Morgunblaðið - 12.05.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2020
Sennilega hefur kveðjuleikur hjá ís-
lenskum íþróttamanni sjaldan vakið
jafnmikla athygli og þegar Ásgeir
Sigurvinsson lagði fótboltaskóna á
hilluna fyrir nákvæmlega 30 árum,
12. maí árið 1990.
Þann dag lék hann kveðjuleik sinn
með Stuttgart í lokaumferðinni í
Vestur-Þýskalandi, á heimavelli
gegn Homburg, og lauk sautján ára
ferli sem atvinnumaður með Stutt-
gart, Bayern München og Standard
Liege.
Fjallað var um Ásgeir í miðopnu
Morgunblaðsins og þýskir fjölmiðlar
skrifuðu mikið um kveðjustundina,
enda hafði hann verið einn af bestu
leikmönnum Bundesligunnar í átta
ár. Var reyndar valinn besti leik-
maður deildarinnar 1983-84, eftir að
hafa leitt Stuttgart til þýska meist-
aratitilsins og var í lykilhlutverki í
úrslitaleikjum Stuttgart og Napoli í
UEFA-bikarnum vorið 1989.
Ásgeir lék 460 deildaleiki sem at-
vinnumaður í Þýskalandi og Belgíu
og eini Íslendingurinn sem hefur
spilað fleiri leiki erlendis er Eiður
Smári Guðjohnsen. Þá var Ásgeir
tvívegis valinn Íþróttamaður ársins
hérlendis, 1974 og 1984.
vs@mbl.is
Kvaddi Ítarlega var fjallað um Ásgeir Sigurvinsson í Morgunblaðinu eftir
kveðjuleik hans með Stuttgart í lokaumferðinni í Vestur-Þýskalandi.
Þrjátíu ár frá kveðju-
leiknum í Stuttgart
Ásgeir Sigurvinsson hætti vorið 1990
Félagið mitt í enska fótbolt-
anum var í efsta sæti B-
deildarinnar þegar öllum leikjum
var frestað. Eftir 16 ár í B- og C-
deild virtist liðið mitt loksins
ætla upp í deild þeirra bestu. Þá
kom heimsfaraldur.
Ólíklegt þykir að deildin
verði leikin til loka og verður nú-
verandi staða væntanlega látin
standa. Þá er mitt lið á leiðinni
upp.
Flestir leikmenn og félög í
ensku úrvalsdeildinni virðast
spennt fyrir því að leika tímabilið
til enda. Leikmenn vilja komast
út á völl á ný og stuðningsmenn
vilja fótbolta í líf sitt á nýjan leik.
Þá vilja eigendur félaganna pen-
ingana sem fylgja því að klára
tímabilið.
Liðin í fallbaráttunni vildu
klára tímabilið, svo lengi sem
þau gætu ekki fallið. Þau voru
s.s. alveg til í að fá peningana
fyrir sjónvarpsréttinn, en ekki til
í að taka afleiðingunum ef illa
gengi á vellinum. Þótt heimsfar-
aldur hefði hugsanlega getað
komið í veg fyrir að liðið mitt
færi upp um deild, hef ég haldist
mjög rólegur. Það eru töluvert
mikilvægari hlutir í þessum
heimi.
Það eina sem hefur farið í
taugarnar á mér er hegðun félag-
anna í neðstu sætum úrvals-
deildarinnar og hvað peningar
hafa blindað þau. Það er vissu-
lega áhættusamt að byrja að
spila fótbolta á nýjan leik í landi
sem veiran hefur verið skæð í, en
félögin í neðri hlutanum voru til í
að taka þá áhættu, svo lengi sem
þau tapa ekki peningum á því
með því að falla niður um deild.
Með því eru þau að viðurkenna
að peningar eru mikilvægari en
heilsa fólks. Sem betur fer hefur
enska knattspyrnusambandið
ákveðið að þrjú lið muni falla.
BAKVÖRÐUR
Jóhann Ingi
Hafþórsson
johanningi@mbl.is
FJÖLNIR
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Bergsveinn Ólafsson, 28 ára fyrirliði
knattspyrnuliðs Fjölnis, lagði skóna
óvænt á hilluna fyrir helgi. Sagði
hann að hungrið fyrir knattspyrn-
unni væri ekki lengur til staðar. Ás-
mundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis,
viðurkennir að ákvörðunin hafi kom-
ið honum á óvart og nokkurn veginn
upp úr þurru.
