn í árið
1957.
Árið 2001 söðluðu þau um
og byggðu nýtt Háagerði í
Grímsnesi þar sem þau bjuggu
í nágrenni dætra sinna. Kon-
ráð Ragnar lést árið 2006.
Seinna kynnist Guðbjörg Sig-
urði Jónssyni sem var lífs-
förunautur hennar til æviloka.
Jóna var heimavinnandi
húsmóðir á meðan börn henn-
ar uxu úr grasi. Seinna vann
hún hjá Alþýðublaðinu, Síldar-
og fiskimjölsverksmiðjunni
Kletti og síðustu starfsárin
sem aðstoðarkona á tann-
læknastofu.
Útför Jónu fer fram í kyrr-
þey að eigin ósk.
Svenni, hann Himmi er kom-
inn.
Það voru ófá skiptin sem
þessi orð féllu þegar ég mætti í
Háagerði 25.
Heimili Konna og Jónu var
eins og nokkurs konar Hlemm-
ur stoppistöð.
Þar var stórt heimili fullt af
börnum og alltaf opið. Þetta var
heimili vinnandi
fólks sem þurfti að hafa fyrir
hlutunum og þar voru hlutirnir
ræddir.
Hvort sem vangaveltunar
voru um leynistaðinn undir
tröppunum bakvið hús og
hverjir fengu að fara þar inn
eða þegar við Svenni fengum að
fara að vinna á Kletti 13-14 ára
og urðum moldríkir eftir eina
páska. Alltaf var Jóna til stað-
ar, hún var jú bara ein af vin-
unum og árin liðu, seinna á lífs-
leiðinni urðum við Jóna
vinnufélagar þegar ég fór að
vinna vaktir á Kletti og Jóna
stóð vaktina í eldhúsinu, traust
og úrræðagóð.
Þegar þau fluttu í Sveitina
komu nýir tímar og lífið leiddi
okkur aftur meira saman. Oft
fórum við félagarnir úr Háa-
gerði í Sogið að veiða og var þá
regla að fara fyrsta kvöldið til
Jónu til að gleðjast og hlæja úr
sér augun. Stórt var höggið í
þessari fjölskyldu nú þegar
Jóna kvaddi og Stjáni stuttu
síðar, ég vil hugsa að Jóna hafi
viljað vera til staðar hjá Konna
og Svenna til að taka á móti
Stjána þegar hann mætti, til að
hella upp á fyrir mannskapinn.
Við sem eftir sitjum hugsum
með hlýhug og þakklæti til
þeirra beggja, það er skrítið að
geta ekki fylgt þeim síðasta
spölinn en svona er lífið núna.
Kæra fjölskylda, samúðar-
kveðjur frá okkur.
Hilmar og Ágústa (Gústa).
Guðbjörg Jóna
Jónsdóttir
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Erna Vilbergs-dóttir fæddist
17. febrúar 1948 í
Reykjavík. Hún
lést 1. maí 2020.
Foreldrar henn-
ar voru Vilberg
Skarphéðinsson
framkvæmdastjóri
og Sveinsína
Kristbjörg Guð-
mundsdóttir mat-
reiðslukona.
Systkini Ernu eru Sigrún
Vilbergsdóttir, f. 29.12. 1945,
d. 20.4. 2009 og Valgerður Vil-
bergsdóttir, f. 7.10. 1952.
Eiginmaður Ernu var Sverr-
ir Sæmundsson, f. 17.6. 1945.
Erna var fædd í Reykjavík
og ólst upp í Steinagerði 4 og
gekk í Breiðagerðisskóla og
síðar Réttarholtsskóla. Hún
vann til margra ára á Morg-
unblaðinu og síðar heimavinn-
andi og sá um heimili og börn.
Einnig vann hún í
heildverslun föður
síns og aðstoðaði
hann við rekstur
fyrirtækisins.
Börn Ernu og
Sverris eru Þór-
unn Sverrisdóttir,
f. 1968, gift Ólafi
Baldurssyni og
eiga þau fimm
börn. Vilberg
Sverrisson, f.
1972, giftur Hörpu Arn-
ardóttur og eiga þau þrjú
börn. Benedikt Sverrisson, f.
1973, kona hans er Helga
Kristín Stefánsdóttir og eiga
þau tvö börn og eitt barna-
barn. Bjarki Már Sverrisson, f.
