Morgunblaðið - 12.05.2020, Page 22

Morgunblaðið - 12.05.2020, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryðbletti á þökum og tek að mér ýmis smærri verk. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Við höfum opið alla daga frá kl. 9-15, með takmörk- unum þó. Þar sem enn eru hópatakmarkanir þarf að skrá sig í alla viðburði hjá okkur. Lögð er rík áhersla á handþvott og sprittun og biðjum við alla að huga að því bæði við komu og brottför. Skráning og allar upplýsingar í síma 411-2701 og 411-2702. Hlökkum til að sjá ykkur. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Höfum opnað smá rifu á félags- miðstöðina. Ákveðnar takmarkanir eru í gildi. Misjafnt eftir svæðum hve margir komast inn í einu. Áfram þarf að huga vel að handþvotti og sprittun bæði þegar komið er inn og þegar gengið er út. Í suma viðburði þarf að skrá sig í síma 411-2790. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Hlökkum til að sjá ykkur. Korpúlfar/Borgir Grafarvogi. Opið í Borgum með ákveðnum tak- mörkunum en förum rólega af stað, skref fyrir skref, sjáumst fagn- andi. Hámark 20 manna hópar og virðum 2 metra regluna. Lögð áhersla á handþvott sprittun bæði við komu og brottför í Borgir, þar sem gleðin býr. Gönguhópur Korpúlfa með göngur alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10, gengið frá Borgum mánudögum einnig frá Grafarvogskirkju. Kaffi á könnunni. Seltjarnarnes Enn erum við í þessum stuttu skrefum varðandi opn- un hjá félasmiðstöðum eldri bæjarbúa. Í dag verður kaffikrókurinn opinn eingöngu fyrir íbúa á Skólabraut. Kvennaleikfimin er í samráði við leiðbeinanda. Kl. 11 ætlum við að taka létta göngu. Hittumst við Skólabraut og göngum þaðan. Allir velkomnir. Aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna Aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna verður haldinn miðvikudaginn, 27. maí kl. 17:30 í sal Samfylkingarinnar, Strandgötu 43, Hafnarfi rði. Lögð verður fram tillaga að breytingum á lögum samtakanna. Tillagan og dagskrá fundarins liggur fyrir á skrifstofu samtakanna. Fundir/Mannfagnaðir mbl.is alltaf - allstaðar Vantar þig fagmann? FINNA.is Elsku Ása mín. Við áttum svo margar yndislegar stundir saman. Þótt það væri mikill ald- ursmunur á okkur þá urðum við góðar vinkonur á þessum rétt tæpu sjö árum sem við þekkt- umst. Ég datt ekki bara í lukku- pottinn að kynnast Tómasi mín- um, barnabarninu þínu, ég eignaðist einnig góða og trausta vinkonu í þér. Við gátum talað um allt milli himins og jarðar og það var aldrei langt í húmorinn og hláturinn sem einkenndi okk- ar samband. Þú kenndir mér margt, og má þar helst nefna nýtni og nægjusemi. Það voru engin vandamál, bara lausnir. Við áttum það sameiginlegt að þegar við tókum ákvörðun var ekkert vit í að bíða, við vildum framkvæma ætlunarverkið strax. Þú varst svo undurgóð við hundana mína tvo sem bjuggu hjá okkur Tómasi af og til þessi tæp þrjú ár sem við bjuggum í kjallaranum hjá þér. Þú fórst oft með þá út að ganga og þeir dýrk- uðu þig og dáðu. Þegar ég geng framhjá húsinu þínu með Pasha ætlar hann alltaf að beygja inn til þín í von um að hitta Ásu sína. Þú reyndist mér einnig mjög vel Ása Jónsdóttir ✝ Ása Jónsdóttirfæddist 22. ágúst 1936. Hún lést 23. apríl 2020. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. þegar afi og amma féllu frá með árs millibili. Þú knúsað- ir mig og hug- hreystir mig eins og ég væri þitt eigið barnabarn. Því mun ég aldrei gleyma. Þegar ég rifja upp allar okkar góðu stundir stendur upp úr ferðin okkar í bú- staðinn með Jósef bónda þar sem við sátum fjögur og spiluðum bridds fram eftir nóttu. Þú vannst að sjálfsögðu, enda góður briddsspilari og mikil keppniskona. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni, ég sagði þér oft hvað mér þætti vænt um þig og ég held að ekk- ert sem ég skrifa hér geti komið því betur til skila hvað þú varst mér kær en knúsin og fallegu orðin sem fóru okkar á milli. Takk fyrir alla aðstoðina og stuðninginn sem þú veittir okkur Tómasi, elsku Ása okkar. Þín Oddný. Elsku amma mín, þín verður sárt saknað, þú gerðir svo margt fyrir okkur öll og er ég ævinlega þakklátur fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þú hjálpaðir mér alltaf við lærdóm ef ég þurfti en það var mikið hjartans mál hjá þér að ég myndi ná mér í mennt- un. Þú kenndir mér einnig að spila bridds og mér fannst alltaf yndislegt að fá að spila með þér. Þú varst líka alveg yndislegur húmoristi hvort sem það var vilj- andi eða óvart. Þú komst mér alltaf á óvart með hagsýni og fyr- irhyggju sem þú reyndir oft að kenna mér. Ég vildi að ég væri betri penni og ég gæti komið því niður á blað hvað mér þykir vænt um þig og hvað ég er þér þakk- látur. Þín verður svo sannarlega sárt saknað, elsku amma mín. Þinn Tómas Fróði. Kynni okkar Ásu hófust sautjánda júní árið 1987 þegar við eldri sonur hennar, Jón Frosti, og dóttir mín Silja hittum þau Tómas heitinn á Laugaveg- inum, en þar áttu þau hjón at- hvarf þegar þau komu heim frá London, hvar Tómas starfaði við sendiráð Íslands. Hún tók okkur strax vel, og var sérstaklega góð við Silju, sem þá var fimm ára. Milli þeirra mynduðust sterk tengsl sem entust til æviloka og voru mjög dýrmæt fyrir dóttur mína. Það sýndi betur en margt annað hvaða mann Ása Jóns- dóttir hafði að geyma. Það sópaði að Ásu, hvar sem hún fór, og það leyndi sér ekki að hér fór kona sem hafði sterkar skoðanir, hvikaði ekki frá þeim, en var heilsteypt og trú sjálfri sér sama á hverju dundi. Það kom ekki síst í ljós þegar Tómas varð alzheimers-sjúkdómnum að bráð, langt fyrir aldur fram. Hún vék varla frá honum á þeim erf- iða tíma. Þolinmæði hennar og þrautseigjan í glímunni við þenn- an hræðilega sjúkdóm sem lagð- ist á mann hennar var einstök, og reyndar sýndi hún sama per- sónulega styrk og æðruleysi þeg- ar hún háði sjálf sína síðustu orr- ustu við krabbameinið. Atorku hennar og ráðdeild var við brugðið. Það sást ekki síst þegar hún skipulagði og hélt með glæsibrag samsæti í sendiráði okkar í London. Við undirbúning veislu var ekkert atriði svo lít- ilvægt að hún gæfi því ekki gaum: blóm hér, lýsing hér, skreyting þar, skipan borðbún- aðar, viðhöfn við hæfi. Og hví að kalla til starfsfólk þegar hún gat séð um þetta sjálf betur en nokk- ur annar? Eftir að við Jón Frosti skild- um að skiptum rofnaði aldrei sambandið við Ásu, hvorki milli mín og hennar né minnar fjöl- skyldu og hennar. Það var dýr- mætt fyrir okkur öll, Silju og Tómas Fróða, son okkar Jón Frosta og ömmubarn hennar, og ekki síst fyrir mig, sem átti í henni traustan vin og ráðgjafa til hinstu stundar. Hún leit alltaf á mig sem tengdadóttur sína, og ég leit á hana sem tengdamóður mína. Við tvær ferðuðumst sam- an til annarra landa, m.a. til Egyptalands og Ítalíu, og þá kynntist ég því að Ása var ekki einungis fróð, heldur bráð- skemmtileg og gædd drjúgu skopskyni. Hún var heimsmaður