„Þetta kom algjörlega flatt upp á
okkur. Það var enginn undanfari á
þessu fyrir okkur. Hann sagðist hafa
hugsað þetta lengi en þetta var mjög
óvænt þegar hann kom til okkar á
fimmtudaginn og tilkynnti okkur
þessa ákvörðun. Við ræddum heil-
lengi við hann og reyndum að fá
hann til að hugsa málið aðeins,“
sagði Ásmundur við Morgunblaðið.
Bergsveinn tók ákvörðunina í kjölfar
þess að hann meiddist og henni varð
ekki breytt.
Ákveðinn á sínu
„Hann meiddist fyrr í vikunni og
við vildum leyfa honum að taka sér
sinn tíma og hugsa hvort þetta væri
virkilega það sem hann vildi. Hann
var ákveðinn á sínu og leið svona. Þá
er ekkert annað að gera en að virða
það,“ bætti Ásmundur við.
Fjölnir hafnaði í öðru sæti í 1.
deildinni síðasta sumar og tryggði
sér sæti í deild þeirra bestu eftir eins
árs fjarveru. Síðan þá hafa þrír
reynslumiklir lykilmenn horfið á
brott. Daninn Rasmus Christiansen
er kominn aftur í Val, en hann var að
láni hjá Fjölni á síðustu leiktíð.
Bergsveinn er hættur og Albert
Brynjar Ingason er farinn í Kór-
drengi. Þeir léku allir 21 af 22 leikj-
um Fjölnis síðasta sumar. Ásmund-
ur viðurkennir að Fjölnir þyrfti helst
að styrkja sig, en vegna ástands síð-
ustu vikna verður það ekki auðvelt.
Ekki auðveldur markaður
„Við höfum misst svolítið úr
reynslubankanum í liðinu en erum
með marga unga og hæfileikaríka
fótboltamenn sem við þurfum að
gera gott lið úr. Auðvitað skoðum við
það ef eitthvað er í boði. Það er ekki
auðveldur markaður að bæta við sig
reynslu á þessum tímapunkti. Við
skoðum eins og við getum en ef ekk-
ert kemur reynum við að gera eins
gott lið og við getum úr því sem við
höfum,“ sagði Ásmundur.
Leikmannahópur Fjölnis í
Lengjubikarnum í vetur var ungur
og með brotthvarfi Bergsveins verð-
ur hann enn yngri. Meðalaldurinn í
byrjunarliði liðsins gegn Vestra í
byrjun mars var 23,7 ár og meðal-
aldur varamanna aðeins 19 ár.
„Þetta eru kornungir peyjar og
það verður áskorun að takast á við
deildina, en það er spennandi áskor-
un,“ sagði Ásmundur, sem er óviss
hvort félagið bæti við sig erlendum
leikmanni fyrir tímabilið. „Maður
veit ekki hvernig það kemur til með
að virka. Ég held það sé mjög flókið í
dag og það eru sóttkvíarreglur fyrir
þá sem koma til landsins. Mér finnst
það mjög ólíklegt en þó ekki útilokað
að við fáum einhvern að utan.“
Vill festa Fjölni í sessi í
efstu deild á nýjan leik
Frá og með afléttingu samkomu-
bannsins 4. maí mega lið æfa saman
en þó með takmörkunum. Fram að
því þurftu leikmenn að æfa einir síns
liðs.
„Við vorum í ágætissambandi þeg-
ar við máttum ekki æfa saman en
þetta er það sem menn voru að bíða
eftir; að fá að komast inn á völlinn að
æfa. Nú bíða menn eftir að geta æft
venjulega en ekki bara sjö saman.
Það er mikill léttir yfir því að við
séum byrjaðir aftur.“
Ásmundur stýrði Fjölni fyrst frá
2005 til 2011 og kom liðinu upp í
efstu deild sumarið 2007. Sumarið
eftir endaði liðið í sjötta sæti úrvals-
deildarinnar en sumarið 2009 féll
það aftur niður í 1. deild. Nú, rúmum
áratug síðar, fær hann tækifæri til
að stýra liðinu aftur í deild þeirra
bestu. Hann segir að fyrsta markmið
sé að halda Fjölni í efstu deild en svo
sé hægt að byggja á það í framtíð-
inni.
„Við þurfum að byrja á því að búa
til lið sem getur haldið sér uppi í
deildinni og reyna að festa Fjölni í
sessi í efstu deild á ný. Auðvitað eru
langtímamarkmið félagsins stærri
og meiri og við viljum vera með öfl-
ugt lið í efstu deild. Akkúrat núna er
ekki annað raunhæft en að halda lið-
inu uppi,“ sagði Ásmundur við
Morgunblaðið.
Kom algjör-
lega flatt
upp á okkur
Fyrirliði Fjölnis hættur Reynslu-
miklir menn farnir og erfiður markaður
Morgunblaðið/Hari
Grafarvogur Ásmundur Arnarsson stýrir skútunni hjá Fjölni í Grafarvogi.
Englendingar stefna áfram á að
hefja keppni í úrvalsdeildinni í
knattspyrnu 12. júní. Möguleikarnir
á því jukust í gær þegar breska
ríkisstjórnin tilkynnti að eftir 1. júní
verði leyft að halda menningar- og
íþróttaviðburði án áhorfenda, þar
sem tekið sé upp fyrir sjónvarp.
Félögin eru hins vegar ekki búin
að komast að samkomulagi um að
halda áfram keppni og hvort leikið
verði á hlutlausum völlum eða á
heimavöllum.
Enska knattspyrnusambandið
sendi í gær skýr skilaboð til úrvals-
deildarinnar um að útkljá verði
tímabilið á þann hátt að meistarar
verði krýndir og þrjú lið falli úr
deildinni. Annaðhvort með því að
spila leikina sem eftir eru eða með
því að láta núverandi stöðu gilda
sem lokastöðu. Nokkur af neðstu lið-
unum hafa reynt að knýja í gegn að
ekkert lið falli úr deildinni í sumar
en það virðist ekki lengur í boði.
Þjóðverjar tilkynntu í gær að
keppni í efstu deild kvenna færi af
stað á ný 29. maí. Sara Björk Gunn-
arsdóttir hjá Wolfsburg og Sandra
María Jessen hjá Leverkusen léku
síðast í deildinni 1. mars.
Danska úrvalsdeildin í karla-
flokki fer af stað á ný 28. maí en
fyrsti leikur eftir hléið verður
grannaslagur Jóns Dags Þorsteins-
sonar og félaga í AGF gegn Rand-
ers.
Englendingar
enn með 12.
júní í sigtinu
Benedikt Guðmundsson er hættur
störfum sem þjálfari kvennaliðs KR
í körfuknattleik, en hann hefur stýrt
liðinu undanfarin þrjú keppnis-
tímabil með góðum árangri. Bene-
dikt tók við KR-liðinu sumarið 2017 í
1. deild kvenna og það vann deildina
með miklum yfirburðum tímabilið
2017-18. Liðið endaði í fjórða sæti
úrvalsdeildarinnar 2018-19 og lék í
undanúrslitunum um Íslandsmeist-
aratitilinn. Í vetur var liðið í öðru
sæti deildarinnar, á eftir Val, þegar
keppni var hætt vegna kórónuveir-
unnar, en þremur umferðum var þá
ólokið og annað sætið nánast í höfn.
Þá lék KR til úrslita í bikarkeppn-
inni í vetur þar sem liðið sló Íslands-
meistara Vals út í undanúrslitum en
tapaði fyrir Skallagrími í úrslitaleik.
Benedikt tók á síðasta ári við þjálfun
kvennalandsliðs Íslands og það hef-
ur leikið tvo leiki í undankeppni EM
undir stjórn hans.
Þá hefur Ólöf Helga Pálsdóttir
verið ráðin þjálfari meistaraflokks
kvenna hjá Grindavík. Gerir hún
þriggja ára samning við uppeldis-
félagið. Grindavík leikur í 1. deild á
næstu leiktíð eftir eitt ár í deild
þeirra bestu. Ólöf lék með Grindavík
upp alla yngri flokka og var lykilleik-
maður í meistaraflokki um árabil.
Þjálfaði hún síðast Hauka í tvö tíma-
bil.
Landsliðsþjálfarinn hættur hjá KR
Benedikt hættur með KR eftir þrjú ár
Ólöf Helga tekur við uppeldisliðinu
Morgunblaðið/Hari
Hættur Benedikt Guðmundsson er
hættur sem þjálfari KR-inga.