1978, giftur Kolbrúnu Ósk
Jónsdóttur og eiga þau þrjú
börn.
Útför hennar fór fram í Frí-
kirkjunni í Reykjavík 11. maí í
kyrrþey.
Elsku hjartans systir og
frænka.
Þegar við sitjum hér og hugs-
um til þín finnst okkur svo óraun-
verulegt og sárt að þú skulir ekki
vera hér á meðal okkar lengur. Á
þessari stundu er svo margt sem
kemur upp í hugann og okkur
langar til að segja þér. Sem systir
varstu alltaf svo ábyrg og traust
og áttum við svo einstakt og náið
samband. Það er skrítið að hugsa
til þess að við munum nú ekki
heyrast daglega lengur. Sem
frænka varstu alltaf svo góð við
okkur krakkana og síðar börnin
okkar, dekstraðir við okkur öll af
ást og umhyggju. Það var alltaf
svo gott að koma til ykkar Dedda,
ávallt drekkhlaðið borð af heima-
tilbúnum kræsingum enda erum
við fullviss um að þeir sem þig
þekktu munu minnast þín af mik-
illi matarást. Þið Deddi áttuð svo
einstakt samband, voruð svo
samtaka í öllu sem þið gerðuð og
meðal annars í því að öllum liði
einstaklega vel sem til ykkar
komu. Þú varst einstök mann-
eskja og umvafðir alla sem þú
elskaðir kærleika og hlýju skil-
yrðislaust. Við kveðjum þig elsku
Erna okkar með miklum söknuði
en góðar og ljúfar minningar um
þig munu lifa með okkur þar til
við komum yfir til þín.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sönn
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Við vottum elsku Dedda okkar,
börnum ykkar og öllum ykkar af-
komendum okkar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Valgerður (Vala systir),
Sveinn, Soffía og Hildur.
Mig langar með nokkrum orð-
um að kveðja Ernu frænku mína í
hinsta sinn. Ernu hef ég þekkt
allt mitt líf, en hún var 7 ára þeg-
ar ég fæddist. Móðir mín og Vil-
berg faðir Ernu voru systkini og
voru þau alla tíð mjög náin. Vil-
berg og Sveinsína, foreldrar
Ernu, eignuðust þrjár dætur,
Sigrúnu, Ernu og Valgerði, sem
lifir systur sínar. Mikill samgang-
ur var á milli heimila okkar þegar
við vorum að alast upp og frænk-
urnar þrjár voru mér sem systur
alla tíð.
Erna hafði mjög hlýja og góða
nærveru og það var alltaf gaman
og gefandi að hitta hana og
Sverri. Þau voru mjög samhent
hjón og höfðu mikinn stuðning
hvort af öðru. Þau hjónin eiga
fjögur uppkomin börn, tengda-
börn og barnabörn sem þau eru
mjög stolt af. Erna var mikil fjöl-
skyldukona og þótti fátt betra en
að hafa fjölskylduna í kringum
sig. Þau kveðja nú yndislega
konu, móður og ömmu sem fór
alltof fljótt.
Að leiðarlokum er margs að
minnast og margt að þakka fyrir.
Minningarnar eru margar og fal-
legar sem koma upp í hugann á
þessum tímamótum. Ernu
frænku minni vil ég þakka fyrir
allt sem hún var mér og fjöl-
skyldu minni.
Ég og fjölskylda mín þökkum
samfylgdina og kveðjum Ernu
með miklum söknuði og þakklæti
fyrir liðnar stundir. Við sendum
Sverri, eiginmanni Ernu, Þór-
unni, Vilberg, Benedikt, Bjarka
Má og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ernu Vil-
bergsdóttur.
Sigríður Magnea Njáls-
dóttir og fjölskylda.
Þegar gott fólk sem staðið hef-
ur manni nærri stóran hluta æv-
innar hverfur á braut minnir það
mann á að allt er breytingum
undirorpið.
Erna var ekki ein af þeim sem
létu mikið á sér bera. Hún lét hag
sinna nánustu sig miklu varða og
sýndi það líka í verki á sinn hæg-
láta og þægilega hátt. Börnin
fjögur og barnabörnin öll nutu
þess að eiga bakhjarl í þeim Ernu
og Sverri, en þau voru einstak-
lega samheldin og farsæl hjón í
hverju því sem þau tóku sér fyrir
hendur.