og sómdi sér vel hvert sem hún fór. Þó var hún meiri Íslendingur í sér en flestir aðrir sem ég hef þekkt og stolt af því, jafnvel hreykin. Ása Jónsdóttir var af sterkum stofni gerð, og þess njóta nú afkomendur hennar. Innilegar samúðarkveðjur til þeirra. Blessuð sé hennar minn- ing. Hallgerður Thorlacius. ✝ JóhannaKristinsdóttir fæddist 10. apríl 1937 á Siglufirði. Hún lést á Land- spítalanum 24. apríl 2020. Foreldrar henn- ar voru Valborg Steingrímsdóttir og Kristinn Guð- mundsson. Systk- ini Jóhönnu eru Hulda Guðbjörg og Stein- grímur. Jóhanna giftist Birgi Gests- syni en hann lést 1977. Dóttir þeirra er Valborg, gift Árna Halldórssyni. Börn þeirra eru Anna Soffía, Birgitta og Árni Jóhann. Maki Önnu Soffíu er Steinþór J. Sigurðs- son og eiga þau saman tvær dætur, Jenný og Valborgu. Maki Birgittu er Gunnar Sigvalda- son og eiga þau saman tvö börn, Júlíu og Kára. Seinni maður Jóhönnu var Guðmundur Gunnarsson, þau skildu. Útför Jóhönnu fór fram í kyrrþey. Amma Jonna mín. Þú varst einstök, fórst alltaf eigin leiðir og lést engan segja þér fyrir verk- um. Það eru forréttindi að hafa fengið að alast upp með þér og sjá þig alltaf halda áfram sama hvað á móti blés. Þetta gaf mér styrk til að standa með sjálfri mér í einu og öllu og ég mun allt- af búa að þeim styrk. Þú varst alltaf stolt af mér og ánægð með allt sem ég gerði, ég var stjarna í þínum augum og það var ómet- anlegt að eiga þig að og ég veit að minn styrkur og sjálfstraust er að miklu leyti ef ekki öllu kominn frá þér. Hver einasta teikning sem ég teiknaði átti heima á safni og þú varst viss um að ég yrði heimsfræg fyrir það eitt að vera ég. Ég trúi ekki enn að þú sért farin, skil það í rauninni ekki því þetta gerðist svo hratt. Mér finnst eins og ég hafi verið hjá þér í gær að tala um blóm og þú að gefa dætrum mínum málningu og pensla. En það eru þrír mán- uðir síðan og ég hitti þig aldrei aftur. Þessir síðustu mánuðir í þínu lífi voru erfiðir og baráttan hörð, þú stálhraust og líkami þinn vildi ekki gefast upp. Mamma sagði mér að þú hefðir bölvað öllum göngutúrunum sem hefðu gert þig svona hrausta. Þú varst alltaf að, gekkst um allt og gerðir upp húsgögn, boraðir upp hillur, málaðir málverk og prjónaðir og heklaðir af krafti. Langflottasta amma sem ég veit um, listamaður fram í fing- urgóma. Hafðu engar áhyggjur af blómunum, ég tek þau öll heim til mín og passa eins og gull. Þú munt alltaf eiga stað í mínu hjarta og ég mun alltaf sakna þín elsku amma mín. Anna Soffía Árnadóttir. Með sorg og söknuði kveðj- um við elsku Jonnu frænku okk- ar í hinsta sinn í dag. Við minn- umst með þakklæti allra góðu stundanna sem við höfum feng- ið að njóta í samveru hennar. Þótt hægt sé að minnast hennar sem þess dugnaðarforks sem hún var verður sennilega minn- ingin um hennar stóra hjarta sú sem mun lifa með okkur. Þótt Jonna frænka hafi ekki átt auðvelt líf, unnið hörðum höndum allt frá barnsárunum á Sigló og fram til þess síðasta, var henni alltaf umhugað um að gleðja aðra. Enn þann dag í dag getum við systkinin rifjað upp allar fallegu gjafirnar sem hún og Valbý dóttir hennar hafa gef- ið okkur í gegnum árin, þótt lið- in séu næstum 50 ár frá sumum þeirra. Fyrstu persónulegu handklæðin, fuglakertastjak- arnir eða eitthvað í smádótshill- una, listinn er endalaus. Þegar Jonna frænka kom í barnaafmæli, hvort sem það var hjá okkur, börnunum okkar eða barnabörnum, hafði hún ekki bara með gjöf handa af- mælisbarninu. Öll börnin í af- mælinu fengu gjöf. Stundum virtist taskan hennar vera botnlaus þegar hún dró upp hvert smádótið á eftir öðru. Þegar við heimsóttum hana fórum við aldrei út án þess að hafa með litla mynd sem hún hafði málað, afleggjara í potti eða bara eitthvað sem hún hafði fundið í Kolaportinu. Svo virtist sem Jonna frænka væri alltaf á ferðinni. Hún veigraði sér ekki við að taka strætó lengri leiðir eða ganga bæinn þveran og endi- langan. Við hittum hana á ótrú- legustu stöðum! Og ef börnin okkar voru með í ferð skimaði hún alltaf eftir næstu dótabúð svo hún gæti keypt eitthvað til að gleðja þau. Jonna frænka var glæsileg kona. Hún bar höfuðið hátt og var óhrædd við að fara sínar eigin leiðir. Hún var frænkan sem var með aflitað hár og ósjaldan glitti í bláan blúndu- brjóstahaldarann undir flegn- um V-hálsmálsbolnum. Okkur fannst hún algjör skvísa! Hún var óhrædd við að segja sína skoðun og hafði enga þörf fyrir að vera sammála fólki. Í fjölmenni kom hún sér oftast fyrir í eldhúsinu þar sem hún naut sín best í tveggja manna tali. Þegar hún eltist og það varð fastur liður að spyrja hvernig hún hefði það var hún alltaf hreinskilin í svörum en spurði svo strax: „Hvernig hef- ur þú það?“ eða „hvernig geng- ur hjá þér?“ Þannig var Jonna frænka, alltaf að hugsa um aðra. Elsku Valbý, Árni, Anna Soffía, Birgitta og Árni Jóhann, makar og börn. Okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Fyrir hönd mömmu, maka okkar, barna, tengdabarna og barnabarna: Elsku Jonna frænka, þín verður sárt saknað. Takk fyrir allt! Jóhanna (Jonna), Linda, Herdís, Sigríður (Sirrý) og Stefán Birgir. Gömul og góð vinkona hefur kvatt. Við Jonna kynntumst í smábarnaskóla hjá Láru á Siglu- firði. Við vorum minnstar og sát- um því á fremsta bekk, Jonna með slöngulokkana sína og ég með ljósa fléttinga. Í minningunni var alltaf sól og gott veður á sumrin á Sigló. Við Jonna vorum í stutterma kjólum og hvítum leistum og sandölum. Við lékum okkur í parís á stétt- inni hjá Guðbjörgu ljósmóður, sem átti bestu stéttina í bænum. Svo var farið í landaparís og ekki má gleyma boltaleikjunum, ein- bolt, tvíbolt og þríbolt. Á kvöldin var farið í fallin spýta og feluleik og á sunnudögum fórum við á stúkufundi og í þrjúbíó. Við fór- um á skíði og skauta á veturna og stukkum af húsþökum og komum oft rennandi blautar heim. Ég var oft lasin á þessum árum og þá kom Jonna í heimsókn og teikn- aði fyrir mig falleg föt á dúkkulís- urnar. Ein eftirminnilegasta minn- ingin er af fermingardeginum. Jonna var svo falleg í síðum hvít- um kjól með hvíta blúnduhanska. Ég á enn næluna sem Jonna gaf mér í fermingargjöf. Þegar við komumst á unglingsárin tók við skemmtilegur tími. Við fórum á böll í Alþýðuhúsinu og þótt við værum um margt ólíkar höfðum við báðar gaman af því að dansa. Jonna var einnig afar listræn, teikning lék í höndum hennar og hún gat spilað öll vinsælustu lög- in á píanó eftir eyranu. Þegar Jonna kynntist Birgi sínum bjuggu þau fyrst á efstu hæðinni í Útvegsbankanum. Þau voru afar hamingjusöm og svo kom Valborg og litla fjölskyldan flutti suður. Það var mikill missir fyrir Jonnu þegar Birgi féll frá. Við héldum alltaf sambandi í gegnum árin og heimsóttum hvor aðra og fylgdumst með börnum og barnabörnum vaxa úr grasi. Takk fyrir fallega vinskapinn í gegnum árin, kæra vinkona. Hekla Ragnarsdóttir. Jóhanna Kristinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.