Minnisstætt er hversu þétt
Erna stóð að baki Sverris í veik-
indum hans fyrir nokkrum árum
og hún tók líka virkan þátt í end-
urhæfingu hans, með daglegum
göngutúrum í hvaða veðri sem
var. Ef veðrið eða færðin var
slæm, þá var gengið innanhúss í
Egilshöllinni, það var hugsað í
lausnum.
Undanfarnar vikur og mánuði
hafa hlutverkin snúist við, Sverr-
ir hefur stutt Ernu dyggilega í
gegnum veikindi hennar, en síð-
ustu vikur í covid-19-ástandinu
hafa ekki verið auðveldar, þegar
jafnvel börn þeirra hafa þurft að
halda fjarlægð, einmitt þegar þau
hefðu viljað standa sem næst
þeim og styðja. Missir þeirra
allra er mikill.
Það er ekki hægt að minnast
Ernu án þess að nefna snilli henn-
ar á sviði matreiðslu og baksturs.
Það stóðu henni fáir á sporði þeg-
ar kom að tertum og bakkelsi, þar
var hún ókrýndur tertumeistari
allra kaffiboða. Og þótt kan-
elterta hafi kannski ekki þótt
mikil áskorun fyrir hana, þá lét
hún sig ekki muna um að skella í
eina, bara til að gleðja kaneltertu-
unnendur.
Erna hafði einstaklega þægi-
lega nærveru á sinn hógværa hátt
og það var líka stutt í hláturinn ef
svo bar undir, kímnin leyndi sér
ekki undir hæglátu fasi hennar.
Erna átti samheldna fjölskyldu
og góða vini. Þau Sverrir hafa líka
átt tryggan og góðan vinahóp í
gegnum tíðina, sem hefur haldið
saman og ferðast saman bæði
innan lands og utan. Þar er nú
einnig höggvið skarð.
Við kveðjum Ernu, kæra mág-
konu og svilkonu, með söknuði og
vottum Sverri, Þórunni, Villa,
Benna og Bjarka ásamt fjölskyld-
um þeirra okkar dýpstu samúð.
Smári og Ingibjörg
Á kveðjustund, eftir 50 ára
kynni, kemur margt upp í hug-
ann. Erna kom inn í stóran vina-
hóp þegar hún og Sverrir fóru að
draga sig saman. Þessi hópur hef-
ur haldið fast í vinaböndin í gegn-
um árin, þótt vissulega hafi
ákveðinn tími farið í barnaupp-
eldi og að koma yfir sig þaki.
Tengslin hafa þó frekar styrkst
en slitnað með árunum.
Margar ferðir hafa verið farn-
ar, bæði innanlands og utan. Á
heimili þeirra Sverris og Ernu
eru til ótal ljósmyndir sem segja
alla þessa skemmtilegu sögu, en
þau voru óþreytandi að taka
myndir.
Við undirrituð fórum með þeim
fjórtán sinnum til Glasgow, en
þegar fimmtánda ferðin
var farin síðastliðið haust kom-
ust þau ekki með vegna veikinda
Ernu. Við eigum okkar uppá-
haldsveitingastaði sem gjarnan
voru heimsóttir og á a.m.k. tveim-
ur þeirra var spurt af hverju við
værum ekki sex eins og venjulega
og ósjaldan leituðum við að sex
manna borði í stað fjögurra af
gömlum vana. Því miður verða
þessar ferðir ekki fleiri, en minn-
ingin lifir.
Við vorum með matarklúbb og
alltaf var jafn gaman að koma til
Ernu, en hún var afburðakokkur
og naut sín vel í því hlutverki.
Erna bjó börnum sínum og Sverri
gott og fallegt heimili, þar var
mikil gestrisni og gott að koma.
Sverrir og Erna voru mjög
samrýnd. Þegar Sverrir veiktist
alvarlega fyrir tæpum 15 árum
var hún kletturinn við hlið hans
og vék varla frá honum. Nú kom
það í hans hlut að styðja við hana
þar til yfir lauk og hún fór yfir í
Sumarlandið.
Elsku Sverrir, Þórunn, Vil-
berg, Benedikt, Bjarki Már og
fjölskyldur. Ykkar missir er mik-
ill, megi Guð vera með ykkur á
þessum erfiðu tímum.
Blessuð sé minning kærrar
vinkonu.
Þórunn, Eiríkur
Bryndís og Björn.
Erna
Vilbergsdóttir
Erna Marteins-
dóttir, vinkona mín,
er látin. Við Erna
byrjuðum að starfa
saman sumarið 1992 þegar ég var
18 ára gömul og var ráðin í sum-
arafleysingar við Heilsugæsluna í
Garðabæ sem móttöku- og
læknaritari. Við könnuðumst þó
hvor við aðra áður þar sem hún
vann með pabba og var svo al-
mennileg og reddaði því í af-
greiðslunni – fyrir tíma farsím-
anna – þegar ég þurfti að ná í
pabba á vinnutíma þótt það væri
sjúklingur inni hjá honum. Við
Erna unnum saman í samtals
fimm sumur en vinskapurinn
varði til hinsta dags. Hún varð
Erna Aðalheiður
Marteinsdóttir
✝ Erna Að-alheiður Mar-
teinsdóttir fæddist
27. apríl 1936. Hún
lést 16. mars 2020.
Útför Ernu Að-
alheiðar fór fram 7.
maí 2020.
mér dýrmæt og kær
vinkona, sem var
kannski ekki alveg
fyrirséð í byrjun,
þar sem á okkur var
um 40 ára aldurs-
munur og við á mis-
munandi stað í líf-
inu.
Á Heilsugæsl-
unni, sem var ein-
stakur vinnustaður,
einkenndust öll
störf Ernu af mikilli fagmennsku
og þjónustulund og var Erna vin-
sæl og naut virðingar meðal sam-
starfsfólks. Erna vann hálfan
daginn, eftir hádegi, en fyrir há-
degi var rútínan að fara m.a. í
sund og synda einn kílómetra. Á
Heilsugæslunni kenndi Erna mér
ekki bara á símkerfið og að þjón-
usta fólk sem þangað sótti ýmsa
þjónustu. Margar aðrar leiðbein-
ingar og ráðleggingar Ernu til
mín sem voru gefnar í afgreiðsl-
unni hafa reynst vel á lífsins
göngu síðan. Má þar nefna til
dæmis að sýna öllum sem sóttu
þjónustu sömu virðingu og kurt-
eisi, koma eins fram við alla óháð
stöðu, kyni og aldri, umburðar-
lyndi og síðast en ekki síst að tapa
ekki gleðinni í lífinu. Þá var hún
mjög hvetjandi og valdeflandi við
mig, sem var að stíga mín fyrstu
skref í skrifstofuvinnu á vinnu-
stað þar sem voru bara fullorðnir.
Við góða uppgötvun eða ákvarð-
anatöku kom fyrir að hún kallaði
upp yfir sig: „Jóhanna, þú ert svo
skýr!“ eða: „Þú ert svo dugleg!“
Þegar ég hef notað sama hrós til
samstarfsfólks míns síðan verður
mér oft hugsað til Ernu með bros
á vör og hversu mikilvæg hvatn-
ing hennar og stuðningur var
mér á sínum tíma. Oft var kátt á
hjalla í kaffitímanum eftir hádegi
og Magga læknaritari sá okkur
fyrir kexi úr kexkassanum.
Erna var mikill gleðigjafi,
skemmtileg, félagslynd, með góð-
an húmor og það mjög gaman að
hlæja með henni. En það var
aldrei á kostnað neins heldur
hafði hún auga fyrir hinu já-
kvæða og skemmtilega í lífinu. Á
lífsins göngu hafði hún öðlast
visku af margvíslegri reynslu
sem hún miðlaði áfram í sam-
skiptum og framkomu við annað
fólk. Hún útbreiddi jákvæða orku
í kringum sig. Hún var góður
hlustandi og gott að fá álit hennar
og ráð. Eftir að samstarfi okkar
lauk og ég leitaði á önnur mið í
sumarstörfum héldum við Erna
þó alltaf sambandi og töluðum
saman og hittumst af og til. Mér
fannst Erna aldrei verða gömul
kona og fannst mér hún alltaf ung
í anda og sjálfstæð. Erna var
mjög stolt af fjölskyldu sinni og
afkomendum og talaði oft um þau
með stolti.
Að leiðarlokum þakka ég Ernu
fyrir samfylgdina og dýrmæta
vináttu í áranna rás. Fjölskyldu
hennar, afkomendum og vinum
votta ég mína dýpstu samúð.
Minningin um góða konu lifir.
Jóhanna Bryndís
Bjarnadóttir
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar